Morgunblaðið - 11.05.1948, Page 9

Morgunblaðið - 11.05.1948, Page 9
7 Þriðjudagur 11. maí 1948. MORG L N IlLALiÐ ÞEGAR hið nýja skip Eim- skipafjelags Islands, Tröllafoss, kom hingað frá Bandarikjunum s. 1. laugardagskvöld, hafði það verið 80 sólarhringa a leiðinni, og siglt um 9600 sjóm. Trölla- foss lagði af stað frá San Franc- jsco 19. febrúar s. 1. Skipverjar allir láta vel yfir ferðinni. Sól og sumar alla daga, sögðu þeir. Skipverjar láta mjög vel yfir skipinu, en ekki hefur það hreppt mikla storma í allri ferðinni. Stærsta skip flotans. ,,Tröllafoss“ er stærsta skip- ið, sem Islendingar hafa eignast. Ekkert þeirra skipa, sem við eigum nú í smíðum, er staerra. Tröllafoss getur flutt 3500—4000 smál. af venjulegri stykkjavöru i ferð. Lestarúm hans er að um- máli 238 þús. teningsfet. Hann ér 3805 smál. brúttó. Lengdin stafna í milli er 338 fet. Þar eð Tröllafoss gat ekki lagst hjer að bryggju á laugar- dagskvöldið, vegna djúpristu Bkipsins, fóru nokkrir úr stjórn Eimskipafjelagsins, framkvæmd- arstjóri þess, og gestir, til móts við skipið út á ytri höfn með Magna. Veður var gott, hæguf norð- an andvari.Það var tignarleg sjón að sjá stærsta og glæsilegasta skip i'lotans, Tröllafoss koma með þungu skriði inn á höfnina, laust fyrir kl. 10. Hinir marglitu fánar skipsins blökktu mjúklega undan golunni. Farið um borð. Landgöngubrúin var lögð milli skipanna. Guðmundur Vilhjálms- son framkvstj. Eimskip gekk fyrstur um borð. Við brúnna tók á móti honum fyrsti stýrimaðúr, Eymundur Magnússon, auk nokkurra háseta. Síðan komu meðlimir úr stjórn Eimskip og svo gestir. Skipshöfn og skipi fagnaff. An frekari tafa á þilfari, var gestum vísað upp í brú til skip- stjórans, Bjarna Jónssonar. Var honum fagnað vel, en Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður, á- varpaði hann fyrir hönd stjórnar Eimskip og framkvæmdastjórans. Hallgrímur bauð skipstjóra og skipshöfn velkomna úr þessari löngu ferð, og fór miklum viður- kenningarorðum um skipstjóra og skipshöfn. Hann lauk máli sínu með því, að árna skipstjóra og skipshöfn heilla og bað menn að taka undir þessi orð sín með fer- földu húrrahrópi. Þarna í brúnni röbbuðu menn góða stund saman. Allir dáðust eð skipinu og spurningum rigndi yfir stýrimenn, háseta og aðra um skipið og kosti þess. Sjálfvirka stýrið reyndist vel. Bjarni Jónsson skipstjóri, sagði, að í hinum löngu siglingum með- fram strondum Bandaríkjanna, hefði hann því nær eíngöngu not- ast við gýró-stýrið, sjálfvirkt er það, og taldi það sjerlega öruggt, a. m. k. meðan sjór væri sæmi- legur. Síðasta spölinn heim, var skipinu stjórnað með þessu sjálf- virka stýri. I brúnni hjá skip- stjóra voru öll nauðsynlegustu öryggistæki til siglinga, dýptar- mælar, miðunarstöð o. fl. o. fl. Sjálfvirkur brunasími. Þá er eitt tæki, sem er senni- lega alveg nýtt hjer í flotanum, sjálfvirkur brunasimi. Skipstjór- inn skýrði þetta merkilega tæki í fáum orðum.Ef eldur kemur upp S einhverri af lestum skipsins, þá kviknar Ijós hjér í brunasíma- borðinu og segir til um í hvaða lest hafi kviknað. Þá þrýstum við á takka, sem er í þessu sama borði, og niðri í skipinu eru brús- ar með vökva til að slökkva eld- inn. Með því að þrýsta á hnapp- ínn, opnum við fyrir brúsana og sem ’i! Skipið vakti hvarveti ngste fer an ia .tii ikla athygli ■’W'1 LuQuM. MBL: Ql.. MAUNUa Þegar Tröllafoss sigldi inn á ytri höfnina. þessi vökvi dælist yíir eldinn. Þetta er sannarlega merkiíegt tæki og þyrfti að komast í sem flest vöruflutningaskip, varð ein- hverjum