Morgunblaðið - 12.05.1948, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 12. maí 1948.
Wlfiaa
mU >» U illii kJÁ
IB
SIST vænti jeg þess þegar við
Páll Þormar bjuggum saman í
London þessa maídaga í fyrra-
vor, að jeg mundi nákvæmlega að
ári liðnu sitja hjer og skrifa
minningarorð um hann látinn. En
svona er það nú samt. Jeg mun
lengi minnast þessara ánægju-
legu daga okkar í London. Við
höfðum þekkst í 26 ár en við
kynntumst að vissu leyti meira
á þessum fáu dögum þar, en öll
hin árin samanlagt. Og mjer
finnst það dáiítið einkennilegt nú,
þegar Páil Þormar er horfinn yf-
ir landamæ; in, að hugsa um, að
umræðuefni ckkar var nálega á
hverju einasta kvöldi það sama
— einmitt þetta: — Hvað tekur
við, þegar þessu lífi lýkur?
Við Páll Þormar kynntumst
fyrst á Norðfirði er jeg kom þang
að 1921 sem kennari. Hann var
þá fluttur þangað fyrir nokkrum
árum og tekinn að starfa við
hina umfangsmiklu verslun og
útgerð tengdaföður síns, Konráðs
Hjálmarssonar. Okkur varð fljótt
vel til vma, þótt við værum sinn
í hvorum stjórnmálaflokki og
ættum af þeim sökum oft í póli-
tiskum brösum. Páll var þá aðal-
fyrirsvarsmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Norðfirði, en stjórn-
málaerjur vo;u þá mjög að hefj-
ast og fiokkaskiptingin að skerþ-
ast einmitt um þær mundir. Þar
sem jeg átti að heita að hafa
fyrirsvar fyrir Alþýðuflokknum
en Pá’l fvrir Sjálfstæðisflokkn-
um lentum við saman, bæði í
hreppsnefnd og síðar í bæjar-
stjórn og áttum um mörg ár sam-
an sæti í ílestum meiriháttar
nefndum og stjórnum á Norð-
firði.
Þrátt fyrir þann pólitíska skoð-
anamun, sem auðvitað var mikill
þrándur í götu heilbrigðs sam-
starfs hjá okkur eins og öðrum,
verð jeg að segja, að jeg hefi með
fáum eða engum andstæðingum
mínurn starfað, sem samvinnu-
þýðari og betrl voru að starfa
með en Páll Þormar. Hann var
duglegur að hverju því verki,
sem hann gekk að og honum var
falið, og hann var víðsýnn og
laginn að koma málum fram.
Við Páll Þormar vorum báðir
á besta skeiði er við störfuðum
saman á Norðfirði og hann var
þar hreppstjóri eri jeg oddviti.
Það mál, sem við beittum okkur
mest fyrir sameiginlega var að
fá hrundið fram kaupstaðarjett-
indum handa Norðfirði. Það mál
vár aldrei flokksmál en átti ýms-
um örðugleikum að mæta þar
héima. Páll Þormar átti sinn
mikla hlut í því að það fjekkst
fram. Við trúðum því báðir þá,
að það væri því byggðarlagi, sem
vi§ störfuðum fyrir, til hamingju
og aukinnar menningar.
jVið störfuðum einnig sameigin
lega að því að koma á fót fyrstu
rafveitunni fyrir Norðfjörð, og
jeg minnist enn alls þess starfs,
sejn Páll Þormar lagði þar fram,
og þess áhuga sem hann sýndi í
því erfiða máli.
Mjer er að vonum Páll Þormar
mjnnisstæðastur frá samveru-
stjindum okkar á Norðfirði, þeg-
an við í blóma lífsins ýmist bár-
uiiist á pólitískum spjótalögum
ecfa unnum saman að stórmálum
býggðarlags okkar. Mjer eru líka
þær minningar að mörgu leyti
kærastar í sambandi við Pál
Þifrmar, því þá reyndi oft mest
á jnanndóm okkar beggja.
