Morgunblaðið - 17.11.1948, Síða 8

Morgunblaðið - 17.11.1948, Síða 8
Miðvikudagur 17. nóv, 1948 0 MÖRGVNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson, Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðslai Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda, kr. 15.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Alþýðusambandsþingið ÞAU TÍÐINDI hafa nú gerst á þingi Alþýðusambands Islands, sem setið hefur að störfum hjer í Reykjavík síð- an á sunnudag að kommúnistar hafa beðið algeran ósig- ur. Allar tilraunir þeirra til þess að beita þar ofbeldi hafa farið út um þúfur. En af hátterni þeirra strax í upphafi þingsins er það auðsætt að þeir voru þess alráðnir að reyna að halda völdum enda þótt þeir væru í miklum minnihluta meðal fulltrúanna. Herbragð þeirra var að finna upp sakir á fjölda verkalýðsfjelaga, sem eru and- stæð þeim og kæra fulltrúa þeirra síðan út af þinginu. En þetta herbragð dugði ekki og þegar á átti að herða og kommúnistar sáu að meirihluti þingsins var þess al- ráðinn að mæta ofbeldisráðagerðum þeirra með fullri festu, gugnuðu þeir og brugðu á ný yfir sig hræsnishjúp einingarinnar. Kommúnistar hafa með því að tapa völdum í Alþýðu- sambandi íslands, glatað sínu sterkasta vígi í þessu landi. Hjer eftir geta þeir ekki notað verkalýðssamtökin til pólitískra skemmdarverka. Sá tími er liðinn. Þarf engan að undra þótt þeim svíði það enda er harmur þeirra sár. Ósigur kommúnista í Alþýðusambandi íslands er fyrst og fremst því að þakka að lýðræðisflokkarnir hafa unnið sam- eiginlega að honum og hafa staðið vel saman í baráttunni um kosningarnar til þingsins. Sá meirihluti á Alþýðusam- bandsþingi, sem hnekkt hefur veldi kommúnista þar, er ekki meirihluti neins einstaks flokks. Þar hefur enginn einn stjórnmálaflokkur meirihluta. En fulltrúar allra lýðræðis- ílokkanna vinna þar saman og verða að gera það. Sú stjórn, sem Alþýðusambandið fær á þessu þingi hlýtur að verða stórum lýðræðislegri en hin einlita kommúnistastjórn, sem farið hefur þar með völd undanfarið. En það, sem gerst hefur á þessu Alþýðusambandsþingi, sýnir greinilega að það, sem Sjálfstæðismenn hafa haldið fram um að lög og reglur sambandsins væru ófullkomnar og ólýðræðislegar, er satt cg hefur við fyllstu rök að styðj- ast. Svo loðnar eru þessar reglur að krafa hefur getað kom- ið fram um það að ógilda eða fresta að taka gild, hvorki meira nje minna en kjörbrjef 122 fulltrúa eða um það bil helmings allra fulltrúa á þinginu. Þetta var það sem gerð- ist á Alþýðusambandsþingi á sunnudaginn. Þess var krafist af deiluaðilum að kjörbrjef 122 fulltrúa yrðu ýmist ógilt eða frestað að taka þau gild. I samtökum, sem hefðu glöggar og tvímælalausar kosningareglujr og lög gæti slíkt trauðla komið fyrir jafnvel þótt fullur vilji til að berta brögðum og ofbeldi væri fyrir hendi. Kommúnistar hafa undanfarna daga í ræðum sínum á Al- þýðusambandsþingi viðurkennt að lög og reglur sambands- ins þurfi rækilegrar endurskoðunar við. En engu að síður hafa þeir úthúðað Sjálfstæðismönnum þegar þeir hafa bent á þetta og krafist lagfæringar á þessum reglum. Það, sem nú liggur beint við að gert verði, er að Alþýðu- sambandsþingið feli hinni nýju stjórn sambandsins, sem kosin verður á þinginu, að taka þessi mál til rækilegrar at- hugunar og leggi síðan hið fyrsta fram tillögur til umbóta. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir til þátttöku í slíku starfi. Þeir telja lang æskilegast að verkalýðssamtökin vinni þetta verk sjálf og löggjafarvaldið þurfi sem minnst af því að hafa . Meðal þeirra breytinga, sem æskilegust er að gerð verði á kosningafyrirkomulagi samtakanna er að hlutfallskosn- ingar verði teknar þar upp. Með slíku kosningafyrirkomu- lagi væri komið í veg fyrir þær hörðu deilur, sem oft hafa risið um gildi kosninga í einstökum verkalýðsfjelögum. Kjarni málsins er sá að það verður að fá verkalýðsfjelög- v.num lýðræðislegri reglur til þess að starfa eftir. Ofbeldi kommúnista innan þessara samtaka hefur verið hnekkt. Lýðræðisflokkarnir hafa unnið þann sigur sameiginlega. Þessvegna verða þeir einnig að sameinast um lýðræðislega starfshætti þeirra. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir til þess samstarfs og munu ekki sætta sig við annað en að það verði framkvæmt undanbragðalaust. UR DAGLEGA LIFINU Álitamál ,,ÞAÐ er álitamál, hvort Is- lendingar geta lengur verið í fjelögum", sagði Ólafur Frið- riksson er jeg hitti hann á götu í fyrradag. Og það eru víst fleiri, sem þannig hugsa, eftir að hafa heyrt frjettirnar af því hvernig það gekk til á Alþýðusambands þinginu fyrstu dagana. Menn stofna fjelög og fje- lagasambönd. Kjósa stjórn til ákveðins; tíma. Og eins og venja er í öllum fjelögum, þá er ætlast til, að hægt sje að skifta um stjórn í fjelaginu, sambandjnu, eða hvað það nú heitir, ef menn eru ekki ánægð ir með þá stjórn sem situr, svona nokkurn veginn hávaða og fyrirhafnarlaust. • Nýir herrar og ' nýir siðir EN svo koma bara nýir herrar með nýa siði — innflutta fje- lagssiði austan úr Asíu — og segja: „Við viljum vera áfram í stjórn. Þeir, sem ekki vilja hafa okkur í stjórn geta farið heirn. Þeir hafa hjer ekkert að gera á þeim fundi, þar sem við ætum að láta kjósa okkur aft- ur“. Vitanlega á ekki að ansa svona vitleysu — enda var það ekki gert að þessu sinni. • Reykvíkingar fá fisk af Grænlands- miðum SOÐNlNGIN, sem var færð upp úr mörgum pottinum hjer í Reykjavík í fyrradag og í gær kom af -Grænlandsmiðum. Það má nú segja, að sá grái er vissu legar utar, en hann hefur verið til skams tíma. En nú er fleytan ekki of smá lengur, eins og þegar Einar kvað,- um þann gráa og hlut Frakkans. Það var þorskur, sem ný- sköpunartogarinn Mars sótti á Grænlandsmið, sem Reykvík- ingum var boðið í soðið í gær. Og þeir fá þenná grænlenska fisk á diskinn sinn enn um hríð, því nokkuð af honum fór í reyk og sumt var „ljettsalt- að“. • Fiskskortur í bænum GR/ENLANDSFISKURINN kom sjer vel, því það hefir ver- ið fisklítið í bænum undan- farnar vikur. Jeg átti tal um þetta við Steingrírn Magnús- son, fiskkaupmann í Fiskhöll- inni. Han sagði, að fiskleysið stafaði ekki af því, að ekki væri róið, heldur hinu, að afli hefði verið einstaklega tregur undanfarnar vikur. Það kæmi bátur og bátur með nokkrar smálestir af þorski við og við. Ýsa sæist varla. Aftur á móti hefur lúða fisk- ast vel og oftast næt til nóg af henni undanfarið. Hún kæmi bæði vestan af Breiðafirði og hjeðan úr flóanum. Það væri líka sá tími, sem hún veiddist best. • Kemur með síldinni ,,ÉN þetta er líka versti tími ársins“, bætti Steingrímur við. „Þannig var það í fyrra líka. En ef síldin kemur, þá ætti að fara að rætast úr. Eftir að síldin kom í fyrra kom aflahrota og kanski verð- ur það eins nú. En það er bara verst að hún lætur standa á sjer í ár“. Reykvíkingar vona eins og Steingrímur, að síldin komi og að úr rætist með soðninguna um leið. • Fúl matarkaup í FISKLEYSINU grípa menn til niðursuðunnar. Það er oft góð vara. En hamingjan hjálpi þeim, sem lenda á síæmu dós- unum. Það eru fúl matarkaup í orðsins fylstu merkingu. Ekki vantar að dósirnar líti vel út og það er ómögulegt að segja fyr en þær eru opnaðar, hvort ætt er í þeim eða óætt. En það kemur þá þess betur fram, þegar dósin er opnuð að ,,gæðin koma í ljós“. e Oheppileg mistök ÞAÐ er annars grínlaust með þessi mistök í niðursuðu mat- væla hjá okkur. Hversu mikil brögð eru að því skal jeg ekki segja, en mikið má það vera, ef það er bara fólk, sem jeg þekki til, sem æ ofan í æ lend- ir á þessum skemda mat. Þetta eru ákaflega óheppi- leg mistök, að niðursoðinn mat ur skuli skemmast í dósunum. Ekki svo mikið vegna okkar, sem kaupum það hjer heima — við getum skilað því aftur — heldur vegna þeirra, sem kynnu að kaupa slíka vöru frá íslandi