Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudagur -42. ágúst 1948. MORGU HBZ491U ISF TWTJS* 'B^fT ism * j Skyndiför til New York með ”Gullfaxa“ Bridge-spil og öll þægindi í háloftunum Eftlr Ivar Guðmundsson ÞAÐ ÞYKJA heldur hversdags leg tíðindi nú til dags, að ís- lenskir ferðalangar borði morg unverð heima í Reykjavík, há- idegisverð í Bretlandseyjum og kvöldverð í Kaupmannahöfn. Þetta skeður orðið annan hvern dag. En hitt er ennþá sjaldgæft að Reykvíkingar skreppi vestur til New York, standi þar við í tvo heila daga og sjeu komnir heim aftur á fjórða degi og það meira að segja í alíslensku far artæki. En þetta gerðum við nokkrir Reykvikingar í vik- unni sem leið. Við lögðum af Stað frá Reykjavíkurflugvelli í' „Gullfaxa“ Flugfjelags Islands fyrra þriðjudag kl. tíy^ að kvöldi. Komum til New York klukkan 9 miðvikudagsmorgun- Þar var höfð viðdvöl til klukk- an rúmlega 1 aðfaranótt föstu dagsins og komið hingað aftur klukkan 6 e. h. sama dag. Eins og heima í stofu. . Sjö minútum eftir að Gull- faxi lyfti sjer af Réykjavíkur- flugvellinum vorum við komn' ir upp fyrir skýin í glaða sól- skin. Vjelin var þjettskipuð farþegum og alls 39 sálir um horð. Þarna voru sjómenn sem .voru á leið vestur á Kyrrahafs stönd til að sækja síldarbræðslu skipið „Hæring“. Þeim hregð- ur við á heimleiðinni, sem mun taka þá á annan mánuð, en flugferðin vestur aðeins tvo sólarhringa. Flestir voru þeir ungir menn, en aðrir reyndir og veðurharðir, sem augsýni- lega höfðu marga hildi háð við Ægi. En þetta farartæki var þeim nýstárlegt. Um „Gullfaxa“ mætti segja að í honum væru „fjögur her- bergi og eldhús“. Aftást er sal- ur en auk þess þrjú herbergi eða klefar með sætum fyrir 8 og tveimur rúmum, í hverju herbergi, sem falin eru í veggn um þegar þau eru ekki notuð. I herbergjunum snúa tveir og tveir stólar andspænis hver öðrum, sitt hvoru megin í vje1- inni, en gangur á milli. Borð er hægt að setja upp á milli stólanna, þannig að fjórir sitji yið borð. Koma borðin að góðu haldi, bæði ef menn vilja spila á spil, skrifa, og eins á mál- tíðum. Sjómenn á loftsiglingu og íslenski fáninn, sem ekki er í Gander Fyrrí grein Það var fcins og að sitja i stofunni heima hjá sjer þarna i Guflfaxa og það var augljóst, að það fór vel um all i. Rridge-spil í háloftunum. Skömmu eftir að lagt var af stað, gengu flugfreyjurnar tvær, Kristín Snæhólm og Guð björg Sigurðardóttir, milli farþega og spurðu um líðan þeirra. Hvort þeir vildu ekki blöð að lesa, teppi eða kaffi og með því. Þáðu flestir góðgerðir: Loftræstingartæki eru við hverja sætaröð og auk þess raf magnsviftur í loftinu. Getur hver farþegi stilt loftræstingar tækin að eigin vild með einu handbragði, en ljósautbúnaður er þannig, að hægt er að „draga niður“ í loftljósunum og kveikja ljós við hvert sæti, ef einhver kýs að lesa, eftir að bú ið er að draga niður í aðalljós unum að næturlægi. Við sátum fjögur í aftasta herberginu og brátt var stung ið upp á því, að við fengjum okkur „slag“. Eftir venjulegar kurteisisafsakanir um, „að mað ur væri nú enginn sjerfræðing ur i bridge“, var slegið upp borði og flugfreyjan kom með spil. Gleymdum við senn stund og stað yfir spilunum og fyrir klukkan eitt vorum við