Morgunblaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1948, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. juní 1948, F*Z9 KENJA KONA (Cfiír Bm m** tlluunó 114r dag Paðii faans hafði ekki verið fieima þecar Neal Dow bjó hjá þeim. lfaim hafði farið til Ells- worth til að ræða við Black Um ým:;.. mál. En þegar hann kom heim, lýsti Dan Neal Dow fyrir föður sínum og taldi upp eMa hans kosti. ,,Það er gott að þekkja rr.ikla menn og lcunna að meta þá“, sagði íaðir hans. „Það er ein leíðin af mörgum til að þroska sjálfan sig“. Þegar Ðan varð eldri gátu þeir feðgarnir talað saman um allt millj himins og jarðar og þeir... urðu samrýndari með hverjum degi. Áður en John fér í ferðalög minnti hann Dan a!lt af á það, að hann væri hús- bóndinn á heimilinu í fjarveru hans, og liann ætti að sjá uni að yngrí bræður hans væru góð- ir og fajálpsamir við móður þeirra. Dan reyndi að standa sig vel í stöðu sinni. — Hann þurfti oft að ávíta Will og Tom, því þeim var gjarnast á að dé:ia og ólátast. En aftur á inóti voru Dan sjálfur og Mat eir.s tíkir föður sínum til skap- gerðr eins- og þeir voru líkir Tím Hager að allri líkamsbygg- irgu. Hinir tveir, Will og Tom, voru örarí í skapi. En þegar þeir viídu. það við hafa, gátu þein veríðe rajög svo auðsveipn- ir,“-heir Hönntu Dan oft á móð- «r- sína. En einmitt vegna þess, kr>tn/ þeím- ekki ávallt vel saman við hana, þrættu við hana og Mý’ddtr ekhr’ skipunum hennar. fíBtr-þurfti*' oftanen'einu sinni eT skaklta leikinn milli þe’rr'a. V. Jennj’ eyddi ekki öllum tíma sínum í bindindisf jelaginu. Kól- erufaraldur barst til Bangor, og Jenny eyddi öllum tómstundum sínum til að hjálpa sjúkum og deyjandi. Samt dóu um hundrað €>g- sextíu- mannsi» í' Bangor. úr veikinni. Marshal Farnham var yítrma&ur.liÖJiins, ,sem hjelt upp lógunr og'<regfu í bænum. Hann skipti læknunum niður hvern í sinn bæjarhluta og sagði öllum þeirm konum-'fyrir verkum sem vildu leggja fram krafta sína tii- lijálpai' gegn útbreiðslu veik- énnar,- Einmitt um þetta leyti, sem Pólerufaraldurinn geisaði, trúði Will Dan fyrir því, að æðsta takmark* hans- í lífinu væri að éh- að-lesa læknisfræði. Mason læknir var trúnaðarmaður Wiils og honum sagði hann einnig #eá-þessari>löngun sinni; Annars sagði hann það engum. .„Mason læknir sagði, að jeg *»ætti koma til sín við og við og hann ætlar að byrja að segja »<jer til"-, sagði Will við Dan. „Hann sagði mjer, að læknarn- ér vjssu ekki eins mikið og fólk almennt áliti. Hann sagðí að ílestir yrðu frískir af sjálfum sjer, en Iæknarnir hjálpuðu •nest með því að róa sjúkling- ana. Hann sagði að flestir væru hrasldir, jiegar þeir veiktust, og þá væri kallað á Iækni. Og svo þegar læknirinn kæmi og allír sæju, að hann væri ósköp ró- iégur, þá batnaði sjúklingnum miklu fyrr". Næstu árin endurtók Will allt við Dan, sem Mason læknir hafði sagt honum. Hann setti Mason lækni ofar öllum öðrum og Will mundi lengi allt það, jsem hann hafði frætt hann á. i Tom og Mat voru ekki eins fljótir að velja sjer lífsstarf. En Tom var sámt ekki mikið yfir 1 tvítugt, þegar hugur hans fór að beinast alvarlega að sjónum. Tom eyddi mörgum stundum niðri víð höfnina og horfði á, ; þegar verið var að ferma og af- | ferma skipin. Það lá engin iárn- braut frá Bangor til Portland allt tíl ársins 1855 og þess vegna fóru ailir timburflutningarnir ,fram sjóleiðis. Alla mánuði árs- j ins, sem áin var ekki ísi iögð, var höfnin full af skípum, svo að hafnsögumaðurinn átti oft fullt í fangi við að finna stað fyrir skipin við bryggju. Skonn- ortur og briggskip komu til Bangor hlaðin kolum og fóru aftur hlaðin timbri. Sítrónur, sement, járn, salt og korn . . allar vörur, sem þurfti að flytja frá öðrum stöðum til Bangor, komu sjóleiðina. Og allt af var tilbúinn timburfarmur, svo að ekkert skip sigldi tómt til baka. Stundum voru skipin svo mörg á ánni, að fimur