Morgunblaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.01.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. janúar 1949- Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. r ' Utfutningur og þjóðarbú UM HVER áramót flytja dagblöðin allítarlegar greinar um landsmálin, eins og þau koma mönnum fyrir sjónir, þegar litið er til hins nýliðna árs, og fram á við til þess komandi. Komið er víða við í þeim greinum, sem birst hafa um þessi áramót. Gefa þær að ýmsu leyti tilefni til frekari hug- leiðinga. Það sjerkennilegasta við ástandið í landi voru nú, er þetta. Utflutningur hefur aldrei verið meiri á nokkru árí, en því nýliðna. Hann nemur upp undir 400 milljónum i róna. Þrátt fyrir það eru háværar raddir og rjettmætar, um t’lfinnanlegan skort á árinu, á ýmsum nauðsynjum til fæðis og klæða. Vegna þess, að tiltölulega mikið af þeim gjald- evri sem fengist hefur fyrir hinn mikla útflutning, hefur verið notaður til kaupa á öðrum innflutningi, en þeim sem íer til daglegra neyslu landsmanna og þá fyrst og fremst í ýmislegt það, sem miðar að því, að gera mögulegt, að íramleiðsla á útflutningsverðmætum geti enn aukist á næstu árum. Fyrir þá, sem hafa orðið fyrir óþægindum á árinu sem leið vegna þess, að þá hefur vanhagað um ýmislegt til neyslu og lífsþæginda, er það vissulega huggun, að þessi vöntun hefur ekki stafað af því, að framleiðsla landsmanna hafi dregist saman, heldur af hinu, sem viðráðanlegra er, að rnenn hafa verið bráðlátir í, að afla til landsins ýmis- legra þeirra verðmæta, sem koma þjóðinni að varanlegu gagni í framtíðinni og hafa því látið neysluvörurnar að þessu sinni sítja helst til mikið á hakanum. ★ En hvernig væri þjóðin á vegi stödd, ef hún hefði ekki aflað sjer þeirra tækja, á undanförnum árum, sem gerir það mögulegt, að afla útflutningsverðmæta fyrir 400 millj- ónir króna? Hvernig skyldi það hafa orðið nú, að horfast í augu við þá staðreynd, að gróði styrjaldaráranna hefði farið í annað en öflun nýrra tækja, eins og sumir vildu vera láta, og hefði nú átt að byrja að kaupa veiðiskip og annað, sem þarf, til þess að afla þeirra nauðsynja sem þjóðinni eru lífsnauðsynleg? En ennþá hefði útflutningur iandsmanna setið í svipuðu fari, og fyrir styrjöld, í um það bil 100—200 milljónum króna miðað við núveíandi verð- lag? Eins og greinilega kemur fram í yfirlitsgrein Ólafs Thors er birtist hjer í blaðinu á gamlársdag, þarf þjóðin að læra að hagnýta sjer þá framleiðslumöguleika, sem hún hefur nú fengið. Alþingi getur ekki haldið áfram að hlaða herkostnaði á almenning, til að sporna gegn verðbólgu, sem ekki er yfirunnin. Rekstrarútgjöld ríkissjóðs hafa á síðustu árum aukist svo gífurlega að ekki verður lengra gengið á þeirri eyðslubraut. Þar eð útgjöldin árið 1945 voru orðin 143 milljónir króna, eða um það bil tíföld á við það sem þau voru fyrir styrjöldina, og voru árið 1947 orðin 85 milK króna hærri. En hætt við með þeim viðbótum sem þingið i áðgerði fyrir jólin, verði rekstrarútgjöldin um það bil 260 —270 milljónir króna. Við urðum fyrir styrjöldina að gera okkur ánægða með að hafa vörur til sölu til útlanda fyrir 50—60 millj króna árL, en getum nú gert okkur vísa von um, að útflutnings- verðmæti okkar verði margföld á við það, sem þau voru. En þegar þingið okkar ætlar að leggja á þjóðina útgjöld, sem svara þrem milljónarfjórðungum á dag hvern, þá stoðar ekki þá framleiðslumöguleikarnir hafi aukist. Þá þarf þingið, eins og Ólafur Thors tók fram í áramóta- grein sinni, að ríða á vaðið með sparnaðinn, en ljetta síðan skattana, eftir föngum. Þjóðin hefur fengið í hendur mikil og góð framleiðslutæki, er skapa skilyrði til miklu betri afkomu en nokkru sinni áður. En vegna kröfuhörku á öllum sviðum er framleiðslu landsmanna teflt í voða. Það þarf því að