Morgunblaðið - 21.05.1948, Page 12

Morgunblaðið - 21.05.1948, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. maí 1948. Sigríður Gilsdóttir Minningarorð SIGRÍÐUR GILSDÓTTIR fædd ist 9. ágúst 1868 í Krossnesi í Álftaneshreppi á Mýrum. For- eldrar hennar voru hjónin Gils Sigurðsson frá Hofstöðum og Guðrún Andrjesdóttir frá Selj- um, bæði af bændaættum á Mýr um í marga liðu. Hún ólst upp í stórum systkinahópi og vand- ist snemma allri vinnu, sem þá tíðkaðist. Úr foreldrahúsum fór hún til Reykjavíkur og var síð- an í ýmsum stöðum, þangað til hún gerðist ráðskona í Laugar- nesspítala vorið 1907. Mun það hafa verið Sæmundur sál. Bjarn hjeðinsson, er því rjeði að hún var valin til þessa starfa. Hafði hann haft orð á því síðar að honum hefði eigi missýnst um hæfileika hennar, er hún var ráðin úr umsækjenda hópnum. Var það þó eigi vandalaust verk er hún þá tóks! á hendur. Spítal inn fullskipaður og erfitt að gera öllum til hæfis. En með mannkostum sínum, frábærri stjórnsemi og dugnaði tókst henni að leysa þetta vandasama starf af hendi þannig, að allir undu vel og var hennar saknað jafnt af stjórnendum spítalans, starfsliði og sjúklingum þegar hún hvarf frá sjúkrahúsinu. Árið 1919 giftist Sigríður Sigurði Pjeturssyni fangaverði. Hann hafði þá fyrir nokkru mist fyrri konu sína, sem var systir Sigríðar, frá 7 börnum, þeim yngstu í bernsku. Tók hún þar við búsforráðum og hafði þau á hendi til dauða manns síns 1946. Þótt þau hjón væru bæði komin á fullorðinsár þeg- ar þau giftust varð hjónaband þeirra hið farsælasta. Heimilið var þeim báðum fyrir öllu. Eins og vita mátti reyndist Sigríður ágæt húsmóðir. Hún var óvenju lega vel verki farin, að hverju sem hún gekk. Ráðdeildarsöm, dugleg og fjell aldrei verk úr hendi. Hitt var þó máske mest um vert, hver mannkostakona hún var. Það er eigi vandalaust verk að gerast stjúpa stórs barnahóps. En hún var svo lán- söm að stjúpbörn hennar kunnu að meta umhyggju hennar og ræktarsemi og nú, þegar leiðir skilja, munu þau öll þakka henni órofa trygð og margvís- lega umhyggju fyrir velferð þeirra. Og það munu allir þeir gera, er hún batt vináttu við. Sigríður var gerfileg kona að vallarsýn, sviphrein og bauð góðan þokka. Lengst af var hún heilsuhraust og hafði mikið starfsþrek. En eftir dauða manns hennar þvarr heilsa hennar fljótlega og síðustu mán uðina dvaldi hún í sjúkrahúsi. Það verður enginn hjeraðs- brestur þótt kyrlát, áttræð kona veðji þennan heim. Verk henn- ar verða aldrei skráð á spjöld sögunnar og eftir lítinn tíma eru þau gleyrnd. Enginn skyldi þó halda að sá hafi til einskis lifað, sem langa æfi hefur unn- ið hvert starf af alúð og skyldu- rækni og haft það aðalsjónar- mið í lífinu að láta gott af sjer leiða. Áhríf hans vara ef til vill lengur en menn alment gera sjer grein fyrir. Sigríður andaðist í Landakots spítala 12. þ. m. og verður jarð- sett í dag. P. M. — Slórkaupmenn Frh. af bls. 5. vinna lokasigurinn í baráttunni fyrir því að gera verslun íslend- inga íslenska. Fjelag íslenskra stórkaup- manna hefur nú þriðja áratug sinn með bestu árnaðaróskum allra, sem skilja hvaða þýðingu frjáls verslunarstjett hefur haft fyrir landið á liðnum tíma og trúir á gildi hennar í framtíð- inni. Morðingja leitað. AÞENA — Gríska stjórnin hefur sent Bandaríkjastjórn orðsend- ingu þess efnis að hún geri allt í sínu valdi til þess að komast fyrir um morð bandaríska blaða- mannsins Polk sem nýlega var myrtur þar. Hefur stjórnin boð- ið 2,500 dollara laun fyrir upp- lýsingar varðandi morðið. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. menn áfram að lifa þótt þeir deyi“. — Þá staðhæfir Stirnir, „að misjafnlega sje langt í bíó, eftir því hvar maður búi“. — Um Friðrik Sigurbjörnsson seg ir, að hann sje nefndur í sömu andrá og Tyrone Power ,,og er hægt að komast öllu lengra fyrir einn dauðlegan Islend- ing?“ spyrja Stjörnur í römm- ustu alvöru. • • EFNIÐ ALLT JAFN FÁRÁNLEGT I þýddu greinunum — en það eru mestmegnis þær, sem fylla ritið — er og margt spak- lega sagt, s. s.: ,,ekki verður hjónaband úr öllum æfintýrun um í Hollywood“. — Joan Fontaine lýsir því yfir að Car ens Bellegia ilmvatn sje gott til bess að hressa sig á, Mit- zuka Guerlains í veiðiferðir, en L’Heure Bleue Guarlains sje nú samt eiginlega best. — Ekki er ónýtt fyjir íslenskar fermingartelpur að vita það. — Birtar eru Játningar Ro- berts Taylors, sem játar blá- kalt, að hann trúi á guð en ekki annað líf — og kveðst ekki vilja deyja ungur. En aum- ingja Gary Cooper segist búa við „stöðugan ótta“. Loks fá lesendur þær stórmerkilegu upplýsingar, að yfirvaraskegg Clark Gable sje 10 ára, ein- hver Jaqueline White sje 120 pund, Holywood leikarar taki af sjer skóna þegar þeir hvíli sig og Paulette Goddard leggi ekki mikið upp úr matarkúrum. Auk hins fáránlega efnis, sem rit þetta flytur, úir og grúir í því af málvillum, rit- villum og prentvillum. Stund- um eru kvikmyndir bannaðar börnum. — Eru engin takmörk fyrir því hvað má selja þeim í tímaritaformi? Auglýsendur athugið! a8 ísafold og Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- asta blaðið ( sveitum landi Ins. Kemur út elnu sinnl í viku — 16 síður. Þriðji leikur danska handknattleiksliðsins er í kvöld ÞRIÐJI leikur danska hanknattleiksliðsins verður í íþróttahúsinu við Hálogaland í kvöld og hefst kl. 8,30. Keppa Danirnir að þessu sinni við ÍR, sem hefur styrkt lið sitt með þremur mönnum úr öðrum fjelögum. Innanfjelagskeppni KR í fimleikum HIN árlega keppni í fimleik- um innanfjelags hjá Knatt- spyrnufjelagi Reykjavíkur fór fram seinast í apríl. Guðmund- ur Guðjónsson varð hlutskarp- astur og er þar með fimleika- meistari KR 1948. Annar varð Jón Júlíusson, þriðji Snorri Guðmundsson og fjórði Árni Kristjánsson. Keppnin var hörð og úrslit tvísýn, enda keppend- ur mjög líkir að getu. Dómarar voru: Benedikt Jakobsson, fimleikakennari, Hannes M. Þórðarson, fimleika- kennari og Sigurður Runólfsson kennari. Þátttakendur voru margir. í fyrra varð Guðmund- ur Guðjónsson líka hlutskarp- astur. Keppni þessi vekur alltaf tölu verða eftirtekt fimleikaunnenda því að þetta er eina fimleika- keppnin hjá áhugamönnum hjer á landi núna síðari árin. Nú í ár fór einnig fram keppni í II. flokki karla, en það mun vera fyrsta keppnin, sem fram fer hjer á landi í yngri fimleikaflokkum. Efstur varð Guðmundur Erlingsson, og fær hann auk verðlauna rjett til að starfa með 1. flokki. Ann- ar varð Almar Gestsson og þriðji Birgir Björnsson. Úrvalsflokkur fimleika- manna úr KR efnir á næstunni