Morgunblaðið - 02.04.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1948, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. apríl 1948 MORGUNBLAÐIÐ 7 Ágúst Cunnar Sigurðsson MINNING ER nokkuð jafn fjarri okkur og dauðinn og þó jafn nærri okkur. Kcm nokkrum t.'l hugar, að hann væri feigur? En í dag kveðjum við samt þennan fjelaga okkar, þó að við höfum enn ekki skilið til fulls, að hann sje horfinn og_ sje ekki lengur með okkur. Síð- ustu daga hafa komið í huga mjer atvik og viðburðir úr lífi okkar, ýmislegt, sem áður virtist mein- ingarlaust stundargaman, hefm öðlast nýtt gildi og mun geymast í hug þeirra, sem þekktu hann. Við hittumst fyrst smádrengir £ skóla og urðum fljótt góðir kunningjar, skoðuðum lífið í trúnaðartrausti bernskunnar tii alls, sem er gott, og sögðum hvor öðrum æfintýrin um okkur Bjálfa. Draumur hans var flugið, og hann bygði fiugvjelar hljóður og óvitandi um örlög sín. Við deildum og skildum þrettán ára gamlir, en hittumst aftur af til- viljun sem fjelagar í fögru um- hverfi þrem árum seinna. Þá fundum við hve vel við þektum langanir hvor annars og hve skylt lífsvor okKar var. Upp frá þeirri stundu höfum við átt stöð- Ugá og ánægjulega samleið, þang- að til í dag að leiðir skiiur við gröf hans. Við berum til grafar ungan pilt. sem ól í brjósti sjer vonir um fullorðinsár, störf og kærleika, og nú er þetta seinasta ritgerðin okkar tveggja, ritgerð- in um hann sjálfan, verkefnið, Eem aldrei varð leyst til fulls okkar skilningi. A morgni lífsins, £ þann mund, sem hann var að vakna af leitandi gleymsku- draumi unglingsáranna dó hann og hvarf okkur sjónumTEn í sorg- tnni verður það svölun að minn- ast hans. Jeg hitti hann fyrir fá- um dögum á gótu, og við urðum samferða, víð þurftum svo margt að segja hvor öðrum, okkur langaði svo margt, því að sólin vermdi loftið i fyrsta sinn á þessu vori, og íilveran var eins og í hitteðfyrra. þegar við töl- uðum um ástina og vorið. Hann vildi helga líf sitt fluginu og ör- yggismálum þess, og tal okkar toarst að hinum sorglegu slysum tmdanfarin ár, við röktum þau og ræddum orsakir þeirra. Þá fannst okkur, að við þeim öllum hefði mátt gera. Dauðinn var okkur svo fjarri þarna í sólskin- inu, en nokkrum dögmn seinna, er honum sjálfum fórnað. Við höfðum talað um það skilnings- leysi og öryggisleysi, sem ungir éhugamenn um flug á íslandi eiga við að búa. Við töluð- um um hættuna, sem er fólgin é augnabliks yfirsjón, að ekki fengjust nauðsynleg öryggistæki og bæri nokkuð útaf, væri fátt til taks. Við fundum sameigin- legan söknuð okkar yfir því, að galsinn og gleymskan væri að renna af okkur, en alvara lífsins ©g áhyggjur að setjast að okkur og gera okkur gamla. Tal okkar barst að skólanáminu og stúdents prófinu, hann tjáði mjer enn einu sinni þá köllun sína að verða sjerfræðingur á sviði flugmála. Ef hann næði prófinu, skyldi hann leggja stund á tækninám í byggingu og gerð flugvjela. Hann kvaddi mig, því að hann þurfti að fara heim að iesa, koma ein- hverju af, svo að hann gæti flog- Sð í páskaleyfinu Þá fekk hann óvænt tækifæri til að fljúga með þeim manni, sem hann jafnan dáði fyrir leikni og öryggi, en þó þekkti jeg engan, sem var svo ríkulega gæddur jafn kaldri og rólegri athygli og hann sjálfur, því að ekkert fór óathug- að fram hjá honum. Hann lærði af öllu, sem fyrir kom. Það síð- asta hefði orðið honum dýrmæt reynslá, hefði hann fengið að lifa það af. En honurn hefur allt í einu hlotnast sú hamingja að fljúga inn í fegri heim. Eftir er