Morgunblaðið - 17.11.1948, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1948, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAblo Miðvikudagur 17, nóv. 1948 „En ef við neitum?“ sagði hann. Kit ypti öxlum fyrirlitlega og eneri sjer svo að mönnum sín- um. „Hann hefur í hótunum um að neita“, sagði hann með liístapdi háði. Tveir af mönnum hans ruku jþegar til kaupmannsins og þrifu í hann og hann sá tvo hnífa blika á lofti. „Eigum við að opna á honum belgmn?“ spurði Smithers. „Eða eigum við hreinlega að fikera hann á háls?“ „Nei, piltar, jeg held að það sje nóg að marka hann“, sagði Kit. Um leið kom eggin á hníf Simthers við eyrað á kaup- tnanninum, en hann rak upp skræk. „Vægð, góði 'skipstjóri, vægð“, veinaði hann. „Vægð?“ endurtók Kit. „Jeg fcannast ekki við það orð“. Smithers þrýsti ofurlítið á hnífinn og blóð rann niður vanga kaupmanns. „Jeg samþykki alt“, öskraði fcaupmaður. „Við samþykkjum alt. Segið honum það, fjelagar. í guðs nafni talið þið“. Hinum var ekki farið að verða um sel. Þeir voru ná- fölir og samþyktu alt. „Það er gott“, sagði Kit. — „Sleptu manninum, Smithers, og lofaðu honum að halda eyr- anu, hann kann að þurfa á því að halda“. Kaupmenn gengu nú fram Og fóru að skoða vörur þær, er þeir á Seaflower höfðu kom ið með. Svo fóru þeir að bjóða hærra verð en skipverjar voru vanir. Gerðust þeir þá gróða- fíknir og ætluðu þegar að selja alt: silki, leðurvörur, ilmvötn, kniplinga og ótal margt annað. En Kit stöðvaði þá. „Nei, þetta er of lágt verð“, sagði hann. „Þið verðið að bjóða betur, kaupmenn". - Þeir hörfuðu aftur á bak og æptu hver í kapp við annan. „Þetta er rjett, Kid“, hvísl- aði Bernardo. „Komdu við þá þar sem þeir eru veikastir fyr- ir — komdu við pyngju þeirra“. Kit ljet þá hækka tilboð sín þrisvar áður en hann samþykti að selja þeim. Hann heimtaði sitt giald í gulli og Loisdórum og hið sama gerði Bernardo. En karlarnir voru svo ákafir, að þeir tóku við öllu sem að þeim yar rjett, rommi, allskon ar smámynt og — ávísunum á kvenfólk. Þetta kvöld var glatt á hjalla £ Basse-Terre. Karlarnir af Seaflower, sem hofðu verið hálfgerðir fangar árum saman, kunnu sjer ekki læti fyrir fögnuði út af því að mega nú fara frjálsir ferða sinna. En Kit var einn á gangi niður við ströndina og virti fyrir sjer dimmblátt hafið. Þar fann Bernardo hann. - „Kit, það dueir ekki að þú dragir þig út úr“, sagði hann. Karlarnir eru að spyrja hvar þú sjerst. Þeir eru svo hrifnir af þjer að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð“. „Svo?“ ságði Kit kæruleysis lega. 9. dagur ■ „Komdu og drektu með þeim eitt glas. Þeim þykir enn vænna um þig fyrir það. Og þú þarft sannarlega á því að halda að njóta hylli manna þinna“. „Það er satt“, sagði Kit og and varpaði. „Jæja, við skulum þá koma, Bernardo“. Þá sá hann að Bernardo var með stóran poka. „Hvað ertu með í þessum poka?“ „Meðul“, sagði Bernardo og glotti. „Jeg er hjer með lignum sanctum, sem sumir kalla guaiacum. Það er sagt að það sje ágætt við syfilis. Svo hefi jeg hjerna ýmis önnur meðul, svo sem við dílasótt. Það verður ærin þörf fyrir þessi meðul þegar piltarnir hafa skemt sjer“. „Eru allar konur hjer sjúk- ar?“ spurði Kit. „Ekki allar. En hver þekkir þær úr?