Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1948, Blaðsíða 10
10 maHGVPfSLABlB Fimmtudagur 12. ágúst 1948* MELISSA éJptlr dJcujlor (JaldiAJelí hrapallega og öðrum. Charles hefir verið bæði slóttugur og viðkvæmur maður. Slíkir menn verða ekki lesnir niður í kjöl- inn. Það er ekki einu sinni víst að hann hefði reiðst því þótt hann hefði verið kallaður djöfull Heimskingi hefi jeg verið. Jeg er viss um það að Charles hefir hæðst að mjer og okkur öllum. Og þó virtist hann vera dreym inn hugsjónamaður og vísinda- maður í húð og hár. En nú er jeg viss um það, að hann hefir ekki verið hugsjónamaður. En jeg verð að athuga þetta betur, hjer kemur margt til greina. Og svo er þessi gáta hvort hann er dauður eða lifandi. Hann er að vísu grafinn, en jeg held að vald hans yfir f jölskyldunni sje sterk ara nú en nokkru sinni fyr. •A Geoffrey þreif skörunginn og skaraði í aringlæðurnar. Hann fór að hugsa um samtal það, er hann hafði átt við Amanda áður en hann kvaddi hana. Hann hafði tekið blítt í hönd hennar og sagt: „Kæra frú Upjohn, jeg veit að þetta er óheppileg stund til þess að ræða um einkamál sín, en jeg er að leggja upp í langferð og jeg vil gefa yður nægan umhugsunar- tíma til að athuga það mál, er jeg ber nú upp fyrir yður. Viljið þjer gefa mjer Melissa fyrir konu?“. Það var stórmérkilegt að sjá hvað henni brá, hvað hún varð bæði hrædd og hissa. „Melissa“, endurtók hún og saup hveljur. En svo var eins og hún átt- aði sig og hún sagði lágt: „Jeg skil yður ekki. Viljið þjer eiga Melissa? Þjer þekkið hana ekki.“. Hún horfði beint framan í hann um stund og mælti svo enn „Samviska mín býður mjer að tala, og jeg segi yður það, að það er ekkert gott um dóttur mina að segja. Hún hefir valdið armæðu og böli á þessu heimili. Með svikabrögðum rændi hún manninum mínum frá mjer. Charles var svo einfaldur og auð trúa. En Melissa er vond stúlka, Geoffrey“. „A jeg að skilja þetta svo að þjer vísið mjer á bug?“ Hún saup hveljur og kipti að sjer höndinni. „Melissa hatar yður, Geoffr- ey“, sagði hún. „Hún máfti ekki vita til þess að neinn maður væri vinur föður síns, og af því að þjer urðuð vinur hans fór hún að hatá yður. Hún mun ekki taka yður“. Hann brosti, laut niður *að henni og kysti hana á ennið. „Látið mig um það“, sagði hann. „En samt þarf jeg á sam- þykki yðar að halda. Gerið það fyrir mig að sámþykkja þetta“. Og svo fór hann án þess að segja rAeira og hún horfði undr andi á eftir honum. Og nú, þégar Geoffrey sat fyrir framan eldinn í skrifstofu sinni, fór hann að hugsa um Melissa. Hann vildi giftast henni þó að hún elskaði hann ekki. En nú vissi hann að svipur Charles stóð á milli þeirra. Hann spratt á fætur og gekk stórum skrefum fram og aftur um gólfið. ★ Uti fyrir hvein vindurinn í gluggum og reykháfum á húsi 7. dagur Upjohns. En inni var alt kyrt. Þó gat fólkið ekkí sofið. Hver maður lá vakandi í sínu rúmi og horfði út í myrkrið og hlust- aði á vindgnýinn úti fyrir. Herbergi Andrews var minsta og ljelegasta svefnherbergið í húsinu. A því var aðeins einn lítill gluggi og úr honum sá ekki annað en ofan á þakið á eldhúsinu. Það hafði aldrei ver ið talið nauðsynlegt að Andrew hefði útsýni. Enginn maður hafði hugmynd um að það var venja hans þegar hann var heima, að fara á fætur fyrir all- ar aldir, cg ganga út til þess að horfa á sólarupprásina. Hann læddist þá, og eftir nokkra stund læddist hann aftur upp í herbergi sitt og lagði sig út af. Og þar lá hann í hörðu fletinu og naut þess, sem hann hafði sjeð, þangað til hitt fólkið kom á fætur. Og þarna lá hann þetta kvöld og hafði handleggina und ir höfðinu. Hann var að hugsa, þótt engum hefði nokkru sinni komið til hugar að hann hugs- aðf neitt. Hann var að hugsa um föður sinn. Hann hafði altaf elskað föður sinn og litið upp til hans með barnslegu trúnað- artrausti. Þó hafði hann í aðra röndina verið