stilla kröfuiium í hóf. Þetta er engin harmasaga segir greinarhöfúndur, 'og raskar ekki því, að í lífsbaráttu þjóðarinnar várðar jafnan mestu að sækja fram, hagnýta eftir föngum nýjustu tækni, auka framleiðsluna, og ryðja henni nýjar brautir. , UR DAGLEGA LÍFINU í rjetta átt G AMLÁRSK V ÖLD var að þessu sinni óvenjulega friðsam legt hjer í bænum, að einu ó- hæfuverki undanskildu, sem sagt er frá í frjettadálkunum. Þetta bendir til þess, að bæj arbúar hafi verið búnir að fá nóg af ólátunum undanfarin gamlárskvöld og gert sjer ljóst, að nú væri mælirinn orðinn fullur og ástæða til að spyrna við fæti. Það mátti heldur ekki svo lengur til ganga, að frið- samir borgarar gætu ekki far- ið um göturnar fyrir skríl, og enginn verið óhultur um eignir sínar. Alt er þetta í áttina og vonandi, að það komi ekki fyr- ir oftar, að nokkrir ólátabelgir setji skrílsorð á Reykvíkinga með framkomu sinni. • Slænit orð út ávið Á GAMLÁRSKVÖLD hitti jeg konu, sem er búsett úti á landi, en var stödd hjer í bæn- um um hátíðarnar hjá skyld- fólki sínu. Ólætin á gamlárs- kvöld bórust í tal og konan sagði eitthvað á þessa leið: —- Þið ættuð að heyra, Reyk- víkingar, hvað fólkið úti á land- inu hugsar og segir um ykkur, þegar fregnirnar berast til okk- ar af þessum látum í ykkur. Það eru «kki falleg orð sem þá falla, því sannleikurinn er sá, að við erum öldungis forviða og skiljum ekki hvað hefir komið yfir höfuðstaðarbúa. Þannig' fá Reykvíkingar á sig ilt orð, sem og eðlilegt er, fyr- ir skrílslæti hinna tiltölulega fáu. Og nú er að halda í horfinu. ÞAÐ VAR ekki til sóma að sjá t.d. Hótel Borg á gamlárs- kvöld, að þeir sem þar ráða, höfðu gert þær ráðstafanir, að negla hlera fyrir alla glugga á neðstu hæð hússins. Það var engu líkara, að gerðar hefðu verið ráðstafanir eins og í um-i setinni borg á ófriðartímum. En það var ekki néma eðli- legt, að þessar ráðstafanir væri gerðar, því ráðamenn á Borg- inni mundu hvernig var í hitteð fyrra, er skríllinn rjeðist að þessu veitingahúsi og braút rúð ur og gerði sig líklegan til að ráðast til inngöngu. En nú er að halda í horfinu og strengja þess heit, að láta það ekki koma fyrir oftar, að höfuðborgin sje eins og ófrið- arstaðir á þessu hátíðarkvöldi. • Tíðarandinn að breytast. ÞAÐ ER siður, að halda dans leiki á gamlárskvöld í flestum samkomuhúsum bæjarins. — Menn, sem sjaldan skemta sjer utan heimila sinna sækja þessa dansleiki og undanþágur eru veittar til þess ,að þeir standi lengur nætur, en almennir dansleikir á öðrum tímum árs- ins. En oft hefir verið svallsamt á þessum dansleikum, þar til nú. Sá er þetta ritar kom á tvo dansleiki á gamlárskvöld, í Hótel Borg og Sjálfstæðishús- ið. Fólkið var í góðu skapi og glaðvært, eins og vera ber á þessum degi. En það var ekki hægt að segja, að nokkur mað- ur sæist áberandi drukkinn og það er sannarlega meira, en hægt hefir verið að segja stund- um áður. Við skulum vona, að þetta sjeu merki þess, að tíðarandinn sje að breytast hjá almenningi. Það væri sannarlega þarft • Hinn góði ásetn- ingur. ÞAÐ ER siður margra um áramót, „að lofa vitinu betrun og bót“. En hinn góði áscetn- ingur vill stundum fara út um þufur, þegar líða fer á fyrsta mánuð hins nýja árs. Fer það eftir staðfestu þess, em lofar sjálfum sjer, að lifa betra lífi á nýja árinu, hvað hinn góði ásetningur dugar lengi. En hvort sem þetta geng- ur betur eða verr, þá er sjálf- sagt að reyna og margir gera það ár eftir ár. Og það má segja með karl- inum, sem var rjett full brenni- vínsflaska. Hann drakk ofan í hana hálfa í einum teig og sagði um leið og hann rjetti flösk- una, að þeim, sem veitti: — Þakka þjer fyrir, góði. Það er aldrei svo lítið að það hressi mann ekki! • Hvernig leggst það íþig? ÞAÐ ER eiginlega merkilegt hve margir menn eru