Morgunblaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID ..... ...... Þriðjudagur 29. júní 1948. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 10,00 á mánuði, 1nnnnl«nri«, kr. 12,00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbök. Einhuga ílokkur LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS, sem hald inn var á Akureyri í síðustu viku og lauk á sunnudaginn, er tvímælaláust glæsilegasti landsfundur, sem flokkurinn hefur haldið og f jölmennasta og þróttmesta flokksþing, sem íslensk ur stjórnmálaflokkur nokkurntíma hefur haldið. Fregnin um lát eins besta og mikilhæfasta forystumanns Sjálfstæðis- ílokksins, Pjeturs Magnússonar, fyrrvérandi fjármálaráð- herra, setti að vísu daprari blæ á fundarlokin en ella hefði orðið. En minningu þessa merka manns verður ekki haldið betur á lofti með öðru en því að stærsti og áhrifamesti stjórn málaflokkur þjóðarinnar hagi baráttu sinni og starfi í sam- ræmi við skoðanir hans og fordæmi. Landsfundurinn markaði stefnu Sjálfstæðisflokksir-s í höfuðdráttum svo greinilega að ekki verður um villst. Hann fagnaði einróma hinum víðtæka og glæsilega ár- argri af starfi nýsköpunarstjórnarinnar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði alla forystu um að mynda. Með samþykkt- um sínum um starf ráðherra flokksins í þeirri stjórn hafa Sjálfstæðismenn um land allt sýnt að hinar sleitulausu árásir Tímans, sem enga nýsköpun vildi og barðist gegn henni eftir mætti, hafa engin áhrif á þá haft. Samþykktir Landsfundarins hafa þannig sannað að það var í fullkomnu samræmi við vilja Sjálfstæðisfólks um land allt, að flokkur þess hafði forystuna um þá stórfelldu eflingu atvinnulífsins, sem hlotið hefur nafnið nýsköpun. Það voru þessvegna ekki aðeins nokkrir foringjar Sjálfstæðisflokksins, sem stóðu að hinum mikilvægu nýsköpunarframkvæmdum, beldur þær tugir þúsunda manna, sem fylla þennan stærsta stjómmálaflokk þjóðarinnar. * En eins og þessi Landsfundur Sjálfstæðismanna tók af skarið um afstöðuna til nýsköpunarstefnunnar og þátt Sjálf- stæðisflokksins í framkvæmd hennar, markaði hann einnig greinilega afstöðuna gagnvart núverandi stjómarstefnu. Yfirlýst meginverkefni núverandi stjómar var að tryggja framkvæmd nýsköpunarstefnunnar, tryggja þjóðinni það, að geta hagnýtt sjer hin nýju atvinnutæki, sem hún hafði r-ignast eða samið hafði verið um kaup á. Það var Sjálf- stæðisflokknum gjörsamlega aðalatriðið. Þessvegna tók bann þátt í myndun núverandi ríkisstjórnar og þessvegna liefur hanri viljað og vill halda því samstarfi áfram þrátt íyrir hin eindæma óheillindi nokkurs hluta Framsóknar- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þannig ekki hikað við að taka á sig ábyrgð á ýmiskonar ráðstöfunum, sumum mið- ui- vinsælum, til þess að koma í veg fyrir að rekstur nýsköp- unartækjanna drukknaði í flóði nýrrar verðbólguöldu. Það iá hinsvegar kommúnistum í ljettu rúmi. Sá vitri Salomon konungur fjekk konunum tveimur, sem deildu um barnið, sverð í hönd og bauð þeim að skipta þvi með sjer með því að höggva það í tvennt. Hann fjekk það þeirri, sem ekki vildi höggva en bað baminu lifs. Islendingar geta haft svipaðan hátt á, ef þeir vilja komast að raun, hverjir það sjeu, sem raunverulega unna nýskcpun atvinnulífsins, hvort það sjeu þeir, sem vilja leggja hana á höggstokk verðbólgu og upplausnar eða hinir, sem vilja ieggja á sjálfa sig erfiði til þess að tryggja líf hennar. Kommúnistar fjellu á þessu prófi en Sjálfstæðismenn stóðust það. Þessvegna getur engum dulist hin giftusandega íorysta þeirra í því, í senn, að hrinda framkvæmdunum af stað, og að tryggja árangur þeirra til ömetanlegs gagns fyrir þjóð sína. ' Heildamiðurstaðan af starfi þessa Landsfundar er sú, að sjaldan hafi meiri einhugur ríkt innan Sjálfstæðisflokksins en einmitt nú. Eins og Sjálfstæðismenn voru samtaka um framkvæmd nýsköpunarstefnunnar, sem þeir sjálfir mörk- ' xrðu erti þeir nú einhuga um að tryggja framkvæmd hennar 6á áð