til sýninga í nágrenni Reykja- víkur, sennilega á Akranesi, Eyr arbakka og sunnudaginn 23. maí í Keflavík og ef tími vinnst til víðar um landið. Stjórnandi flokksins verður Þórður Páls- son, kennari, en hann hefur kennt fimleika hjá KR í vetur. Flokkurinn er nú skipaður að nokkru leyti nýjum efnilegum fimleikamönnum, sem hafa æft hjá KR undanfarin ár, en sjald- an komið fram á sýningum, vegna þess hvað ungir þeir eru. ÍR liðið verður þannig skipað: Ingólfur Steinsson, Ingvi Guð- mundsson, Gísli Ásmundsson, Ingi Þorsteinsson, Jón Björns- son, Henning Isachsen, Skúli Ingibergssoll, Kjartan Magnús- son (Ármann), Sigurður Norð- dahl (Ármann) og Bjarni Guðnason (Víking). í danska liðinu verða sömu menn og í fyrri leikjum Dan- anna, eða Börge Hansen, Oscar Clausen, Egon Gundahl, Jörgen Larsen, Erik Vilbech, Jörgen Jörgensen, Bent Romar, John Christensen, Peter Tantholdt og Mogens Helin. Er þetta næst síðasti leikur Dananna hjer, og má gera ráð fyrir mikilli aðsókn, þar sem áhugi manna á handknattleik er nú mjög mikill. —Abslrakt málarinn Framh. af bls. 9 viðurkenningu meðal þeirra, er best skyn bera á fagrar listir og meðal almennings á hún vax- andi vinsældum að fagna. — Við höfum trú á því, segja þau Else Alfelt og Carl Henn- ing Pederssen að lokum, að ab- strakt listin eigi mikla framtíð fyrir sjer. Fjölbreytt sýning Svo sýna þessir ungu abstrakt málarar mjer sýninguna, sem er hin fjölbreyttasta. Margar myndirnar eru ljómandi falleg- ar og sjerstæðar eins og t. d. Guðir hafsins og Tunglkarlinn eftir Pedersen, Gjáin eftir Else Alfelt og abstraktsjónir Ric- hard Mortensen, sem er elsti abstrakt málari Dana og mjög vel þektur. Svavar Guðnason á þarna einnig 6 myndir. Hvað sem öllum deilum líður um list þessara manna, sem vilja nota litina eins og slaghörpu til þess að túlka með mannlegar tilfinningar, þá. er það þó víst, að engan þarf að iðra þess að eyða dálitlum tíma í að skoða þessa sýningu. Að minsta kosti leið mjer prýðilega þar inni og þar sást engjnn dónaskapur upp á veggjum. S. Bj. lijRAPE-EV^ AND Ml$ AifM HAVE JU$T HIJACK0D A SHlPAIÉNf 0P NEW . CA?$ — 1 C0U10 6AT 'BM WITH A «POOMlLOOK at 'zm tme-jwr, UKE THB 4EAT OP " M BLVS 5£Röe PANT^J^ X 4TIUL THINK W6 SHOULDN'T HAVE CHILLED 7HAT TRUCK ORIVER l mk jyndicale, Inc , World riphtrrwffVfd. * Maðurinn: Þeir eru svo girnilegir sð jeg gæti jetið þá. Sjáðu hvernig þeir glansa — alveg eins og rass- inn í buxunum mínum. Hinn maðurinn: Jeg held því fram að við hefðum ekki átt að stúta vörubílstjór- ^-AND LBT m BLA0 (70 7HE BADOB BO'15'i WEtt V HAV6 7HI4 DETROiT PASTRY REPAINTED AND PEDDL6D /Mie$ED» Meanwhile anum. Gullaldin: Og láta hann kjafta öllu í lög- regluna. Við verðum búnir að mála og selja þessa bíla áður en þeirra er saknað. Á meðan. Wilda: Ef þetta hefði skeð í einni af bókum mínum, þá gæti Effir Roberl Storm IP THI4 WERE 0NE 0F MS N0VEL4/ I (0ULD WRITE UNDA 0UT 0F PHIL’4 LIFE - BUT V0U CAN'T WRlTE 0FF A 6AL LIKE LINDA' — LUCK^ M0-- wrtH one preak X'LW UN'PA [ föitAft) : 1. '\> ^ « 3íiS> A? U slíkt r—-■ » i ___ jeg skrifað Lindu úr lífi Phils, en að gera við stúlku eins og Lindu, Lindu: , Lindu:.“ r/Jt ) stuiku eins og binau, i .ef alt gengur að óskum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.