að orði. Undir 'þessi orð var vel tekið. Nú kom upp í brúna, Stefán Dagfinnsson annar stýrimaður.. Hann ætlaði að fara með okkur um allt skipið, hátt og lágt og út- skýra fyrir okkur það sem íyrir augu bar. Snyrtibragur á öllu. Ti’öllafoss og öll innrjetting skipsins þar með talin, er með slíkum snyrtibrag, að hjer um slóðir er hann sjerstakur. Þó skip- ið sje allt ur stáli og járni, aðeins nokkror hurðir og hlerar úr trje, þá er það mjög vistlegt og hlý- legt. Raflýsingm mun eiga sinn sterka þátt í þessu, hvítu vegg- irnir og rauðu gólfin. Lýsing- unni er þannig háttað, að hvergi fellur skuggi, en er þó ekki þreyt andi fyrir augun. Skipiff skoðáff. Stefán sýndi okkur fyrsy loft- skeytamannsklefann, en þar stjórnar „traffíkinni“, Einar Benediktsson. I klefanum var mikill sægur af allskonar tækj- um, senditækjum, móttökurum, miðunarstöð og ýmislegt annað, sem jeg kann ekki að nefna. ’lnn af klefanum er mjög rúmgott her bergi, búið einföldum en skemmti legum húsgögnum og inn af því er snyrtiherbergi og bað. Slík- an lúxus, hafa auk ’loftskeyta- mannsins, skipstjórinn og fyrsti j vjelstjóri, en aðrir skipverjar \hafa sameiginlegan baðklefa að meira eða minna levti. en ldef- arnir eru vist einir 12 eða 14. Það er reynciar sama nvm t mað- ur skoðar íbúðir vj'iiTnsr 'p. messadrengsins, allar bera þær vott smekkvísi og ao kappj..ot>i.áú sje að búa sern best að þeim sem þar eíga aö búa. Loft.æs.lngin er sjeriega góð. Vonbrigði sbipverjanna. A ferð okkar um íbúðirnar hitt um við ýmsa gamla og nýja kunn ingja. Strákarnir eiu allii ánægð- ir yfir heimkomunni. „En okkur \ oru það vonbr. að komast ekki í land“, sagði einn þeirra. Annar reyndi að bregða upp mvnd af lífiriu í 'Havana, en það pláss sagði hann vera dásamlegt. Við urðum að láta okkur nægja að segja: er það svo, eða jeg skal segja ykkur það. Hitt og þetta á nefiri hæjum. Á hæðunum yrir icöan búð- irnar, sýndi Stefán Dagfinnsson, okkur vjelaviðgerðarverkstæðin, sem búin eru ninum oestu ',ækj- um. Sjúkraklefana. sem nú verða notaðir fyrir farþega, borðsaiina þrjá. sem^minntu mann á ýms hinna nýtísku smærri kaífihúsa, búrin, fyrir skipverja til þess að fá sjer kaffi og snarl, þegar þeir koma eða fara af \ akt, geymslur . o. fl. j I eldhúsinu hittum við brytan Helga Vigfússon. Mjög er oetta eldhús fullkomið. Eflaust myndu margar húsmæður vilja :• ö citt- hvað af þeim tækium sem þar eru og tilheyra því, væru komin í þeirra eldhú.s. Heigi gaí oxkur stutta lýsingu á því, sem þar er, 1 tveir guíusuðupottar, hrærivjel, ísskápur, olíukynt eldavjel og ann . að þess háttar. í vjelarúminu. j Nú komum við niður í hjarta skipsins, vjelarúmið. Þar er hátt j til lofts og vítt til veggja. Bjart J sem að degi væri. Þar heilsum ' við fvrsta vjelstjóra Jóni A. j Sveinssýni. Hávaðinn er mikill og menn verða að æpa upp í eyr- að hvor á öðrum, til þess að þeir skilji hvorn annan. Jeg spurðí vjelstjóra, af hverju þessi óskaplegi hávaði væri. Þáð er í hjálparvjelinni, sagði hann og lýsti fyrir mjer hvaða hlut- verki hún hefði að gegna. Hún drífur ljósavjélina, dælir loftinu um allt skipið og eitthvað fleira nefndi Jón, en jeg heyrði það ekki vel. ASalvjelin liefur ekki nærri því svona hátt. Þarna niðri dvöldum við nokkra stund og horfðum með augum sjerfræð- inganna á þetta ailt, án þess að hafa vit á nokkru. Vel búið af varastykkjum. Nú fylgdi vjelstjórinn okkur inn í varastykkjageymsluna fyr- ir vjelarúmið. Jón sagði, að aldrei hefði hann komið um borð í skip, sem betur væri búið að hvers- konar