Morgunblaðið - 17.11.1948, Blaðsíða 12
12
Miðvikudagur 17. nóv 1948
MORGUNBLAÐIÐ
islar faka Suhsien
Nanking í gærkveldi.
TILKYNT var í Nanking í
dag, að hersveitir kommúnista
hefðu tekið Suhsien herskyldi,
en sú borg er 250 kílómetra fyr
ir norðan höfuðborgina. — Um
100.000 stjórnarhermenn munu
nú vera á leiðinni til Suhsien-
svæðisins, en þar er búist við
að dragi til mikillar orustu, sem
jafnvel géti ráðið úrslitum um
framsókn kommúnista.
Suchow
Fregnum ber ekk'i saman um,
hvort kommúnistum hafi tek-
ist að taka borgina Suchow, en
útvarpsstöð kommúnista hélt
því fram í gærkveldi, að borg-
in hefði gefist upp fyrir kom-
múnistaherjunum.
í
B' S5W
'A -g , ** T S -2 :'
Alíf K ' ú- X'.
Flótti
Frá Shanghai og öðrum borg-
um, sem sókn kínverskra kom-
múnista nú stefnir í hættu,
herma fregnir, að fjöldi manns
sje lagður á flótta suður á bóg
inn til Canton og bresku ný-
lendunnar Hongkong. — Allar
járnbrautarlestir, sem frá
Nanking fara, eru yfirfullar af
fólki, og margir hafa látið lífið
er lágar brýr hafa sópað þeim
af þökum járnbrautarvagnanna
„Þokukenriar
hugmyndir"
í RÆÐU, sem Tito mar-
skálkur flutti í dag, sagði
hann meðal annars, að Júgó
slavar væru þess fullviss-
ir, að hægt yrði að koma
á sósíalistisku skipulagi í
landi sínu, þrátt fyrir skoð
un „heimskingja, sem í sí-
feldu lesa verk Marx,
Lcnin og Stalin í þeirri
von að finna þar tilvitn-
anir til stuðnings hinum
þokukendu hugmyndum
sínum“. — Reuter.
Flufsiingsbanninu
ekki afljett fyrir jól,
segir (lay
Berlín í gærkv.
CLAY, yfirhershöfðingi Banda'
ríkjanna í Þýskalandi. Ijet svo
um mælt hjer í dag, að hann
væri sannfærður um, að Rúss-|
ar myndu ekki afljett, flutn-'
ingsbanni sínu á Berlín á þessu
óri. „Jeg hef enga ástæðu til.
þess að halda að landlsiðin tili
Berlínar muni opnuð fyrir lokj
þessa árs“, sagði hann
—Reuter.
Aukinn nemendafjöldi.
WASHINGTON — 72,000 fleiri nem
endur en s.l. ár Ijetu í haust innrita
sig í háskóla og menntgskóla Banda
ril'janna. Nemendatalan er nú
2.420,000.
niiiiiiimiiiiiimniiii
itiiiiuiiiiiiiiiitminit
Jóhann Steinason
Málflutningsskrifstofa
Lækjargötu 10B. Sími
80211.
- Tónlisfarhátíð
Framh. aj bls. 9.
taka upp þjóðlegt tónlistar-
efni, en á frumstæðan hátt. Ef
til vill á æðri tónlist eftir að
þroskast af þeim tilraunum. —
Vjer íslendingar stöndum fyrir
utan þessa þróun, en það var
augljóst á þessari tónlistarviku
að íslensku tónskáldin sjö stóðu
sem heild ekki aftar en hin nor
rænu tónskáldin. Á mótinu
voru flutt 51 verk eftir núlif-
andi tónskáld frá Norðurlönd-
unum fimm. Tónskáldafjelögin
sjálf — eða nefndir í þeim •—
gengu hvert fyrir sig frá dag-
skrárliðum sínum og var reynt
að koma sem flestum tónskáld
um að, enda varð eingöngu
tími fyrir umfangsminni tón-
verk.
Höfundar blaðadómanna
voru yfirleitt annaðhvort sjálf
ir tónskáld eða menn lítt ment
aðir í tónlist. Dægurdómar um
nýja list hljóta að hafa lítið
gildi. Það sem mestu veldur
um framgang nýrra tónverka
er að þau sjeu flutt af skiln-
•
ingi og að þeir flytjendur taki
þau að sjer, sem beita sjer fyr-
ir útbreiðslu þeirra af eigin
sannfæringu án tillits til dæg-
urdóma, sem gleymast fljót-
lega og það jafnt hvort þeir
eru jákvæðir eða neikvæðir —
enda báðar tegundir þeirra oft-
ast tilorðnar af misskilningi. Ein
göngu fyrir stílrjetta túlkun
hefur alla tíð ný list getað náð
útbreiðslu og varanlegri viður-
kenningu. Slíkur skilningur
frábær átti sjer stað á þessu
móti í verkum Helga Pálsonar,
Jóns Þórarinssonar og Páls ís-
ólfssonar. Það voru miklir
snillingar, sem ljeku verkin,
og ætti að bjóða þeim í hljóm-
leikaferð til íslands til þess að
styðja útbreiðslu verkanna í
fleiri löndum.
