Morgunblaðið - 10.11.1948, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.11.1948, Qupperneq 9
Miðvitudagur ÍO. nóv. Í948. MORGUTiBLAÐlÐ 3 6rikklandsmálið á þingi S. Þ. © umálin ÞEGAR allsherjarþlng Samein "uðu Þjóðanna kom saman í Par ís í ár, var það vitað, að eitt af stórmálum þess yrði Balkan- málið svokallaða: kæra Grikkja á hendur nágrannaþjóðum sín- um þremur (Júgóslövum, Al- foönum og Búlgörum) fyrir margvíslega aðstoð við skæru- liða Markosar „hershöfðingja'*. Gríska stjórnin hafði haldið þvi fram allt frá því ao að- gerðir kommúnista í Grikklandi faófust eftir styrjöldina, að hin- ar kommúnistisku einræðis- stjórnir ofangreindra þjóða Ijetu ekki einungis skæruliðun- um í tje vopn og vistir, held- ur heimilaði þeim aðgang að landsvæðum sínum, þegar menn Markosar töldu sig þurfa á slík um griðastað að halda. Jafnframt var það mjög haft við orð, að skæruliðar hefðu faerbúðir í nágrannaríkjunum, <og þjálfuðu þar menn sína, og um skeið þótti mega færa sönn- ur fyrir því, að liðsmalar komm únista ferðuðust um Evrópu og skoruðu á menn að fylkja sjer undir fána Markosar hins gríska. Þegar stjómmálanefnd alls- faerjarþingsins í haust tók til við að ræða þetta mál, var það yfirleitt almennt álit Jýðræðis- ríkjanna, að aðgerðir skæruliða í Grikklandi, og þá ekki síst að- stoð kommúnistastjórnanna í nágrannaríkjunum, stefni friðn um á Balkanskaga, og jafnvel heimsfriðnum, í hættu. Niður- staða rannsóknarnefndar þeirr- ar, sem S. Þ. sendu lil Balkan- skaga, varð og mjög á þennan veg, enda þótt Albanir, Búlg- arar og Júgóslavar höfnuðu allri samvinnu við nefndina og neituðu henni jafnvel um leyfi til að ferðast inn yfir landa- mæri sín. En þetta styrkti aðeins grun- semdir manna. Fyrir skömmu síðan kom fram £ stjórnmálanefnd S. Þ. tillaga í þessu alvarlega máli, og studd ist hún að ýmsu leyti við skýrslu rannsóknamefndarinn- ar á Balkanskaga. Að tillögunni stóðu Bretland, Bandaríkin, Frakkland og Kína, og sýnt þótti í upphafi, að hin lýðræðis- ríkin á allsherjarþinginu mundu líta á það sem skyldu sína að styðja þessa tillögu. ís- land var eitt þessara ríkja. Megininnihald tillögunnar er £ stuttu máli á þann veg, að skipa Albaníu, Búlgaríu og Júgóslavíu að hætta þegar í stað aðstoð sinni við hlið Markosar, og hafa samvinnu um það við Grikkland að leysa deilumálin á friðsamlegan hátt. Þá kemur og fram sú beiðni til allra með- limalanda S. Þ., auk þeirra þjóða, sem ekki hafa enn gerst meðlimir, að aðstoða hvorki foeint nje óbeint neina vopnaða andstöðu gegn grísku stjórn- inni. Þrátt fyrir tilraunir Rússa og annarra þjóða Austur Evrópu til að tefja á allan hátt fyrir framgangi þessarar tillögu, er slciicfa I hor Thors sendiherra skýrir afstöðu Isiands nú sýnt, að hún muni ná fram1 að ganga, og það með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Sendinefnd íslands á allsherj arþinginu mun verða meðal þeirra sendinefnda, sem at- kvæði greiða með tillögunni, en hjer fer á efiir ræða sú, sem Thor Thors, formaður íslensku nefndarinnar, flutti, er hann skýrði afstöðu íslands til máls- ins fyrir nokkrum dögum: Herra forseti. Aðeins fáein orð — ekki vegna þess, að þörf sje á frek- ari ræðuhöldum í deilumáli' þessu, heldur aðeins til þess að gera grein fyrir afstöðu íslensku sendinefndarinnar. — í raun rjettri hafa þegar verið látin falla of mörg orð í sambandi við deilu þessa, og jeg hygg að flest okkar óski þess að mörg þeirra væru ósögð. Stóryrðin gera vandamálið einungis erf- iðara viðfangs og torvelda lausn þess. Síðastliðið ár, er Balkanmál- ið var til umræðu í Stjórn- málanefndinni, þá greiddi ís- lenska sendinefndin atkvæði með því að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka ástandið í viðkomandi löndum. Nefnd þessi átti einkum að vinna að því, að»koma á sáttum milli Grikklands annars vegar og Júgóslavíu, Albaníu og Búlg- aríu hins vegar. Þá þegar höfðum við hlýtt á kvartanir