Morgunblaðið - 14.07.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUISBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júlí 1948. = Lanchester | iélksbill ( I keyrður 3000 km. er til = í sölu. Tilboð merkt: I = ..Lanchester 1948 — 182“ \ i sendist Mbl. fyrir n. k. i 1 föstudagskvöld. Z imiiimiiiiimiiniimimiiMiiiiuiimimimiiinmu E Í Gott i | Herbergi | I með aðgangi að baði til = | leigu, helst fyrir kven- i [ mann. Uppl. í síma 6161 [ | frá kl. 3.30. Z tiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiimimmmmiii : | Útvega peningalán gegn I tryggu veði. Tilboð merkt í „Lán — 191“ sendist á i afgr. Mbl. fyrir föstudag. ~ ....... I ámerísk ! rafmagnseidavjel i af nýjustu gerð til sölu. I Tilboð auðkennt: ,,S. H. i — 192“ leggist á afgr. I Mbl. fyrir 18. þ. m. z •MmiimiiiiimiiiiiiiiiiimiMiiiiiimiiiiiiiiiimmm I Ivö samliggjandi i herbergi við miðbæinn til i leigu nú þegar. Tilboð I merkt: „XYZ — 193“ legg [ ist inn á afgr. Mbl. fyrir | fimtudagskvöld. z iiiiiiiiiiimmmmmmmmmmiiiimmmmmmi I Golt herbergl i við miðbæinn til leigu til i 1. okt. n. k. Tilþoð merkt: j j „Rólegt — 194“ leggist [ | inn á afgr. Mbl. fyrir j j miðvikudagskvöld. ; iiiimmmimmiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmmm z i Mig vantar 3ja her- [ i bergja íbúð fyrir 1. eða j 1 15. ágúst hjá fólki, sem [ [ hefir þann þroska, að þola [ j ungbörn. Hefi ekki tugi j | búsunda handbæra til fyr [ j irframgreiðslu, en er skil- j [ vís leigjandi. Þeir er gætu í [ sinnt þessu og vildu sýna 'j j þegnskap, sendi svar til [ [ afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. j j merkt: „Húsnæðislaus, en j [ þó bjartsýnn ■— 189“. > iinimmiiinmimiimiimiiminniiimmimmimi • j Nýr 4ra manna I Lanchester ( j er til sölu. Skipti á 6 \ [ manna bíl ekki eldri en [ i model 1940 geta komið til j | greina. Tilboð merkt: ; | „Góður bíll 1940—1547 — j j 183“ sendist Mbl. fyrir [ [ laugardagskvöld. Framli. af bls. 7. frá degi til dags, svo að hvergi bar út af. Hann var manna mýkstur í samvinnu, en þó fastur fyrir og einbeittur, og hinn mesti skörungur, ef hann beitti sjer, og svo farsælar voru gáfur hans og dómgreindin svo örugg, að oftast náðu skoðanir hans sigri, þó að hann beitti áldrei ofurkappi. Pjetur Magnússon var að eðl- isfari afar hljedrægur. Öll þau mörgu og miklu ábyrgðarstörf, sem hann gegndi, bárust að hon um fyrir annara manna til- verknað. Því lengur, sem menn kyntust gáfum hans og mann- kostum, því fleiriog vandasam- ari störf voru honum falin. Og svo var komið, að flokksbræð- ur hans mundu hafa kosið hann til hverrar virðingar- og valda- stöðu, sem til er í þessu þjóð- fjelagi, ef hann hefði sjálfur viljað undir gangast. Var ýmist, að hann tók slík störf fyrir þrá- beiðni eða hafnaði þeim með öllu. Okkar fárrenna þjóðfjelag má illa við því, er slíkir menn falla fyrir aldur fram. Og Lands bankinn hefir beðið mikinn hnekki við fráfalls þessa mikla áhrifamanns og farsæla leið- toga. Við, í bankaráði Lands- bankans, völdum hann í einu hljóði að bankastjórn. Við söknum hans, bæði sem banka- stjóra og vinar. Við heiðrum minningu hans með því að rísa úr sætum. Sigurður Bjarnason: EINUM ÁGÆTASTA hjeraðs- höfðingja íslenskra fornsagna hefur af þeim, sem best hafa skýrt sögu hans, líf og starf, verið valið heitið, gæfusmiður. Hann setti niður deilur manna og ráð hans voru viturleg. Líf hans mótaðist í senn af djúpri mildi, viti og karlmennsku. Pjetur Magnússon, var gæfu- smiður, sinnar eigin og annara, Þar sem hann lagði orð til, setti hann niður deilur manna. Hann greiddi úr hverju máli, er kom til álita hans Ráð hans voru hollráð. bygð á góðvild, traustri þekkingu og viti. Hann kom hvarvetna fram til góðs. Af mannkostum sínum varð hann