Morgunblaðið - 25.07.1948, Side 8
8
Sunnudagur 25. júlí 1948.
MORGU NBLAÐIB
— Nær og fjær
Kommúnistar heimta....
Framh. af hls. 7.
Því næst ræðis Marx um
sókn hins slavneska kynþáttar
vestur meginland Evrópu og
kemst þá m. á. að orði á þessa
leið:
„Stór-slavneska stefnan (Pan
slavisminn) er ekki stefna, sem
miðar fyrst og fremst að þjóð-
ernislegu sjálfstæði. Hún er
hreyfing, sem stefnir að því að
kollvarpa því, sem þúsund ára
saga Evrópu hefur skapað.
Draumur hennar gæti ekki
ræst án þess áð Ungverjalandi,
Tyrklandi og stórum hluta
Þýskalands yýði sópað burt af
landabrefinu.' Ennfremur yrði
að hneppa Evrópu í þrældóm til
þess að tryggja öryggi þessara
landvinninga, ef þeir ynnust ein
hverntíma“.
Þá bendir Marx Vestur Ev-
rópu á að eina leiðin til þess
að standast Rússum snúning og
koma í veg fyrir að heimsveld-
isdraumar zarsins rætist, sje
að mæta „hroka“ hans og „belg
ingi“ með feStu og djörfung.
„Það er aðeins ein leið fær
til þess að skipta við stórveldi
eins og Rússland“, segir Karl
Marx, ,,það er að vera ótta-
laus“.
Marx fagnar íhlutun
Ameríku
í SAMBANDI við umræðuefni
sitt, uppvöðslu Rússa á Balk-
anskaga, minnist Marx á Amer
íku og kemst í því sambandi
þannig að orði:
„Það er fagnaðarefni að sjá
íhlutun Ameríku í málefni Ev-
rópu einmitt hefjast í sambandi
við vandamálin í Austur Ev-
rópu“.
Ástæðuna fyrir ánægju sinni
yfir þessari íhlutun A.meríku
í mál Evrópu, segir Marx vera
þá að Konstantinopel sje, auk
þess að vera hernaðariega og
fjárhagslega þýðingarmikil
borg, gamalt þrætuepli milli
austursins og vestursins, „en
Ameríka sje yngsti og öflug-
asti fulltrúi þess“.
Raunar kom aldrei til þess-
arar íhlutunar, sem til stóð af
hálfu Bandaríkjanna vegna
deilna, sem þau áttu í við Aust-
urríki. Náðist samkomulag milli
ríkjanna um lausn þess
Stalin — arftaki
zarsins
Síðan Karl Marx varaði Ev-
rópu við útþenslustefnu Rússa,
eru senn liðin hundrað ár. En
atburðarásin, sem hann lýsir
sem mögulegri í greinum sín-
um í hinu ameríska blaði er
afar lík þeirri, sem núlifandi
kynslóð þekkir og hefur horft
á með sínum eigin augum. En
það er ekki zarinn, sem hefur
ráðið henni. Hann og ættmenn
hans Ijetu lífið fyrir um það
bil 30 árum. En „ein staðreynd
stendur stöðugt óhrakin: Út-
þenslustefna rússnesku stjórn-
arinnar. Aðferðir hennar kunna
að breytast en stjórnarstefnan
verður hin sama“, segir dóttir
spámannsins í formálanum fyr-
ir greinum föður síns.
Stalin er þannig arftaki zars-
ins. Hann hefur ekki ennþá
náð öllu því, sem Marx spáði
að Rússar myndu ágirnast, en
miklu af því, og vinnur með
markvissri festu og slægð að
því að ná hinu miklu takmarki,
algerri undirokun Evrópu og
innlimun mikils hluta hennar
í hið mikla rússneska heims-
veldi.
Stalin á að mörgu leyti miklu
hægra um vik en zarinn, sem
átti enga aðstoðarmenn út um
öll lönd, er gengju erinda hins
rússneska herveldis hjá þjóðum
sínum. í þann tíð var fólk ekki
svo heimskt að trúa því, að
það væri göfug hugsjón að
leigja sig til skemdarverka í
löndum sínum fyrir erlenda
einræðisherra. En riú stofna
menn ílokka til þess að vinna
fyrir Stalin að áformum hans
um innlimun hvers Evrópurík-
isins á fætur öðru í Sovjet hans.
Það gerir áreiðanlega ekkert
til þótt fólk, sem svo skelfilega
hefur verið gabbað, hugsi sig
dálítið um áður en það hefur
endanlega lokað hverja skímu
af skynsemi úti.