bjartsýn- ir um framtíðina á þessum ára- mótum. Jeg hefi gert það að gamni mínu, að spyrja þá, sem jeg hefi hitt núna um helgina, hvernig nýja árið leggist í þá. Og svarið hefir verið nærri und antekningarlaust, að það legg- ist nokkuð vel í þá. Óskandi ,að mönnum verði að trú sinni og að árið veðri gott til sjávar og sveita. En þrátt fyrir bjartsýni manna, sem ef vill stafar af því, að sólin er að hækka á lofti og hefir bætt upp kuldann með því að sýna sig hluta úr degi undanfarið. Þó fer ekki hjá því að nokkr ir erfiðleikar sjeu framundan. • Undir okkur sjálf- um komið. EN ÞAÐ er mest undir okk- ur sjálfum komið hvernig árið verður. Að þessu sinni verður ekki farið lengra út í þá sálma, því mönnum er almennt ljóst, að það verður að færa fórnir til þess að sigrast megi á erfið- leikunum. Forystumenn þjóðarinnar hafa í blöðum og útvarpi á- varpað þjóðina og má nokkuð af orðum þeirra markji. hvað framundan er og hvað gera þarf til þess að þjóðinni vegni vel. llKllltlIIIIIIP iiimuurv»<i«iirwrrfiiiiiriii(mn8nmMi>’aiiiinnmiiiiHM>iiii<*< MEÐAL ANNARA ORÐA . . Alvarlegur ralmagmshorlur á Ipánl Eftir Hector Licudi, frjettaritara Reuters. SOKUM langvarandi þurka, hafa stjórnarvöldin á Spáni ekki sjeð sjer annað fært en að taka upp stranga skömtun á rafmagni í landinu. Aðeins fá- ar rafmagnsjárnbrautir halda uppi ferðum, og í opinberum til kynningum er sagt, að ástand- ið sje „alvarlegt“ og „mjög al- varlegt". Spánverjar nota aðallega vatnsaflið til rafmagnsfram- leiðslu, og óeðlilega löng þurka- tímabil — og á Spáni hefur því nær ekkert rignt í marga mán- uði — gera því óþægilega vart við sig. • • STRÖNG SKÖMT- UN. ENDA þótt rafmagnsframleiðsl an hafi aukist úr 3,272,000,000 kw.-stundum 1935 í meir en 6,000,000,000 1947, hefur raf- magnsnotkunin aukist að sama skapi, eða jafnvel meira, sök- um, kolaskorts. Rafmagnsskömtunin er nú framkvæmd á eftirfarandi hátt: Sjúkrahús, blaðaskrifstofur, brauðgerðarhús, sporvagnar og önnur rafmagns-flutningatæki fá 80 prósent af venjulegri not- kun. Heimili fá 50 prósent, og fjölskyldufeður eru sektaðir ef notkunin fer fram úr þessu magni. Iðjuver fá 35 prósent og leikhús, kvikmyndahú's, veit- ingahús, verslanir og nætur- klúbbar 25 prósent. • • OLÍULJÓS í MADRID I MADRID er þrjá rúmhelga daga á viku hverri algerlega lokað fyrir allt rafmagni til ljósa frá kl. 8 að morgni til kl. 6,30 eftir hádegi. A sunnudög- um er allsstaðar á Spáni lokað með öllu fyrir rafmagnið til kl. 6,30 eftir hádegi. Verslanir verða að slökkva ljós sín kl. 6, en er heimilt að nota olíu eða k.ertaljós, ef þær vilja vera opnar til kl. 8. Flest- ar verslanir hafa þó kosið að loka dyrum sínum kl. 7 e. h. Gluggalýsingar og rafmagns- auglýsingar eru algerlega bann- aðar, og götulýsing hefur verið minkuð að: rriinsta kosti um helming. • e IÐNAÐUR STÖÐVAST. RAFMAGNSSKORTURINN er hvað alvarlegastur í Barce- lona og víðast hvar í Katalóníu, en þar er lokað fyrir rafmagn- ið fjóra daga vikunnar. — í mörgum verksmiðjum er unnið aðeins átta stundir á viku, og vefnaðarvöruframleiðendur, er margir eiga óafgreiddar erlend- ar vörupantanir, hafa því nær alyeg orðið að hætta starfsemi sinni. Það er næstum engin götu- lýsing í Barcelona á kvöldin, og í augum ókunnugra er engu líkara en að um stríðsmyrkvun sje að ræða. Jafnvel á opinber- um skrifstofum fer vinna fram við kerta-Veða olíuljós. Vatns- veitukerfi borgarinnar er enn- fremur í hinu mesta öngþveiti, og konurnar verða að standa í biðröðum við brunnana, til þess að fá í fötur sínar. Himininn yfir Barcelona hef- ur nú svo mánuðum skiftir ver- ið heiðskír. 14 fsrasf New York í gær. FJÓRTÁN menn Ijetu lífið og 15 : slösuðust í flugslysi, sem í gær varð við flugvöllinn í Seattle. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.