Morgunblaðið - 08.07.1948, Síða 2
2
MORGUlS’BLAÐlh
Fimmtudagur 8. júli 1948, ]
Viðrtisiiir-saMÍMrinH fcQÍiif imp lg aHteu
ALDREI hafa kommúnistar
koinist lengra í fjarstæðum sín-
um og lygum en í orðaflaumn-
um, sem þeir nú hella yfir þjóð-
ina út ef samþykt íslands á við-
reisnar samningnum fyrir Evr-
óþ
Eí'U ríkisstjórnir Evrópuland-
anna 16 landráðamenn?
Lygar kommúnista út af
Keflavíkursamningnum hafa að
vísu verið óskaplegar. Um þær
stóð hinsvegar svo á, að hugs-
anlegt var, að einhver glæptist
til að trúa því, að nokkrum ís-
lendingum hefði missýnst og
gert samning óhagstæðan ís-
lándi.
Hitt er fjarstæðara en svo.
að nokkruir, óbrjáluðum manni
sjo ætlandi að trúa því, að ríkis
stjórnir allVa þeirra Evrópu-
landa, sem enn njóta frelsis,
hafi skyndilega gerst landráða-
menn og hafi selt þjóðir sínar
í ánauð. Og meira en það, að
Þjó ðirnar af friálsum huga fagni
ánauðinni, því að vitað er, að
samþykt viðreisnarsamning-
anna hefur hvarvetna vakið
hinn tnesta fögnuð hjá öllum
öðrum en Kominform-dindlun-
utn.
Sjeríkvæðið, sem íslendingar
scttci a3 skilyrði.
Viðreisnarsamningurinn milli
íslands og Bandaríkjanna er
samhljóða þeim samningum,
sem önnur Evrópuríki, svo sem
t. d. Norðurlöndin þrjú, hafa
gort við Bandaríkin, með einni
undantekningu.
Munurinn er sá einn, að
vcgna sjerstöðu Islands fjekk
ísland sjerstakt ákvæði inn í
viðbót samningsins, sem gerir
sjð engu hugsanlegan atvinnu-
rjett Bandaríkjamanna hjer á
landi fil jafns við íslendinga.
í lögum þeim, sem í Banda-
ríkjunum voru sett um við-
reisnaraðstoðina, eru. fyrirmæli
um það, að Bandaríkjamenn á-
skilja sjer að samningar sjeu
teknir upp um heimild þeirra
til nýtingar vissra efnivara í
öðVum löndum á sama grund-
volli og borgarar þar. Þessar
efnivöxur eru þó þær einar, sem
r.kortur er á í Bandaríkjunum
eða líklégt er, að skortur verði
á þar,
Vegíta þessara fyrirmæla laga
þeirra töldu Bandaríkjamenn
sjer ekki fært. að sleppa sams-
konar ákvæði úr samningunum.
ísiendingar fengu eytt allri hættu
atvinnurjettinda-ákvæðinu
r Að þessu sinni skal hjer stað-
Í^T ar numið um að telja lygar Og
rangfærslur kommúnista um
þetta mál. Alt er þar á sömtí
bókina lært, þá, sem lesin en
fyrir dags daglega austur j
Moskva.
Sairi.rtfigs
gorður vi
• aumleitanirnar, sem
geröuf var fyrirvari um.
En svo sem menn sjá, er sjálft
sammíigs-ákvæðið bundið
tvoim£þýðingarmiklum skilyrð-
urn.
Hið fyrra er. að hjer er alls
ek 1. i urn að ræða skyldu hinna
einstöku ríkja til að veita
Bandaríkjamönnum slík rjett-
indi. Um það eitt er samið, að
taka þátt í samningaumleitun-
urn varðandi þetta atriði. í
þeim samningum getur hvert
ríki mn stg sett Bandaríkjun-
um þdu skilyrði, sem því hent-
ai , og ef ekki gengur saman
uin þau skilyrði verður ekkert
úr samningum.