einn af áhrifamestu mönn um samtíðar sinnar. Hann sótt- ist aldrei eftir vegsemdum, en þjóð hans þarfnaðist starfs- krafta hans við hin ábyrgðar- mestu störf Þess vegna skipaði hann um langt skeið æðstu stöð ur þjóðfjelagsins. Jeg kynntist Pjetri Magnús- syni fyrst á skólaárum mínum í lagadeild Háskólans. Aldurs- munurinn stóð ekki kynnum okkar fyrir þrifum. Hvort sem umræðuefnið var fornar íslensk ar bókmentir, er hann mat mik ils, sögur og ljóð síðari tíma eða önnur viðfangsefni hlaut ung- um stúdent að vera það mikill fengur að hitta hann á hinu hlýja og þjóðlega heimili hans. Þar eins og annars staðar hvíldi látleysi hins sanna höfðings- skapar yfir allri framkomu hans og fasi. Atvikin höguðu því þannig, að leiðir okkar Pjeturs Magn- wiaWO lússon bankastjóri ússonar lágu sarnan á Alþingi í þann mund sem að skólavist minni lauk. Til einskis manns var betra að leita um ráð, en hans. Það þurftu heldur eng- ir, hvorki rosknir og reyndir stjórnmálarnenn, nje ungir menn og óvanir, að fyrirverða sig fyrir að leita ásjár hans, er nokkur vandi var á höndum. Pjeíur Magnússon átti gott með að starfa með ungum mönnum. I slíku samstarfi kom hann í serm fram sem jafnaldri og fjelagi og lífsreyndur og ráð- hollur vinur. Þótt framkoma hans og ákvarðanir mótuðust af varúð og hyggindum, var hann frjálslyndur í skoðunum og sá vítt út yfir hið daglega þras og deilur, sem hann oft tók nauð- ugur þátt i En á einum sólbjartasta degi þessa sumars, barst fregnin um það að harin væri iátinn í fjar- lægu landi. íslenska þjóðin hafði mist einn þeirra manna, sem hafði unnið henni best og af mestum heilindum og rjett- sýni, en átti þó miklu verki ó- lokið. Þeir,' sem báru gæfu til þess að kynnast honúm og starfa með honum í lengri eða skemri tíma, sakna sárlega vinar í stað. En minningin um vammlaust líf hans og þjóðnýt störf, mun lifa áfram með ókomnum kynslóð- um þjóoar Ivns, löngu eftir að hávaðinn af vopnabraki sam- tíðarinnar <fr dofnaður út í vídd ir rúms og líma. Valtýr Stofánsson: ÞEGAR jeg kom í 5 bekk Mentaskólans haustið 1909, var þar kominn nýr fjelagi í hópinn, prúður og stiltur svo af bar. Pjetur Magnússon frá Gilsbakka. Þó hann væri al- vörugefinn eftir aldri í dagfari sínu, gat hann verið fjörugast- ur allra í glöðurn hóp- Sialdan leitaði han: fjelagsskapar við aðra að fyrra bragði. Kornst jeg brátt að raun um, að tóm- læti hans í þvi efni spratt af því, að hann átti yfir svo miklu andans ríkidæmi að ráða, með sjálfum sjer, að hann þurfti lítt til annara að sækja. Ávalt lcit hann með póðlátri kímni ot cmburðarlyndi á brek þeirra, scm vanþroskaðri voru og vanstiltaii. Nema þegar hann fyrirhitti mont og yfir- læti. Skoðaði fs.nn það skyldu sina. að fletta ofan af þeim skapbrcstum, og það óvægilega, ef annað dugði ckki til viðvör- unar. Ekka fanst ' onum taha því, að leggjc mei. i rækt við skóla- námið ort ,vo. • ð hann í eink- unnastiganum rí góður miðl ungsnriður. E: strax k þeim árum lcyndi þ 'i sjtr ekki, að þegar út i hfið kæmi myndi hann vc: ða meðal þeirra fremstxi. T,i það þó greini- legt, að aldroi myndi hann með einu olnbogaskoti víkja öðrum iiv vog- sín vegna. Við skólab: ,; ður hans iærð- um fljótt að lt< . a til hans ó- skorað traust. Ákveðinn var hann í skoðunum, eincfceginn í framkomu cr hann hafði spurt samv: 1 u sína og dóm- greind til ráða. Undir eins og harm hafði lokið lögfræðiprófi var sóttst eftir aðstoð hans og sarnstarfi, við mikilsverð þjóðnytjastörf. Sjálfum hefði honum verið það kærara að fá að lifa lifinu i friði, við hlið ágætrar konu, fjarri öllum þys hins or.inbera lífs. Hann fjekk það ekki. Sem eðlilegt var, og betur fór. Þegar samferðamenu hans sannfærðu hann um, að hann væri færari um en aðrir