Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 6
UORGUNBLAÐIV Fimmtudagur 12. ágúst 1948, Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. rramkvjrtj.: Sigfúa Jónsson. Rltatjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. , Auglýsingar: Aml Garðar Kristtnasoa. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600, Askrlítargjald kr. 10,00 á mánuði, innsnlsnds, f lausasölu S0 aura eintakið. 75 aura m«8 Lesbók. kr. 12,00 utanlanda. Truman eða Dewey ? ÓVISSUNNI urri keppinautana um forsetatign í Bandaríkj- unum er fyrir nokkru lokið. Kosningabaráttan er hafin af fullum krafti. Fyrsta skref Trumanns forseta, frambjóðanda Demokrata, var að kveðja Bandaríkjaþing saman til aukafundar. Kom það saman þann 27. júlí s.l. Þegar forsetinn tilkynnti þessa ákvörðun sina á flokksþingi Demokrata í Philadelphiu, blandaðist engum hugur um, hver tilgangur hans var með henni. Hann vildi gefa þingmeirihluta Republicana í báðum deildum þjóðþingsins, tækifæri til þess að standa við kosn- ingaloforð sín og yfirlýsa stefnuskrá í ýmsum þýðingarmikl- um málum, ekki hvað síst í dýrtíðarmálunum, sem verða æ erfiðari viðfangs. Ólíklegt er talið að aukaþing sam- þykki nokkra þýðingarmikla löggjöf fyrir kosningarnar. En Truman hefur talið sjer hagstætt að geta í kosningabarátt- unni sýnt fram á tregðu andstæðinga sinna til að taka raunhæft á málunum, áður en þjóðin gengi að kjörborði. En Republicanar hafa farið hörðum orðum um þetta bragð Trumans. T. d. komst einn þeirra fremstu manna, Vandenberg öld- ungadeildarmaður, þannig að orði, að það væri síðasta ör- þrifaráð fallandi stjómar. En Demokratar eiga í vök að verjast í þessum kosning- um. Að þeim steðja a. m. k. tvær hættur. 1 Suðurríkjunum, þar sem þeir jafnan hafa átt yfirgnæf- andi fylgi að fagna, hefur verið sett fram sprengiframboð gegn Truman, hinum kjörna frambjóðanda flokksins. Demo- kratar þessara ríkja hafa lýst yfir framboði Thurmond rík- isstjóra í mótmæla skyni við mannrjettinda stefnuskrá Trumans. I öðru lagi hefur Henry Wallace, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, stofnað nýjan flokk, er hann nefnir Fram- sóknarflokk. Er gert ráð fyrir að hann verði aðallega studd- ur af kommúnistum og ennfremur er talið líklegt að áll- margir svertingjar muni fylgja honum. Wallace yfirgaf stjórn Trumans, sem hann var verslunar- málaráðherra í, fyrir alllöngu, fyrst og fremst vegna ágrein- ings um utanríkismál. Síðan hefur hann haldið margar ræður, þar sem hann hefur ráðist harðlega á Demokrata fyrir afstöðu þeirra til Sovjet Rússlands. Hann hefur einnig tekið upp skarpa andstöðu - gegn aðstoðinni við Vestur- Evrópu, hinni svokölluðu Marshallhjálp. Truman hefur þannig gjörsamlega mistekist að sameina þau öfl flokks síns, sem Roosevelt með lagni sinni jafnan tókst að laða til samstarfs, hina afturhaldssömu Suðurríkja- menn og hina vinstri sinnuðu og sósíalistisku fylgjendur flokksins víðsvegar um Bandaríkin. Það er að vísu ekki gert ráð fyrir því að hinir tveir sprengi- frambjóðendur Demokrata fái mikið fylgi. Þvert á móti er talið víst að fylgi beggja þeirra muni verða mjög lítið. En þau hljóta þó að gera róður Trumans töluvert erfiðari og minka sigurvonir hans. En að sama skapi og hátrompum Trumans fækkar vaxa líkur Deweys, frambjóðanda Repu- blicana, fyrir því að ná kosningu, sem forseti Bandaríkjanna x átökunum í nóvember. Flokkur hans vann glæsilegan sigur í síðustu kosningum til þingsins og hefur nú hreinan meiri- hluta í báðum deildum þess. Er mjög almennt gert ráð fyrir því að langsamlega mestar líkur sjeu til þess að hann verði næsti húsráðandi í Hvíta húsinu í Washington. En þótt forsetaskipti kunni að verða á næstunni er talið fullvíst að engar teljandi breytingar muni verða á stefnu Bandaríkjanna út á við. 1 þeim málum greinir hina tvo áðalflokka landsins ekki á, enda hafa Republicanar