hjá okk- ur fjelögum hans aðeins fögur minning. Hann var kvæði, sem geymist í hjartanu, nýtt og fag- urt ljóð, sem ljúít er að hafa yfir. Ágúst Sigurðsson. Góða brosinu hans gleymir eng- inn, sem naut þess, og rólyndi það og jafnvægi. sem hann sýndi í daglegu líii var aðdáúnarvert. Sumum kann að hafa virst erf- iðleikar hans gera hann kaldan og tilfinningasnauðan, því að hann var dulur í dagfari, en þar var öðru nær. Hann var hrifnæm- ur og viðkvæmur og alit fagurt heillaði hann. Nákvæmni lians í meðferð flókinna áhalda og vjela var undraverð, þess vegna er mjer óskiljanlegt, að svo sviplega skyldi takast til. Móðir hans, sem hann elskaði mest, á enn von á honum beim í kvöldmatinn, hann kvaddi hana glaður og bros- andi og ætlaði ekkert sjerstakt. Föður sinh virti hann og elskaði, trúði á hann, — í öllum æfintýr- um bernskunnar var hann hetj- an. Og seinna, er hann hafði ver- ið með föður sínum að starfi, varð honum jafnan tíðrætt um þekkingu hans og kunnáttu, hann vonaði, að hann gæti, er til kæmi, tileinkað sjer góða kosti hans og talaði síðast um þann góða stuðn- ing, sem hann fengi af föður sín- um til námsdvaiar erlendis. Nú er þessi góði fjelagi okkar dáinn og hann verður okkur ekki meira en orðið var. En við mun- um ekki gleyma hvað hann var okkur, þessi einiægi vinur yngri systkina sinna, stóri bróðir, hann sveif burt með allt, sem hann bjó yfir. Og nú færist helgi yfir minninguna um bernskuleikina, undirbúningsárin, sem allt í einu eru orðin að heillri æfi. Skóla- bræður okkar, sem síðast kvöddu hann í fiugskýlinu, sá vinur hans, sem sá af honum augnablik, en ætlaði að hitta nann fljótt aftur, foreldrar hans, systkini, frænd- fólk, vinir hans; allir, sem þekktu hann sakna þess. sem honum entist ekki aldur til að verða, en gleðjast yfir því, sem hann var. Okkur verður gæfa að hafa verið með honum, lærdómur að muna hann. Daði. Ðr. Jón Sigurðsson borgðriæknlr í Rvík ! BÆJARSTJÓRN Reykjavík ur hefur nú falið dr. Jóni Sig- urðssyni, heilbrigðisfulltrúa, borgarlæknisembættið. Að tilhlutun bæjarstjórnar var á síðasta þingi flutt frum- varp um að hjer í Reykjavík skuli starfa sjerstakur borgar- læknir. Bæjarstjórnin skoraði jafnframt á Alþingi að sam- þykkja málið, en því miður náði það ekki fram að ganga á þessu þingi. Hinsvegar hefur heil- brigðismálaráðherra lofað að leggja kapp á lausn þessa máls fyrir næsta þing. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri vakti máls á þessu á bæj arstjórnarfundi í gær. Benti hann á nauðsyn þess fyrir bæ- inn að hafa læknisfróðan mann til að gera tillögur um hvers- konar fjárveitingar til heil- brigðismála og sjúkrahúsa. Um betta mál bar borgar- stjóri fram svohljóðandi álykt- un, er samþykt var með öll- um s'reiddum atkvæðum bæj- arfulltrúanna: * „Bæjarstjórn ályktar að fela heilbrigðisfulltrúa bæjarins að vera ráðunautur bæjarstjórnar og borgarstjóra um heilbrigð- ismál bæjarins, svo sem sjúkrahúsmál, fjárveitingar til heilbrigðismála o. fl„ auk þess sem hann annast heilbrigðis- eftirlit samkvæmt því, er lög og samningar mæla á hverjum tíma. Skal hann nefnast borg- arlæknir og taka laun samkv. IV. flokki samþykktar um laun fastra starfsmanna Reykjavík- I urkaupstaðar.