maður hefðt vel getað komist yfir til Brew'- er þurrum fótum með því að þræða skipin, sem lágu hvert upp við annað. í margmenni, og hávaðanum, sem allt af var við höfnina, undi Tom sjer best. Honum fannst góð viðarlyktin og tjörulyktin, og hónum fannst gaman að hitta menn, sem komu frá f jar- lægum löndum og töluðu fram- andi tungur. Dag einn trúði hann Dan fyrir því, að nann víldi fara á sjóínn. Yngri bræð- urhir trúðu allt af Dan fyrir áhugamálum sínum. Hann var þroskaður eftir aldri. — Hann hafði þroskast fyrr, vegna á- byrgðarinnar, sem faðir hans lagði honum á herðar, meðan hann var í ferðalögum. — Dan var allt af reiðubúinn að hiusta á það, sem þeir höfðu að segja án þéSs að koma með nokkrar imótbárur, og hann sagði aldrei frá því, sem hcnum hafði einu sinni verið trúað fyrir. —Það læi-ðu þeir fljótt að meta. Þegar Dan var sextán ára fór hann að vinna við að flokka trjábolina, sem voru látnir fljóta niður eftir ánni. Allan fyrri hluta sumarsins var hann með flokkunarmönnunum íyrir norðan Old Tcwn. John hafði unnið við að raða niður flokk- unar starfinu fyrr mörgum ár- um og allir hlutaðeigendur voru honum mjög þakklátir fyrir. Trjábolirnir voru merktir eig- endunum, oftast með einhverju merki, sem auðvelt var að búa ! til með exi. Allir trjánolir hvers eiganda voru bundnir sam an og flokkunarmennirnir komu þeim þannig af stað niður ána í sögunarmillurnar. | Dan þótti gaman að vinna þarna. Allan daginn frá morgni til kvölds var hann úti á ánni og hafði ekki annað að fóta sig á en fljótandi trjábolina. Hann i var orðinn stór og sterklega vaxinn, svo ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn jafnoki mannanna, sem hann vann með. — Hann kom ekki heim, fyrr en öllum trjábolun- um hafði verið raðað. Þá var hann með sterkar vinnuhendur og herðar hans virtust enn breiðari en þær höfðu verið um vorið. — Faðir hans var ekki heima, daginr. sem hann kom. Hann hafði þurft að fara til Ellisworth í einhverjum vej-.slun arerindum. Will og Tom og Mat voru ekki heldur heima, svo móðir hans tók ein á móti hon- um. Hann vissi ekki sjálfur hvað hann hafði breytst mikið þessar vikur, fyrr en hann sá móður sína og heyrði hvernig hún talaði við hann. „Nei, Dan, þú ert ekki litli drengurinn minn Iengur“, sagði hún. „Þú ert orðinn fulíorðinn“. Hún hló eir.hverium imdarleg- Um hlátri, sem Dan fannst hann ekki kannast við. „Þú ert orðinn svo stór, að ermarnar á fötunum þínum eru orðnar allt of stutt- ar“. Hann roðnaði bæði af undrun og ánægju. Hún tyllti sier á tá og kyssti hann, og Ijet nann setjast í stóra stólinn. Sjálf settist hún á hnje hans og tók báðum höndum um höfuð hans og ýfði hár hans. „Elsku Dan minn“, sagði hún í stríðnisróm, „jeg er viss um að margar stúlkur eiga eftir að verða ást- fangnar af þjer. Mjer finnst sjálfri jeg vera búin að eignast nýjan unnusta". „Það ert þú líka. Jeg kæri mig ekki um aðra unnustu en þig næstu árin að minnsta kosti“, sagði hann. Hann var alveg búinn að gleyma, hvað móðir hans gat stundum verið falleg. „Átt þú alls enga, Dan?“ spurði hún forvitnislega. „Enga nema þig og 3etb“. „Beth er nú góð fyrir sinn hatt. En þú æftir að eignast fullorðna unnustu. Jeg veit, að allir mennirnir, sem þú vannst með, áttu einhverskonar unn- ustur, ýmist í Old Town eða hjer í Bangor". Hann varð vandræðalegur á svipinn. „Já, jeg býst við bví“, sagði hann. „Þú hlýtur að hafa cjeð ein- hverja í Old Town, sem þjer leist ekki sem verst á. Var það ekki, Dan?