Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 1
 : Sendimenn Vesturveld- anna í Moskvu ræða við Molotov í dag London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. SENDIMENN vesturveldanna þriggja i Moskvu höfðu fund með sjer í dag í bandaríska sendiráðinu og stóð hann yfir í rúma klukkustund. — Sendimennirnir munu ekki hald'a neinn fund méð Molotov í kvöld, en líklegt er, að þeir muni ræða við hann aftur á morgun. Menn eru ennþá engu nær um það, hver árang- urinn af Moskvu-viðræounum heíur orðið. Tillaga Clay. Frá Frankfurt herma fregnir, að Clay, yfirmaður bandaríska hernámssvæðisins í Þýskalandi hafi farið þess á leit við Christ ian Stock, forsætisráðherra Hesse-ríkisins, að hann frestaði gildistöku laganna um „at- ,vinnuráð“, þar til ný síjórnar skrá fyrir Vestur Þvskaland yæri gengin í gildi. — Stock ræddi málið i kvöld við ráðu- neyti sitt. Lög þessi sem eru studd af öllum verkalýðsfjelög- um mæla svo fyrir að „atvinnu ráðin“ skuli taka þátt í stjórn iðnaðarf yrir tæk j anna. Mótmælaverkf al 1. Verkamenn í öllum borgum Hesse munu leggja niður vinnu á morgun til þess að mótmæla hinu hækkandi verðlagi og þeiyn drætti. sem hefir orðið á þvi að lögin öðluðust gildi. — Verkfall þetta hafði venð á- kveðið, áður en Clay oar fram tillögu sína. Æfingaflugi mótmælt. Frá Berlín herma fregnir, aS Vesturveldin muni ætla að mótmæla æfingaflugi Rússa yfir hernámshluta þeirra í borg inni í dag, en þeir flugu mjög lágt og höfðu ekkert tilkynnt um æfingaflug þetta fyrirfram. | Þá skýrir blað eitt á breska! hernámssvæðinu frá því, að markaseðlar þeir er gilda á her námssvæðum Vesturveldanna muni að öllum líkindum verða stimplaðir á ný innan skamms, til þess að fyrirbyggja að þeir verði notaðir á ólöglegan hátt á rússneska hernámssvæðinu. Schuman bjartsýnn París í gærkvöldi. SCHUMAN, fyrv. utanríkis- ráðherra Frakka, virtist frem- ur bjartsýnn um árangur Moskvu-viðræðnanna, er hann flutti ræðu í dag á lokuðum fundi utanríkismálanefndar franska þingsins. Hann sagði, að viðræðurnar hefðu farið fram í vinsamlegum anda •— og bættj því við, að það væri meira en hægt væri að segja um síðasta fund utanríkisráð- herranna fjögurra. . — Reuter. «>■ Sex íslenskir Olympíukeppendur fara til Norðurlanda London 'i gærkvöldi. , Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Frá Þorbirni Guðmundssyni. SEX OLYMPfUKEPPENDANNA íslensku fóru í dag loftleiðis til Noregs ásamt Olle Ekberg, þjálfara sínum. Ætla þeir að keppa á nokkrum stöðum í Noregi, Svíþjóð og ef til vill í Finn- landi á næstunni. — Þeir íþróttamenn, sem fóru til Norðurlanda eru Finnbjörn Þorvaldsson, Örn Clausen, Sigfús Sigurðsson, Torfi Bryngeirsson og Óskar Jónsson. ✓ Keppa í Oslo í dag. Þeir keppa í Oslo á morgun (fimtudag) og á föstudag. í Bergen þann 16. og 17. þ. m. Síðan fara þeir til Svíþjóðar og keppa þar á nokkrum stöð- um og loks ef til vill til Finn- lands. íþróttamennirnir sex koma sennilega ekkj heim fyr en í byrjun september. Ollum íslendingum, sem eru hjer á Olympíuleikunum líður vel og flestir koma heim um og eftir helgina. rshall deilir harðlega ó stefnu sso ó Dónórráðstefnunni -s> Arthur Vandenberg er formaður utanríkismálanefndar öldunga- deiídar Bandaríkjaþings. Ilann barðist meðal annars ákveðið gegn því, að framlagið til Mars- hallaðstoðarinnaar yrði minnkað. Segir, að þeir vilji ekki leyfa öðrum en sjálfum sjer og leppríkjum sínum siglingar á fljótinu Washington í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter, GEORGE MARSHALL, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ljet svo ummælt