Annað höfuð-skilyrðið er það
að bjgr er einungis um að ræða
þm efni-vörur, sem skortur er
á eða líklegt er, að skortur verði
á í Bandaríkjunum. Þegar meta
skal ákvæðið verður þessvegna
hver þjóð um sig að gera sjer
grein fyrir, hvort líklegt sje,
að í landi hennar sjeu efnivör-
ur, sem Bandaríkin skorti nú
eða á allra næstu árum. En
Bandaríkin eru sem kunnugt er
eitt efnivara-ríkasta land í
heimi, og Evrópu ríkin eiga því
miður fáar auðlindir, sem
Bandaríkin sjeu ekki miklu auð
ugri af.
Að þessu athuguðu er Ijóst,
að ákvæði þetta er að vísu mjög
varhugavert en þó sýnu hættu-
minna en í fljótu bragði virð-
ist. íslenska ríkisstjórnin hefur
hínsvegar rjettilega ekki viljað
una því, að minsta hætta gæti á
því orðið, að Bandaríkamenn
gæti notað þetta ákvæði samn-
ingsins íslandi til óhags.
Ákvæói íslenskra Iaga um
atvirmurjetíindi ráða.
Þessvegna fjekk ríkisstjórnin
sett inn sjerstakt skýringar-
ákvæði sem hefur sama gildi og
'sjálft samningsákvæðið. Skýr-
ingarákvæði þetta er eingöngu
í samningnum við Island og
byggist á sjerstöðu íslendinga,
fámennrar þjóðar í stóru landi.
í ákvæði þessu segír berum
orðum, að samningaumleitanir
um þessi efni komi alls-ekki til
greina varðandi fiskveiðalöggjöf
jokkar. En þar eru þau fyrir-
mæli um atvinnurjettindi, sem
I okkur eru dýrmætust. Fyrir-
fram er því afskorið, að nokkr-
ar umræður um þau komi til
greina.
Ríkisstjórnin ljet og ekki við
þetta sitja. Til viðbótar fjekk
[ hún því áorkað, að ef samninga-
! umleitanir yrði teknar upp um
j rjett Bandaríkjamanna til að
afla hjer annara efnivara, sem
þá skortir eða líklegt er, að þá
jskorti, þá verði ákvæði slíkra
i samninga að vera í samræmi
við ákvæði íslenskra laga.
En sennilega ætlast enginn til
þess aðrir en starblindir komm-
únistar, að sett sje sjerstök á-
kvæði um. að Bandaríkjamenn
megi ekki njóta ákvæða ís-
lenskra laga, sem aðrir útlend-
ingar geta notið góðs af.
Bandaríkin samþyktu
skilyrði Islcndinga.
Nú er að vísu harla ólíklegt,
að til slíkra samningaumleit-
ana komi nokkru sinni, því að
hvaða auðlindir eigum við, sem
Bandaríkin skortir? Væri fróð-
legt, að kommúnistar spreytti
sig á að svara því.
En jafnvel þótt til samninga-
umleitana kæmi er sá fyrirvari
umsaminn, að ákvæði hugsan-
legs samnings eigi að vera í
samræmi við ákvæði íslenskra
laga. Nú er það vitað, að íslensk
atvinnulöggjöf er strangari en
flestra annara ríkja, þ. e. veit-
ir útlendingum minni rjett en
flest önnur ríki gera. A þetta
var samningamönnum Banda-
ríkjanna rækilega bent, svo og
það, að íslendingar teldu sjer
lífsskilyrði að slaka ekki á þess-
um fyrirmælum.
Þrátt fyrir það fjellust Banda
ríkjamenn á, að í þessu skyldi
farið eftir okkar lögum og sam-
þyktu slíkt ákvæði, eins og áð-
ur segir, aðeins í samningunum
við íslendinga eina. Kemur það
af því, að engir lögðu eins ríka
áherslu á þetta og íslendingar,
og því, að Bandaríkjamenn
veita ekki þessa miklu aðstoð
til kúgunar og ofbeldis heldur
til viðreisnar og hjálpar. Ef
Bandaríkin vildu kúga íslend-
inga ættu þau vissulega í fullu
trje við okkur. En í þessu sem
öðru hafa þau sýnt, að þau vilja
vinsamlega samninga á jafn-
rjettisgrundvelli.
Óskir íslendinga teknar
til greina.