sigrast á þeim örðugleikum, sem í bili steðja að ís- lpnsku þjóðinni eins og mörgum öðmm þjóðum. En Sjálf- stæðismönnum er það einnig ljóst að eina varanlega trygg- ingin fyrir farsælu og rjettlátu þjóðfjelagi í landi þeirra, er hreinn meirihluti flokks þeirra. Þessvegna munu þeir miða baráttu sína við að ná því takmarki. ijíl'uc’t'ji ihrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Hneykslanleg' framkoma FRAMKOMA margra gesta í veitingasölunurn að Hótel Borg er orðið slíkt bneyksli, að pkki verður lengur við unað. — Er- lendir menn, sem hingað koma og sjá hvernig fólk hagar sjer þar hlýtur að stimpla okkur sem skríl og skrælingja. Lítil þjóð, eins og íslendingar, sem umheimurinn veit lítið um hef- ur ekki ráð á því, að nokkrir öl- óðir hálfvitar setji ómenningar- stimpil á þjóðina með fram- komu sinni eins og þeir gera á Borg. Innan skamms er von á skemmtifgrðaskipum hingað til lands. Skemmtiferðafólkið hef- ur .verið lokkað hingað með frá sögnum af fegurð landsins, menningu þjóðarinnar og fram förum. Þegar þessir gestir koma í besta veitingahús landsins og horfa á það, sem þar fram fer á síðkvöldum fer ekki hjá því, að þeir fái aðra hugmynd um þjóðina, en þeim var gefið í skyn í auglýsingapjesum. • Ölóðir uppivöðsluseggir. SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld voru veitingasalir Borgarinnar þjettskipaðir, eins og venja er. Þarámeðal voru all-margir út- lendingar. Er líða tók á kveldið fór að bera talsvert á ölvuðum mönnum og einkum voru það tveir piltar, sem vöktu á sjer athygli. Annar var svo ofurölvi. að hann átti erfitt með gang, en ekki máttlausari en svo, að hann gekk á milli borða, hlamm aði sjer niður hjer og þar og bar sig borginmannlega, eins og heilsa hans frekast leyfði. Það var auðsjeð, að hann var ekki velkominn við borðin, sem nann heimsótti, enda hagaði hann sjer dólgslega. Þreif glös manna og smakkaði á þeim. Enginn af starfsmönnum veitingastofunnar hreyfði sig til að vernda gesti fyrir þessum friðarspilli, eða vísa honum á dyr. • Konurnar með kaffið VIÐ lítið borð sátu tvær konur og drukku kafíi. Sá drukkni gekk þar fram hjá, rak.-t á borðshornið, velti um kaffi- könnunni, hrinti til annari kon- unni, þannig að hún var .nærri oltin af stólnum. Og þetta fanst þeim drul-kna fyndið og gaf sig á tal við kon- urnar, en samtalið gekk ekki greiðlega, því bæði var það, að konurnar áttu ekkert vantalað við ókuníiugan, ölvaðan mann og svo hitt, að þær skildu aug- sýnilega ekki íslensku. — Þær voru erlendar. 1' Enginn kom þessum konum til aðstoðar, hvorki starfsmenn veitingahússins, nje gestir. Þær hafa fallega sögu að segja frá helsta veitingahúsi ís- lands þegar þær koma heim til sín. Fíflið í Gylta salnum í GYLTA salnum stóð drukkið íífl við hljómsveitarpallinn bað andi út höndunum og skrækti. Þessu þótti gestunum gaman að og margir hlógu dátt, en er trúðurinn sá, að tekið var eftir honum espaðist hann um allan helming og ljet ver. En þetta var of mikið fyrir einn af þjónunum, sem gekk til mannsins og tók í handlegg hans og ætlaði að leiða hann út. En hinn var ekki alveg á því, að hætta að skemmta, eftir ánægjuna, sem hann virtist veita viðstöddum. Hann reif sig lausan af þjóninum og tók und- ir sig stökk. Fleiri þjónar komu þá starfsbróður sínum til að- stoðar og hófst nú eltingaleikur mikill, milli borðanna, sem end- aði með því að delinkventið náð ist og var færður út. „Elsku vinur . /' ÞETTA voru að eins tvö dæmi um framkomu gesta á Borg að kvöldlagi. Það er óþarfi að reifa málið. Auk þessara dæma mætti minnast á sífelt ráp milli borða og kelerí karlmanna, sem höfðu bragðað vín. Það er ríkt í íslendingnum, er hann befur smakkað vín, að faðma alla, sem hann kemst í tæri við eða þá hitt, að honum verður laus höndin. Þessi „elsku vinUr“-framkoma karla á opinberum stöðum tek- ur sig kjánalega út í augum þeirra, sem ekki hafa alist upp við slík ástaratlot milli karla. • Úrbót nauðsynleg HÓTEL BORG getur verið