“ I Er borgarstjóri hafði - gert grein fvrir tillögu sinni tóku bæjarfulltrúar til máis. Fögn- uðu beir mjög tillögu borgar- stjóra og þessari skipan heil- brigðismála bæjarins. Fjalakðtturinn: GRÆNA LYFTAN Camanleikur í þrem jráttum effir ávery Hopwecd. FJALAKOTTIJRINN hefur oft skemmt bæjarbúum afbragðs- vel, en sjaldan hefur honum tek- ist betur upp, en með sýningu þessa bráðfyndna og fjöruga gamanleiks. Fór frumsýning á leiknum fram í Tðnó s. 1. þriðju- j dagskvöld fyrir troðfullu húsi og við svo mikinn fögnuð og kæti áhorfenda að fádæmum sætti. Meðal annars má geta þess að síðasta atriði fyrsta þáttar var „klappað upp“, en það kemur örsjaidan fyrir á leiksýningum hjer um slóðir. j Efni leiksins er hvorki marg- 'þætt nje torskilið, en það er smellið og því ágætlega fyrir komið frá her.di höfundarins. Einkum eru 1. og 2. þáttur vel samdir, en þegar fram í þriðja þátt kemur, skiftir nokkuð um svip og verður leikurinn þá svo farsa-kendur, að ekki verður við ráðið, þrátt fyrir heiðarlega til- raun leikstjóra og leikenda að draga úr því. Leikurinn færir okkur karlmönnunum og þó eink um þeirri tegund manna, sem kailast eiginmenn, ýmis góð og gild (?•) lífssannnindi og lætur okkur skyggnast inn i hugskot konunnar, eða nánar tiltekið, 1 eiginkonunnar, þessa í’urðuverks j sköpunarinnar, sem er jafn tor- i ræð og jafn yndisleg í dag og hún var, daginn, sem hún gaf Adam náðargjöf syndarinnar í Edenlundi forðum. Að vísu munum við marg- ir hafa haft hugboð um þessi „lífssannindi" áður, og hafa hag- að okkur eftir því, en með mis- jöfnum árangri þó, enda mikið undir mótleikandanum komið í því efni hverju sinni. Indriði Waage hefur sett leik- inn á svið og annast leikstjórn. Hefur honum iarist það.„prýði- lega úr hendi. Er heildarsvipur sýningarinnar ágætur og sam- leikur allur hinn besti. Leikend- ur eru ekki margir, en fara allir vel með blutverk sín og sumir ágætlega. Skal þar fyrstan nefna Aífred Andrjesson, er fer með aðalhlutverkið, Bilíi Bartlett. Er leikur hans afbragðs góður og skemtilegur og skopinu stillt í hóí af góðri og öruggri smekk- visi. Konu hans I.áru Bartlett, leikur ungfrú Heiga Mölier, nokkuð misjafnt en oft með á- gætum tilþrifum. Jr.driði Waage leikur Jack Wheeler, vin þeirra Bartlettshjóna, og fer vel með hlutverk sitt, en konu hans, Blanni Wheelr, leikur frú Inga Þórðardóttir. Er það annað mesta hlutverkið í leiknum og gerir frúin því góð skil. Fataðist henni þó nokkuð um kunnáttu og þarafleiðandi leik, er hún tekur mann sinn til bæna í þriðja þætti. Aðrir leikendur eru Róbert Arnfínnsson, Inga Elis, Haraldur A. Sigurðsson og Bald ur Guðmundsson. Fara þau öll með lítil hlutverk. Leiktjöldin hefur Sigfús Hall- dórsson málað, Hallgrímur Bach mann sjer um ljósin og Kristinn Friðfinnsson hefur smíðað leik- tjöldin. Allir ahfa þessir heið- ursmenn lagt sinn góða skerf til sýningarinnar. Sverrir Thorodd- sen hefur þýtt leikritið. Virðist hann hafa leyst það verk ágæt- lega a{ hendi. Að leikslokum voru leikstjóri og leikendur „kallaðir fram“ hvað eftir annað og barst þeim fjöldi blóma frá glöðum og þakk látum áhorfendum. Sigurður Grímsson. I Góð gleraugu eru fyrir öllu. § Afgreiðum flest gleraugna i rerept og gerum við gler- augu. I * í Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H.F. i Austurstræti 20. Báðar vildy eiga hann ÞÁ KEMST jeg í mestan vand- ann þegar jeg á að kveða upp um hver þriggja aðaileikenda mvndarmn ar í Gamla Bió sje verstur. Þeir rru Van Johnson, Lucille Ball og Esther Williams. Leikur þeina er leikara- stjettinni til skammar. leikstjoranum til háðungar, og það sem verst er, stórmóðgun við áhorfendur. Jeg iyr- ir mitt leyti fæ ekki skilið tilg.ng leikstjórans, Edward Buzzels. með því að láta Van Johnson ieika glæsiiega hetju og kvennagull. Ætla mætti að hann hefði getað fundið lagl.