Morgunblaðið - 17.11.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. rióv. 1948 ‘iJn&rihóóon, óhripar um: Silfur hafsins Síldarafli í kg. á íbúa í nokkrum Iöndum 1937. Háskólinn fær góðabókagjöf BRESKU háSkólakennararnir, sem hjer voru á ferðalagi í sum ar á vegum Anglía hafa sent háskólahókasafninu góða bóka- gjöf sem þakklætisvott fyrir góðar mottökur Anglía og opin- berra aðila. Meðal; bókanna eru ljósprent uð fornihandrit, sem háskpla- safnið átti ekki áður. Ástvaldur Eydal: SILFUR HAFSINS. Helgafell, Rvk. 1948. EINS OG mörgum er kunnugt hefur Ástvaldur Eydal, fil. lic. árum saman lagt sjerstaka rækt við að kynna sjer sem best alt er lýtur að síld, síldveiðum síld arverkun og síldariðnaði og hag að háskólanámi sínu í Stokk- hólmi að nokkru leyti eftir því. Á unglingsárunum hafði hann tækifæri til þess að stunda síld- arvinnu, en við það starf tók hann þá ástfóstri, sem hann hef ur ekki brugðist síðan. Að loknu háskólanámi starfaði hann um skeið hjá Síldarútvegsnefnd, en hefur nú sagt upp störfum þar fyrir nokkru. Höfundurinn hefur áður skrif að tvær bækur um síld. Önnur þeirra Síldveiðar og síldariðn- aður kom út í Reykjavík 1941, en hin, Havets silver í Stokk- hólmi 1944. Hefur sú bók náð mikilli útbreiðslu og á miklum vinsældum að fagna í Svíþjóð. Höfundurinn getur þess í for málanum að þessi bók sje í veru legum atriðum sniðin eftir hin- um tveimur en ýmsu hefur ver- ið breytt og mörgu bætt við. Að loknum formála koma sex stutt ir kaflar um síldarheiti, síldar- tegundir, fæðu síldarinnar, hrygningu hennar, göngur og síUlveiðiaðferðir. Þá tekur við stutt en ágætt yfirlit um :,síld- veiðar á liðnum öldum“, og gæti jeg trúað að mörgum þætti það fróðlegt og greinargott, það sem það nær. Er' þar minnst síldveiða Dana aftur í grárri forneskju, fyrir 5000—7000 ár- um, veiðanna við Skán og braut ryðjendastarfs Hollendinga á 14. og 15. öld. Þar er og fróð- legur kafli um síldveiðarnar við Bohuslán, og loks er sagt frá síldveiðum Breta, Norðmanna og íslendinga. Lengsti og merkasti kafli bók arinnar fjallar um „síldveiðar á vorum dögum“. Hefur höfundi tekist að koma þar fyrir miklu af gagnlegum og skemmtilegum fróðleik. Er sýnilegt að hann hefur gert sjer lofsvert far um að ná til allra nýjustu heimilda ^vo að segja frá öllum síldveiði lohdum jarðarinnar. Fyrst er getið síldveiða Svía, Dana, Finna og Norðmanna, þá Eng- Útflutningur íslenskrar saltsíldar 1938, en það ár voru fluttar út túmlega 300.000 tunnur (Á. Eydal). lendinga, Skota, Ira, Frakka, Belga, Hollendinga, Þjóðverja, Rússa og loks íslendinga. — Greinin um síldveiðar íslend- inga er prýðilegt yfirlit þótt stutt sje. Þar er sagt frá veiði- tíma, lýst skipum og veiðarfær- um, taldir söltunarstaðir og bræðslustöðvar og gerð grein fyrir magni veiðinnar og með- ferð hennar. í lok þessa kafla er stutt yfirlit um „síldveiðar og síldarverslun í Evrópu ‘, og ennfremur er stuttlega minnst á síldveiðar Bandaríkjamanna Kanadamanna og Japana. Undir fyrirsögninni „Efna- sambönd og efnabreytingar í síldinni“ er greint frá útkomu vísindalegra rannsóknar á þessu sviði.. — Mörgum, ekki síst þeim, sem eigi eru kunnir síld- ariðnaoi, mun þykja gaman að lesa um vinnslu síldarinnar og um afurðir vinnslunnar, mjölið og lýsið. Einnig er nákvæm lýs- ing á verkun