Morgunblaðið - 12.05.1948, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. maí 1948.
Kvöldskéla KFUM
sag! app
NÝLEGA er lokið 27. starfs-
ári kvöldskóla K.F.U.M. Þar
stunduðu nám síðastliðinn vet-
ur um 100 piltar og stúlkur, og
voru þessar námsgreinar kennd
ar: íslensk.a, danska, enska,
kristin fræði, reikningur, bók-
færrln og handavinna.
Hæstu einkunnir við vorpróf-
in hlutu þessir nemendur:
í A-deiid Sverrir Þorláksson,
Skaftafe’li á Snæfpllsnesi (með-
aleinkunn 7.6 stig).
í B-deild Jóna Guð.iónsdóttir,
Bergþórugötu 9 .(meðaleinkunn
9.1 stig).
í C-deild (framhaldsdeild)
Helga Jóhannesdóttir frá Ham-
arshjáleigu i Gaulverjarhreppi.
Árnessýslu (meðaleinkunn 9.0
stig).
Voru þessum jaemendum af-
hentar vandaðar yerðl.-bækur.
En einnig veitir skólinn árlega S
bókaverðlaun þcim nemendum |
sínum, er sjerstaklega skara1
fram úr í kristnum fræðum, og
hlutu þau verðlaun að þessu
sinni: Kristþór Sveinsson, Silf-
urtúni 6 (í A-deild), Jóna Guð-
jónsdóttir, Bergþórsgötu 9 (í
B-deild) og Aðalheiður Gunn-
laugsdóttir, Nesvegi 57 (í C-
deild).
Kvöldskólinn á rpiklum og al-
mennum vinsældum að fagna
um land allt. Þykir nemendum
mikið hagræði að því að geta
sótt þangað margvíslega hag-
nýta fræðslu, er þeir geta auð-
veldlega notið jafnframt at-
vinnu sinni, en námið er sjer-
staklega miðað við aðstæður
fólks, sem kýs að starfa og
menntast samtímis.
Ráð gegn
verkföllum
SÍMAÐ var frá Berlín þ. 6.
þessa mánaðar, til „Göteborgs
Handels og Sjöfartstidning“ í
Gautaboig, að rússnesku yfir-
völdin í Austur'-Þýskalandi
hefðu tekið upp nokkuð öruggt
ráð gegn verkföllum.
Samkvæmt fregn sem birtist
í þýska blaðinu r,ÐerTag“ gerðu
verkamenn í verksmiðju einni í
Leipzig verkfall vegna þess hve
þeir fengu lítið og Ijelégt viður-
væri.
Rússnesku yfirvöldin í borg-
inni boðuou alia -veikfallsmenn
á fund. Þar voru þeir sem viidu
,,aka til Síberíu“ beðnir um að
gefa sig fram. Þeir sem kærðu
sig ekki um að taka þátt í þeirri
ferð skylda tafarlaust ganga til
vinnu sinnar. Þar með var því
verkfalli lokið.
Revýa á Akureyri
Akureyri í gær.
Frá írjettaritara Mbl.
LEIKFJELAG Akureyrar, hjelt
frumsýningu s.l. laugardag á
nýrri Akureyrarrevýu, sem nefn
ist „Taktu það rólega“. Höfund-
urinn kallar sig „Fjörubein“. —
Leikstjórar eru Hólmgeir Pálma
son og Júlíus Oddsson. Fyrsti
þáttur gerist í „Hótel Akur-
eyri“. Annar þáttur fyrri sýning
hjá Hótel Hrossalundi í Vagla-
skógi, önnur sýning á sama stað
na\stu nótt. Þriðji þáttur, fyrsra
sýning, á Grand Hótel nokkrum
döguin síöar. Önnur sýning,
draumur Eilífs. Annars gerist
þetta árið 2948 við fyrverandi
Kaupvangstorg. Þriðja sýning á
Grand Ilótel. Fjórði þáttur á
Hótel Hrossalundi næsta dag.
í revýunni er mikið af söngv-
um og tekur fjöldi leikenda þátt
i sýningunni, Helstu hlutverk,
Eilífur Arnalds, heildsali, Hólm
geii Pálmason. Sæmundur Sibb-
inn, nútímaskáld, Jóhann Ög-
mundsson. Stefán Stýrkón,, stór
bóndi, Ki’istján Kristjánsson.
Orgina Omars, vöggguvísukona
Jenní Jónsdóttir, Brasina ráðs-
köna, Svava Jónsdóttir. —
Fríða Fix þjónustustúlka og
kvenlögregluþj'nn, Brynhildur
Steingrímsdóttir. — Sjómaður,
Eggert Ólafscon, Pedersen,
danskur veitingaþjónn, Jón
Norðfjörð. Hótelstjóri, Júlíus
Oddsson.