Með þeiiri skýringu, sem um
var samið, á þessu ákvæði samn
ingsins, náðist alt, sem íslend-
ingar gátu óskað eftir til að
gera það okkur gersamlega
hættulaust. Við hinu var ekki
að búast, að samningamenn
Bandaríkjanna gæti beinlínis
og orðskviðalaust felt niður það
ákvæði, sem þeir voru lögskyld-
ir að halda. Um hitt verður
ekki deilt, að efnislega er á-
kvæðið nú alveg hættulaust fyr
ir Islendinga.
Nokkur önnur ákvæði, sem
standa í sambandi við þetta,
svo sem varðandi tryggingar,
sem veittar eru af Bandaríkja-
mönnum á fje til framkvæmda
þegna þeirra hjer, missa auð-
vitað þýðingu sína í sama mæli
og sjálft aðalákvæðið.
Blekkingar kommúnista af-
hjúpast best, þegar athugað er,
að þetta ákvæði þera þeir svo
saman við og segja hættulegra
en jafnrjettisákvæðið, sem var
í sambandslögunum við Dani.
Þeir, sem slíku trúa, verða
áreiðanlega ekki margir, og
hefðu til þess unnið að njóta
,,þlessunarinnar“ af því að kom
ast undir stjórn kommúnista.
Og er þó ómögulegt að óska
nokkrum íslendingi svo ills,
jafnvel þótt þlindur kommún-
isti sje, að fyrir honum fari á
sama veg og t. d. íbúum baltn-
esku landanna.
íslendingar ráða hvort
þeir þiggja gjafir.
Aðrar fjarstæður kommún-
ista um efni þessa samnings eru
síst nær sanni en þær, sem nú
hafa verið raktar.
Þeir segja t d., að við sjeum
skyldaðir til að taka við gjöf-
um frá Bandaríkjunum skv.
samningnum og hlíta þeim skil-
málum, sem um þær eru settar.
Skilmálunum verðum við auð-
vitað að hlíta. ef við þiggjum
gjafirnar. En við ráðum vitan-
lega sjálfir, hvort við viljum
taka á móti þeim, og það verð-
ur ekki gert, nema lögformlegt
samþykki Alþingis liggi fyrir.
Enn ánnað mál er svo það,
að fram að þessu he.fur okkur
ekki verið veittur kostur á slík-
um gjöfum, og frumkvæði þess
þarf sennilega að koma frá ís- ^
lendingum sjálfum. Verður það 1
sjálfsagt athugað á síðara stigi
þessa rnáls. En enn hafa Is-
lendingar ekki farið að eins og
írar, sem sendu einn ráðherra
sinna til Bandaríkjanna til að
óska slíkra gjafa til handa þjóð
sinni.
Venjuleg ákvæði fjármála-
samninga.
Þá láta kommúnistar svo sem
nefnd Bandaríkjamanna eigi að !
taka við yfirstjórn fjármála ís- J
lendinga. Sannleikurinn er sá,;
að Bandaríkjamenn áskilja sjer ,
rjett til að senda hingað mann
eða menn til að fylgjast með,
hvernig því fje er varið, sem
við kunnum að fá að láni eða
gjöf í framhaldi samnings þessa.
Sama er um upplýsingar þær,
er þeir áskilja sjer um fram-
leiðslu og fjármál íslands. Alt
er það þundið við þær áætlanir
og framkvæmdir, sem í verður
ráðist í framhaldi samningsins
og við hann tengt. Er það venju
legt og ekki óeðlilegt ákvæði
slíkra fjármálasamninga, að sá,
sem lætur fje af hendi til á-
kveðinna framkvæmda, fylgist
með því, að peningunum sje var
ið á þann hátt, sem um var sam-
ið.
íslendingar ráða sjálflr
gengi gjaldeyris síns.
Um gengið eru þau samnings
ákvæði ein, að Islendingar
skuldþinda sig til að koma á
eða viðhalda rjettu gengi. Á-
kvörðun þess, hvað telja skuli
rjett gengi, er í höndum Islend-
inga í samráði við alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn svo sem eldri
samningar, þessum með öllu ó-
viðkomandi, segja til um. Enda
þafa Bandaríkjamenn í hinum
almennu samningaumleitunum
lýst það hreina fjarstæðu, að
þeir ætluðu. sjer að fara að fyr-
irskipa öðrum þjóðum, hvert
gengi þær hefði á gjaldeyri sín-
um.
