Morgunblaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júní 1948. ÁLYKTANIR LAINDSFUNDARINS Framh. af b%s. 9. á. að »stjórn nýbýlamála hagi störfum sínum á þann veg, að í hverju hjeraði eigi það fólk, er kýs að stunda landbúnað, kost á'jarðrækt við góð skilyrði, svo þáð þurfi ekki að hrekjast úr sveitunum af þeirri ástæðu. Verðlagsmálum landbúnaðar- afurða verði hagað þannig, að bændum, með meðal aðstöðu við framleiðsluna, verði tryggð- ur afrakstur, sem fyllilega jafn ast á við kaupgjald annarra stjetta í landinu. Bætt húsakynni. í byggingarmálum sveitanna verði lögð rík áhersla á, að fyr- ir, hendi sjeu hinar bestu fyrir- myndir um hentug hús, jafnt íbúðarhús sem peningshús, þar sem saman fari vandaður frá- ífangur og hentug húsaskipan, en fylgt verði fram’ ákvæðum laga um byggingarsamþykktir í sveitum. Fundurinn leggur á það ríka áherslu, að allt verði gert, sem unnt er, til þess að bægja fjár- pestunum frá sauðfjárstofni bænaa, og við allar framkvæmd ir þessa máls, svo sem við fjár- skipti, verði gætt hinnar ýtrustu varkárni, til þess að tryggja, að fje það og fyrirböfn, sem af fjárskiptunum leiðir, komi að fullum, tilætluðum notum. Fundurinn telur, að farið sje inn á varhugaverða braut, með frumvarpi því, sem til umræðu var á síðasta alþingi, um sölu- skatt af jörðum, enda er með frumvarpi þessu, ef að lögum yrði skattlagðar eignir bænda umíram eignir annarra þjóð- fjelagsborgara, þegar um sölu jarðeigna er að ræða. Fólksflóttinn úr sveitunum. Landsfundurinn telur, að eitt hið mesta alvörumál í íslensku þjóðlífi sje hinn gengdarlausi flutningur fólksins úr sveitun- um, og þá einkum til Reykja- víkur. Flutningar þessir stafa að mestu af ásókn manna í þau lífsþægindi, sem Reykjavík hef ir skapað íbúum sínum, undir langvarandi forystu Sjálfstæðis fiokksins, en aðstreymið til Reykjavíkur hefir þegar leitt til margvíslegra vandræða, er jnunu.fara ört vaxandi, ef eigi ,er að gert, þ á. m. mikils hús- .næðisleysis í höfuðstaðnum. Fram úr því vandamáli hefir enn eigi tekist að greiða svo viðunandi sje. Hefir þó, fyrir forystu stjórnarvalda bæjarins og með atbeina fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar verið unnið ötullega að þvi og í því skyni verið varið miklu fje. Fyrir því skorar fundurinn á ;ríkisstjórnina að athuga þetta ;mál í heild gaumgæfilega og aðhafast það sem fært þykir til úrbóta. Vill fundurinn í því sambandi sjerstaklega benda á, að jafnframt því, að ráðin verði bót á húsnæðisleysi núverandi 'íbúa höfuðstaðarms, verður að síemma stigu fyrir áframhald- .andi aðstreymi til bæjarins, en til þess er haldbésta ráðið að búa betur að íbúum dreifbýlis- ins en gert hefir verið síðustu áratugina. Abur ðar vcrksmiðj a. Landsfundurinn lýsir ánægju sinni yfir að vinna tókst bug á þeim pólitíska áróðri, sem ætl- aður var til að knýja fram byggingu áburðarverksmiðju á meðan það mál var ekki full athugað, enda er ni? komið á daginn, að áróðurs fyrirætlanir þessar voru til þess lagaðar að stofna málinu í bráðan voða, en baka bændastjettinni og ríkinu mikið tjón. Treystir fundurinn því, að nú sje tryggt, að þannig verði á málinu haldið, að til gagns megi verða og verksmiðj- an reist, þegar og þar, sem rök sýna, að best henti fyrir fram- gang málsins. Iðnaðarmál. Með hliðsjón af síðari ára risavöxnum jframförum í ís- lenskum iðnaði og þeirri miklu þýðingu, sem þessi atvinnuveg- ur hefir nú fyrir afkomu þjóð- arbúsins, vekur landsfundurinn athygli á því að löggjafar- og framkvæmdarvaldið verði hjer eftir í miklu ríkari mæli en áð- ur að sinna þörfum iðnaðarins. Leggur fundurinn áherslu á, að hjer rísi nýr iðnaður, sem sýnt er, að eigi erindi hingað og hefur tilveruskilyrði undir góðri stjórn. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins leggur áherslu á, að innflutningur efnivara, áhalda og varahluta til iðju og iðnað- ar í landinu sitji fyrir innflutn- ingi á unninni vöru sömu teg- undar. Fundurinn beinir því eindreg ið til fjárhagsráðs og viðskipta- nefndar, a) að fjárfestingar- og innflutpingsleyfi vegna fram- kvæmda, sem leyfð verða á hverju ári, fáist í byrjun hvers árs, svo að efri til framkvæmd- anna geti verið komið til lands- ins snemma að vorinu, — b) að tryggt sje, að innflutnings- og gjaldeyrisleyfi og yfirfærsla fyr ir efni til þeirra framkvæmda, sem fjárfestingarleyfi er veitt til. •— c) að úthlutun þeirra efnivara, sem leyfi er veitt fyr- ir, verði gefin frjáls í hendur iðju- og iðnrekenda sjálfra. Fundurinn beinir því til full- trúa flokksins í ríkisstjórn og á alþingi, að þeir vinni að því, að útlendri iðnaðarframleiðslu verði ekki ívilnað í tollaálög- um gagnvart þeirri íslensku, nje veitt aðstaða til ósanngjarnrar samkeppni. Þar sem vitað er, að við inn- flutningsáætlun þessa árs hef- ur fram að þessu ekki verið sjeð fyrir þörfum iðju og iðn- aðar, svo sem nauðsyn krefur, þá skorar fundurinn á fulltrúa og fyrirsvarsmenn Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn og fjár- hagsráði að beita sjer fyrir því, að bætt verði úr brýnni þörf þessara atvinnugreina við síð- ari áætlanir, sem gerðar verða. Iðnaðarbanki. Fundurinn telur sjálfsagt, að iðja og iðnaður eigi kost á láns- fje til starfsemi sinnar í ^jettu hlutfalli við aðra atvinnuvegi þjóðarinnar, og telur æskilegt, að í því skyni verði stofnaður sjerstakur iðnaðarbanki. Loks leggur fundurinn á- herslu á, að ekki verði lengur látið dragast að skipa milliþinga nefnd þá, sem samþykkt var á síðasta alþingi, að skipuð skyldi til endurskoðunar á iðnaðarlög- gjöfinni, og treystir fundurinn því, að ríkisstjórnin hafi málið undirbúið fyrir næsta þing. Sementsverksmiðja. Landsfundurinn fagnar því, að samþykkt voru á síðasta al- þingi heimildarlög um sements- verksmiðju á Islandi. Skorar landsfundurinn á ríkis stjórnina að hraða fullnaðar- rannsóknum málsins svo að fljótlega fáist úr því skorið, hvort heppilegt er að framleiða þetta aðalbyggingarefni lands- manna í landinu sjálfu. Tillaga þessi var flutt af Axel V. Tulinius lögreglustjóra í Bolungarvík Almenningsrafveitur. Landsfundurinn fagnar því, sem áunnist hefir í samræmi við ályktun síðasta landsfundar um setning löggjafar til trygg- ingar því, að sem flestir lands- menn geti svo fljótt sem verða má, orðið aðnjótandi þeirra þæginda, sem raforkan veitir. Telur fundurinn, að samstarf það, sem átt hefir sjer stað milli Reykjavíkurbæjar, hlutaðeig- andi hjeraða og ríkisins, um leiðslu rafmagns um Suðurnes og nokkur hjeruð Árness- og Rangárvallasýslu, sje til fyrir- myndar. Þá telur fundurinn mjög æski legt, að samskonar samstarf geti hafist á milli þeirra aðilja, sem að Andakílsár- og Laxár- virkjun standa og íbúa nærliggj andi sveita um hagnýtingu raf- orku frá þessum orkuverum. Fundurinn skorar á þing- menn og ríkisstjórn að sjá svo um, að bæjar- og sveitarfjelög- um, sem