— FRAKKLAND
Framh. af bls. 1
Þi-ktir stjórnmálameim
Marié mun í kvöld fara fram
á traustsyfirlýsingu þingsins og
ef hún verður samþykkt leggur
hann ráðherralista sinn fram.
Hann sagði í þingræðunni, að í
þeirri stjórn myndu eiga sæti
mai gir þekktir stjórnmálamenn,
en nefndi engin nöfn.
Kvikmyndasfjörnur í
sumarfríi.
Hollywood í gær.
Á HVERJU sumri hverfa flest-
ar kvikmyndastjörnur frá Holly
wood í ferðalög annaðhvort um
Bandaríkin eða til Evrópu. Þær,
sem ekki fara til útlanda koma
fram á ýmsum smáleikhúsum
víða um land. Nú er einmitt
kominn tími til þessara ferða-
laga. Meirihluti leikaranna verð-
ur á austruströnd Bandaríkj-
anna og dreifa sjer niður á 130
smáleikhús, þar af eru 33 i New
York ríki og 24 í Massaschu-
setts.
- Grein Laufeyjar
Vilhjáimidóffur
Framh. af bls. 5
Að vandaðasta ullin sje að-
greind í þel og tog.
Að fluttar verði inn í landið
kembi-, spuna- og prjónavjelar,
að undangenginni rannsókn á
því, hvað best á við gerð íslensku
ullarinnar. —- í sambandi við
verksmiðjuna starfi fullkomin
litunarstöð.
Að leiðbeiningarstarf við
vinnslu heimilisiðnaðar og
markaðsvöru og fyrirgreiðslu á
sölu verði styrkt með fjárfram-
lögum frá ríki og bæjarfjelög-
um.
Jeg hef þá brugðið upp nokkr
um dráttum úr sögu íslenskra
heimila hvað ullariðnaðinum við
kemur. Þeir sýna, að við ýmis-
konar erfiðleika er að stríða,
er draga úr vexti hans og við-
gangi. Þeir sýna, meðal annars,
að meðan besta ullin er ekki al-
mennt aðgreind í þel og tog og
meðan ekki er framleitt prjóna-
band og lopi i ákveðnum stærð-
u.m og litum, má ekki vænta
góðrar ákvæðisvöru á markað-
inn, svo nokkuru nemi. Vitað er
að meðan vinnutækin voru fá-
breytt og hin sömu um Norður-
lönd, þá stóðst íslenska þjóðin
vel samanburðinn við nágranna
sína, sbr. þjóðmenjasöfn víða
um lönd, en er iðnmenning
frændþjóða vorra óx, ræktun ull
ar og meðferð var innleidd sem
kennslugrein í skólum, handíða-
skólar stofnaðir, þar sem listin
og tæknin hjeldust í hendur, þá
drógumst við aftur úr. En vísir
er þó til viðreisnar í ýmsum
greinum nú, sem betur fer, og
fái þjóðin stuðning og uppörfun
í þessum efnum, mun hún brátt
sýna hvað í henni býr, sýna, að
hún getur skapað verðmæti, er
lyftir henni upp, eigi aðeins f jár
hagslega, heldur miklu fremur
menningarlega.
Laufey Vilhjálmsdóttir.
Framh. af bls. 3.
miðað við kornvörukaup sín, en
handa viðskiftamönnum og mætti
þeim sömú mönnum einnig vera
heimilt að velja úr eins og þeim
sýndist í öðrum verslunum líka.
Slík sjerstaða fyrir tiltekinn hóp
manna gæti auðvitað ekki átt
sjer stað. En það er vafalaust
áþekk selstaða fjelagsmanna,
sem Sigfús lætur sig dreyma um.
Annars er það mála sannast,
að ef farið yrði út á þá braut í
viðskiftum, eins og Sigfús bend
ir á, þá hefði það svo vitfirings-
legar afleiðingar, að það er naum
ast hægt að lýsa slíkri fásinnu
með orðum.
Alfnenningur á stríðsárunum
og KRON.
Á styrjaldarárunum, þegar
vöruflóðið var mikið og segja má
að nóg væri til af almennum
nauðsynjavörum og innflutnings-
leyfi auðfengin, hefði mátt ætla
að KRON hefði lagt undir sig
verulegan hluta af verslun með
n.auðsynjar í Reykjavík, ef nokk-
ur heil brú væri í því, sem Sigfús
þeldur fram.