Jón Leifs.
Ingeborg Appe! í
Askov látin
NÝLEGA ER látin í Dan-
mörku merkiskonan Ingeborg
Appel og átti hún hjer marga
vini.
Hún var dóttir Ludvigs
Schröders, sem stofnaði lýð-
háskólann í Askov og var gift
Jakob Appel skólastjóra í As-
kov. Sjálf hafði hún á hendi
skólastjórn í Askov á árunum
1909—1913 og aftur 1920—
1924, er maður hennar gengdi
ráðherraembætti.
Frú Appel var áhugasöm um
íslandsmál og fylgdist vel með
því sem hjer var að gerast.
- Paleslína
Framh. af bls. 1
kanadiska tillagan mundi að-
eins verða til þess að draga
Palestínudeiluna á langinn, en
breski fulltrúinn í ráðinu vakti
athygli á því, hversu ástandið
væri nú alvarlegt í Norður-
Palestínu, en þaðan hefðu Gyð-
ingar á nokkrum stöðum sótt
inn í Lebanon og lagt undir sig
nokkur þorp.
- Kominform
Framh. af bls. 1
borist frá leynilegum erindrek-
um sínum í kommúnistasellum
víðsvegar í Frakklandi. Sagði
hann að skýrslur þessara manna
sönnuðu, að leiðtogar kommún
ista hefðu fengið „frá æðri stöð
um“ fyrirskipun um „að halda
verkfallinu áfram þar til stjórn
in fellur“. í einni sellunni komst
einn af ræðumönnum kommún
ista þannig að orði, að mark-
miðið með verkfallinu væri „að
steypa stjórninni og fá komm-
únistaflokknum völdin í hendur
með ofbeldi, ef nauðsyn kref-
ur“.
Moch bætti við: „Maðurinn,
sem sagði þetta, er hjer í þing-
salnum og fór á tímabili huldu
höfði, sökum þess, að hann ótt-
aðist að verða handtekinn“.
Skæruliðahernaður.
Um framkomu kommúnista í
kolanámuverkfallinu hafði
Moch það að segja, að þeir
hefðu stundum gripið til skæru
liðaaðgerða. Las innanríkisráð-
herrann upp skýrslur frá lög-
reglumönnum, þar sem því var
lýst, hvernig kommúnistar
hefðu komið fyrir jarðsprengj-
um á vegum og brúm. „Þetta'
eru ekki aðgerðir verklýðssam j
taka“, sagði Moch, „þetta eru
byltingarframkvæmdir".
Verkfallið í Banda-
ríkjunum breiðisf
enn úl
VERKFALL hafnarverka-
manna, er hófst í New York,
Boston og Philidelphia fyrir
þremur dögum, breiðist nú ört
út og hefur lamað alla starf-
semi við flestar af höfnum
Bandaríkjanna á Atlantshafs-
ströndinni. Engar vörur eru
afgreiddar til útflutnings,. að
undanskildum vistum til banda
rískra hermanna í Evrópu. —
Geysimiklar vörubirgðir hafa
nú safnast fyrir í New York,
er flytja átti til Evrópu sam-
kvæmt viðreisnaráætluninni.
Verkamenn hafa lagt niður
vinnu til þess að krefjast
hærri launa. Alls eru nú um
65 þús. verkamenn í verkfalli
í Bandaríkjunum. — Reuter.
- Guðrún Brunborg
(Framh. af bls. 2)
milli Noregs og íslands. Styrk-
urinn er veittur af háskólan-
um í Osló 8. apríl ár hvert, til
skiptis Norðmanni til náms í
Reykjavík og íslendingi til
náms í Osló eða Björgvin.
Frú Guðrún Brunborg hefur
safnað sjálf f je í þessa tvo sjóði,
í íslenska sjóðinn að öllu leyti
og í norska sjóðinn að mestu
leyti, með fyrirlestrum og kvik
myndasýningum. Hefur frúin
dvalist í því skyni hjer á landi
3 síðastliðin sumur, ferðast um
landið þvert og endilangt og
sýnt í þessu starfi frábæra fórn
fýsi og þrautseigju. Starfsemi
hennar hefur verið ágætlega
tekið, svo sem fjárfúlga sú ber
vitni um, er hún hefur safn-
að. Hefur hún nú hlotið þá um-
bun verka sinna að sjá hug-
sjón sína rætast. Báðir sjóð-
irnir eru það myndarlegir, að
vaxtatekjur þeirra nægja lang-
drægt til vetrardvalar einum
stúdent á íslandi og öðrum í
Noregi. Mun sú sjálp verða
mörgum námsmanni til gagns
og blessunar.