hræddur við hann, hann vissi ekki hvers vegna, það var einhver grun- ur frá undirvitund hans um það að Charles væri ekki eins og hann ætti að vera. Ekki fanst honum neitt athugavert við það þótt Charles tæki Mel- issa fram yfir hin börnin, því að Melissa var sú eina í fjöl- skyldunni sem skildi hann og gat talað við hann. Andrew hafði því þegar fall- ist á þá ákvörðun þeirra að hann skyldi lesa lög, þótt hann væri því sjálfur mjög frábitinn. En úr því að þau vildu þetta þá fanst honum sjálfsagt að hlýða. Þau vissu sjálfsagt bet- ur en hann sjálfur hvað hon- um var fyrir bestu. En gjarna hefði hann kosið að þau hefðu einhvern tíma talað vingjarn- lega og í einlægni við hann. Stundum hafði hann hlustað á samtal föður sins og Melissa og undrast. En þegar þau urðu þess vör höfðu þau litið til hans hálf kankvíslega og hálf gremju lega, eins og hann væri eitt- hvert aðskotadýr, og hann hafði sjeð sinn kost vænstan að snáfa burtu. Um þetta alt var hann nú að hugsa og þá undarlegu kend sem greip hann þegar líkkistu föður hans var sökt í gröfina. Nú er jeg loksins frjáls, fór þá eins og leiftur um huga hans. Hann haföi litið á móður sína þar sem hún stóð harmþrung- in á grafarbakkanum, og hann hafði hugí.að: Nú erum við öll frjáls. Honum þótti vænt um móður sína líkt og lambi þykir vænt um sína móður, en hann hafði aldrei hugsað mikið um hana. En á meðan hann horfði á hana þarna kom upp í honum beisk .gremja gegn föðurnum. Þá hafði honum orðið litið á Melissa og hann kendi bæði vorkunnsemi og andúðar. Honum varð. litið á Poebe litlu og þá hafði hon- um orðið það á að hnykla brýrn ar. Hann spurði sjálfan sig: Hvernig stendur á því að jeg hefi látið fara svona með mig og líf mitt? Þegar jeg leit á andlit föður míns í kistunni í morgun, þá vissi jeg að hann hafði verið svikari. Jeg hafði leyft honum að fara með mig eins og honum sýndist vegna þess að hann hafði blekt mig, alveg eins og hann hefir blekt móður mina og systur. Þetta var mjer ekki ljóst fyr en jeg sá andlit hans í seinasta sinn. Þá skildi jeg alt í einu vjtfangi, því laust cins og eldingu í hug minn. Hann fór að hugsa um bú- garðinn og sagði við sjálfan sig: Jeg á hann. Nú. getur enginn varnað mjer þess að verða bóndi, Heimska mín hrakti mig- hjeðan upphaflega. Sá, sem ekki' vildi mjer vel, ákvað hvað jeg,; skyldi verða. Skyldi honum: nokkru sinni hafa komið til hugar að hann breytti þá rang-j lega við mig? Hvort skyldi held ur vera að hann hafi ætlað sjer að eyðileggja okkur börnin sín, eða var hann. svona skamm- sýnn? Andrew hafði aldrei verið kirkjurækmn og vissi lítt um trúarbrögðin og kenningar þeirra. En nú rifjaðist þó þetta upp fyrir honum: Vertu róleg ur, vertu öruggur um það. að guð er til og að hann og jörðin, eru eitt. Enginn getur elskað jörðina án þess að elska guð, og enginn getur elskað guð án þess að eiska jörðina. Ut frá pessum hugleiðingum sveif svefn á Andrew. Inn af gestaherberginu var svefnherbergi Poebu litlu. Þetta var skemúlegasta herbergið húsinu. Phoebe hafði jafnan lag á því að fá hið besta í sinn hlut, hvorf sem um var að ræða mat, fatnað eða annað, og þó heimtaði hún ekki neitt. Henni gekk illa að sofna þetta kvöld eins og öðrum. Augun voru eitthvað svo einkennilega stirð af þvi hvað hún hafði gráf ið mikið. Hún hafði grátið vegn^, þess hvað hún var viðkvæm og; vegna þess að hún vissi að það- fór sjer vel og að hún var^ brjóstumkennanleg, svo að allir vorkendu henni. En það ,va|; nú líka sorglegt að pabbi skyldþ vera dáim.. Ekki líkaði honuih- það ef hann vissi það. Hún ef*-; aðist um það að hann væri e: lifandi, en gaman væri það hann vissi af því að hann vár- dauður. Það var leiðinlegt að mamni; skyldi aldrei hafa þekt pabb~ Hann var svo vitur, að jafnvél heimskingmn hún Melissa haf$|£ hlustað á hann full af aðdáu|; ! Pabbi var slóttugur og jeg <yr. feins og