Júgóslavíu um að landið hefði sætt ósanngjarnri meðferð af hálfu nefndar þeirr- ar, er Öryggisráðið skipaði í málinu. Við vorum þess vegna á því, að Júgóslavía, Búlgaría og Albanía myndu hagnast á því, að ný nefnd yrði skipuð, og sannleikurinn kæmi í Ijós. Við hljótum því að harma það, að þessi þrjú lönd hafa í engu breytt afstöðu sinni og hafa neitað allri samvinnu við rann- sóknarnefnd S. Þ. í Balkanmál- inu. Nú er nær ár liðið síðan Alls- herjarþingið samþykkti að skipa nefnd þessa. I-Iún hefur uarnið mánuðum saman og skýrsla hennar hefur nú verið afhent okkur. Nefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að hið raunverulega ástand í Balk anlöndunum sje slíkt, að það sje ógnun við stjórnmálalegt frelsi og sjálfstæði G-rikklands og friðinn á Balkanskaganum yf- irleitt. Ennfremur, að Albanía, Búlgan'a og Júgóslavía hafi brotið stofnskrá S. Þ. með hegð un sinni. | í nefnd þéssaii, gem skipuð hefur vferið af Sameinuðu Þjóð- unum, eiga sæti heiðvirðir full- trúar virðulegra þjóða, sem við berum óskorað traust til. Þeir tjá okkur, að lítið land, Grikk- land, sem einnig er meðlimur S. Þ„ sje í hættu statt. Það skiftir ekki máli, hvaða smá- Þjóö það er, sem á hlut að máli. *, ur Bandaríkjanna munu semja Efíir William Hardcastle, frjettaritara Reuters, Washington. EF allt gengur að óskum, þá munu rússneskir kvikmynda- húsgestir innan skamms fá tækifæri til þess að sjá „úrval“ af Hollyvvood-kvikmyndum. Rússneska stjórnin ein ræð- ur því, hvsða myndir verða x'alder. Kvikmyndaframleiðend En það dregur vissulega ekki úr samúð okkar, að um Grikk- land skuli vera að ræða, því að Ijóminn af hinni fornu menn- ingu þjóðarinnar hefur um aldir orðið kynslóðunum til hvátning ar og uppörvunar. En það er óvjefengjanleg skylda Sam- einuðu Þjóðanna að veita hverri þeirri þjóð aðstoð, er dómbærir menn úrskurða, að eins sje á- statt fyrir og Grikklandi. Við verðum nú að ákveða, hvort tdð eigum að samþykkja niðurstöður rannsóknarnefndar innar, ellegar hvort við eigum að virða þær að vettugi og lýsa jafnframt gjörðir meðlima henn ar ómerkar. íslenska sendinefnd in lítur svo á, að ekki sje nein- um erfiðleiltum bundið, að taka ákvörðun í þessu máli. Ef það er rjett, að árið 1947 hafi verið nauðsynlegt, að skipa nefnd til þess að reyna að jafna deilu- málin og koma á sættum milli Balkanríkjanna, er þá ekki enn meiri ástæða til þess nú, að nefnd þessi haldi áfram störf- um í því augnamiði? Við lítum svo á, að þetta sje kjarni málsíns. Við erum því mjög hlynntir tillögu þeirri, er fulltrúar Kína, Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna hafa borið fram, og munum greiða atkvæði með henni. Síðastliðið ár ljetum við í ljós vonir okkar um, að fulltrúar Rússlands og Póllands myndu taka sæti í nefndinni. Þær von- ir eru enn ekki með öllu kuln- aðar, enda þótt svo kunni að virðast sem þær sjeu skýja- borgir einar, þegar þess er gætt, hvernig ástandið er nú í heims- málunum. En við lítum svo á, að það sje skvlda alli'a þeirra þjóða, er æskja þess að friður og rjettlæti ríki í Balkanlönd- unum, að veita aðstoð sína. menn i París í gærkvöldi. BRETAR tilkynntu hjer í dag, að þeir skuldbindu sig til þess að láta af mörkum 1 millj. sterlingspund til hálpar flótta- mönnum í Palestínu. — Ernest Davies, fulltrúi Breta í nefnd þeirri, er fjallar um flótta- mannavandamálið í Palestínu, skýrði frá þessu í dag. Bretar leggja þó fram fje þetta með þeim skilyrðum, að aðrar þjóð- ir, er hlut eiga að máli, láti af hendi rakna hlutfallslega jafn mikið fje og þeir. — Reuter. lista yfir ýmsar af mynaum sín um. og síðan geta Rússar valið það, sem þeim þóknast af list- aanum. Samt er ekki svo að skil'ja. að þeim sje gefinn kost- ur á öllum þeim kvikmvndum, er framleiddar eru í Holly- woodd. Ekki um ritskoðun að ræða. Eric Johnston, forstjóri sam- bands bandarískra kvikmynda- framleiðenda, sem gerið samn- ing þennan við Rússa, hefir ein