Morgunblaðið - 02.04.1948, Side 2

Morgunblaðið - 02.04.1948, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 2. apríl 1945. \ Nýja mjólkurstöðin tekur ef ti vilS til starfa um rnitt sumar í>ESS MÁ ef til viii vænta að hin jnýja mjólkurstöð, sem verið hef- tiv í byggingu hjer í Reykjavík «íðan sumarið 1942, geti tekið til etarfa á miðju þessu sumri. Það veltur þó á því, að gufuketill, sem pantaður hefur xærið frá Eng- landi og átti að koma snemma á þessu ári, en ennþá er ókominn, verði kominn. Að öðru leyti eru aliar vjelar stöðvarinnar að und- anteknum vörulyftum í húsið komnar til landsins og er Unnið að niðursetningu þeirra af kappi. Þessar upplýsingar fjekk blað- 4ð í gær hjá Einari Ólafssyni laónda í Lækjarhvammi, en hann á eins og kunnugt er sæti í stjórn Mjólkursamsölunnar, sem hefur 4ræð höndum byggingu hinnar tiýju mjólkurstöðvar. Synjað um framleiðsluleyfi 4 Ameríku. Hvernig stendur á þeim mikla drætti, sem orðið hefur á því að Ijúka byggingu mjóikurstöðvar- ánnar? Þáð er orðin nokkuð löng saga að segja frá því, segir Einar í Lækjarhvammi. Þegar byrjað var að byggja etöðina sumarið 1942 var rætt um að fá til hennar vjelar frá Ame- ríku. Árið 1943 var þessvegna sendur maður vestur til þess að athuga möguleika á vjelakaupum |>ar. Fjekk hann tilboð frá ýms- «rn íyrirtækjum um sölu á nauð- Eynlegum vjelum. En þegar til étti að taka neitaði stjórn Banda- ríkjanna um framleiðsluleyfi fyr- ir þeim af styrjaldarástæðum. — Sat við þá synjun til stríðsloka. Þá ákvað stjórn Mjólkuraamsöl- tmnar að leita fyrir sjer til Norð- urlanda um vjelakaup. Var það talið hagkvæmara vegna þess að élítið var að auðveidara myndi að fá þaðan varahluti síðar meir. Seinnihluta árs 1945 var Stefán Ejörnsson mjólkurfræðingur send ur til Danmerkur og Svíþjóðar, Fjekk hann tilboð í allar vjelarn- ar. Var þá samþykkt að taká til- boði frá dönsku fyrirtæki, sem etystan afhendingarfrest bauð. En það var fyrst og fremst tvent sem. altaf var stjórn mjólkursam- pölupnar efst í huga, að fá vjel- arnar eins fljótt og unnt væri og eins fullkomnar og kostur væri á. Afhendingartími vjelanna hjá jþessu danska fyrirtæki var sam- Évæmt tilboði þess 6—14 mánuð- #r á hinum ýmsu vjelum. — En lií.nn reyndist því .miSur miklu "tengri, þannig að síðustu vjelarn- ér í þessari pöntun komu ekki fyrr én í nóvember 1947. Gerilsneyðingar- og hreinsivjel fccitn hinsvegar snemma á því ári cg voru þær þá þegar settar nið- <ur í gömlu mjólkurstöðina. En |>aðan verða þær fluttar í nýju etöðkia þegar aðrar vjelar hafa verið settar niður þar. Gufuketill ókominn Hvað er ókomið af vjelum til íiýju stöðvarinnar? Það er fyrst og fremst gufu- fcetill, sem lofað hafði verið að yrði tilbúinn á síðasta ári. — Jeg skal ekkert fullyrða um hve- ruer hann kemur, en stöðin get- ur ekki tekið til starfa meðan fcanit vantar. Ef hann kæmi til ’landsins í þessum mánuði er ekki Vonlaust um að stöðin gæti teldð td starfa í júní eða júlí í sumar. Þessi gufuketill hefur verið pant- eður frá Englandi. Ennfremur eru ókomnar lyftur i iíúsið en þær verða notaðar til ílutninga á mjólk, mjólkUrvörum pg áhöldum milli hæða bygging- erinnar. Til mjólkurstöðvarinnar, sjálfs hússins og vjelanna hefur annars ckkert verið sparað til þess að hún gæti orðið sem fullkomnust. Kvað er ráðgert að mjólkur- ptöSÍTí kosti fullgerð? • Kostnaðurinn við byggingu rennar og brauð- og mjólkur- eöiumiðstöðvar, sem byrjað var fcyggja árið 1944 var við síð- Hefir verið í byggingu í sex ár og kostar nú 