Porlögin höguðu því þannig, að '
vi?S fluttum frá Norðfirði báðir
sajna árið hingað til Reykjavík-
uri Eftir að Páll Þormar fluttist
tif Reykjavíkur varð aðalstarf
hcjns í sambandi við loðdýrarækt
og hafði hann mikinn áhuga fyrir
þeirri atvinnugrein. Hann var
friimkvæmdastjóri Loðdýrarækt-
aifjelags íslands. Hin síðari ár
hjþr í Reykjavík starfaði hann
r ökkuð í Sálarrannsóknarfjelagi
Isfands og mun hafa átt mikinn j
þatt í því að fjelagið eignaðist ;
hus fyrir starfsemi sína' Sýndi i
hann í því sama dugnaðinn og
fyrrum einkenndi þau störf, er
hann tók að sjer að leysa af
hendi.
+
Páll Þormar var fæddur 27.
máí 1834 að Eiðum. Hann var
sonur Guttorms Vigfússonar al-
þingismanns í Geitagerði. Páll
lauk námi í Akureyrarskóla 1906
og var starfsmaður hjá Útvegs-
bankanum á Seyðisfirði frá 1907
til 1915, og jafnframt bæjargjald-
keri á Seyðisfirði. Arið 1912
kvæntist Páll Þormar eftirlifandi
konu sinni Sigfríði Konráðsdótt-
ur Hjálmarssonar kaupmanns og
útgerðarmanns á Norðfirði. Flutt
ust þau. hjónin 1915 til Norðfjarð-
ar og rak Páil þar verslun og
útgerð í fjelagi við tengdaföður
sinn til ársins lOf7 er þeir seldu
úgnir sínar þar cg Páll fluttist
neð fjölskyldu sína til Reykja-
víkur.
A Norðfirði gengdi Páll Þorm-
ir fjölda trúnaðarstarfa. Hann
/ar þar oddviti og Hreppstjóri
áður en Norðfjörður fjekk kaup-
staðarrjettindi. Hann átti um
mörg ár sæti í yíirskattanefnd
3.-Múlasýslu og síðar Neskaup-
staðar. Hann var einn af stoí-i-
;ndum Sparisjóðs Norðfjarðar og
iðalhvatamaður að stofnun hans,
3g stjórnaði honum í 13 ár. Þá
var hann og breskur konsúll á
VorðfirðL A yngri árum var Páll
Þormar góður íþróttamaður og
/ar hann einn þeirra er fór í
glímuflokki Jóhannesar Jósefs-
sonar á Olympíuleikana í London
árið 1908. Páll Þormar var
riddari fálkaorðunnar.
Þeim Páli og Sigfríði varð sex
barna auðið og eru þau öll á lífi
nema dóttir þeirra Sigríður, sem
fórst með Goðafossi er hann var
skotinn niður af Þjóðverjum í síð
asta ófriði. Hún var uppkomin og
á heimleið frá námi í Ameríku.
Var sár harmur kveðinn af þeim
hjónum við fráfall, hennar því
hún var eina dóttir þeirra. Tók
Páll Þormar sjer fráfall hennar
miklu nær en menn almennt
gerðu sjer Ijóst. Hin síðustu ár
æfi sinnar var Páll Þormar aldrei
heill heilsu og gerði ráð íyrir því,
að snögglega gæti um skipt fyrir
sjer, eins og líka varð raunin á.
Hann andaðist að heimili sínu
1. maí s. 1. eftir stutta legu.
Jónas Guðmundsson.
FLUGPOSTFERÐIR eru nú svo
að segja daglega milli íslands
og Norðurlanda og Ameríku.
Kemur það fyrir, að brjef eru
borin hjer út í bænum, sem
voru sett í póst í Ameríku deg-
inum áður. Innanlands eru póst-
samgöngurnar á landi enn með
vetrarsniði, en flugið bætir mjög
úr hvað pós.tsamgöngur snertir
og á næstu vikum hefjast dag-
legar landpóstferðir til ýmsra
staða á landinu.
j Morgunblaðið hefir átt tal
i við Sigurð Baldvinsson, póst-
meistara og fengið hjá honum
eftirf arandi upplýsingar um
póstsamgöngurnar •
j hafa hins vegar ekki verið eins
tíðar, en munu nú fara batn-
í flugvjelaWrkjuEi.