Leiktjöldin málaði Haukur
Stefánsson. Untíirleik á hljóð-
færið annaðist Árni Ingimund-
arson. Ljósameistari Ingi Hjör-
leifsson. Áhoriendur, sem voru
margir tóku leiknum með mikl-
um ágætum. Er revýan krydduð
með ýmsum bröndurum um okk-
ar háttvirtu borgara í höfuðstað
Norðurlands en þó græskulausir.
Var mikið hlegið og klappað
meðan á sýningunni stóð og í
leikslok voru leikendur hyltir og
bárust nokkrum þeirra blóm-
vendir. Næsta sýning var á
sunnudaginn fyrir troðfullu
húsi. — H. Vald.
5 mínútna krossgáta
SKYRINGAR:
Lárjett: — 1 dægradvalir —
6 eins — 8 endir — 10 yfirlið
— 11 án — 12 hljóðstafir — 13
fangamark. — 14 fæði — 16
hrópa.
Lóðrjett: — 2 tími — 3 hlífð
arfat — 4 ending — 5 blóm —
7 droparnir — 9 einmitt — 10
kraft — 14 eins — 15 á fæti.
i
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárjett: — 1 Camel — 6 bar
— 8 ee — 10 al — 11 fingrum
— 12 N.K. — 13 ra — 14 sér —
16 kátar.
Lóðrjett: — 2 ab — 3 Mar-
grét — 4 er — 5 hefna — 7 ilm-
ar — 9 eik — 10 aur — 14 sá
— 15 ra.
Slokkviiiðið kallað i þingið
LONDON: — Slökkvihðið var nýlega
kalHð á vettvang þegar elrlur braust
út í gamla hallargnrðinum hjá breska
þinghúsinu. Ekki var tulið að um
skemdaverk væri að ra?ða.
Sjálfstjórn í !New Foundland.
Næstkomandi júní fer fr.am skoðnna-
könnun í New Foundland am iivort
það vilji taka að sjer sjálfstjórn í
sambandi v-ið stjóm Kanada.
Churchill-marsinn.
GENF — Svissneskir hljómlist-
armenn hafa samið mars í heið-
ursskyni fyrir Winston Churchill.
Verður marsinn ieikinn við alls
konar góðgerðarsamkomur til
hjálpar breskum hermönnum, er
særðust í stríðinu.
146 llugvjelar til
Keflavíkur í maí
í APRÍL mánuði 1948 komu
146 millilandaflugvjelar við á
Keflavíkurflugvelli. Það eru
fleiri flugvjelar en í nokkrum
öðrum mánuði síðan íslending-
ar tóku við flugvellinum.
Með millilandaflugvjelunum
voru 2884 farþegar, sem flestir
voru á leið til Bandaríkjanna
og Kanada frá Evrópu. Hjeðan
fóru til Evrópu og Ameríku
347 farþegar, en hingað komu
304 farþegar. Yfir 90.000 kg.
af flutningi og pósti var með
þessum flugvjelum. Hingað
komu 25.177 kg og flutningi
og 1046 kg af flugpósti, en hjeð-
komu 25.177 kg. af flutningi
og 483 kg. af pósti.
Eftirtöld flugfjelög notuðy
völlinn, eftir lendingarfjölda;
American Overseas Airlines og
Trans Canada Airlines með 37
lendingar hvor, British Over-
seas Airways Corporation,
Bandaríkjaflugher, Air France,
Royal Dutch Airlines (KLM),
Seaboard & Western, Scandin-
avian Airlines System, Breski
flugherinn og Kanadiski flug-
herinn.
Eftirtektarvert er að T.C.A.
hefur nú í fyrsta skipti jafn-
i margar viðkomur og A.O.A., en
það fjelag (A.O.A.) hefir jafn-
an lent hjer oftast allra flug-
fjelaga.
Hvílasunnuferð
Ferðafjelagsíns er á
Snæfellsjökul
ÞAÐ er orðinn fastur liður í
sumarferðum Ferðaf jelagsins að
fara út á Snæfellsnes og Snæ-
íellsjökul yfir Hvítasunnuna.