að leysa einhver þjóðnytjastörf af hendi, þá ljet hann tilleiðast að táka þau að sjer- Af samvisku- semi og skylaurækni við þjóð sína. En það gat stundum tek- ið nókkurn tima og fyrirhöfn að fá hann til að sannfærast um, að enginn væri finnanleg ur annar, til að taka við þeim vanda- og virðingarstöðum, er alþjóðarheill heimtaði, oð hann tæki að sjer. Traustið sem við rjelagar hans .hárum til hans á skóla- árunum og aðrir, sem kyntust lionum, reyndist aldrei í neinu að vera oftraust. Dómgremd hans og rjettsýni samfara með- fæddri samviskusemi og óvenju legri ósíngirni skeikaði aldrei Hann fór ekki varhluta af ó- notum og brigslum frá pólitísk um andstæðingum, frekar en aðrir, sem koma nálægt stjórn- málum hjer á landi. En öllu því moldviðri tók hann með svo miklu jafnaðargeði, að sumum samherjum hans þótti nóg um. hve svifaseinn hann stundum var í þeirri viðureign. Skýr- ingin var sú, að hnútur og að- finslur, hversu illgirnislegar sem þær kunnu að vera, snertu hann ákaflega litið. Svo vamm laus maður var hann. Vissi að hann hafði aldrci gert nokkr- um manni vísvitandi rangt til. Að hann hafði aldrei vikið frá þeim boðorðum, sem samviska sjálfs hans hafði lagt fyrir hann. Það var honum nóg. Hvað miður velviljaðir menn kunnu að setja út á harsn, eða vork hans, kom honum harla lítið við. Hann taldi það verst fyrir þá sjálfa, er færu óráð- vandlega með sannleikarm. Hann væri ekki skyldugur til að vera refsari þeirra. Jeg hefi aldrei þekt mann sem vorkent hefir eins og hann pólitískjm andstæðingum sínum. And- stæðingunum gat ekki verið illa við liann af öðru en því hve aðstaða hans var styrk méð j þjóðinni og hve mjög hann stóð þeim framar að mann- göfgi og vitsmunum. Pjetur Magnússon var ein- : dreginn framfaramaður, þó enginn væri hann ákafamaðar Hann var sarmíærður um giftu þjóðar sinnar til framfara og þroska. En hann safnaði ekki nýjungmn, til þess að láta á sjer bera- Ifann taldi það hlut- vtrk sitt í þeim efnum, að velja og hafna, meðal þess, er fram var borið. Að því leyti var Pjetur frá- brugðinn samtíðarmönnum sín um, að ungur tók hann ekki þá útþrá, sem einkennir marga landa hans. Honum þótti aldr- ei „þröngt milli þungbrýnna fjalla“, þar komst fyrir „sú un- un öll“ er hann „óskaði helst að finna“- Svo forvitnislaus var hann um annara hagi. Svo mik ið traust bar hann til íslcnskr- ar menningar, íslenskra hæfi- leika, að hann taldi þess ekki þörf, fyrir einn eða neinn, að leita áhrifa með ferðalögum út um lönd veraldar. Honum var það hugleiknast að gera það ís- lenskt sem framandi var, og hingað barst, og að gagni gat komið. Það er táknrænt fvrir manninn að hann skyldi aldrei hafa komið út fyrir landsteina fyrri en rjett í leiðinni, þegar, hann var að leggja af stað í ferðina miklu. Svo oft og mörgum rínnum liefi jeg leitað til þessa vinar míns um ráðleggingar viðvíkj- andi vandamálum stórum og smáum að jeg hefi ekki enn 1 getað sætt mig við þá tilhngsun jað hann sje alfarinn kjeðan. |Og svo mun vera um marga iaðra einkum flokksmenn og samherja. Sannfærður er jeg um það að margir þeir, sem nutu ráðhollustu og hand- leiðslu þessa mæta manns muni alla tíð þegar vanda ber þeim að höndum verða hugsað til 1 Pjeturs Magnússonar og þess I hvernig hann myndi hafa litið á málin ef hans hefði notið við. Á þenna hátt er það að af- burðamenn komast i lífrænt samband við framtíð þjóðar sinnar. Verslunarstjóri eða meðeigandi að eldri sjerverslun hjer í bæ óskast. —Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Morgunbl. ásamt upplýsing- um um fyrri störf, merkt: „Framtið — 181“. t ú S ka vön vjelritun óskast strax. HEILDVERSLliN ÁSBJÖRNS ÓLAFSSONAR. BEST AÐ AUGLtSA l MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.