Morgunblaðið - 12.05.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1948, Blaðsíða 8
Ít O R G U N D*L A Ð 1 Ð Miðvikudagur 12. maí 1948. mi if ■% i|(i# iÍúiL&i&i'i'íÍL $s líú ri tr| Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrg3«rm.), Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson * Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlanda. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. XJíhuerji álri^ar ÚE DAGLEGA LÍFINU NORSK KYNNI ,.ENGIN þjóð er okkur eins nátengd og Norðmenn.“ Þannig komst Gunnar Thoroddsen borgarstjóri að orði, er hann ávarpaði hinn norska leikflokk í gær þegar hann, og bæjar- ráð Reykjavíkur, tóku á móti hinum norsku gestum í Sjálf- stæðishúsinu. Hann þakkaði þeim, og öðrum, sem stutt hafa að þessari virðulegu heimsókn, hinni fyrstu leikför, sem erlent þjóðleikhús hefur efnt til hingað, til að sýna leikrit með sama hætti og það er sýnt í heimalandinu. 1 sambandi við heimsókn hins norska leikflokks er rjett að rifja upp í stuttu máli hvað Norðmenn hafa nú á skömm- um tima gert og gera innan skamms til að auka og tryggja menningarkynni milli þjóðanna. En leikförin er einn merkur þáttur í því markvissa starfi, frá þeirra hendi. Segja má að upphaf hinna auknu kynna hafi verið ferð Ólafs ríkiserfingja hingað til lands í fyrra sumar, með fríðu föruneyti, í tilefni af afhjúpun Snorralíkneskisins. I sam- bandi við þann atburð var sem fjelli hula af augurn ýmsra hjerlendra manna, er áður höfðu talið, að samskifti Norð- manna og Islendinga myndu æ sem fyrr, aðallega snerta fisksölu og síldveiðar. Menn sjá nú, og sannfærast um, að frændþjóðir þessar hafa sitthvað til hvor annarar að sækja, sem kemur menningarmálum þeirra við. Virðulegasta heimsóknin frá Noregi í sumar, verður heim- sókn leikflokksins, þar sem úrvalslið frá hinu norska þjóð- leikhúsi er hingað komið, undir forystu leikhússtjórans Hergel. En frumkvæðið að heimsókn þessari mun vera frá frú Gerd Grieg, sem ætlar ekki að gera endasleppa góðvild sína í garð íslenskrar leiklistar, og leikhússmála. Á meðan hinir bestu leikarar, sem þjóðleikhús Norðihanna hefur á að skipa til að sýna Rosmerholm Ibsens æfa til sýningar í Iðnó, keppir landslið Noregs í sundi við frækn- ustu sundmenn okkar. Vinarhót Norðmanna í garð Islendinga hafa komið fram á margan hátt síðasta árið. Er þá fyrst að minnast þess, er Norðmenn á síðastliðnum vetri efndu til Norsk-íslensks fjelagsskapar, og er hin víðkunni sagnfræðingur A. W. Brögger formaður hins nýja fjelags. Fulltrúaráð þess verður kjörið um Jónsmessuleyti í sumar, þegar mannval úr ýmsum bygðum Noregs kemur saman í Bergen til þess að vera við- statt afhjúpun þess Snorralíkneskis, sem þar verður reist. Stórþingið norska hefur nýlega, eins og getið hefur verið um hjer í blaðinu, veitt Oslóar-háskóla fje, til þess að standa straum af sendikennarastöðu við Háskóla íslands. Verður staða þessi fengin einhverjum völdum fræðimanni norskum 1. júlí í ár. Er þar með trygt, að tekin verða upp menningar- kynni hjer við Háskólann, sem varanleg verða. Næsta norska heimsóknin hingað á þessu sumri verður væntanlega koma norska stórskáldsins Arnulf överlands, er kemur hingað á vegum Norræna fjelagsins. Verður hann hjer kærkominn gestur. Svo mjög er hann dáður af öilum frjálshuga Islendingum. Kvæði hans frá styrjaldarárunum, þau fáu sem hingað bárust, voru Isiendingum hugstæður vottur um þrotlausan baráttuliug norsku þjóðarínnar, sem engin kúgun nje ofsóknir geta yfirbugað. Enn er von á norskum íþróttaflokki hingað til lands í sumar er þreyta mun hjer frjálsar íþróttir. Og þegar haustar að, mun hingað koma formaður hins nýstofnaða norsk-íslenska fjelags Brögger prófessor, og halda hjer fyrirlestra á vegum Háskólans um söguleg efni er snerta báðar þjóðir. Þetta er þá hið helsta, sem Norðmenn leggja á þessu ári