8 miijónir króna Samlal við Einar Ólafsson í Lækjarhvammi geyms'a og verður með henni Einar Ólafsson. ustu reikningsskil Mjólkursam- sölunnar orðinn rúmlega 3 milj. króna. Hver endanlegur kostnað- ur verður er ekki gott að fullyrða um á þessu stigi málsins. Hvernig hefur fjár til bygging- arinnar verið aflað? Allmörg undanfarin ár hefur Mjólkursamsalan safnað fje í byggingarsjóð til byggingar nýrr- ar mjólkurstöðvar í stað þeirrar gömlu, sem byggð var árið 1930 og er orðin mjög úr sjer gengin. Hefur í því skyni verið lagt á- kveðið gjald, 1—5 aurar á hvern líter innveginnar mjólkur hjá mjólkurbúunum. Einnig hafa tekjurnar af brauðsölubúðum samsölunnar runnið í byggingar- sjóð. Von á flöskumjólk ^ Hvaða breytingar til batpaðar í mjólkurmálum höfuðborgarinn- ar teljið þjer að hin nýja mjólk- urstöð hafi í för með sjer? Fyrst og fremst þær að hægt verður að selja mjólkina á flösk- um. Flöskurnar eru að vísu ekki komnar, en loforð er fengið fyrir þeim frá Belgíu í næsta mánuði. í stöðinni verða mjög fullkomin flöskuáfyllingatæki og er ráðgert að öll mjólk frá henni verði send á flöskum í búðirnar. Er gert ráð fyrir að þær verði hálfs og heils líters flöskur. Óráðið er enn hvort unt verður að senda mjólkina beint heim til neytenda. En með því að selja alla mjólk- ina á flöskum ætti að mega vænta þess að ástandið í þessum málum batnaði mikið frá því sem nú er. Afgreiðslan í búðunum verðum miklum mun auðveidari og hinar óvinsælu biðraðir hverfá vonandi úr sögunni. Ennfremur verður miklu hægra að gæta ýtr- asta þrifnáðar og hollustuhátta. iMjóIkurframleiðslan 20 ',c minni í vetur Hefur ekki verið nokkur mjólk urskortur hjer í vetur? Mjólk hefur verið skömmtuð hjer í nokkrar vikur og auk þess hefur han'a þrotið suma daga vik- unnar í búðunum. En það sprett- ur af því að kæligeymsla gömlu mjólkurstöðvarinnar er svo tak- mörkuð að ekki er hægt að geyma þar nægilegt mjólkur- magn frá deginum áður til þess að fullnægja morgunsölunni þar til framleiðsja þess dags kemst í búðirnar. í nýju mjólkurstöð- inni verður mjög fullkomin kæli- bætt úr mjólkurskortinum, sem gert hefur vart við sig á morgn- ana suma daga vikunnar. Hinsvegar hefur verið mikill skortur á skyri og rjóma í vetur. Er það afleiðing hins óhagstæða sumars. Þó hefur verið fluttur rjómi og skyr hingað frá mjólk- urbúunum á Norðurlandi. Mjólkurframleiðslan hjer sunn anl. hefur í vetur verið ,ca. 20% minni en í venjulegu árferði vegna ijelegs heyskapar í sumar. Hafa bændur fækkað kúm sín- um af þeim ástæðum? Ekki til muna, held jeg. Þeir hafa reynt að framfleyta stofn- inum þó að hann hafi orðið arð- mirtni vegna ljeiegra heyja. En bændur hafa keypt geysi mikið af fóðurbæti. Framleiðslan tvöfaldast sítfan 1935. Hefur ekki mjólkurframleiðsl- an sunnanlands annars verið að aukast undanfarin ár? Jú, hún hefur verið í stöðug- um vexti. Árið 1935 var innvegið mjólkurmagn hjá mjólkui'búum verðjöfnunarsvæðisins rúmlega 9,9 milj. kgr. En árið 1947 var mjólkurmagnið orðið 21,3 milj. kgr. og hafði þannig rúmlega tvö faldast. Að vísu hefur verðjöfn- unarsvæðið verið stækkað nokk- uð þar sem það nær nú yfir svæð ið frá Mýrdal í Skaptafellssýslu vestur á Snæfellsnes og Dala- sýslu. En bændur hafa aukið kúa- búskap sinn mjög. Dagsalan á mjólk í Reykjavík í marsmánuði var 40—42 þúsund lítrar. Virtist það fullnægja eftir- spurninni nokkurnveginn. Árið 1936 var dagsalan að jafn- aði 14—18 þús. Jítrar í marsmán- uði. Hvaða verð fá bændur fyrir mjólkina? Árið 1947 greiddi Mjólkurstöð- in í Reykjavik kr. 1,65 fyrir líter- inn til bænda utan bæjarlands Reykjavíkur, en kr. 1,83 fyrir líterinn til bænda innan bæjar- landsins. Verðið til bænda, sem fjær búa er hinsvegar nokkru lægra og mismunandi hjá Mjólk- urbúi Flóamanna og Mjólkur- samlagi Borgfirðinga. Hvernig var afkoma bænda á s.l.