erlendis. • Þýðir ekki að bjúða aftur ERLENDIS er niðursuða mat- væla komin það langt, að það kemur varla fyrir, að matur sje skemdur í dósum. Kæmi það fyrir yrði það svo mikill hnekk ir fyrir það firma, sem dós- irnar hefur sent frá sjer, að það biði þess varla bætur. — Fólkið er fljótt að muna eftir því hvenær því er vel gert, eða illa og það þýðir ekki að bjóða aftur vörur frá firma, sem sent hefur frá sjer skemd matvæli. • Óbætanlegt tjón ÞAÐ er talað um, að vinna markaði erlendis fyrir íslensk- ar niðursuðuvörur og þá eink- um fiskafurðir. Vonandi að það takist, því það gæti orðið stórt atriði fyrir þjóðarbúskapinn í heild. En það má gæta þess, að ekki komi fyrir mistök, eins og átt hafa sjer stað á þeim vörum, sem seldar hafa verið á inn- landsmarkaði og reynst óætar. Slíkt gæti orðið óbætanlegt tjón. | MEÐAL ANNARA ORÐA ... | :• «IIIIIIIIMIIIIIIIIHIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIHIIIIIIIIIIMIIIIHIIMIIHIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlinBBn| Endurreisn Þýskalands og efnahagur Evrópu Eftir GEORGE FRANKS, frjettaritara Reuters. HAAG — íbúar Vestur Þýska- lands eru á ný farnir að láta í það skína, að þeir geri sjer fyllilega ljóst, hversu veiga- miklu hlutverki land þeirra hefir að gegna í Evrópu. Að þessari niðurstöðu kemst þektur hollenskur blaðamaður, en hann hefur, ásamt nokkr- um öðrum starfsbræðrum sín- um frá Beneluxlöndum, ný- lokið kynnisferð til Þýska- lands í Lioði bresku stjórnar- innar. e • EFNAHAGUR EVRÓPU HOLLENSKU frjettamönnun- um í hópnum kemur saman um, að íbúar hernámSsvæða vesturveldanna sjeu farnir að notfæra sjer aðstöðu sína til þess að þvinga hernámsyfir- völdin til að hjálpa sjer að verða að nýju mikilvægur lið- ur í efnahagskerfi Evrópu. — „Heimurinn þarfnast Vestur- Þýskalands“, ritar frjettaritari hollenska blaðsins „De Volks- krant“. ,,Og Þjóðverjar gera sjer þetta fyllilega ljóst. En það er varla hægt að lá þeim Það“. . VILJA SKJÓTA ENDURREISN VEGNA hernáms nasista á stríðsárunum, hafa Hollending ar frá ófriðarlokum haft litla samúð með Þjóðverjum. En þetta hefur þó ekki aftrað þeim frá því, að kannast við staðreyndirnar og lýsa því yf- ir, að endurreisa þurfi efnahag Þýskalands eins skjótt og auð- ið verður, allri Evrópu í hag, engu síður en Þjóðverjum sjálf um. Fyrst eftir að ófriðnum Iauk þótti mörgum Hollendingum sem Bretar og Bandaríkjamenn ætluðu að sýna Þjóðverjum of- mikla miskunnsemi. — Upp á síðkastið hefur þetta viðhorf þó gjörbreytst. Hollendingar eru nú komnir á þá skoðun, að endurreisn Þýskalands gangi ekki nógu fljótt, og margir þeirra hafa lýst sig andvíga niðurrifi og brottflutningi þýskra verksmiðja. • • LOFTRRÚIN ÖLLUM frjeítamönnunum, sem til Þýskalands fóru í boði Breta, kemur saman um, að loft brúin sje „afrek, sem engin 'orð fá lýst“. Frjettamaður ka- þólska blaðsins „De Tijd“ orð- ar það þannig, að loftbrúin sje brúin milli stríðs og friðar. Ef Rússar hafa hug á að eyði- leggja loftbrúna, segir hann, verða þeir að hætta á ægilega styrjöld. „Berlín veit þetta og Rússar vita það“, heldur hann áfram, „en Vesturveldin virð- ast enn ekki hafa gert sjer fyllilega grein fyrir því. Mað- ur þarf að hafa sjeð loftbrúna með eigin augum, til þess að láta sjer skiljast, hversu stað- ráðnir Bretar og Bandaríkja- menn eru í því að halda vöru- flutningunum' loftleiðis áfram x>g jafnvel auka þá enn“. • • ELAÐAMAÐUR „VoIkskrant“ tekur í sama streng og bætir við: „Því lengur sem Rússar viðhalda aðflutningsbanninu til Berlín, því veikari verða sigur- vonir kommúnista í Vestur Evrópu“. SpáSi sigri Tramans. TOKYO — Josep B. Keenvn, aðal- sakeóknari Bandaríkjanna við striðs glæparjettarhöldin í Tokyo, hefin? skýrt frjettamönnum frá }>vi, að Mac Arthur hershöfðingi, hafi í viðtali við sig spáð ]>ví, að Truman mundi sigra i forsetakosningunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.