varastykkjum fyrir vjel- arnar. „Hjer er allt frá rúmlega 2 m. hárri stimpilstöng úr aðal- vjel, niður í % tommu rær“, sagði hann. „Trefrur afU“. Við yfirgáfum vjelarúmið. A leiðinni upp mættum við nokkr- um to.ivuoum og njeltíu þeir á vasaljósum. Nokkrir þeirra voru i samfesíingum og voru skítugir upp fyrir haus. Það var engu líkara en þeir hefðu skriðið eftir botni skipsins stafna á milli. —■ „Tregur afli“, sagði einhver í hópnum. Nú fórum við út á þilfarið. Þnr stóðu tveir stórir bensínflutninga bílar, sem sennilega eiga að fara suður á Keflavíkurflugvöll. Fyr- ir framan þá voru margar tunn- ur og frernst undir hvalbafcnum voru símastaurar. Við vorurn nú kornnir upp á hvalbakinn. Nú var komið því nær logn. Nokkrir Uá • setanna voru að draga niður fána borg skipsins og einn þeirra hjelt á nokkrum fánum, m.a. skipsfátv anum með áletruninni TröJla- foss. Fániim okkar. Þá sagði Stefán Dagfinnsson okkur það, að hvarvetna :;en> leiðir T'röllafoss lágu. hafi'sfciptð vakið mikla eftirtekt, ' og Víila var þess getið í blöðunum. „Islenski fáninn mun hafa átt sinn stærsta þátt í því“-, ■ sag-H Stefán. Við gengum nú aftur aipp í-1h4 til skipstjórans. Þessi skemmti- ganga hafði tekið 45 mín. Skipstjóri ljet nú bera fram ve.it- ingar i hinu vistlega--bepþfspgff og var full hans og i LipsÍTi-j drukkin. Thor Thors þakkað. Nokkru áður en við lögðum stað í land með Magna, hjelt 'Guð mundur Vilhjálmsson framfevstj. stutta ræðu. Sagði hann, að Eim- skipafjelagið stæði í mikilli-þjftkk arskuld við Thor Thors sendi- herra í Washington, en það var dugnaði hans að þakká, áS Eim- skip hefur eignast þetta glæsi* lega skip. Meðan við höfSum brúnni, hafði hafnsögumannabát- urinn komið og með honum nokkrar konur skipverjanna og urðu því fagnaðarfundir þe.irr á skipsfjöl. Nokkru eftir miðnætti var þessi móítökuhátíð slitið. Sfcip- stjóri fylgdi okkur út á toæjar • helluna, landböngubrúna. Mikill mannfjöldi var sanym- kominn á Magna. I stýrishúsiHU stóð Guðbjartur hafnsögumaður: Losa, kallaði hann og í sömu an<V- ránni hringdi bjallan í vjelarúm- inu og Magni skreið hægt og ró- lega af stað frá skipinu. Innan stundar vorum við kom- ín inn í hafnarmynnið, "en rx9 baki okkar í næturkyrðinni tá Tröllafoss. Sv. Þ. @1 is önnunu NÆSTKOMANDI fimtudfa.fe ueiiir verið ákveðið að halda simd- mót hjer í SundhöIIinni með þátttöku bæði norskra og íslenskra landsliðssundmanna og fleiri, en alls verður keppt í sjö -s«»<V greinum. Mótið hefst lcl. 8,30 e. h. I 50 m. skriðsundi karla verða’®- -JDiM. mol: ol. k. magnusson. Bjarni Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson á stjórnpalli. þátttakendur 12, þar á meðai keppa m. a. Liv Staib, Bea Bull- Ari Guðmundsson, Sigurður iníijn, Koibrún Ólafsdóttir og Þingeyingur og Norðmer.nirnir Anný Ástráðsdóttir. Groseth og Breen. J í 50 m. bringusundi kvenm í 50 m. baksundi eru 11 kepp- eru m. a. norsku stúlkutroar endur, og á meðal þeirra Norð-. Eallintijn og Staib og Kolbrún nennirnir Bel' by og Jacobsen, og Anna ólafsdóttir. Ólafur Guðmundsson og Guð-1 í 100 m. bringusundi kvenna mundur Ingólísson og Rúnar keppa m. a. Kari Kjelsby, Þór- Hjartarson. í dís Árnadóttir, Anna Ólafsdóttir í 100 m. bringusur.di karla og Gyða Stefánsdóttir. keppa m. a. Sigurðarnir, Halvor-1 Loks verður svo keppt í 6x30 sen, Gjestvang og Ólafur Guð-1 m. boðsundi. Keppa þar þi í- mundsson. ! sundssveitir Norðmanna og ís- í 50 m. ski’iðsundi kvenna I lendinga, bæði karla og kvenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.