búið er að leiða raf- magn til, verði nú þegar veitt næg gjaldeyris- og innflutnings leyfi fyrir heimilisvjelum og öðrum rafmagnsáhöldum, svo að unnt sje að hagnýta rafork- una og spara með því gjaldeyri til kaupa á kolum og olíu til heimilisnota. Verslunarmál. Landsfundurinn telur það öll- um landslýð hagkvæmast, að verslun, inn á við og út á við, sje frjáls, og er mótfallinn ríkis verslun. Fundurinn vill, að einkaversl un og samvinnuverslun starfi hlið við hlið í frjálsri sam- keppni og á jafnrjettisgrund- velli. Fundurinn telur hina mestu nauðsyn á því að koma á heil- brigðum verslunarjöfnuði við út lönd, bæði með aukningu fram- leiðslu útflutningsverðmæta og öðrum ráðstöfunum í þá átt, svo sem innlendum iðnaði og telur það undirstöðuatriði þess, að verslun og viðskipti komist í heilbrigt horf. Landsfundurinn viðurkennir, að núverandi ástand í viðskipta málum, innanlands og utan, geri það illa en óhjákvæmilega nauðsyn að hafa um stund eftir- lit af hálfu ríkisvaldsins með verslun og viðskiptum við út- lönd, en leggur áherslu á, að stefnt sje að því að losa um slík höft eins fljótt og ástæður leyfa, með það fyrir augum, að bæði innflutnings- og útflutn- inesverslun verði frjáls með öllu. Landsfundurinn leggur á- herslu á, að meðan ekki þykir fært að taka upp frjálsa versl- un við önnur lönd- sje leitast við að tryggja sanngjarna vöru- dreifingu milli landshluta. Enn- fremur sje tryggt. svo sem unnt er, jafnrjetti þeirra, sem með verslun fara, og leitast við að láta verslunarhömlurnar ekki færa hana úr eðlilegum farveg- um, enda sje fylgt fram þeirri meginreglu Fjárhagsráðslag- anna „að láta þá sitja fyrir inn- flutningsleyfum, sem' best og hagkvæmust innkaup gera, og sýna fram á, að þeir selji vörur sínar ódýrast í landinu“. Endurskoðun úthlutunarreglna. Með þetta fyrir augum, tel- ur fundurinn nauðsynlegt, að gagnger endurskoðun verði lát- in fara fram á núgildandi út-! hlutunarreglum á gjaldeyris- og j innflutningsleyfum, svo að tryggt sje, að þau verði veitt eftir föstum og ákveðnum grund vallarreglum, en komið verði í veg fyrir misrjetti og handa- hóf, enda gefist aðilum kostur á að fylgjast með, hvernig út- hlutunum hefir verið hagað. Hinsvegar er landsfundurinrj, eindregið mótfallinn þeim til- lögum að láta skilaða skömmt- unarseðla ráða um veitingu inn flutningsleyfa, þar sem það myndi brjóta í bága við áður nefnda reglu, binda hendur kaupendanna, leiða til óheppi- legrar keppni um skömmtunar- seðla og koma af stað launversl- un með þá. Fjárfestingar og gjaldeyrisleyfi fylgist að. Landsfundurinn telur brýna þörf á, að framkvæmd Fjár- hagsráðslaganna verði komið í einfaldari og hentara form en nú er, þannig, að almenningur þurfi eigi að eiga við nema einn aðila um leyfi til- innflutnings. Verður og að tryggja, að þegar fjárfestngar- og gjaldeyrisleyfi hafa verið veitt, sje gjaldevrir fyrir hendi, svo að leyfin komi að gagni. Landsfundurinn telur, að endurskoða þurfi verðlags- ákvæði þau. sem nú gilda, svo að tryggt sje, að þau sjeu í sam- ræmi við raunverulegan versl- unarkostnað, svo að hvorki gef- ist verslunarstjettinni kostur á því, í skjóli verðlagsákvæðanna, að hagnast óeðlilega, nje sje hlutur hennar gerður verri en annarra. Landsfundurinn telur, að það muni auka líkur fyrir rjett- læti og hagsýni í framkvæmd haftanna, að fulltrúum þeirra, sem alla afkomu sína eiga und- ir henni, verði gefinn kostur