En raunin varð alt önnur. Þeg-
ar innílutningur mátti heita frjáls
sást best hvernig almenningur
vildi haga viðskiftum sínum. Þá
sást að höfuðstaðarbúar höfðu
enga sjerstaka ást á vefnaðarvöru
verslun KRON á Skólavörðu- j
stígnum eða búsáhaldaverslun'
þess í Bankastræti. Þegar allt
var frjálst, sást að það var ekki
fjórðungur Reykvíkinga, sem
vildi „fela KRON viðskifti sín“,
eins og Sigfús orðar það, heldur
miklu minni hópur. Á þessum
tíma, hefði KRON átt að sýna
verulega yfirburði í sölu almenns
varnings, en svo var ekki.
Nú þegar ströng höft hafa aft-
ur verið lögð á verslunina, vill
Sigfús eigna KRON fjórðung höf
uðstaðarbúa og sækir heimildina
til þess í eplastofnauka og korn-
vörukaup. Þetta er hin gamla að-
ferð. Þegar illa árar í verslun-
inni, er reynt að fá framgengt
með blekkingum að opinber vald-
boð skuli notuð til að beina við-
skiftum til kaupfjelaga. — Þetta
gerðu Framsóknarmenn á hafta-
tímanum fyrir stríð og höfða-
tölureglan var sú blekking, sem
stuðst var við þá. Nú er gerð ný
sókn í sömu áttina en nú segir
Sigfús Sigurhjartarson að höfða
töluregian sje ekki notuð lengur,
' því „hún sje gölluð“. Þessvegna
eru nú fundnar nýjar blekking-
ar — eplastofnaukar og korn-
vörukaup.
Innflutningsyfirvöldin láta ekki
blekkja sig.
En þessi barátta Sigfúsar er
vonlaus. . Nú er ekki lengur sá
tími að einn flokkur manna sje
algerlega einráður um það hvern
ig innflutningsversluninni er hátt
að. Og blekkingar eins og höfða-
tölureglan og fleira svipað er nú
orðið svo alþekt að það hefir
mist máttinn til að blekkja og
vonlaust að koma öðru svipuðu
að í staðinn. Útreikningar Sig-
fúsar og skifting hans á höfuð-
staðarbúum í KRON-menn og
ekki KRON-menn, sannfærir
engan. Innflutningsyfirvöldin
láta ekki slíka fásinnu blekkja
sig. Almenningur lætur ekki
blekkja sig heldur.
Marshall-löndin
verSa að auka
samvlnnu sína
París í gærkvöldi,
PAUL Hoffman, aðalfram-
kvæmdastjóri Marshalláætlun-
arinnar, ræddi við frjettamenn
í París í dag og sagði að Banda-
ríkin vonuðu, að samvinna land-
anna 16, sem þátt taka í áætl-
uninni, mundu enn verða aukin.
Hoffmann kvaðst líta svo á, að
þessi lönd hefðu enn ekki sýnt
nógu mikinn samvinnuhug, en
þau yrðu þó enn að leggja harð
ar að sjer, ef Marshalláætlunin
ætti að geta borið tilætlaðan
árangur. — Reuter.
•>
Ráðherramorðingi
dæmdur
Cairo í gær.
HUSSEIN Tev/fik, -ungur eg-
ypskur stúdent, sem sakaður er
um að hafa fyrir tveim árum
síðan myrt Sir Geman Pasha
fjármálaráðherra Egyptalands,
var í dag í f jarveru sinni dæmd-
ur í tíu ára fangelsi. Tewfik
komst undan úr fangelsi fyrir
mánuði síðan og hefur ekki
fundist aftur.
Tuttugu og fimm aðrir menn,
sem ásamt Tewfik voru sakað-
ir um pólitísk morð og morð-
tilraunir árin 1945 og 1946,
voru dæmdir í fimm ára fang-
elsi. — Reuter.
■pmnnii'
-wsssassÉtó vt»*-
Eflir Roberl StonB
Kalli kyssimunnur: — Get jeg fengið að
Fingralang? Biðjið hann um að koma hingað út.
Kokkurinn: Ertu að gera að gamni þínu. Fingra-
langur var myrtur fyrir viku. Það var mjög leiðin-
legt. Lokað hjer 'x tvo daga. — Á meðan er X—9
skammt frá: Jæja, hjerna er það. Já, það er ekki
um það að villast. Þetta er splúnkunýr Nackler bíll,