Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTUTIB: Faxaflói: Aílhvass eða hvass suðvestan. Skúraveður. DAGLEGA LIFIÐ I FINN- LANDI. — Sjá grein á bls. 7. 50. thl. — Fimmtudagur 26. febrúar 1948. Bærinn selur Júpíter toyara Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var s.l. þriðjudag, var rætt um sölu á einum þeirra þriggja ný- sköpunartogara, sem nú er verið að byggja fyrir Reykjavíkurbæ í Bretlandi. Við umræður þessar bar borg- arstjóri fram svohljóðandi til- lögu: Með tilvísun til ályktunar bæjarstjórnar 16. okt. síðastl., samþykkir bæjarráð að fram- selja hlutafjelaginu Júpíter Reykjavík, smíðasamning um botnvörpuskip, sem ríkísstjórn in hefur samið um smíði á, vegna bæjarins, hjá Alex. Hall í Aberdeen, enda hííti kaupandi ölluhi sömu skilmálum, sem settir hafa verið fyrir framsöl- um á botnvörpuskipum, sem bæjarstjórn hefur haft milli- göngu um, að keyptir væru til bæjarins, og h.f. Júpiter verði áfram skrásett hjer i Reykja- vík og togarar þess gerðir út hjeðan. Þessi tillaga var svo borin undir atkvæði og var hún sam- þykt með 3 gegn 2 atkvæðum. Togari þessi sem hjer um ræð ir, verður fullgerður nú í sum- ar. Útgerð Reykjavíkurbæjar á því nú auk Ingólfs Arnarsonar, tvo diesel togara og einn eim- knúinn, Skúla Magnússon, sem verður settur á sjó fram 28. þ. m. Þess skal að lokurn getið, að auk h.f. Júpíter sóttu um tog- arann, Kveldúlfur h.r'. og Fylk- ir h.f., en bæði fjelögin drógu umsóknir sínar til baka. / . Eruá mófi mannrjeftindalögum Trumans Breytingar á Bessastaða- kirkju kosta yfir hálfa miljón krónur Sjerfræðingur kennir meíferð Skodabíla í FYRRADAG kom hingað til landsins, sjerfræðingur frá Skodabílaverksmiðjunum í Tjekkóslóvakíu, til þess að kenna starfsmönnum við bíla- deild Póststjórnarinnar með- ferð hinna nýju Skoda almenn- ingsvagna. Maður þessi kom hingað fyr- ir tilstilli Tjekkneska bílaum- boðsins á íslandi h.f. Mun hann dvelja hjer í allt að mánaðar- tíma. íéfáll WBw,' TRUMAN Bandaríkjaforseti hefur nýlega lagt fyrir þingið lög. sem miða að því, að negrar fái meiri mannrjettindi, en þeir njóta rú í Bandaríkjunum, einkum Suðurríkjumim. Fjelagsskapurinn Ku-Klux-K!an, sem cr illræmdur ofbeldisflokkur hefur sett sig upp á móti þessu frumvarpi og hótar öllu íllu ef það verður að lögum. Ku-Klux-Klan hefur alið mjög á kynþáttahatri. Fyrst var það stofnað til að mótmæla afnámi þrælaháldsins, 1865. Árið 1873 var þessi fjelagsskapur, sem haíði morð og árásir efst á stefnuskrá sinni, bannaður, en var endurreistur 1915 og hóf þá árásir sínar aftur á negra, Gyðinga. og kaþólska menn. 1935 var f jelagsskapur- inn leystur upp, aðailega vegna fjárdráttar innan fjelagsskaparins sjálfs. Klan-meðlimir kíæðast síðum hettukuflum og hafa allskonar kreddur í frammi á fundum sínum. Hjer er mynd af Klan-fundi, þar sem verið er að taka inn nýja meðlimi. m FJÖGRA klukkustunda veiði törn var á Hvalfirði í fyrrinótt. Þetta hlje var á meðan vind- áttin var að breyta sjer. Flot- inn sem þar var, um 20 skip, kastaði þá almennt og stóð sild- in mjög þjett í torfunum. Yfir- leitt var afli skipanna mjög góð ur, og hjá nokkrum skipum var síldin svo mikil í nótinni, að gæta varð fyllstu varúðar, til þess að sprengja hana ekki. Vegna sunnan hvassviðrisins í gær, gátu bátar sem náðu full- fermi ekki komist hingað til Reykjavíkur. Aðeins eitt skip kom um kl. 5 og var það Skíði með um 600 mál síldar. I gær ivar verið að lesta Hvassafell og Súðina og verður því sennilega lokið ^árdegis í dag. Þá munu aðeins vera fimm eða sex skip sem bíða löndun- ar. Af síld þeirra mun Sindri taka eitthvað. Flokkaglímö Reykjavíkur 1 þós. kr. löfnuðusl !