Haraldur Hagan og Viggó Einarsson bera saman athuganir sínar í
Flugvirkjaskólanum í Cal-Aero í Glendale í Kaliforníu, þar sem
þeir eru báðir við nám.
Tveir íslendingar við
flugvjelavírkjun I
-4>
Ylir 200 bifreiðar eru
r | ■ f
nu
GLENDALE, Kaliforníu: —
Haraldur Flagan cg Viggó Ein-
arsson, tveir Reykvíkingar, sem
stunda nám í flugvjelavirkjun
í Cal-Aero iðnskólanum, hafa
lokið fyrrahlutaprófi í flugvjela
virkjun. Er það nám að mestu
bóklegt. Gert er ráð fyrir að
þeir ljúki aðalprófinu í október
í haust. Þeir fjelagar eru nú
byrjaðir á verklega náminu og
munu kynna sier allar tegundir
flugvjelahreyfla. *
Haraldur er bróðir Eiríks
Iíagan, Laufásveg 12 og Viggó
er sonur Magneu Sigurðardótt-
ur, Kárastíg 9.
AÐALFUNDUR Samvinnu-
fjelagsins Hreyfill var haldinn
28. apríl s. 1. Úr stjórn fjelags-
ins áttu að ganga þeir Ingjaldur
ísaksson og Ingimundur Gests-
son, en voru báðir endurkosnir.
Stjórn fjelagsir.s skipa nú:
Ingjaldur ísaksson, formaður,
Ingvar Sigurðsson, gjaldkeri,
Ingimundur Gestsson, ritari og
Vilhjálmur Þórðarson, varafor-
maður.
Framkvæmdastjóri fjelagsins
er Tryggvi Kristjánsson og á
hann einnig sæti í stjórn fjel-
agsins.
Á bifreiðastöð fjelagsins eru
nú yfir 200 bifreiðar. Hagur
fjelagsins er góður.1
í Landpóstar.
| Það má heita, að innanlands-
samgöngurnar sjeu ennþá með
. vetrar sniði. Þó hefur einni ferð
I verið bætt inn í á r.orðurleið-
inni*sem sje sunnudagsferð. I
vetur voru 2 ferðir í viku,
þriðiudaga og föstudaga, með
! póstbílunum til Akureyrar og
( hafði hann viðkomu í þeim ferð
: um á öllum póststöðum á leið-
inni. Nú hefur sunnudagsferð
verið bætt inn í. Daglegar póst-
ferðir norður munu hins vegar
hefjast um næstu mánaðamót.
Frá sama tíma munu þá einnig
hefjast póstíerðir til og frá Aust
urlandi um Akureyri. Þá er gert
ráð fyrir að póstbíllinn, sem
gengur frá Sauðárkrók til Ilaga
nesvíkur um Fljót. aki daglega
um Siglufjarðarskarð til Siglu-
fjarðar.
Póstsamgöngur um Suðurland.
Póstur er sendur daglega til
póstafgreiðslnanna í Gullbringu
og Kjósarsýslu, Árnessýslu og
nokkurs hluta Rangárvalla-
sýslu. Til annarra hluta á Suð-
ur- og Vesturlandi þar sem bíl-
arnir komast ekki á enda póst-
leiðarinnar, eru póstar sendir
vikulega og hálfsmánaðarlega.
Á jeg hjer við Dalasýsluna og
A.-Barðastrandarsýslu. Sama
máli gegnir um Strandasýsluna.
Þangað gengur póstur frá Stað
í Hrútafirði hálfsmánaðarlega
nema um loft- eða sjóferðir sje
að ræða, en þær eru nú orðnar
til tíðar til Strandahafnanna og
þá einkum til Hólmavíkxir. Ann
ars verður reynt að senda póst
landleiðina, eins fljótt og snjóa
leysir, til allra þessara staða.
rnnanlandsflugið nýtist yfirleitt
vel til póstflutninga.