stutt stefnu Marshall og Trumans eftir föngum. Hefur Dewey t. d. lýst því yfir að hann sje eindregið fylgjandi Marshall lögunum og efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við hinar 16 Evrópuþjóðir. En Dewey mun ef að vanda lætur eftir forsetaskiptin skipta um menn í ýmsum þýðingarmiklum stöðum. Má gera láð fyrir að Republicanar, sem ekki hafa ráðið forsetakjöri x 16 ár, sjeu orðnir all-langeygir í að koma mönnum sínum að eftir slíka herleiðingu. L UR DAGLEGA LIFINU Fjelag allra borgarbúa. FJELAGIÐ, sem stofnað var" hjer í Þjóðleikhúsinu 17. júní s.l. og sem aetlar að vinna að fegrun borgarinnar fyrst ' og fremst á að verða fjelag allra Reykvíkinga, bæði þeirra, sem hjer eru fæddir og uppaldir, sem hinna er flust hafa hingað, eða eiga eftir að setjast að í Reykjavík. Fjelagið ætlar sjer að vinna að því, að gera borg- ina fallegri, þrifalegri og fallefyi í alla staði og að því hljóta allir íbúar hennar að stuðla. Eftir nokkra daga, á afmæli Reykjavíkur, 18. ágúst, efnir hið unga^fjelag til framhalds- aðalfundgr og eftir þann fund má búastyið, að áhrifa fjelags- ins fari að gæta verulega. Hug- myndin að stofnun þessa fjelags skapar er góð og þörf. Vonandi á felagið ‘ langa lífdaga fyrir höndum. • Vantar nafn. EN ÞAÐ vantar nafn á „17. júní fjelagið“, eða fegrunarfje- lagið, eins og það hefur verið nefnt. Fyrra nafnið er ekki heppilegt. Það segir svo lítið um tilganginn. — Fegrunarfjelagið fer ekki vel í munni. Mjer er kunnugt um, að forystumenn- irnir fyrir stofnun fjelagsins haldá ekki fast við þessi nöfn og að þeir skoða þau sem bráða birgðanöfn, en vænta þess, að tillögur komi fram um gott nafn á framhalds aðalfundin- um. Það má kannske segja, að nafnið skipti ekki aðalmáli, en þó er það svo, að það skaðar ekki að hafa gott nafn á f jelagi, sem á svo gott og mikið við- fangsefni fyrir höndum. • Afmæli Reykjavíkur. REYKJAVlKURFJELAGIÐ nýja hefur ákv. að halda upp á afmælisdag Reykjavíkur með skemmtunum í öllum sam- komuhúsum borgarinnar. Það hefur verið vanrækt hingað til, að almenningur hjeldi upp á þenna afmælisdag höfuðborg- arinnar. Jafnvel á 150 ára afmælinu var lítið um að vera. — En nú verða hátíðahöld, sem allir taka I væntanlega einhvern þátt í og þeim verður án efa haldið á- fram á næstu árum. Reykjavíkurfjelagið, sem einnig er gott og þarft fjelag hefur sögulegu hlutverki að gegna, ef svo mætti að orði komast. Það er verkefni þess, að halda við gömlum minjum hjer í borginni og gæta þess að saga borgarinnar falli ekki í gleymsku. Einnig það fjelag ■ mun halda afmælisdag Reykja- víkur hátíðlegan. Stofnun hins nýa felags mun ekki á einn eða neinn hátt draga úr starfsdmi eða vinsældum Reykjavíkurfjelagsins. Þvert á móti ættu þessi tvö fjelög að geta unnið saman að hagsmuna málum borgarinnar og borgar- búa. - • • Teikningar í Pilt og stúlku. ÞAÐ ER sagt, að við blaða- mennirnir sjeum með nefið ofan í öllu, bæði því, sem okk- ur kemur við og hinu, sem okk- ur .varðar ekki um. En góður blaðamaður telur að ekkert mannlegt sje honum óviðkom- andi og það er -rjett. í gær sá jeg af tilviljun nokkrar nýar teikningar eftir Halldór Pietursson, listmálara. og .jeg get hreint ekki þagað yfir þeim. Þetta eru 30—40 teikningar, sumar í litum, í Pilt og stúlku Jóns Thoroddsen, en í ráði er að gefa enn einu sinni út þessa vinsælu skáldsögu, sem íslend- ingar þreytast aldrei á að lesa. Maður, sem kunnugur er bóka. útgáfu fullyrti við mig í gær, að þeir höfundar, sem vinsæl- astir væru meðal íslendinga enn þann dag í dag, sjeu Jón Tho.roddsen og Jónas Hall- grímsson. Það sýnir sig líka best á því að bækur þessara tveggja höfunda eru gefnar út aftur og aftur og ár eftir ár. • Munu vekja athygli. TEIKNINGAR Halldórs Pjeturs sonar í Pílt og stúlku eiga eftir að vekja athygli. Það er jeg viss um. Það er auðsjeð að Hall dór hefur kynnt sjer söguna og