ári? Áreiðanlega miklu verri en undanfarin ár. Valda því bæði óeðlilega mikil fóðurbætiskaup og minni arður af gripunum vegna hinnar óhagstæðu veðr- áttu s.l. sumars og ljelegs hey- skapar. En jeg hygg, segir Einar í Lækj arhvanjmi að lokum, að fram- leiðsla mjólkur og mjólkurafurða hjer sunnanlands muni halda á- fram að aukast verulega. Mikill hugur er í bændum um auknar ræktunarframkvæmdir og á síð- ustu árum hefur verið keypt mik ið af vjelum og hverskonar jarð- yrkjuverkfærum^ sem skapa möguleika stóraukinnar fram- leiðslu. 2000 hafa fallið í Palesffnu London í gærkvöldi. SlÐAN skifting Palestinu var ákveðin, í nóvember, hafa alls 2000 Arabar, Gyðingar og Bret- ar látið þar lífið og um 4000 manns hafa særst. — Reuter. Oauðadómar sfaðfesllr Frankfurt í gærkvöldi. LUCIUS CLAY, yfiimaður bandaríska hernámsliðsins í Þýskal., staðfesti í gær dauða- dóm sex Þjóðverja, sem fyrir skömmu voru dæmdir til dauða fyrir að myrða bandarískan stríðsfanga. -- Spánn. Framh. af bls. 1 Ummæli Halleck. I sambandi við Spánarmálið, sagði Charles Halleck, leiðtogi Republikana í fulltrúadeildinni, að umræðum um aðstoð til handa Evrópubjóðunum myndi sennilega ljúka í dag (fimtu- dag) og málið afgreitt að fullu í þinginu á moigun (föstudag). Bretar fagna. Bretar hafa fagnað mjög þess ari ákvörðun Bandaríkjaþings, varðandi Spán. Eins og kunnugt er, var samþykt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sl. þriðjudags kvöld, með 149 atkv. gegn 52, að Spáni skyldi levfð þátttaka í Marshalláætluninni og óttuð- ust Bretar að það kynni að valda misskilningi meðal Ev- rópuþjóðanna soxtán. Talsmað- ur breska utanrikí'sráðuneytis- ins sagði í dag, að ákvörðun sú, sem tekin var í morgun um að Spánn skyldi ekki verða aðnjót- andi Marshall-hjálparinnar, sje í fylsta samræmi við vilja og stefnu bresku stjórnarinnar. Fjekk nóg af kommúnLstum LONDON: — Tjekkneska ljóð- skáldið hefur nú sagt sig úr flokki kommúnista vegna þess að flokksstjórnin skipaði fyrir um hverskonar efni hann skyldi yrkja um. Spánn og Holland semja Haag í gærkv. HOLLAND og Spánn hafa nýlega samið um aukin við- skiptj milli Spánar og Indó- nesíu. Spánverjar selja Indó- nesíumönnum baðmull fyrir 12,5 milj. kr. og fá í staðiml kryddvörur og gúmmí. — Reuter. j rGERIS ASR RIFENDUR! Blekkbq OJi þekkinq EFTIR PRÓF. HiELS OlJNGAL sendum gcgn póst- kmlu um allt land/ fiéiflflfeii AuAL-STRÆTI 13 ^1053 M.s. „Goiíafoss“ fer frá Reykjavík laugardag- inn 3. apríl í hringferð vestur og norður um land. Viðkomustaðir: Patreksfjörður Þingeyri Bíldudalur ísafjörður Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Akureyri Húsavík Kópasker Seyðisfjörður Norðfjörður Reyðarfjörður Vestmannaeyjar. E.s. ,Horsn‘ fermir næstu daga í Rotter- dam, Antwerpen og Leith. „Lyngaa“ fer frá Reykjavík laugardag- inn 3. apríl til Dunkirk, Rott- erdam og Antwerpen. Skipið fermir í Rotterdam, Antwerpen og Hull um miðj- an apríl. „LAGARFOSS“ fer frá Reykjavík mánudag- inn 5. apríl til Vestmannaeyja og Kaupmannahafnar. Skipið fermir í Kaupmanna- höfn og Gautaborg um miðjan apríl. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS _j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.