§ær í GÆR'barst skrifstofu Barna hjálpar Sameinuðu þjóðanna í hinu nýja Búnaðarbankaliúsi, 10 þús. krónur. Er þetta næst hæsti dagur söí'nunarinnar síð- an hún hófst. Stærstu gjafirnar sem bár- ust í gær voru kr. 5.426.90 frá starfsfólki byggingafjelagsins Brú og 1800 krónur frá skips- höfninni á síldveiðiskipinu Ing- ólfur GK 96, en á bátnum eru þrír merin. Ennfremur gaf skips höfnin á m.s. Björn GK 396, 300 kiiónur og eru þrír menn einnig á þessum bát. Björn stundar eirmig síldveiðar hjeð- an frá Reykjavík. SKÝRT var frá því hjer i blaðinu 1 gær, að flokkaglíma Reykjavíkur myndi fara fram í IBR-húsinu við Hálogaland á föstudagskvöld. Þetta getur því miður ekki orðið, þar eð önnur mót fara þar fram þennan sama dag. Hefur nú verið ákveðið að glímukeppnin fari þar fram á sunnudaginn kl. 3. Ferðir verða þangað inneftir frá Ferðaskrif- stofunni frá kl. 2. Handknaiileiksméíið: r Armann og Valur unnu _ Á HANDKNATTLEIKSMÓTI Islands á þriðjudagskvöld fóru leikar þannig, að Ármann vann FH með 24 mörkum gegn 10 og Valur vann ÍR með 18:11. Ármann sá um keppnina. Hef ir fjelagið gefið út leikskrá fyr- ir allt mctið, sem er þakkar- vert fyrst framkvæmdarnefnd mótsins hafði eklci sjeð um svo sj-álfsagðan hlut, Skráin fæst í Bókaverslun ísafoldar. Næstu leikir fara fram annað kvöld og keppa þá Iíaukar og Fram og KR og ÍA. — Sjer IA um þá keppni. í GÆR var rædd á Alþingi fyr- irspurn frá Gylfa Þ. Gíslasym varðandi þær breytingar er gerö ar hafa verið á Bessastaða- kirkju. þ ; Eysteinn Jóns- FRA * son, mentamála- : ráðherra, upp- ALNNGí ! andi kirkjumála ...........I ráðherra, Emii Jónsson, hafi, ákveðið að láta gera við kirkjuna, sem var orð- in mjög hrörleg og úr sjer geng in. — Húsameistari ríkisins gerði áætlun um endurbætur á kirkjunni árið 1945, og gerði ráð fyrir að þær kostuðu 210 þús. kr. samtals. S.l. sumar var kostnaðurinn orðinn 240 þús. kr. og var þá áætlað að hann yrði 325 þús. kr. alls. En 1. jan. 1948 var kostnað- urinn orðinn 470 þús. kr. og gert ráð fyrir að 50—60 þús. kr. þyrftu í viðbót, eða alls á 6. hundrað þús. kr. Las ráðherra upp brjef frá fulltrúa húsameistara, þar sem segir að ýmislegt meira hafi verið gert við kirkjuna en upp- haflega var talið þurfa. Kemur í Ijós að kirkjan hefur verið sem næst alveg endur- byggð. Alt trjeverk hefur verið rifið úr henni og nýtt sett 1 staðinn. Nýtt helluþak hefur verið sett og bitar í lofti endur- nýjaðir. Þá hefur einnig verið sett nýtt loft í hana. Gamla gólfið, sem var orðið mjög fú- ið hefur verið tekið í burt, en nýtt eikargólf sett í staðinn. Nýir bekkir úr eik hafa verið' settir í Ifirkjuna svo og nýtt altari og prjedikunarstóll. Mið- stöð og raflögn hefur og verið komið fyrir í kirkjunni. Þá var upplýst að allir forn- gripir kirkjunnar hefðu