“ „Mjer er svo sem sama“, sagði Kit. „Það er hvort sem er engin þeirra með rautt hár og smaraðgræn augu“. „Nú, þú ert við það heygarðs hornið enn“, sagði Bernardo og hló. „Komdu nú og við skulum sjá hvað þessir mánaskins- draumar þínir verða langæðir þegar bú kemst í kynni við líf ið sjálft“. „Þetta eru engir táldraum- ar“, sagði Kit. „Og jeg breytist aldrei“. „Aldrei — það er langur tími. Komdu nú“. Þeir gengu eftir götunum í Basse-Terre þangað til þeir komu að stærsta veitingahús- inu. Út um dyrnar barst söng- ur og skrækir í kvenfólki. Kit gekk inn á undan. Og um leið og hann kom í dyrnar var hon- um tekið með dynjandi fagn- aðarópum. Hann hikaði, en það var ekki nema litla stund. Hópur af ungum stúlkum, þetta frá sex- tán til tuttugu ára, rjeðust á hann. Þær þrifu í hann hvar sem þær náðu handfestu og drógu hann með sjer inn í sal- inn. Bernardo kom glottandi á eftir og lokaði dyrunum á eftir sjer. Snemma næsta morgun, rjett þegar sólin var að roða toppana á pálmunum umhverf is Basse-Terre, fór Kit að leita að Bernardo. Það varð meiri leit en hann hafði búist við. Hann varð að leita í mörgum knaepum og á loftum þeirra áður en hann fann stýrimann sinn. Seinast sagði tannlaus kerling flissandi: „Jú, auðvit- að er hann hjer“, og benti á mióan stiga, sem lá upp á loft. Kit fór þar upp. Þegar hann kom upp úr stipavatinu skygndist hann um. Op hann kom fljótt auga á Bernardo Hann lá þar á hálm- c.pQ+io,-ra sofandi og hriót andi. En það fanst Kit þó furðu- legast, að hann var með tvær af vngstu og fegurstu blóma- rósum borgarinnar, sína í hvorum handarkrika. Hann læddist að fletinu og sló með holum lófum á kinnar stúlknanna svo það heyrðist eins og smellir af tvæimur skammbyssuskotum. — Þær æddu hljóðandi á fætur. En þeg ar þær sáu Kit, hreiðruðu þær aftur um sig og reyndu að skýla nekt sinni. Bernardo opnaði annað aug- að, leit á Kit og lokaði svo auganu aftur. „Á fætur með þig, slæping- inn þinn“, sagði Kit gremju- lega. Bernardo opnaði annað aug- að aftur og kesknissvipur kom á hann. Svo benti hann á eld- rauða kinnina á annari stúlk- unni. „Það er nú sök sjer þótt þú vektir mig, en þurftirðu endi- lega að misþyrma stúlkunum“, sagði hann. „Á fætur með þig, Bern- ardo“, sagði Kit byrstur. „Það er kominn tími til brottferðar. Að öðrum kosti verður helm- ingurinn af næstu kynslóð Basse-Terre með sauðasvipinn af þjer“. „Það gæti komið verra fyrir þennan stað“, sagði hann. „En ætli það dragi ekki einhverjir dám af þjer? Eða lágstu á bæn í alla nótt?“ Kit roðnaði. „Menn eiga ekki að sletta sjer fram á það sem þeim kem- ur ekki við“, sagði hann. Bernardo reis upp og helt höndum um höfuð sjer. „Farið þið burtu dúfurnar mínar“, sagði hann. — „Jeg þarf að tala einslega við skip- stjórann“. Stelpurnar þeyttust niður stigann. Bernardo sneri höfð- inu sitt á hvað. „Það er ekki af hjörunum enn“, sagði hann eins og við sjáfan sig. „Þó finst mjer __ __ __CC „Hættu þessu bulli“, sagði Kit. „Klæddu þig, jeg þarf á þjer að halda“. Bernardo seildist í buxurnar sínar. Svo stóð hann á fætur og bjóst til að fara í þær, en leit um leið til Kits. „Þegar jeg sá þig seinast“, sacði hann, „þá voru þær að berjast um þig þessi stóra svart- hærða og sú feita og rjóða frá Bretagne. Hvor bar sigur af hólmi?“ „Nú er nóg komið“, sagði Kit. „Við höfum mikið að gera. Jeg þarf að ná í karlana. því að jeg ætla til Kýreyar á morgun. Ef við drögum það __ __ __ii „Fari hún grenjandi sú rauð hærða“, sagði Bernardo. „Hún er ekki líkt því eins falleg og sumar stúlkurnar hjerna. Jeg segi þjer satt, Kit-----“ „Klæddu þig“, þrumaði Kit. „Jeg er nú að því“, sagði Bernardo meg hægð. „En jeg seei þjer það satt að karlarnir mum; ekki gera sjer að góðu að fara svo fljótt hjeðan. Það eru nú mörg ár síðan að þeir hafa fenpið að lyfta sjer upp. Það er betra að lofa þeim að nióta enn um stund ávaxtanna af sigri þínum, því að ef nú ætti að reka þá á stað, þá mundu þeir ge’ra samblástur“. Kit hnyklaði brýrnar. í leit að gulli eftir M. PlCKTHAAl. '■* 27. 