til að auka og styrkja menningarkynnin. Er hjer svo mikið að gert í einu, frá þeirra hendi, að enginn getur efast um, að hugur fylgi máli. Það sje ein- dreginn ásetningur þeirra, að vinna að því, að á komandi tímum, verði tekinn upp þau nánu samskifti á hinu andlega sviði, og í hinu daglega lífi, sem var báðum þjóðunum til gagns og velfamaðar, á meðan báðar voru frjálsar fyrr á öldum. . , Er ekki of djúpt tekið í árinni, að segja, að þessi vinátta sem hjer kemur íram, í garð Islendinga, sje allri íslensku þjóðinni gleðiefni. , ísland í erlendu tímariti. „THE NORSEMAN“ heitir ágætt tímarit, sem nokkrir Norðmenn gefa út í London. Meðal útgefenda er Dr. Jacob Worm-Miiller, sem margir Is- lendingar kannast við. Dr. Arne Ording, Keilhau prófessor og í'leiri málsmetandi menn. I rit þetta skrifa ýmsir ágæt- ir rithöfundar um málefni, sem skifta Norðurlöndin og hefir Isla.nds stundum verið getið ' þar. í janúar-febrúarheftið í | vetur skrifaði Stephen Simm- i ons prein um ísland og ræddí af fjálgleik nokkrum um auð- æfi Islendinga og stríðsgróða, | sem laQdanum hefði tekist að eyða í flýti og nú lægi lítið fyr- ir neraa basl og aumingjaskap- ur á ný. Tekinn upp hanski. í SÍÐASTA HEFTI^ „The Norsemen“ tekur góður íslands vinur í London, James Whit- taker, upp hanskann fyrir okk- ur Islandinga vegna fyrnefndr- ar greinar. Lýsir hann vandamálum okk ar fvr og eftir stríðið og fer þar með rjett mál, sem hans var von og vísa, því þessi maður hefir látið sig skifta íslensk málefni og gert mikið til að út- breiða þekkingu í Bretlandi á landi og þjóð. Skal hjer ekki rakin grein hans frékar, en vel kann jeg við niðurlag greinarinnar, sem er á þessa leið: „Hvort Island kýs, að vinna með eða fyrir utan alþjóðasam- tök, verður ákveðið af íslend- ingum einum, það á engin er- lend þjóð með, að segja íslend- ingum fyrir verkum“. Þetta þótti mjer vel sagt. Islensk trje í enskum garði. OG ÚR ÞVÍ að jeg fór að minnast á James Whittaker og hlýhug hans í garð ísler.dinga, er best jeg segi frá því, að fyr- ir einum tveimur árum tók hann með sjer birkifræ, sem hann fjekk fyrir milligöngu Skóyræktarfjelags Islands og gaf fræið Royal Botanic Gard- ens í Kew, skamt frá London. Eru þetta skrautgarðar miklir og tilraunastöð, þar sem gróður írá mörgum löndum hefir verið settur niður. Nú eru birkifræin frá íslandi orðin, að litlum íslenskum birki-,,trjám“, að vísu ekki nema um þumlungur á hæð ennbá, en þau eiga eftir að vaxa og verða sennilega stærri en þgu verða á íslandi. Miljónri gesta. í ÞENNA GRASGARÐ í Kew koma miljónir gesta árlega. Dagvn, sem forstjóri garðsins skrifaði Whittaker og sagði hon um, að íslenska birkið hefði komið upp, komu 100.000 gest- ir í garðinn. Þyð segir sig því sjálft, áð það verður dágóð auglýsing fyr ir Island, að þarna skuli vera íslenskur gróður, sem t.ugþus- undir erlendra manna eiga eft- ir að sjá á næstu árum. llvað gengur að útvarpinu? TVO UNDANFARNA DAGA hefir það komið fyrir, að út- varpið hefir skyndilega þagnað um hádegið. Eina skýringin á þessu fyrirbæri er sú, að þul- urinn biður afsökunar og get- ur þ^ss um leið, að „þetta hlje“ hafi stafað af bilun. Vitanlega er ekkert leyndar dómsfult við það þótt bilun verði á tækjum og getur ávalt komið fyrir. Afsaka allir með glöðu geði slík óhöpp. En það mætti geta þess í frjettum hvað það er, sem orsakar hinar tiðu biianir í útvarpinu. Er nokkuð að? FYRIR NOKKRU gat frjetta- stofa útvarpsins þess og sendi ölTúm blöðum bæjarins frjett- ina, að útvarpsstjórinn væri nýlega kominn heim frá útlönd um og að erindi hans hefðj m. a. verið. að fá menn til að gera við utvarpsstöðina. Það hafði aldrei heyrst áður, að hún þyrfti viðgerðar við og fanst mönnum nokkuð einkenní legt. að ekki skyldi vera sagt frá bví hvað það er, sem er að, Jeg reyndj að leita mjer upp- lýsinga um þetta hjá sjerfræð- ihgum, en þeir fullvissuðu mig um. að bað væri í rauninni ekk_ ert að, en hinsvegar myndi hafa verið vanrækt að kaupa vara- i stykki til stöðvarinnar á méð- j an gialdeyrir var fyrir hehdi til sJíkra hluta. | Æ’Jí það hefði ekki verið ' nær. að kaupa varastykki, en I að pvða tugþúsundum dollara i ! teikningar að skýjahöllum, eins ; og gert var. Gluggaþvottur. ,.