búin með þrjár rúbertur, en þá gerð ust menn syfjaðir. Tvær döm ur sátu hjá okkur og þeim var búið rúm. Fjell okkur karl- mönnunum það vel, þvi nú gátum við notað stóla þeirra fyrir fæturnar á okkur, en stól unum er þannig fyrir komið, að með því að þrýsta á hnapp er hægt að fella þá aftur og verða þeir þá hin þægilegasta hvíla. ,,Tröllafoss“ hafði lagt af stað úr Reykjavikurhöfn á leið til New York um líkt leyti og jvið af vellinum. Heyrði jeg að tveir sjómenn voru að bolla- LJDSM. MBL: PC. K. MAGNUSSDN. Spilað á spil í háloftunum. — Farþegar á Guilfaxa við spilamensku. leggja hvar hann myndi nú vera staddur. Gullfaxi var þá kominn 600 mílur frá Islandi, en sjómönn- unum reiknaðist að 'Iröllafoss væri að komast að Revkjanesi. „ÞrUmur og eldingar‘‘. Um það leyti, sem við bridgé spilararnir hættum okkar leik, var komin kyrð í flugvjexinni. Alls voru 8 stúlkur með í vjel inm og þær voru allar komnar undir dúnteppi og steinsofnað ar í rúmunum. Sjómennirnir voru komnir úr jökkunum og höfðu sveipað sig ullarteppum og mátti ekki stundum greina, hvort það voru hrotur þeirra, sem höfðu hærra, eða flugvjela hreyflarnir fjórir, sem hver um sig skila 1450 * hestafla orku. Veðrið hafði verið dásamlegt. Farartækið haggaðist ekki. En á 2. tímanum lentum við í lægð arsvæði, eða „fronti“, eins og flugmennirnir kalla það. Flugum við um hríð í skýjum, en hagl og regnskúrir buldu á vjelinni. Hinn mikli flugskrokk ur tók við og við smá dýfur. Jeg vaknaði við eina haglskúr ina. Skamt frá mjer .sátu tveir stýrimenn af „Hæring“. Þeir voru vakandi og töluðu saman í hálfum hljóðum. „Það fcru þrumur og elding ar“, sagði annar þeirra er hann tók eftir að jeg var einnig vak andi. Jeg leit út um gluggann og rjett, — við og við sá jeg ljósleita glampa. Ósjálfrátt fór jeg að ryfja upp það, sem jeg hafði heyrt sagt um eldingar og flugvjelar, en huggaði mig við, að eldingar væru alls ekki hættulegar flugvjelum, tók af mjer teppið sökum hita, setti það undir höfuðið, hringaði mig betur i stólinn og stein- sofnaði. Morguninn eftir fjekk fje skýringu á „þrumunum og eld ingunum“. „Þrumumar11, voru hagljel sem buldu á vjelinni og „eldingarnar" voru tunglsskins bjarmi, sem endurspeglaðist á silfurlitum vjelarskrokknum, þegar við flugum útúr skýja- þykni. I Gander-flugstöðinni. Um klukkan 5 um morgun- inn lentum við á Ganderflug- vellinum í Nýfundualandi, hinni miklu alþjóðaflugstöð. Myrkt var af nóttu, en völlur inn upplýstur. 1 Gander eru miklar byggingar, bæði flug- skýli, farþegabiðsalur og veit- ingastofur. tslendingarnir hjeldu beint í veitingastofu þar sem morgunverður var fram- reiddur á kostnað Flagfjelags- ins. Þótti mönnum nýnæmi í sætum ávaxtasöfum og öðru góðgæti. Þótt klukkan væri 3 að nóttu í Gander var verslun og við- skipti í fullum gangi. Þarna var mingjagripaverslun, blaða sala, póstur og simi og tveir „barar“ eða vínstofur. 