Morgunblaðið - 02.04.1948, Síða 10
10
MORGVNBLAÐIb
fostudagur 2. apríl 1948.
KENJA KONA
Cftir Een ^4mee 'Willu
Uamá
45. dagur
Frú Harlow sagði vingjarn-
lega: „Þjer hafið eytt mörgum
bestq árum yðar til þess að lifa
fyrir gamlan mann. Þjer mun-
uð einhvern tíma uppskera yð
ar laun fyrir það, góða mín“.
Frú Thatcher hló svö hjart-
anlega, að ekki var hægt að
reiðast henni fyrir það.
„Þier eigið við það að hún
fái sín laun þegar Mr. Poster
deyr“, sagði hún. „Það er sagt
að hann sje með rikustu mönn-
um í borginni".
Gamla konan svaraði í ávít-
unarrómi:
„Það sæmir þjer ekki að tala
þannig, Becca“. Svo klappaði
hún á höndina á Jenny. „Auð-
vitag er þetta blessáð barn ekki
að hugsa um nein slík laun. Jeg
held að það sje eðlj hennar að
vera góð við gamalt fólk — eins
og hún hefir verið góð og hugs-
unarsöm við mig núna“.
Jenny brosti og sagði: „Mjer
þykir vænt um gamalt fólk.
Það gr svo einmana og ósjálf-
bjarga. Það hlýtur að vera
hraeðilegt að verða svo gamall
að allir jafnaldrar, sem maður
unni, eru komnir undir græna
torfu.“.
Frú Harlow kinkaði kolli.
„Og þegar maður er orðinn
baggj á öllum“, sagði hún.
Naf Harlow hló og lagði hönd
ina á öxl hénnar.
-,,Þú ert lagleg kerling“, sagði
hann. „Þetta segirðu til þess
að við förum að hrósa þjer. Þú
veist ósköp vel að okkur þykir
\-ænst um þig af öllum“.
Frú Littlefield hafði ekki
komist að, en nú tók hún til
máls:
„Jeg tel það ákaflega mikils
virði að haldnir sje góðir fyrir-
lestrar og fólk komi að hlusta
á.þá. Sjerstaklega fyrirlestrar
um bókmentir. Jeg held að við
hljótum ölí að hafa gott af bók-
mentum“.
Frú Thatcher hló og sagði:
„Jeg hefði meira gaman að
bókum ef söguhetjurnar væri
eitthvað svipaðar því fólki, sem
jeg þekki. Það ætti að bera
meira á magaverkjum hjá því
og minna á uppgerðar kurteisi“.
Jenny sagði þá að bækurnar
væri.til þess að vjer gleymum
öllum leiðindum hvers dags lífs
ins, þar á meðal magaverkjum.
„Jpg er á sama máli og frú
Littlefield“, sagði hún. „Ef við
gætum fengið karlmennina til
að lesa góðar bækur, bá mundu
þeir eyða færri stundum í
knaspunum. Vjer getum hvort
sem er ekki stöðvað rommsöl-
una með því að stofna hófsemd
arfjelög og ekki heldur með
lögum“.
Frú Harlow dæsti:
„Jeg hefi andstygð á þeim
kaupmönnum, sem selja á-
fengi“, sagði hún. „Og ef allir
væri sama sinnis, þá mundi
áfengissalan fljótt hverfa úr
sögunni“.
Sonur hennar reyndi að
draga úr þessu.
„Þú getur ekki vænst þess að
stöðvá áfengissölu á meðan til
gru tnenn. sem þykir gott að
fá sjer nokkur staup á dag“.
Jenny greip fram i:
„Frú Harlow hefir rjett að
r»aela“, sagði hún, „og frú
Éitflefield hefir líká rjett að
mæla. Með góðum fyrirlestrum
og hljómleikum ættum vjer
smátt og smátt að geta vanið
menn af því að sitja á knæpum.
Jeg er viss um það“.
Og frú Harlow tók undir það
með ákefð.