í dag, að Bandaríkin myndu halda áfram að reyna að komast að samkomulagi við Rússland um ágreiningsmálin, en bætti því við, að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að semja aðeins til þess að gera samninga. — Utanríkisráðherrann neitaði að segja nokkuð um Berlínarvandamálið og umræðurnar í Moskvu, •— Á blaðamannafundi fyrr í dag deildi hann harðlega á Rússa, vegna stefnu þeirra á Dónárráðstefnunni ,sem nú stendur yfir í Belgrad. Bernadotte óánægður * með ástandið í Jerusalem Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. LEIÐTOGAR Araba hafa samþykkt tillögu Bernadotte greifa þess efnis, að frá kl. 6 að morgni n.k. föstudag þá muni hvorugur deiluaðili svara skothríð, er hinn kunni að hefja, eftir því sem tilkynt var í Rhodos í dag. •— Þá lýsti Bernadotte því yfir í dag, að hann væri engan*veginn ánægður með ástandið hjer í Jerú- salem. Hann sagði, að leyniskyttur væru sífellt að verki og mikil skothríð væri altaf snemma á mórgni hverjum. Einfaldasta leiðin. Hann sagði, að eftjr því sem sendimenn sínir víðsvegar um borgina staðhæfðu, þá væru það Gýðingar, sem ættu altaf upphafið að skothríð þessari, enda þótt þeir segðu á hinn bóginn, að Arabar byrjuðu alt- af að skjóta á þá. Greifinn ræddi í dag við yfirhershöfð- ingja Gyðinga í borginni og sagði hershöfðinginn, að ein- faldasta leiðin til þess að koma á friði og ró í borginni, væri sú, að fjarlægja þaðan arab- isku herfylkin. 300 þús. flóttamenn. Aætlað er, að arabískir flótta menn í Palestínu sjeu nú yfir 300 þúsund. — Bretar hafa heitið því, að leggja þegar í stað fram 100 þús. pund til þess að liðsinna þessum flóttamönn- um. — Frá Amman herma fregnir, að Glubb Pasha, hershöfðingi Araba, muni fljúga til London um næstu helgi. Tólf sfríðsglæpa- menn dæmdir í lelgíu London í gærkvöldi. TOLF þýskir stríðsglæpamenn voru í dag dæmdir til dauða af herrjetti í Belgíu og eru þeir allir fyrverandi SS-menn. Þeir verða skotnir á næstunni. Þetta er í fyrsta sinn, sem belgískur dómstóll dæmir þýska stríðs- glæpamenn til dauða. — Reuter. Ræff um gjaldmiðil París í gærkvöldi. TILKYNNT var hjer í kvöld, að fjármálasjerfræðingar Breta, Frakka, Belgíu og annarra Marshall-landa hefðu byrjað umræður um gjaldmiðil vissra Evrópulanda, borið saman við bandaríska dollarann. — Reuter. " ^Rússar vilja ekki frjálsar siglingar. * Marshall sagði: „Tillögur Rússa á Dónárráðstefnunni hafa allar miðað að því, að ekki yrði öðrum en þeim sjálfum og leppríkjum þeirra, leyft að sigla um Dóná, og hirða þeir eigi um það, þótt það verði á kostnað hinna Evrópuríkjanna, er hlut eiga að máli. Við get- um ekki gefið samþykki okk- ar til þess, að komið verði í veg fyrir frjálsar siglingar á þessu mikla fljóti á þennan hátt“. Ágætt dæmi. Þá sagði ráðherrann, að Dón árráðstefnan væri ágætt dæmi um þá erfiðleika er Vesturveld in ættu við að stríða er þau vildu leysa vandamálin í Ev- rópu. „Við tókum þátt í þess- ari ráðstefnu vegna þess að við litum á það sem skyldu okkar að ræða þessi mál og hlýða á álit annarra þjóða á þeim. — Við gátum ekki vitað það fyr- irfram, að ekkert samkomulag myndi nást“, sagði utanríkis- ráðherrann. Vill ekkert segja um Moskvu-viðræðumar. Hann neitaði algjörlega að segja nokkuð um það, hvort fregnir breskra blaða í dag um það, að Moskvu-viðræðurnar hefðu borið sáralítinn árang- ur, hefðu við rök að styðjast. Hann neitaði einnig að láta nokkuð uj-pi um það, hvenær tilkynnt myndi opinberlega um árangurinn af viðræðum sendi manna Vesturveldanna í Moskvu. Frh. á bls. 8. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.