ÞÚ ert að tala um götu- þvott. Víkverji minn, skrifar gamall lesandi. Það er ágætt hjá þjér. Jeg ér einn þeirra, sem er því fylgjandi að göturnar sjeu bvegnar. ,,En það er langt síðan þú hefir minst á gluggaþvottinn. Og væri þó ekki vanþörf á. Það er hörmung að sjá hve rúður eru óhreinar jafnvel í stórhýs- um hjer i bænum. ..Menn ættu þó ekki að vera að útiloka þessa litlu sólar- glætu, sem við njótum þessa dagana, það er ekki að vita hve lengi hún stendur“. Hjer með er þessu komið á framfæri við rjetta hlutaðeig- endur. MEÐAL ANNARA ORÐA Eftir G. J. Á. Verðlaunasamkeppni MorgunblaSsins og World Sporf ENGINN vafi er á því, að verð- launasamkepni Morgunblaðsins og World Sport hefur vakið mikla athygli hjer á landi. — Það má heyra það á ýmsum, að þeir eru staðráðnir í að taka þátt í samkepninni og að gera heiðarlega og' rækilega tilraun til að hreppa fyrstu verðlaun — fría ferð á Olympíuleikana í Bretlandi og uppihald þar. Morgunblaðinu hefur borist ýmsar _nýjar upplýsingar frá WorJd Sport um tilhögun sam- keppninnar, þátttöku og fleira. í síðustu tilkynningu íþrótta- ritsins er þannig skýrt frá því, að blöð og útvarpsstöðvar í ell- efu lönðum hafi þá þegar þegið boðið vqn þátttöku. Þessi lönd eru Belgía, Danmörk, Frakk- land, Holland, ísland, Ítalía, Luxembourg, Noregur, Portú- gal, Svíþjóð og Ungverjaland. • • MISLITUR HÓPUR. Sum blöðin heita hinum furðulegustu nöfnúm frá okkar sjónarhól sjeð. I P.elgíu hafa La Derniere Heure og Het Laatste Nieu\ys þannig tekið höndum saman um verðlaunásamkepn- jna, en í Frakklandi stendur blaðið France-Soir eitt að henni. í Ungverjalandi sjer blaðið Uj Magyarorszag eitt um kepnina, í Ítalíu Gazzeta Delle Sport og í Portúgal O Secule. Tilhögun kepninnar er ekki eins á hverjum stað. France- Soir er að hugsa um að láta verðlaunasamkepnina bvggjast á ritgerðum ura „Fegursta dæmið um sannan íþróttaanda. sem þú hefir verið vitni að“. I dómnefndinni verða ýmsir af fremstu íþróttamönnum Frakka auk tveggja eða þriggja þektra íþróttaritara. France-Soir gérir ráð fvrir að fá -hvorki méira nje rninna en um 100 000 svör, og sjefstök deild verðnf sett á stofn innan blaðsins til þess að sjá um kepnina Eftir að 15 til 20 bestu ritgerðirnar hafa ve-ið vatdar úr. er í ráði að bjóða höfundum þeirra til Par- ísar á ýmiskonar íbróttamót, en í París fer fram lokakepni um það. hver hreppí ferðina á Olympíuleikana. • • SPURNINGAR OG GÁTUR. Ungverska blaðið Uj Magyar- orszag hefur tilkýnt, að það muni ekki láta verðlaunasam- kepnina byggjast eihungis á ritgerðum, heldur hefir það einnig í hyggju að leggja ýms- ar spurningar um Olympíuleik- ana fyrir lesendur sína og bera á borð fyrir þá krossgátur urn ýmiskonar íþróttaefni. —- Auk Olympíufararinnar, ætlar Uj Magyarorszag að veita. auka- verðlaun, svo vinnendurnir í Ungverjalandi verða um 250. • • EINS OG BLÓM í EGGI. Sigurvegurunum í öllum þess um samkepnum verður, eins og áður er sagt, boðið á Olympíu- leikana í Bretlandi. Blaðið, sem annast keppnina í hverju landi, leggur þeim til far til óg frá Bretlandi, en þar í landi verða þeir á vegum Wcrld Sport. í London dvelja beir hlutskörp- ustu í góðu veitingahúsi, þeim verður sjeð fvrir fyrsta flokks sætum á Olvmpíuleikunum, þeim verður boðið í leikhús og sýnt það markverðasta í borg- innni og svo verða þeir kyntir fyrir ýmsum málsmetandi ifíönnum. Þeir munu með öðr- uni orðum lifa eins og blóm í eggi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.