„Einmitt, þjer vitið hvað þjer
segið“, sagði hún. „Enginn mað
ur hefir nokkru sinni tekið
knæpuna fram yfir gott heim-
ili. Ef giftur maður fer að
drekka, þá er ástæðunnar að
leita þar sem konan er. En sje
konan góð, þá er það óhöppum
í viðskiftum að kenna“. Hún
hló þessum einkennilega nið-
andj hlátri, sem einkennir gam
alt fólk. „Jeg hefi sjeð fjölda
manna fara í hundana af romm
drykkju", sagði hún. „Það var
nú til dæmis Jim Budge — sem
venjulega var nefndur Budge
kapteinn. Hann drakk sig í hel
árið áður en þjer giftust Poster.
Hann var foringi í borgarastyr j
öldinni og stóð sig vel tíu ár
eftir það. En svo varð hann
gjaldþrota og svo byTjaði hann
að drekki og var seinast með
drykkjuæði. Hann var orðinn
svo slæmur að hann stal öllu,
sem hönd á festi. Einhverju
sinni gaf Tom Bartlett honum
sex saltfiska gegn því loforði
að hann stæli ekki frá sjer í
viku. Daginn eftir kom Budge
til Tom og sagði: „Hana, hjema
eru fiskarnir þínir, jeg get
bjargað mjer betur á annan
hátt“.“
Allir hlógu að þessari sögu.
Gamla konan mælti enn:
„Það mundu fáir gerast
drykkjumenn ef þeir vissu bet-
ur, nema þá að þeir sje haldnir
af illum anda“.
Frú Thatcher mælti snjalt:
„Jeg held nú að þeir sjeu flest
ir haldnir af illum öndum. En
jeg held að það saki engan, þótt
hann drekki sig fullan við og
við“. Hún leit brosandi til
bónda síns. „Það er ekki svo
að skilja að Nat geri það. Hann
veit á hverju hann ætti þá von.
En þegar menn drekka sig fulla
þá eru þeir timbraðir og sár-
iðrandi daginn eftir og fullir
af góðum ásetningum. Mjer
finst gaman að mönnum, sem
hafa samviskubit".
GamTa konan hló ofurlítið.
„Harlow hafði það til að
skvetta í sig — það gerðu allir
þegar jeg var ung. En góðir
menn komu af þeim sið“, sagði
hún. „En það er merkilegt að
við konurnar skulum aldrei
geta losnað við ávirðingar okk
ar. Karlmaður getur verið
mesti ópokki í æsku, en orðið
góður maður áður en lýkur. En
drepi konan fingri niður í tjöru
þá er hún öll orðin kolsvört“.
„Það er máske vegna þess að
henni hafi þótt gaman að byrj-
uninni og haft hugrekki til þess
að halda áfram“, sagði frú
Thatcher og hló. „En karlmenn
verða altaf hræddir ef þeir hafa
gert eitthvað af sjer. Þeir eru
allir raggeitur að mínum
dómi".
IV.
Gufuskiplð hafði komið við
í Castine, síðan siglt yfir til
Belfast og var nú á leiðinni
heim. Þá var farið að hvessa
svo að fæstir farþegar voru
uppi á þiljum. Jenny og Ephr-
aim stóðu í skjóli fram í stafni j
óg hölluðust fram á borðstokk-
inn._ Enginn maður var nærri
þeim. Jenny leit gletnislega út
undan sjer til hans og sagði:
„Jeg - held að frú Thatcher
hafi haft rjett fyrir sjer. Allir
karlmenn eru raggeitur“.
„Hverjir eru það sem berjast
og yinna sigur í orustum?"
sagði hann.
„Það þarf ekki hugrekki til
að berjast", sagði hún. „Menn
eru reknir áfram og þora ekki
annað".
Svo horfði hún dreymandi út
yfir fljótið og sagði:
„Þú elskar mig og þú veist
að jeg elska þig, en samt
skammastu þín fyrir það. Þú
hefir forðast mig eins og heit-
an eldinn síðan Isaiah varð
veikur. Síðan við játuðum
hvort öðru ást okkar, hefir þú
farið snemma að heiman og
komið seint heim aftur, eða þá
að bú hefir setið allan daginn
inni hjá Isaiah til þess að forð-
ast mig. En nú éruð við hjer
ein“.