hann, hugsaði hún. jkunnum að hafa okkar frana þegjandi )g hljóðalaust, me: eru jafnvei fegnir að fá að gera okkur alt til geðs án þess við minnumst á það. Pabbi v; djúpvitur Hún hafði snem: tekið eftir því hvernig hari vafði öðrum um fingur sjer. Þ; var verst að hann skyldi fal 'svo snemma frá. Melissa v nú að verða gömul, en hún v; ung, og það var enginn efi f| þvi að pabbi hefði tekið hanl fram yfir Melissa _bráðlegáf : vegna þess að hann "dáðist æskunni en hafði andstygð ' afturför. Svört og hvít Austurlenskt ævintýrio 29. Og svo kom sá dagur reynslunnar. Jeg sat að bæn allan ’ daginn, frá því sólin rann upp, þar til hún rann til viðar. Þá birtist mjer voldugur andi. Það var þjónn Allah, dauða- engillinn Asrael. Hann leit alvarlega á mig og sagði: Jeg er kominn til þess að sækja sál annarrar dóttur þinn- ar og bera hana til paradísar. Nú átt þú að ákveða, hvorrí þeirra þú vilt halda eftir á jarðríki. Á jeg að taka Fagurrós eða á jeg að taka Sigurrós? Taktu hvora, sem þú vilt, svaraði jeg grátandi, en hlífðu mjer við valinu. Báðar eru þær mjer jafn kærar og mitt eigið líf. Taktu hvora, sem þú vilt. Nei, sagði engillinn..Það þori jeg ekki. Það er vilji Allah, að þú veljir sjálfur á milli. Jeg get það ekki, sagði jeg. Taktu þær báðar og taktu mig líka. Jeg get ekki lifað slíka ákvörðun. Engillinn þagði nokkum tíma, eins og hann væri að hlusta a þytinn í blænum. Svo sagði hann: Lofaður veri Allah, hinn miskunnsami. Hann hefur sent mjer boð sem sýna mildi hans. Hvorug dætra þinna mun deyja alveg, heldur helmingur hvorrar og þó aðeins með iþví skilyrði, að þú afsalir þjer helming ríkis þíns. Viltu fallast á það? Já, já, æpti jeg. Taktu það. Asrael breiddi hendumar út og allar eyjarnar nema þessi eina sukku niður, en hafið luktist um þær. Asrael talaði áfram. Sigurrós skal missa fegurð andans, en Fagurrós skal missa yndisleik líkamans. Fagurrós mun verða svört og ljót, en JUP p/Tb Ja, guð minn. góður. — Það Jiarf vissulega þolinmæði til að fara í búðir nú til dags. ★ •— Hver var fyrsti lýðræðis- sinninn í heiminum? — Kristófer Kólumbus. — Af hverju segirðu það? — Þegar hann lagði af stáð í ferð sína frá Spáni, borgaði ríkið þá ekki ferð hans? — Jú. — Þegar hann fór frá Spáni, vissi hann þá nokkuð, hvert hann var að fara? — Nei. — Þegar hann komst til Ameríku, vissi hann þá nokkuð hvar hann var? : — Nei. — Og þegar hann kom heim, vissi hann þá nokkuð, hvar ann hafði verið? . ★ ri Hvaða munur er á gömlum tíéyringi og nýjum einseyr- ingi? Svar: ; Níu aurar. ★ Garðyrkjumaður var að sýna þvað trjen í garðinum hans hefðu vaxið mikið. En hvað er þeíta, sagði kunn ingi hans. Þau hafa ekkert annað að gera. ★ Þegar jeg var í Indlandi, sagði leiðinlegi skarfurinn í klúbbnum, sá jeg tígrisdýr koma niður að fljótinu, þar sem konurnar voru að þvo þvottinn sinn. Þetta var mjög grimmt tígrisdýr, en ein konan var mjög hugrökk og hún tók vatns fötu og skvetti úr henni fram- an á trýnið á tígrisdýrinu, sem brá svo við, að það lagði niður skottið og skreið á brott. — Þetta er rjett hjá honum, sagði einhver. — Þetta er rjett. Jeg get borið þess vitni. Nokkr um mínútum eftir að þetta gerð ist mætti eg þessu sama tígris- dýri og eins og jeg er vanur, þegar jeg mæti tígrisdýrum, strauk jeg því um kampana, — og þeir voru blautir. ★ Stúlka í baðmullarsokkum sjer aldrei mús. ★ Símastaur hittir aldrei bíl nema í sjálfsvörn. ★ Maður ruddist inn í lögfræði skrifstofu og spurði lögfræðing inn: Ef hundur stelur kjötbita úr búðinni minni, á eigandinn þá að borga ketið, sem hundur inn hefur stolið. — Já, vissulega, sagði lög- fræðingurinn. — Jæja, hundurinn yðar stal fimm krónu ketbita frá mjer rjett áðan. — Ágætt, þetta samtal við mig kostar tíu krónur. Þjer skuldið mjer þá fimm. KAÚPI GULL hæsta verði. SIGURÞÓR, Hafnarstræti <L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.