verið fluttir í Þjóðminjasafnið, nema skírnarfonturinn og legsteinn Magnúsar amtmanns Gíslason- ar. — Nokkrar umræður urðu um fyrirspurnina og uþplýsti Gylfi Þ. Gíslason m. a. að breytingar þær sem gerðar hafa verið á kirkjunni væru gegn vilja Þjóð- minjavarðar. * 59 bílar í eign ríkisins. Fjármálaráðherra gaf í gær skýrslu, vegna framkominnar fyrirspurnar, um bifreiðaeign ríkisins og hvaða embættismenn notuðu þær. Ráðherra gat þess, að nefnd sú, er starfaði að því að gera athuganir á ríkisrekstrin- um sem gætu orðið til sþarnað- ar í framtíðinni, hefði þetta mál til rannsóknar, en hefði ekki skil að áliti sínu ennþá. Yrði skýrsla sín því ekki alveg fullnægjandi. Samkvæmt skýrslu ráðherra eru 59 bifreiðar í eign ríkisins, þar af 1 flutningabíll. Forseti Islands hefur 2 bif- reiðar til umráða og Bessastaða- búið 1 vörubíl. Atvinnumála- ráðuneytið hefur 1 bíl, forsæt- isráðuneytið 1 bíl og utanríkis- ráðuneytið 1 bíl, Þá kemur bifreiðaeftirlitið: Vesturlandsumdæmi 2 bíla, Ak- ureyri 1 bíl og Reykjavík 4 bíla. BÍskupinn hefur 1 bíl, borgar- fógeti 1 bíl, borgardómari 1 bíl, hæstirjettur 1 bíl og háskólinn 1 bíl. Þá kemur lögreglan með 9 bíla og útvarpið með 6 bíla. Fræðslumálastjóri hefur 2 bíla, póststofan 2 bíla, saka- dómari 4 bíla, sauðfjárveikivarn ir 1 bíl, sldpulagsstjóri 1 bíl, skógrækt ríkisins 3 bíla, húsá- meistari 2 blla, tryggingarstofn- unin 1 bíl, vegamálastjóri 4 bíla, veiðimálastjóri 1 bíl, raforku- málastjóri 1 bíl, áfengisverslun- in 1 bíl, lyfjaverslunin 1 bíl og atvinnudeildin 2. Samtals 59 bílar, en eitthvað af þeim munu vera jeppar og 1 af þeim er vörubíll. Forsfjóri (olumbus æmdur í Hæsla- rjetti HÆSTIRJETTUR hefur kveðið upp dóm í málinu: Rjettvísin gegn Reinhard Láruss, Fanney Guðmundsdóttur og Guðmundi S. Guðmundssyni. 1 Hæstarjetti var dómur und- irrjettar yfir þeim Fanney og Guðmundi staðfestur, en þau voru bæði sýknuð. Reinhard Lárusson var í Hæstarjetti dæmdur í 35000 króna sekt til ríkissjóðs. — Við dómsuppkvaðn ingu í undirrjetti, var Reinhard dæmdur í 20 þúsund króna sekt. Málavextir eru í stuttu máli þeir, að á s.l. ári flutti Columbus h.f. inn 195 bíla frá Renault bíla verksmiðjunum í Frakklandi. — Ekki hafði forstjórinn, Rein- hard Lárusson gjaldeyris- eða innflutningsleyfi fyrir þessum bílum og með því gerðist hann brotlegur við verðlags- og gjalcl- eyrislöggjöfina. Hæstirjettur þyngdi dóm Reinhards, m. a. á þeim for- sendum, að hann hefur tvisvar áður verið dæmdur fyrir brot gegn fyrraefndri löggjöf. Verkfal! boðað hjá Sfræiisvögnum BIFREIÐASTJÓRAFJELAC IÐ Hreyfill hefur tilkynnt bæ arráði, að hafi ekki verið san ið um kaup og kjör vagnstjó og vaktmanna hjá Strætisvöí um, fyrir 1. mars n. k. þá ver frá þeim degi öll vinna fjelag manna stöðvuð hjá Strætisvöj um. Mál þetta kom fyrir fund bc arráðs, er haldinn var s. þriðjudag, og var þá ennfren ur lagt fram frumvarp að san ingi um k*aup og kjör þessa manna. Þetta frumvarp haf Hreyfill sent borgarstjóra hir 20. þ. m. ; Bæjarráð samþykkti, m< samhljóða atkvæðum, að bjói ast til að sémja við Hreyfil u kaup ’og kjör, sem fairið < fram á í brjefi sem Hreyfj hafði sent 24. nóv. s. 1. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.