“ Hún horfði á hann stingandi augnaráði. Dan kink- aði kolli. Hún kyssti hana á kinpina. „Jeg get vel sagt þjer það, að þú ert indæll drengur", sagði hún. „Jeg held að jeg hafi aldrei þekkt indælli dreng en þig. Mjer finnst jeg verða ung aftur, þegar jeg horfi á Þig“. „Þú gætir vel verið á besta skeiði. Þú ert svo falleg. Mjer hefur aldrei fundist nein jafnast á við ykkur . . . þig og Meg“. Brosið hvarf af vörum henn- ar. Það var eins og ský drægi fyrir sólu. „Finnst þjer Meg vera falleg?" spurði hún. : »Já“. Hann brosti að sjálfum sjer. „Þú veist, að jeg hef allt af verið dálítið ástfanginn af henn, síðan jeg var lítili“. Nokkur augnablik 'iðu án þess að hún svaraði nokkru. — „Þú ert líkur föður þínum“, sagði hún loksins. Honum fannst rödd hennar vera orðin óþægilega köld. „Honum hefur allt af . . . fallið vel við hana. Hann þekkti bana löngu áður en við giftum okkur“. Húr hló kuldalega. „Mjer þykir jjott að þjer fjell ekki við krástelpurn- ar, Dan. En fannst þjer þær ekki sumar laglegar líka?“ „Ó, nei, alls ekki“ sagði hann. „Jeg kenndi allt af i brjósti um þær“. Gesturinn hvíti Gömul saga frá Afríku. . 1. Inni í frumskógum Afríku búa margir negra þjóðflokkar, cg þeir hafa búið þar í fleiri hundruð ár. Nú er svo komið, að Evrópuþjóðirnar þykjast eiga allt landið og skipa tyrir um lög og stjórn, en þegar þessi saga, sem jeg ætla að segja ykkur, gerðist, fyrir þrjú hundruð árum, myndaði hver negraþjóð sitt eigið ríki, þar sem þær höfðu hver og ein sinn konung. En einmitt um þetta leyti voru Evrópubúar byrjaðir sigl- ingar suður með ströndum Afríku og famir að eigna sjer lönd á ströndinni og nefna nýlendur sínar. Langt inni í landi lifði negraþjóð, sem var kölluð Akim- negrarnir og foringi hennar var Surtur kóngur. — Þessir r.egrar, sem var duglegt myndarfólk, heyrði einu sinni rokkra ferðalanga nágranaþjóðarinnar tala um hvítu sjó- skrýmslin, en með því var auðvitað átt við Evrópumennina, sem komu á skipum sínum að ströndum Afríku. En að svona skepnur væru til fannst Afríkunegrunum á sínum tima enn ótrúlegra, en Evrópubúum, að negrar væru til. Og Akim- þjóðflokkurinn varð skyndilega gripinn mikilli löngun til að sjá þessar skepnur. Ferðalangarnir, sem höfðu farið niður að ströndinni voru kallaðir fyrir Surt kóng og skipað að lýsa útliti og háttalagi þessarra skepna. Jú, sögðu þeir. Hið undarlega er, að skrýmslin hafa margt sameiginlegt með mönnum. Þau ganga upprjett, á tveim fótum, alveg eins og þau væru venjulegir menn. Þau hafa inálróm og gefa frá sjer undarlegt hljóð, sem þau geta lík- lega gert sig skiljanleg hvert öðru með. En þó eru þau annars eðlis en menn að mörgu. Að vísu hafa þau öll jafn föl og líflaus andlit, en líkamar þeirra eru hver öðrum ólíkir, eins og skinnið, eða hárið, eða hvað það nú er, sem var utan á þeim væri mismunandi á litinn fyrir hverja tegund. Mörg þeirra höfðu mikið hár undir nefinu og þeir drukku einhverskonar vatn, sem nokkrir negrar höfðu reyndar smakkað á, en fannst alveg ódrekkandi, því að þegar það snerti tunguna var eins og logandi eldur væri upp i manni. «~a[MniDniirirraw■ *mtnrv Síldarstúlkur Nokkrar síldarstúlkur vantar til Siglufjarðar í sumar. § Uppl. gefur Ólafur E. Einarsson, sími 1695, frá kl. 2—5 5 virka daga. Z Ulpji pjjd■ ;■ ■■■■'■!■ ■ ■■■'■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■mmify» TILKYNNING um bæjarhreinsun Samkvæmt 86 gr. lögreglusamþykktar Reykjavikur er óheimilt að skilja eftir á almannafæri muni, er valda óþrifnaði, tálmun eða óprýði. Hreinsun og brottflutningur slíkra muna af bæjar- svæðinu fer fram um þessar mundir á ábyrgð og kostn- að eiganda, en öllu því, sem lögreglan telur lítið verð- mæti í, verður fleygt. Ennfremur er hús- og Ióðareigendum skylt, skv. 92 gr. lögreglusamþykktarinnar, að sjá um að haldið sje hrein- um portum og annarri ábyggðri lóð kring um hús þeirra eða óbyggðri lóð, þar á meðal rústrnn. Frestur til að framkvæma hreinsun á portum og lóð- um er ákveðinn til 1. júlí n. k. Hafi hreinsun eigi farið fram fyrir þann tima verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð lóðareiganda skv. 96. gr. lögreglusamþykkt- annnar. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 25. júní 1948.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.