síldar til matar, ísun, frystingu, reykingu, þurrk un, söltun og niðursuðu. Eins og að líkum lætur er söltuninni gerð sjerstök skil. Þar er kafli um saltið, áhrif þess á síldina, um tunnur, hirðingu og geymslu saltsíldar og nákvæm lýsing á starfinu, sem fer fram á söltun- arstöðvunum. Enn er kafli um sölugildi síldarinnar ,næringar- gildi hennar en síðast í bók- inni er rætt um síld til heimil- isþarfa, og matreiðslu síldar. — Aftan við það, sem nú hefur verið talið, er yfirlit um („upp- skriftir“) 66 síldarrjetti. Það bæði prýðir bókina og eykur gagn hennar, að aftan við lesmálið eru prentaðar 55 mynd ir (á 19 blöðum). — Þar eru myndir af síldarafbrigðum, síld areggjum, síldarlirfum, síldar- hreistri og kort af útbreiðslu- svæði síldarinnar í höfum Ev- rópu. Nokkur önnur kort sýna síldveiðar helstu landanna og markaðslönd íslands og Noregs. Einnig eru myndir af helstu veiðarfærum og notkun þeirra, svo eitthvað sje talið. Jeg geng þess ekki dulinn, að eitthvað mætti finna bók þess- ari til foráttu; eins og öðrum mannanna verkum, ef leitað væri með logandi ljósi, en þegar á alt er litið.ber hún höfundi sínum vitni um vandvirkni og góðan smekk. Ástvaldur Ey- dal á mikla þökk skilið fyrir bók þessa, sem er hin þarfasta og „orð í tíma töluð“. Hefur honum snildarlega tekist að koma fyrir miklu efni — sem engum íslendingi má í Ijettu rúmi liggja — í hlutfallslega litlar og handhægar umbúðir. Vjer íslendingaar erum því miður mjög fátækir að fræðslu ritum um atvinnulíf vort. Oss vantar bók um skip, bók um veiðarfæri, bók um fiskimið, um fiskveiðar annara þjóða og síðast en ekki síst, fleiri bækur eins og þessa um aðrar greinar fiskveiða vorra. 1. nóv. 1948. Árni Friðriksson. • /J 1C&2 men „Hvað sagði tröliið“ Eftir Þorleif Bjarnason Hver sá, er ann bókment- um, mun gleðjast af lestri þessarar bókar! Hjer er kom- inn á skáldaþing nýr rithöf- undur — og hefir þegar tekið sjer sæti framarlega. Þorleifur Bjarnason er áður kunnur af „Hornstrendinga- bók“. Skáldsaga hans fjallar og um Strandir og Stranda- menn, og mun vera ágæt þjóð- lífslýsing, en um leið fyrsta flokks skáldskapur. Bygging sögunnar er góð, — furðulega góð, þegar tekið er tillit til að þetta er byrjunarbók. Aðalper- sónan er ein og um hana er umhverfi og aukapersónur greipt og mótað af list og kunn áttu. Aðalpersónan, Agnar Al- exíus Þórðarson, er blásnauð- ur og umkomulaus piltur, sem kemur inn í umhverfi sögunn- ar í atvinnuleit. Flestir eru þarna fátækir og harðri lífs- baráttu er lýst. En ekki er þó um að ræða neina angurvælis- lega öreigarómantík, þar sem allir aumingjar eru englar, en hinir fantar og illmenni, sem vilja bita í kjaft! Nei, ónei, saga Þorleifs Bjarnasonar er lofsöngur til lífsins og starfs- ins, raunsæ, en jákvæð. Hún gerist á Ströndum í tíð Jóns Sigurðssonar og leiðir fram á sjónarsviðið fjölda af bráðlif- andi og sérstæðum persónum. Og þær eru ekki eingöngu sýndar, heldur og prófaðar; lesandinn kynnist þeim frá ýmsum hliðum, sjerkosti þeirra og galla, kynnist því, sem þær bera í leyndum og sjer, undir lygnum en þungum straumi frásagnarinnar, örlagaþræðina spinnast af eðlilegum orsök- um ætternis, uppeldis og skap- gerðar hvers eins. Á þeirri smíð er víða meistarahandbragð og þætti mjer ekki ólíklegt, að þessi höfundur setti