Frú Brunborg mun hafa í
hyggju að láta ekki sitja við
það, sem orðið er, heldur halda
áfram starfi sínu til eflingar
sjóðum þessum. Háskóli íslands
tekur einnig fúslega við gjöf-
um og áheitum í Minningarsjóð
norskra stúdenta. Hefur ein
gjöf þegar borist, 200 kr. áheit
frá Sigurði Hannesyni á ísa-
firði, og afhenti frú Brunborg
áheitið með stofnfje sjóðsins.
(Frjett frá Háskóla íslands).
£111111111111111111111111111. tlMlllllllll.lllllllllltlll
i
1 Markúj
I Jr
E^jiiinitf 11111111111111111111111111111111
ll■lllll•lllllllllllllllllllllllllllllllllllt■llll^llMl■lflllllllllllllllllllllllllllllllllllll■ll■■llfml
&
Eftir Ed Dodd
i ■ ■ i • 1111 ■ 11 ■ 111 ■ 11 ■ 1111111111 ■ i • i ■ i
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Úlvegsmenn ræða
um siarfsgrundvöll
útvegsins
Á FUNDI Útvegsmannafjelags
Reykjavíkur • í fyrrakvöld var
meðal annara mála til umræðu
svohljóðandi tillaga, sem sam-
þykkt var á síðasta aðalfundi
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna:
„Þar sem alt er í óvissu um
starfsgrundvöll fyrir áfram-
haldandi rekstri útvegsins, og
með því að ekki hefur fengist
lausn á fjárhagsvandamálum
þeim, er s.l. sumar skapaði og
ennfremur að afla- og hluta-
tryggingasjóðurinn er ekki
stofnaður, og ekki upplýst um
viðhorf þings og stjórnar til
lausnar á þessum málum þá
samþykkir aðalfundurinn að
fela stjórn L.Í.Ú. og Verðlags-
ráði sjávarútvegsins að fá sem
fyrst úr þessu skorið.
Fáist ekki skýr svör, eða full
komið samkomulag við þing og
stjórn í samræmi við ályktanir
fundarins, skal stjórn L.Í.Ú. svo
fljótt sem verða má, kalla sam-
an fulltrúafund til þess að taka
frekari ákvarðanir.
Jafnframt skorar fundurinn
á alla útvegsmenn að hefja ekki
veiðar vetrarsíldar, fyrr en
Verðlagsráð og stjórn L.Í.Ú.
hafa samþykkt að viðunandi
starfsgrundvöllur sje fyrir
hendi.“
Fundarmenn ræddu tillög—
una og ljetu einróma í ljósi
samþykki sitt með henni. Svo-
hljóðandi tillaga var samþykkt
samhljóða:
„Fundur í Útvegsmannafje-
lagi Reykjavíkur 12. nóv. 1943
undirstrikar tillögu aðalfundar
L.Í.Ú. um verðlag sjávarafurða
Fundurinn lýsir einróma fylgi
sínu með þeim ráðagerðum að
til stöðvunar vjelbátaflotans
verði gripið, þar til viðunandi
starfsgrundvöllur sje fyrir
hendi.“
íslendingamót í
Los Angeles
TALSVERT fjelagslíf er meðal
íslendinga í Kaliforníu um
þessar mundir. Hafa síðustu
mánuðina verið haldin þrjú ís-
lendingamót þar vestra. Síðasta
mótið var haldið 24. okt. í Los
Angeles og sóttu það 89 íslend-
ingar.
Var mót þetta hið ánægjuleg
asta. Sýndar voru litkvikmynd
ir frá íslandi, sem vöktu mikla
athygli, því margir viðstaddir
höfðu aldrei til íslands komið.
Formaður fjelagsins er Jó-
hannes S. Newton og héfir hann
sýnt mikinn dugnað við að
halda fjelaginu saman.
— Hvar ertu Towne?
Hjerna, jeg er kominn á þurt
land. Áin hefur beygt hjer til
hliðar. Geturðu heyrt til mín? i ist hjer í hellinum.
— Já. nú er jeg að koma.
— Mannabein. Þeir hafa far-
— Já, það er auðsjeð.
Á meðan hleypur Andi fram
og aftur um klettabrúnina og
lítur niður í Nornakleyf. Hann
sjer mennina hvergi.
Samkomuleg um
djómarmyudtá
Aþena í gærkveldi.
SOFOULIS, fráfarandi for-
sætisráðherra og leiðtogi gríska
frjálslynda flokksins, og Stal-
daris, fyrverandi utanrikisráð-
herra, komust í kvöld að sam-
komulag um að endurskipu-
leggja samsteypustjórn þá, sem
sagði af sjer síðastliðinn föstu-
dag. — Reuter.