dregið neitað því, að um nokk- ura ritskoðun sje að ræða af hálfu Bandaríkjamanna. Hann segir, að Rússum muni aðeins gefinn kostur á „bestu“ bandarísku myndunum, en ekki nauðsynlega þeim, sem eru Bandaríkjunum mest í hag. Rússar fá 20 af hinum handa rísku kvikmyndum í einu og greiða fyrir þær jafnóðum. Bandaríkjamenn nota þá að- •ferð, að gera lista yfir kvik- myndir sínar í viðskiftum við allar þjóðirnar bak við járn- tjaoldið. þar sem „ekki er fvr- ir hendi óskorað frelsi á kvik- mynda markaðinum". ,— En Tjekkóslóvakía, Júgóslavía og aðrar þær þjóðir, sem líkt er ástatt fyrir, greiða fyrir kvik- myndirnar á venjúlegan hátt, þ. e. a. s. í samræmi við aðsókn- ina. Mega ekk: bæta viS. Samkvæmt samningi beim, er Tohnston hefir gert. þá skuld- binda Rússar sig tii þess að ,.bæta“ ekki neinu við kvik- mvndir þær, sem þeir fá, enda bótt þéim sje heimilt að fella eins mikið m' beim og þeir vilja. Þetta ákvæði um, áð Rússar megi ekki bæta neinu við, er sett til þess að koma í veg fyr- ir, að þeir geti lagt bandarísk- um leikurum í munn orð eftir cigin geðþótta. Þevar Johnston \ar að því snurður, hvort hann hjeldi að Rússgr myndu standa betur við bennan samning, en ýmsa al- bjóðasamninga, sem þeir hafa ^ert, þá svaraði hann því einu, að hann vonaði hið besta. Og ef alt gengur „samkvæmt á- ætlun“, þá mun þetta verða í fyrsta sinn £12 ár, sem rúss- neskir kvikmyndahúsgestir fá færi til þess að sjá banda- rískar kvikmyndir. Eftirxnynd Stalins. Meðan á styrjöldinni stóð, voru tvær Hollywoodmyndir sýndar því nær viðstöðulaust víðsvegar um Rússlandi. Þaðl voru „Valsakonungurinn", ser<> sögð er eftirlætismynd Stalins, og „Hundrað menn og e.ir\ stúlka“, með Deanna Durbin, \ aðalhlutverkinu. Síðan hætt var að sýna þær, hafa engar bandarískar kvikmyndir veridi á boðstólum í Rússlandi. Margir hjer hafa furðað sig, á, hver ástæðan muni vera fyr- ir því, a.5 Moskvavaldið hefir nú nýlega slakað til við inn- flutning eriendra bóka, tíma- rita og kvikmynda. Blaðið „Washington Post'% gefur þá skýringu, að undan- farna mánuði hafi ritskoðend- urnir rússnesku verið óánægðir með margar innlendar kvik- myndir og bannað sýningar -á, þeim. ,,Það er vitað mál“, sagöi -4, blaðinu, ,.að rússneska stjórnin hefir verið í vandræðum að fá nógu margar langar kvik myndir frá sýnum eigin kvik- mýndaverum. Rássar banna sínar eigin myndir. ..Kvikmyndaiðnaður er -á -hán stigi í Rússlandi, en undanfarií) hafa verið bannaðar sýningar á hverri rússnesku kvikmynd- inni á fætur annari, og hefur þeim verið fundið það til for- áttu, að þær hefðu „rangan boðskap að flytja“. Kvikmynel var gerð efíir leikriti Konstant- in Simonov, „Rússneska vanda málið“, þar sem hann ræðst á bandaríska blaðamensku og sýnd var í mörg hundruð leik- Jtúsum um gervalt Rússland. —• En kvikmyndin • f jell ekki rit- skoðendum rússnesku stjórnar innar í geð og var bannað ai) sýna hana. „Eftir því, sem Bandaríkja- menn, nýkomnir frá Moskva, segja, þá er afleiðingin ,sú, a'ð rússnesk kvikmyndahús hafa lítið annað á boðstólnum, en leiðiniegar endurtekningar á gömlum áróðursmyndum. „Russneskir kvikmyndahús- gestir vilja horfa á skemtileg- ar myndir, en það hafa þeir ekki fengið upp á síðkastið". B5ng og Rita óþekkt íi Rússlandi. Johnston sagði, að rússnesku umboðsmennirnir, sem hann hefði rætt við, hefðu haft mest an áhuga á hljómlistarmynd- um og sögulegum myndum. — Þeir Ijetu ekki í ljós neina ósk um að fá myndir með Bing Crosby, Ritu Hayworth eða öðrum Hollywood-leikurum, af þeirri einföldu ástæðu, að nöfn þessara leikara eru þeim með öllu framandi, vegna þess, hve langt er síðan bandarískar kvjk myndir hafa verið sýndar þar í landi. Bandarísku kvikmyndirnar eru ekki einustu erlendu myncl irnar, sem rússnesku áhorfend- um verður boðið upp á. Bresk- ar, sænskar og franskar kvik- myndir hafa einnig verið sýnd- ar þar undanfarið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.