eftir að gefa þjóð sinni stórkostleg skáldverk. Honum er svo margt vel gefið, að unun er að lesa hann, og dugnað og sjálfs aga þann, sem listin krefst, virðist hann og eiga. Vitanlega má, með lagni, finna galla á sögunni, — en enga, sem ekki eru eðlilegir — og mjer liggur við að segja sjálfsagðir — á byrjandabók. Frásögnin er stundum dálítið þung í vöfum, eitt eða tvö sam- töl óþörf og lopinn teygður helst til um of sum staðar. Og mjer þykir nokkuð slælega gengið frá vali aðalpersónunn- ar milli hinna tveggja kvenna í bókarlokum. En þetta eru smávægilegar aðfinslur á móti öllu því, sem segja verð- ur sögunni til hróss. Með henni er numið nýtt land í íslensk- um bókmentum og frásögnin á sjer nýjan og ferskan tón, sem ómar af Iífi. Málið er bráð- skemtilegt og þótt nokkuð skorti á það, að stíllinn sé full- mótaður, er hann skáldsins eig in eign og ber ekki neinn keim af öðrum höfundum. Alveg sjerstaklega góðir eru kaflarnir, sem gerast í fugla- bjarginu. Þeir eru hádramatísk list, sem lesandanum gleymist ekki. Og flestar persónurnar munu verða drjúgar í minni. — Fyrir utan söguhetjuná sjálfa, eru Einar gamli Jósúa- son og hin unga kona hans, Árni fyglingur, Jón Einarsson, Bæring, Sólveig, Gísli í Vog- um, Grímur frá Trönuvík, Furuvíkurhúsfreyjan, sjera Arn or biskví, Guðrún gamla og fl. spillifandi persónur, þótt sum um þeirra sé lýst með fáum pennadráttum. Lýsingarnar á brúðkaupsveislunni og heim- sókn Frans-mannanna eru ög prýðilegar. Frásögnin er rík af þeirri raunsæi og rómantík, sem er lífsins sjálfs; alvara og gleði vefjast saman, líf og dauði blekkjast á sama hægindi. Qg stundum glitrar gáski tilver- unnar í línunum, svo lesandirm hlær hjartanlega í upplestrin- um. Eins og þegar Einar gamli kemur í land úr franskri skútu, draugfullur, staulast úr bátn- um, upp í fjöruna, legst þar í þarabing og segir blíðlega, um teið og hann sofnar: — ,,Æ, El- ínborg mín, rjettu mjer nú koll- una“. En lesandinn finnur líka þunga stritsins •— og fögnuð- inn í starfinu, — óttagust einmanaleikans í myrkurríki vetrarins, gleði vorkomunnar, — hina leyndu baráttu við öfl in í huganS ríki, æfintýri hvers- dagsleikans og mikilleik hins einfalda lífs. Lestur þessarar góðu sögu gerir hann fróðari um tilveruna. Eftir Árna Þorkelsson Með formála eftir Arnór Sig- urjónsson. — Ilelgaí'ell Þetta er bráðskemtilegur reifari, sem gerist á Siglufirði í Fljótum og í Kaupmannahöjm um miðja nítjándu öld. Höfund ur hans, Árni Þorkelsson, er fæddur í Þingeyjarsýslu árið 1841, en bjó mestallan aldur sinn í Grimsey og dó þar 1901. Hann mun hafa skrifað tals- vert. Arnór Sigurjónsson, sem ritað hefir fróðlegan formála fýrir bókinni, telur að Hrauna bræður munu vera eitt af • fyrstu ritverkum hans. Bókin er viðvaningslega skrifuð, en spennandi og viðburðarík skemtisaga, sem mörgum mun þykja gaman að lesa. Þá mun hún og gefa nokkra hugmynd um þjóðlífið á þeim tíma, er hún gerist. Myndir eru í bókinni, af per sónum hennar og ýmsum við- burðum. Kristmann Guðmundsson. Rússar eiga í erfiðleikum BFJlLlN ■— Háttsettur bandar-ískur erribættismaður hefur skýrt írá því, að Rússar eigi nú í miklum erfiðleik um í Austur . Þýskalandi. Sivdxarjdi iiðhlaupafjöldi veldur þeim sjerstak- iega miklum áhyggjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.