þrifaleg, lítil veitingastofa, sem gaman væri að koma í. Á und- anförnum árum hefur verið lagt fram mikið fje til þess að gera veitingastofurnar vistlegar. Veitingar eru þær bestu, sem hjer eru fáanlegar. Maturinn ágætur og þjónusta betri, en búast mætti við, ef reiknað er með hvað hver þjónn hefur marga gesti að hugsa um. Reykvíkingar vilja gjama eiga veitingastofu, þar sem þeir geta skemmt sjer eins og siðað- ir menn. Borgin ætti að vera tilvalin til þess. En á meðan druknum og ósiðuðum dónum liðst, að vaða þarna upjji, eiga bæjarbúar erfitt með að gamna sjer og gera sjer dagamun á þessum stað. En vafalaust er sú tegund landkynningar, sem þarna fer fram verst. Það er hneyksli, sem ekkierlengur viðunandi og þess vegna er úrbót nauðsynlcg. Þeir, sem húsum ráða að Hótel Borg, verða að taka þessi mál föstum tökum. Það ætti ekki að þurfa að benda þeim á leiðirnar, því þeir eru færir menn í sínu fagi. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I ! l .............. ...■'■■■■ ■ Afbrcfamenn nasista fyrir rjeíii Eftir Jack Smyth, frjettaritara Reuters í Berlín. EITT erfiðasta vandamálið, sem Þjóðverjar eiga við að glíma í dag, er að öllum lík- indum málareksturinn gegn þeim samlöndum þeirra, sem eftir 1. september 1939 gengu sjálfviljugir í Gestapo, örygg- islögregluna og SS-sveitirnar. Það var herráðið í Berlín, sem á sínum tíma ákvað að Þjóð- verjar sjálfir yrðu látnir bera ábyrgð á rannsókn allra þess- ara mála, og eins og við var buisf, hefir þetta reynst óhemju umfangsmikið og erfitt verk- efni.' ýSjerstokum dómstólum hefir verið kómið á fót til þess að annast inálareksturinn, og meir en 1.000 embættismönnum þess ara dómstóla hefir verið sjeð fyrir húsnæði í námunda við fangabúðirnar sex, þar sem þeir, sem bíða dóms, eru hafð- ir í haldi. Þessir dómstólar hafa ekkert samband við nas- istadómstólana svokölluðu. • • FYRVERANDI MEÐ- LIMIR AUÐFUNDNIR. Það, sem ofangreindir dómstól ar eiga fyrst og fremst að skera úr um, er, hvort hinn ákærði hafí. sjálfviljugur gerst með- limur samtaka sinna, hvort hann hafi gert sjer grein fyrir glæpum og stefnum Gestapo, öryggislögreglunnar eða SS- sveitanna. Yfirleitt hefir reynst auðvelt að komast að því, hverj ir hafi verið meðlimir þessara samtaka. Hitt hefir reynst öllu erfiðara að sanna, hvort hinn ákærði hafi vitað um glæpa- starfsemi samtakanna, sem hann tilheyrði. • • NÚRNBERG- RJETTARHÖLDIN. Þar sem mikill meiri hluti þeirra ákærðu voru valdalitlir menn, hafa ákærendurnir oft or.ðið að biðja dómstólana að taka tillit til þess, hversu lengi sá ákærði hefir starfað í þágu samtaka þeirra, sem lýst voru glæpsamleg við rjettarhöldin í Niirnberg. Bretar hafa látið á- kærendunum í tje öll nauðsyn leg sönnunargögn, sem lögð voru fram við Núrnbergrjett- arhöldin, en það hefir reynst flókið og mikið starf að vinna úr þessúm gögnum, endur- prenta þau og láta ákærendun- um í tje einmitt það af þeim, sem nauðsynlegt hefir vérið við rannsókn ákærunnar á hendur hvers sakbornings. En þrátt fyrir alla erfiðleika hefir Þjóðverjum til þessa geng ið vel að ganga frá málum þeirra ákærðu. Aðeins sex mánuðum eftir að herráðið í Berlín ákvað að fá þeim þessi mál í hendur, var rannsókn haf in í málum meir en 11.150 sak- borninga. Og í marslok í ár, höfðu 26.936 mál verið tekin til meðferðar. Eftir er þá að ganga frá ákærum á hendur um 8.000 sakborningum. • • ÁHRIF KERFISINS. Enda þótt ákærurnar á hend ur sakborningunum sjeu oft nauðalíkar, hefir allur þessi málarekstur ljóslega leitt í ljós, hvaða áhrif nasistakerfið hafði á „óbreytta borgarann“, sem gætti þess eins að gera það, sem hann einhverra hluta vegna áleit skyldu sína. Það er þannig greinilegt, að margir þessara manna hafa forðast það eins og heitan eldinn að draga ályktanir að því, sem' þeir sáu gerast í kringum sig. Margir þeirra játa þannig, að þeir hafi vitað um Gyðinga- ofsóknirnar, um meðferðina á i. r , Fratnh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.