1 verður að hafa höndina í fatla. Hjerna_ hefurðu handklæði, sem jeg skal binda fyrir þig. Ó, það er gott, sagði Villi. Jeg finn voðalega til, en það gerir ekkert til. Hann leit-niður á handklæðið. — En hvað þetta er stórt og hvítt handklæði. Síðan horfði hann með vandræðasvip upp til læknisins. Jeg vissi ekki um neinn annan stað. sem jeg gæti íarið á, sagði hann lágt. Það var líka eini staðurmn, sem þú áttij: að koma á, sagði Leifui læknir vingjarnlega. En nú er annað sem þú þarfnast. Þú verður að fá ærlegan Kvöldmat. Oh, stundi Villi. Oh, hermdi læknirinn eftir honum, hlæjandi. Jæja, komdu þá inn í borðstofuna. Maturinn er tilbúinn. Bíddu, jeg skal sækja handa þjer disk. Hjerna er heitt buff og brúnaðar kartöflur og hvað heldurðu að frú Machold hafi sent mjer, annað en fínustu eplaköku. Ja, nú skaltu taka til við mat- inn. Og Villi gerði það ósvikið. Með gaffli sem hann hjelt á ; vinstri hönd, þótt hann gæti hreyft hægri höndina. En ef það g?kk ekki vel, þá notaði hann þau tæki, sem notuð voru áður en borðáhöldin voru uppfundin. En milli þess sem hann tróð matnum upp í sig horfði hann á drifhvítan borðdúk- ínn og litmyndirnar, sem höfðu verið klipptar út úr jóla- blöðum og festar upp á veggina með teiknibólum. En við og við horfði hann til Leifs og hann var hálf skömmustulegur og sorgmæddur á svipinn. Hvað er langt síðan þú hefur fengið almennilega að borða? spurði læknirinn að síðustu alvarlega. Villi leit niður á diskinn sinn. Jeg fjekk eitthvað að borða í gærkvöldi. en jeg varð ekki saddur. 1 morgun gaf frú Brown mjer nokkra brauðmola. Síðan hef jeg ekkert fengið, Hversvegna fórstu ekki heim til hennar og fjekkst þjer miðdagsmat? Vegna þess, að það var enginn miðdagsmatur. Vesalings snáðinn, hugsaði Leifur. En það þýðir ekkert fyrir rnig að vera að spyrjast fyrir um heimilishagi hjá þeim Brownshj ónunum. En nú skal jeg segja þjer dálítið, Villi, ef þú færð engan miðdagsmat einhverntíma, þá skaltu koma hingað til mín og að borða. Það er að vísu stundum svo, að jeg hef ekki annan mat, en hafragraut með sírópi, en hvað um það. Þú skalt fá þinn skerf. Illinois, og ef til vill einnig for- setaembættið í Bandarikjun- um“. ★ Þegar breska skáldið Robert Bridges kom heim eftir að hafa dvalið lengi í Ameríku, lagði hann á flótta undan blaða- mönnum þeim, sem ætluðu að reyna að riá tali af honum og þeir fengu ekki orð upp úr hon- um. Daginn eftir hefndu þeir sín á honum. Skráð var með stóru fyrirsagnaletri: „Kanarí- fugiinn neitar að syngja'1. ★ Franski málarinn Degas horfði lengi á hvert málverkið á fætur öðru. Loksins ljet harm álit sitt í Ijós. „Að hugsa sjer“, sagði hann, „að enginn þessara marna hef ur nokkurn tíma svo mikið sem spurt sjálfan sig að því, hvað list í raun og veru er“. „Ja, hvað er list?“, spurði einn listgagnrýnandinn „Jeg hef eytt öllu lífi minu í nð reyna að finna það. Ef jeg vissi það, myndi jeg reyna að lagfæra hana eitthvað“ — Hvau, eruð þio að fara strax kæru tengdaforeldrar. ★ Hinn frægi ameríski mælsku maður Robert Ingersoll, átti mjög mikið og fullkomið bóka- safn, sem vakti mikla athygli allra, sem það sáu. Blaðamað- ur, sem átti eitt sinn samtal við Ingersoll, spurði hann að því, hvað bókasafnið hefði kostað hann- Ingersoll hugsaði sig augna- blik um, en sagði síðan: „Það hefur áreiðanlega kost- að mig fylkisstjóraembættið í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.