Það er undir veðri komið
hýprnig þessar ferðir taka.st. —
Oftast hafa ferðirnar tekist vel,
verið bjart og gott veður, en þá
eþ dásamlegt útsýni af jökul-
þjpfunum. Sjest þá alla leið vest-
u§. á~Vestfirði, Látrabjarg, inn
ráeð öllum Breiðafirði og inn í
díisfjarðarbotn, Vestúreyjar
(jplatey og nærliggjandi eyjar),
þfe inneftir og yfir Snæfellsfjall
gárðinn og ber þá einkum á
llelgrindum. Vel sést til jökl-
a|na jnn í miðju landi og eink-
uftl til Eiríksjökuls. Til suðurs
að sjá breiðir Faxaflói út faðm-
inn og eru mörg áberandi fjöli
alla leið suður að Esju. Þá sjest
vel yfir flóann, til höfuðstaðar-
ins og fjallanna á Reykjanes-
skaga.
Á sjálfu Snæfellsnesi er margt
að sjá og mætti nefna, Búðir,
Búðahraun, Búðahelli, Sönghelli
Arnarstapa, Hellna, Lóndrang,
Malarrif, Djúpalón og Dritvík,
en þessir staðir eru með allra
sjerkennilegustu og hrikaleg
ustu á landi hjer. — Jökullinn
(1446 m.) gnæfir yfir nesið,
mikill og ferlegur. Um þetta
leyti er oft ágætur skíðasnjór á
jöklinum.
Á laugardaginn verður iagt
af stað vestur, en allar upplýs-
ingar eru gefnar á skrifstofu
fjelagsins. K. Ó. S.
íþrólfablaðið
stækkar
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ, 1,—3. hefti
1948, er komið út fjölbreytt að
efni og vandað að frágangi. —
Þetta blað, sem er 44 lesmáls-
síður, er prýtt 82 myndum og
teikningum, en í forustugrein
er þess getið, að árgangurinn
verði fjórðungi stærri en áður,
myndir fleiri og efni fjölbreytt-
ara. Eftir þcssu fyrsta blaði að
dæma hefir vel tekist með efnd-
ir þessara loforða.
Af efni blaðsins má nefna
m. a.: Vetrar-Oij'mpíuleikarn-
ir, Knattspyrnuferill Alberts
Guðmundssonar, eftir Á. Á.,
Kensluþáttur um hraðsund,
grein um Elli Björkstén, Frjetta
brjef frá Skúla Guðmundssyni.
íþróttir erlcndis, sagt frá þrem-
ur sundmótum, innlendar og er-
lendar afrekaskár og metaskrár
í sundi og frjálsum íþróttum,
Skjaldarglíman og flokkaglíma
Reykjavíkur, glímuför Umf. R.
til Noregs, sagt frá handknatt-
leiksmóti, þingi KSI, og skíða-
mótum.Þá er og skopmyndasíða
ljettara hjal, Frjettir frá í. S. í.
og margt fleira.
Á forsíðu er mynd af ís-
lensku þátttakendunum í St.
Moritz. Ritstjóri íþróttablaðsins
er Jóhann Bernhard.
RAGNAR JÓNSSON í
hæstarjettarlögmaður. 1
Laugavegi 8. Sími 7752. |
Lögfræðistörf og eigna- |
amsýsla.
TILKYIMNING
Hótel Valhöll á Þingvöllum, verður ekki opín um Hvíta-
sunnuna-
J4f. VJLöll
2 herbergja íbúð
í nýju húsi til sölu. Nánari uppl. gefur
Mál flutningsskrifstofa
EINARS B. GUÐMUNDSSONAR og
GUÐLAUGS ÞORLÁlv SSONAR
Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202.
X-t a íí a a Eftir Robcrt Slorm
—-—“—■— —.. i ■» ■ - -—-—íí—.
W£Y/ VMfiT'* THt6?
TH06E ARE
ÞLU66IKK5 EACH jg
OTHERl Æ
A IfíUCK DRNER, TRANSP0RTIN6 FOUR NEW CAR$/
6UDDENLV * S53BT--------------------
AU i eiuú sjei-í/ustjonnn a veginum lyrir frarnan
sig 2 menn og séglr: Hvað er um að vera — þessir
Y 60>ME0NE'$ P0RCIN6
r MB OVER ON THe
VJR0N6 5lD&! ONE 0P
. TN0£E 6UV6 16 ig
DOWN —* 41
TME CUM&ERGCME TRUCJC 5CRE£CHE6 TO A $7CP-
THE PA56IN6 CAR AL40 HALT6 — AND TVÍE MAN 0N
THEROAD 6UDDENLV JU-V1P6 T0 Hl6 F£E7...j^j
iyngjcate, íoc., World rightj tettrvci
menn eru að skjóta a nvom annan og einhver er að bíll, hlaðinn af nýjum bílum, stöðvast og maðurinní
neyða rnig til að keyra yfir hann. Hinn þungi vöru- sem lá á götunni stekkur á fætur.