á að fylgjast með allri þessari framkvæmd og koma að athuga semdum sínum um að betur megi fara. Landsfundurinn telur eðli- legt, að nauðsynja til fram- kvæmda ríkisins sje aflað með almennu útboði, þar sem öllum aðilum, sem aðstöðu hafa til til- boða, sje gert jafn hátt undir höfði að gera tilboð. Dýrtíð og niður- greiðslur. Landsfundurinn lýsir óhyggj- um sínum yfir, að hin sívaxandi verðbólga í landinu muni sliga atvinnulíf landsmanna og stöðva nýsköpunina. Bendir fundurinn á, að niðurgreiðslur þær á fram- leiðsluvörum landsmanna, sem teknar voru upp í tíð utanþings- stjórnarinnar, hljóti að leiða til óbærilegra skipta ríkisins af at- vinnulífinu annars vegar, en hins vegar til síhækkandi skatta eða tekjuhalla á fjárlögum og stofna þannig fjárhag ríkisins í voða. Fundinum er ljóst, að stöðv- un niðurgreiðslna myndi leiða af sjer stórfellda hækkun vísi- tölunnar, sem nú þegar, vegna hækkandi kaupgjalds og afurða verðs á innlendum markaði er orðin svo há, að ýmsar útflutn- ingsvörur eru framleiddar með halla, sem jafna verður með arð bærum útflutningi eða beinum framlögum úr ríkissjóði. En þrátt fyrir þetta telur fundur- inn, með tilvísun til framan- greindra ástæðna, að ekki verði hjá því komist að fella þær smátt og smátt niður, svo skjótt sem auðið er. Fundurinn telur að vísu, að núgildandi dýrtíðarlög, sem sam þykkt voru á síðasta þingi, hafi verið spor í rjetta átt, og óhjá- kvæmileg neyðarráðstöfun, úr því að samkomulag náðist ekki um róttækari aðgerðir, svo sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og á Alþingi vildu, en af framangreindum ástæðum er auðsætt, að frekari leiðrjett- inga er þörf, ef okki á að leiða til atvinnuleysis. Skorar fundurinn á fyrir- svarsmenn fIckksins að sleppa engu tækifæri til sð koma mál- um þessum í rjett horf, svo að eðlilegt viðskiptalíf megi á ný hefjast í landinu og hin miklu afrek nýsköpunarinnar verði ekki unnin fyrir gýg. Ríkisútgjöld og skattar. Landsfundurinn telur, að ríkisútgjöld og skattar keyri nú mjög úr hófi og beri hið bráð- asta að lækka hvort tveggja, og skorar á miðstiórn og þing- menn Sjálfstæðisflokksins að beita sjer fyrir því, að tekinn verði upp víðtækur sparnaður við ríkisreksturinn, sjerstak- lega með fækkun nefnda og lækkun á tilkostnaði. Jafnframt bendir fundurinn á, að engu sem nemur verði náð í þessum efnum, nema lag- íæring komist á kaupgjalds- og verðlagsmál í landinu, svo að framleiðslan beri' sig uppbóta- laust, og horfið verði frá hin- um margháttuðu og kostnaðar- sömu ríkisafskiptum um mál- efni borgaranna sem meiri- hluti þeirra hefir að vísu óskað eftir. með stuðnir.gi sínum við þá flokka. sem í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn vilja kæfa frjálst framtak í landinu. Landsfundurinn telur brýna nauðsyn þess, að við endurskoð un skatta- og útsvarslaganna verði tryggt, að heilbrigður atvinnurekstur einstaklinga og fjelaga megi þróast í landinu. 2 vana hásefa j vantar á 50 smálesta hring- = nótabát í sumar. Vanur í skipstjóri. Eiríkur Friðriksson, 1 Ólafsfirði. AU GLÝ SIN G ER GULLS IGILDI Garðeigendur athugið Tökum að okkur úðun trjágróðurs gegn trjámaðki og blaðlús- Einnig getum við bætt við okkur nokkrum görð- um til skipulagningar og standsetningar. Uppl. daglega kl. 12—1 í sima 7315. IIIMIIIIIflllMMIIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMtlU*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.