Með tilstyrk flugfjelaganna
hafa póstsamgöngurnar aukist
stórkostlega. Einkum þá að því
er snertir Vestfirði og Austfirði.
Svo má heita að flugpóstur sje
nú sendur daglega til hinna
ýmsu staða innanlands og t.il
sumra þeirra oftar en einu sinni
á dag' þegar veður ekki hamla.
Flugpóstur milli landa.
Lítið vantar nxt á að við fáum
póst daglega frá Norðurlöndum
og Bandaríkjunum, segir póst-
meistari. Sama er að segja um
póst hjeðan. Hann er venjulega
afgreiddur 4—5 sinnum á viku.
Það er því ekki ósjaldan að flug
póstur sje nú borinn út í bæinn
daginn eftir að hann er afgfeidd
ur hingað til lands frá Banda-
rikjunum og Norðurlöndum.
Flugferðir til og frá Englandi
andi fyrir tilstyrk íslensku flug-
fjelaganna.
Eru samgöngur betri, að því
er flugpóst snertir við útlönd,
en þær voru s. 1. ór?
Á s. 1. ári afgreiddi pósthúsið
hjer 170 fiugpóstafgreiðslur til
Bandaríkjanna en þaðan komu
150 afgreiðslur. En frá Faup-
mannahöfn fengum við s. 1. ár
225 flugafgreiðslur en tal: vert
færri frá hinum Norðurlörduri-
um og Bretlandi. Jeg geri því
fastlega ráð fyrir að fjöldi flug
afgreiðslnanna til og frá íslandi
verði enn meiri í ár en nokkru
sinni fyrr.
Leiðbeiningar.
Er nokkuð sjerstakt, sem þjer
viljið taka fram í sambandi við
póstmálin?
— Já, jeg vil m. a. biðja yður
að benda almenningi á það, að
vegna hinna öru flugferða til
útlanda, og sökum þess að senda
verður póstinn í flestum tilfell-
um til Keflavíkurflugvallar, þá
er nauðsynlegt að afhenda öll
flugbrjef fyrir kl. 15.00 virka
daga og kl. 11.00 óvirka, sje
þeim ætlað að ná fyrstu ferð.
Loks vil jeg bioja yður að benda
póstnotendum á það, að frí-
merkja sjálfir póstsendingar sín
ar og skrifa greinilega utan á
þær, og helst ætti nafn send-
anda að sjást á brjefum svo að
endursending sje auðveld, ef
þau af einhverjum ástæðum
kornast ekki til viðtakanda. —
Þá er og æskilegt að vekja at-
hygli póstnotenda á því, að
draga ekki að póstleggja send-
ingar, því oft falla aukaferðir
fyrirvaralítið, og er þá sendur
sá póstur, sem fyrir liggur.
leiksliðin, er keppa
við Danina, valin
VALIÐ hefur verið í handknat.t-
leikslið þau, sem keppa tvo
fyrstu leikina við dönsku hand-
knattleiksmennina, sem hingað
koma 17. þ. m.
Fyrsti leikur Dananna verður
útileikur, og verður íslenska lið-
ið þá þannig skipað: Sólmundur
í Val, markvörður, Jón Erlends-
son, Á, Sigfús Einarsson, Á,
Ingi Þorsteinsson, ÍR, Hafsteinn
, Guðmundss., Val, Sveinn Helga-
! son, Val, Garðar Halldórsson,
|Val, Sigurður G. Norðdahl, Á,
Bjarni Guðnason, Víking og
Kjartan Magnússon, Á.
í fyrsta innileiknum verður
lið Islendinga þannig skipað:
Halldór Sigurgeirsson, Á, Hauk-
ur Bjarnason, Á, Sveinn Ragn-
arsson, Fram, Sigfús Einarsson,
Á, Hafsteinn Guomundsson, Val,
Sveinn Helgason, Val, Garðar
Halldórsson, Val, Sigurður G.
Norðdal, Á, Kjartan Magnússon,
Á, og Bjarni Guðnason, Víking.
Þeir Halldór Erlendsson og
Grímur Jónsson sjá um lið ís-
londinganna og dæmir Halldór
fyrsta leikinn.