-gri mann í þetta hlutverk og vafalaust betri leikara. I hvert skifti sem hann myrðir eitthvert atriðið í mynd nni er eins og hryllingur fari um mr.nn. Til hjálpar honum í þessum ófömm leiklistarinnar er Esther Williams fyrverandi sundmær. Hefur henni ht.t áimnist á braut listarirmar síðan htin fyrst ljek með Mickey Hooney. Fer henni einna best að flatmaga fá- klædd einhversstaðar í hámunda við sundlaug. Lucille Ball er emria skást af þessum þremur og tvisvar í mynd inni vottar jafnvel fvrir leiklist hjá henni. l Það sem gerir myndina einhvers virði er leikur Keenen Wynn, gam snleikarans ágæta. Er leikur 'tans hæði skemmtilegur og öruggur og svipbrigði hans ágæt. Leikur Cecil Kellaway, sem ieikur Ailenhury. mdlj ónamæring, er líka ágætur og cru atriðin þar sem báðir koma fram langbest, en það er því miður alltof sjaldan. Það er synd að sjá hvílíl.um auði Metro Goldwyn Mayer hefur eýtt i þessa vitleysu. þar s**m vi’i.ð cr að Bandarikin eiga mikiu betri leikara en þá, sem þarna koma from og einhvert illmenni hefur talið trú um að gætu orðið almenningi til , skemmtunar. A. B. Einar B. Pálsson kos- inn iorm. S. K. í. ANNAÐ þing Skíðasambands ísiands var haldið á Akureyri um páskana í sambandi við Skíðamót íslands. Varaformaður sambandsins, Einar B. Pálsson, setti þingið og minntist formanns S. K. í., Steinþórs Sigurðssonar, en full- trúar risu úr sætum í virðingar- skyni við hinn látna. Fundarstjóri vaar kosinn Ól- afur Þorsteinsson, en ritari Jón- as Jónsson frá Brekknakoti. Á þinginu voru mættir 12 fulltrú- ar frá fimm hjeraðasambönd- um. Voru rædd á þinginu ýms á- hugamál skíðamanna og því m. a. breytt í reglugerðinni um skíðamót íslands, að stökkkeppn in yrði að fara fram í að minsta kosti 40 m. stökkbraut. Formaður S. K. í. var kosinn Einar B. Pálsson, en aðrir í stjóm Georg Lúðvíksson, Rvík og Alfreð Jónsson, Siglufirði. Fyrir voru í stjórninni Þorsteinn Bernharðsson, Reykjavík og dr. Sveinn Þórðarson, Akureyri. 1 varastjórn eiga sæti: Gunnar Árnason, Akureyri, Þorsteinn Bjarnason, Reykjavík, Gunnar Hjaltason, Reykjavík og Garðar Guðmundsson, Siglufirði. Ehd- urskoðendur: Gísli B. Kristjáns- son og Ólafur Þorsteinsson. Stjórn S. K. 1. hefur nýlega staðfest þrjá skíðadómara, Ólaf Jónsson, dr. Svein Þórðarson og Ármann Dalmannsson, alla á Akureyri. þýskum borgum á ttugáæilufl sína FLUGRÁÐ Bandaríkjastjóinar hefir veitt Ameriean Overseas Airlines leyfi til að hefja flug- ferðir tií fjögre þýskra ’borga, sem ekki hefir verið flogið til áður, en það eru Hamborg, Bremen, Köln og Dusseldorf. — Harold R. Harris varaformaður og aðalframkvemdastjóri AOA og C. R. Smith fcrseti fjelags- ins munu innan skamms fara til Þýskalands til að undirbúa áætlunarflug aö vestan til þess- ara borga. Verður þá án efa flogið um Island vestur urn haf og að vestan, eins og nú er gert á flugleiðinni New York-Frank- furt-am Main, en byrjað var á áætlunarflugi á þeirri leið 18. maí 1946. AOA hóf þ'mn 2. mars s.l. farþegaflug fyrir Þjóðverja roilli Frankfurr og Berlín. en áður höfðu ekki aðrir þýskir menn fengið að fljúga með flug vjelum fjelagsins en þeir, sem voru á einhvern hátt á vegum herstjórnarinnar í Þýskalandi. Stjórnarheriim fer halloka PANAMA: — Stjórn Costa Rica hefur nú játað að uppréisnar- mönnum þar gangi sóknin gegn i stjórnarhernum mjög vel. EfU jbeir nú komnir til Cartago, sem ■jer ekki nema 14 mílur frá höfuð- •borginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.