persónurnar vel og að hann skil ur sjereinkenni þeirra. Það verður sannarlega feng- ur að þessari nýu útgáfu Helga- fells. Mjer er ekki kunnugt um hvenær hún á koma út, en ekki þætti mjer ólíklegt, að um „jólabók“ væri að ræða. • Umferðarkvik- myndir verða teknar. JÓN ODDGEIR JÓNSSON, full trúi Slysavarnafjelags íslands, hefur sagt mjer frá, að þegar hafi verið gerðar ráðstafanir til að taka stuttar umferðakvik- myndir hjer í borginni á vegum Slysavarnafjelagsins. Mun Ósk- ar Gíslason bráðlega byrja á því. Kvikmynd þessi verður bæði til fróðleiks og skemmtunar. Því miður taka íslenskir ljós_ myndarar ekki kvikmyndir nema á mjófilmu og Tjarnar- bíó er eina kvikmyndahúsið, sem hefur tæki til að sýna þær myndir. Samvinna milli ökumanna og llögreglunnar. ÞÁ SAGÐI fulltrúi Slysavarna- felagsins, að farið hefði verið fram á það við Sigurjón Sig- urðsson, lögreglustjóra, að hann undirbyggi samvinnu milli Slysavarnafjelagsins, FÍB, Hreyfils og Þróttar og lögregl- unnar um sameiginlega fræðslu í umferðarmálum. Tók lögreglustjóri þessu vel, en mun ekki hafa komið því við að hrinda málinu af stað áður en hann fór utan. I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Hún njt JAPONSKU hermennirnir óttuðust fátt meira en smá- vöxnu, tötralegu stúlkuna, sem tíðum sást á ferli á götunum í Manila. Enginn varðmaður tafði hana lengi, þegar hann upp- götvaði hcldsveikissárin undir blússu hennar. En þúsundir bandarískra hermanna þekktu hana og gáfu henni gælunafnið Joey. Fyrir stríð hafði frú Josefina Guerrero verið velþekkt í Manila. Hún var ung og falleg. Eiginmaður hennar var flug- ríkur læknanemi í Santo Tomas háskóla. Þau áttu tveggja ára gamla dóttur. • • JOFY GERIST NJÓSNARI ARIÐ 1941 komst frú Guerr- ero að raun ym, að hún Var holdsveik. Hún leitaði til lækna. En þegar Japanir rjeðust inn í Filipseyjar, var holdsveikis- spítölunum lokað. Hún sneri aft ur til Maaila og gekk í and- stöðuhreyfmguna. Asamt öðrum ungum stúlkum, byrjaði hún að hjálpa bandarískum stríðs- föngum og senda þeim matvæli fatnað og lyf. Þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Leyte, notfærði Joey sjer ótta Japana við holdsveik- ina til að njósna fyrir banda- ríska hermn. Hún gerði kort yfir japönsk virki og loftvarna- stöðvar, og ef einhver reyndi að stöðva nana, nægði henni að benda á sárin á líkama sínum. Og Bandaríkjamenn notfærðu sjer kort nennar og teikningar og gereyðiiögðu meðal annars loftvarnasiöðvarnar, sem hún vísaði þein á. • • ÓTTAÐIST EKKI DAUÐANN VEGNA holdsveikinnar, stóð henni næstum alveg á sama um öryggi sitt. Þegar andstöðu- hreyfingin i Filipseyjum komst að því, að Japanir höfðu komið fyrir jarðsprengjum þar sem 73. bandaríska herdeildin átti að ráðast á Manila í innrás- inni, var Joey valin til að koma þessum upplýsingum til Banda ríkjamanna. Kort yfir jarð- sprengjusvæðið var fest á bak- ið á henni með heffiplástri og svo var hún send af stað. Hún gekk yfir 56 mílna breitt svæði, þar sem Japanir voru á hverju strái. Hún var oft stöðvuð, en fjekk að halda áfram ferð sinni, eftir að aðeins lauslega hafði verið leitaö á henni. Hún kom kortinu í ijettar hendur. AÐ STRÍÐI LOKNU EFTIR sigur Bandaríkja- manna í Filipseyjum, voru íholdsveikrasjúkrahúsin opnuð á ný, en það vantaði peninga til að reka þau og veita sjúkl- inguntim nauðsynlega aðhlynn- ingu. Þakklátir Bandaríkja- menn sendu Jöey fatnað, lyf og peninga. Hermálaráðuneytið sæmdi hana frelsisorðunni bandarísku. En Joey batnaði ekki. Fyrir tveim mánuðum síðan fengu vinir hennar í Bandaríkj unum stjórnína til að veita he:mi undanþágu frá banninu um holdsveika inn- flytjendur og leyfa henni að leggjast á holdsveikraspítalann í Carville, Louisiana,. • ® í BANDARÍKJUNUM SlÐASTLIÐINN mánuð kom frú Guerrero til San Francisco. A bryggjunni tóku á móti henni Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.