Ummæli norska
ráðherrans
Skiljanlegt er, að íslendingar
sem aðrir athugi gaumgæfi-
lega ákvæði samnings þessa. Við
þá íhugun mun þó enginn ó-
spilltur Islendingur taka neitt
tillit til Moskva-lærdómanna,
heldur fara eftir því, sem heil-
brigð skynsemi segir til um.
Slík íhugun mun áreiðanlega
leiða til sömu niðurstöðu, sem
komist hefur verið að um allan
hinn frjálsa heim, að heillarík-
ari ráðstafanir hafi aldrei verið
gerðar í alþjoðamálum en sú
samvinna, sem nú er tekin upp
milli þeirra þjóða, sem halda í
heiðri sjálfstæði, frelsi og mann
dómi þegnanna.
Einn af ráðherrum norsku
stjórnarinnar Ijet svo ummælt,
að ef Noregur samþykti ekki
viðreisnarsamninginn þlasti
ekkert annað við þar í landi en
eymd og atvinnuleysi.
Afurðasalan tryggari.
Þessi ummæli eiga ekki síð-
ur við hjer á landi. Ef íslend-
ingar hefði neitað þátttöku i
viðreisnaráformunum, hefði
þeir lokað sjálfa sig úti frá
Þýskalands-markaðinum fyrir
ísfiskinn. Ef það hefði verið
gert, mundu r.ýsköpunartogar-
arnir nú bundnir við landfest-
ar í stað þess að sigla um höf-
in og fsera þjóðinni þjörg í þú.
Þá mundi einnig hafa verið
mun erfiðara um samninga um
sölu á vörum, sem nú standa
vonir til að við fáum dollara
fyrir og getum á þann veg afl-
að nauðsynja til landsins, en
við ella hefðum trauðla fengið.
Þeir, sem eru á móti viðreisn-
arsamningnum, hefðu, ef þeir
rjeðu, leitt yfir landið stöðvun
nýsköpunarinnar, eymd og vol-
æði. Sem þetur fer ráða þessir
menn ekki málum íslendinga.
Þessvegna er nú von til þetri og
bjartari tíma í náinni samvinnu
við þær þjóðir austan hafs og
vestan, sem halda á lofti kyndli
frelsis, velmegunar og fram-
fara.
Skemmliíerð ungra Sjálfsiæðismanna
i
SAMBAND ungi'a Sjálfstæðismanna i Arnessýslu efndi tit
skemmtiferðar austur í Rangárvallasýslu sunnudaginn 27.
júní s.l. Farið var að Múlakoti í Fljótshlíð og þar snæddur
miðdegisverður. Síðan var ekið að stiflu þeirri er hlaðin var
fvrir Þverá, en stífla þessi ver Fljótshlíðina fyrir ágangi
arinnar.
Einníg var ekið að Bleiksár-^
gljúfri, en þar þreytti ferðafólk
ið handknattle'ik af miklum
móði. f bakaleið var stansað
aftur i Múlakoti, og þar sem
hljómsveit var með í förinni
var dansað þar af miklu fjöri
fram eftir degi.
Komið var til baka að Sel-
fossi kl. 9 síðdegis, og voru allir
mjög ánægðir yfir hve vel hepn
uð þessi fyrsta skemmtiferð
sambandsins var, enda er áhugi
mikill fyrir því að fleiri slíkar
ferðir verði farnar á þessu
sumri.
Ungir Sjálfstæðismenn í Ár-
nessýslu vinna nú ötullega að
])ví að styrkja og efla samtök
sín. Enda mun sú verða rauri
in hjer i sýslu sem annarsstaðar
að a>skan fylkir sjer ntt í æ rík
ari mæli undir stefnu og starf
Sjálfstæðisflokksins. Ungir
Sjálfstæðismenn í Árnessýslu
hafa nú í undirbúningi hjereðg
skemmtun sína-