1 alþjóða flugstöðum gfcra menn engan mun á rúmhelgum dögum og helgum, nje heldur nótt, og degi. Flugvjelarnar koma al- staðar að á hvaða tíma sólar- hringsins, sem er og í hátölur um heyrist kallað komu og burtfarartími flugvjela til allra heimsins landa. „Farþegar til Shannon, Lond on, Parísar, Róm og Aþenu, gjörið svo vel að sétjast i 5geti ykkar. Flugvjelin fer eftir fimm' mínútur“. Þegar röðin kom að okkur var sagt á ís- lensku: „Farþegar með Gull- faxa til New York, gjörið svo vel að setjast i sæti ykkar“. Og þessu var útvarpað um alla flugstöðina og því sama nvort menn voru staddir í aðalsaln- um, í barnum, í snyrtiherbergj unum, éðá úti við að fá sjer frískt loft. Allir hlutu að heyra kallið. 1 Gander var staðið við í tvær klukkustundir á meðan fylt var bensíni á geyma vjelar innar. Flestir farþega notuðu tímann eftir að þeir höfðu lok ið snæðingi til að skoða sig um. Sumir keyptu amerískar sígar ettur, eða sælgæti. Aðrir keyptu sjer dagblað, eða tíma- rit og allmargir póstkort til að senda heim. 1 aðalsalnum i flugstöðinni á Gander er flaggborg mikil með flöggum flestra þjóða heims. En ekki var sá islenski þar. Þessi fjarvera íslenska fán- ans í alþjóðafjelagsskap flagga heimsins var til þe'ss, að skip- stjóri „Hærings“, Ingvar Ein- arsson, gerði þessa athugasemd með bassaröddu: „Jeg held það væri gustuk, að skjóta saman í fána og gefa þeim greyjunum“. Það var þó þyngra i honum, en orð hans gáfu til kynna. Sigurður Matthíasson, sem var fulltrúi Flugfjelagsins 5 þessari Ameríkuferð, mun þ4 ekki hafa verið á þeim brókui* um, að gefa þeim eitt eða neitt þarna i Gander. „Bansettir svíðingar eru þeir hjer“, sagði Sigurður um leií) og við stigum um boxð í Gull- faxa. „Heldur þii ekki að þeir hafi tekið 200 dollara i lending argjöld fyrir okkur“. Það fanst- honum mikið. Meiri svefn og minniháttar taugastríð. Fæstum farþegum á Gull- faxa fanst ástæða til að tak» daginn þetta snemma, þótt kon» ið væri til meginlands Amt'-r-ikt* og flestir lögðu sig aftur. ÞafT var áætlað að við yrðum 6 klst. til New York. Við myndun* því lenda um 1 leytið eftir ís- lenskum tima, en vegna þess að flogið var í vesturátt, í kapp við sólina, höfum við grætt 4 klukkustundir. Það var rjett að byrja aí) grána fyrir degi er lagt var upp frá Gánder, en það var ilogið skýjum ofar og litið að sjá. Er lengra kom suður á boginn- gerði þoku. Flugmenn 'komu- með þær frjettir, að þoka væri yfir La Guardia-flugvelli i New York og gæti svo farið, að við yrðum að lenda í Boston, eða jafnvel í Washington. Eftir þvi, sem leið á morgun inn rofaði til og það fór að grilla í akra og vötn, vegi og hús og heilar borgir. Hjá simv um varð vart lítilsháttar tauga stríðs út af því hvar lent yrði, en svo kom frjettin mn, að þok unni hefði ljett í New York, þar væri véður skýjað og rúrn lega 20 stiga hiti. Umferð er mikil um La Guardia-flugvöllinn í New York, óvíða meiri, nema ef vera skildi um Tempelhof-völl inn í Berlín þessa dagana. Það kemur oft fyrir að það lendir flugvjel eða hefur sig til flugs á mínútu fresti í La Guardi og þessvegna hefir verið bygður nýr flugvöllur við New York, sem tekinn var í notkun fyrir skömmu. ‘ , Við urðum vör ’ við þessa miklu umferð. Það rofaði ekki til fyrir flugvellinum fyr en rjett áður en við lentum. Þá sáum við aðra flugvjel, sem lenti 30 sekúndum á undan okk Franih. á bls. Bi LJÓSM. MBLí ÓL. K. MAfeNÚSSDN. Xveir undir piltan sitja í rúmi í Gullfaxa og' lesa áður.en þcir leggja sig til svefns. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.