„Við erum ekki ein“, sagði
hann og horfði skelfdur í kring
um sig. „Það eru sjálfsagt fim-
tíu menn, sem horfa á okkur“
„Já, en heyra ekki hvað við
segjum11, sagði hún.
Hann var sem á nálum.
„Minstu ekki á þetta, Jenny.
Jeg hefi fyrirlitið sjálfan mig
síðan mjer varð það á að segja
að jeg elskaði þig“, sagði hann.
„Var það lygi?“ spurði hún
hvatskeytlega.
Hann svaraði í örvæntingar-
tón:
„Nei, það var satt. En jeg
hefði. ekki átt að segja það“.
„Það er enginn skaði skeður.
Isaiah getur ekki lifað nema
nokkra daga, fáar vikur eða fáa
mánuði, en við eigum lífið fyr-
ir okkur, Ephraim. Því mégum
við ekki hugsa um framtíðina
og búa okkur undir hana?“
„Við getum ekkert gert“.
Hún brosti gremjulega.
„Til hafa verið þeir menn,
sem unnu konum svo heitt, að
þeir ljetu ekkert standa í vegi
fyrir ástina — fyrir ást okk-
ar?“
„Hjónabandið er heilagt",
svaraði hann og vissi þó varla
hvað hann átti að segja.
Hún svaraði hörkulega:
„Það er ekkert heilagt við
það að láta skorpinn og tann-
lausan karl vera að kyssa sig
og fara um sig loppum, sem eru
eins og á afturgöngu. Ef þú
værir. ekki hræddur við hann
föður þinn þá neyddirðu mig
ekki til að segja þetta".
„Hvað get jeg þá gert?" sagði
hann.
„Taktu það, sem þú átt“,
sagði hún.
Hann þagði nokkra stund og
sagði svo í bænarrómi:
„Heyrðu nú, Jenny. Við er-
um ung. Við getum biðið. Faðir
minn lifir ekki lengi úr þessu".
„Hver mínúta er löng. Hver
klukkustund er long. Hvér dag-
ur er langur", sagði hún lágt.
. Ephraim, það er ekki mikið
líf í honum- Það þarf ekki nema
að anda á það og þá sloknar
það. Til hvers á hann að lifa
lengur?"
Það. fór nístingshrollur um
hann. En honum vildi það til
happs að þau Thatcher og frú
komu rjett í þessu og gáfu sig
á tal við þau.
Loftleiðir tilkynna:
Loftleiðir munu halda uppi reglubundnum áætlunar-
ferðum vikulega á sumri komanda með Heklu til Bret
lands og Danmerkur.
Æskilegt að væntanlegir farþegar tali sem fyrst við
skrifstofu fjelagsins. ;
oCojtleiÍir h.j
Vontar sem fyrst!
Tvö samliggjandi herbergi, mega vera lítil. Gæti lánað
afnot af shna. Góð umgengni. Tilboðum skilað til afgr.
blaðsins fyrir 5. apríl merkt: ,,Vor 113“.
Laghentur unglingur
getur komist að sem lærlingur við prentverk. Þeir sem
stundað hafa nám við Inskóla látnir sitja fyrir. Eigíu-
handarumsókn ásamt mynd, merkt: ,,Lærlingxn:“, send
ist blaðinu.
lippoð
sem auglýst var í blaðinu í gær um sölu á kúm hjá
H.f. Búkollu, Laxnesi, 13. apríl, fellur niður.
Sýslumaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu 1/4. 1948.
Guðniundur í. Guðmundsson.
a
>WJl
: Rúmgóð og björt 3ja herbergja
■ ■,
Kjallaraíbúð
: ;
! í nýju húsi í Lauganeshverfinu er til sölu. Uppl. gefux ;
: í
BALDVIN JÓNSSON hdl.
Austurstræti 12, sími 5545. 3
■
: >i
ÍlAinMliNtHHmMIHHHMH'nimiMlWMtMmilUI.......
óskast strax. Ekki svarað í síma.
CCsóáauerhsmiÍjan,
Borgartúni 1.
■>■■■••■»ii ■■■■••••