Morgunblaðið - 13.01.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1949, Blaðsíða 8
Pimmtudagur 13, janúar 1949. 8 MORGVNBLAÐIO Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1G00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Forn vinirnir SKYLDLEIKI kommúnismans og nasismans verður mönnum ljósari, eftir því sem gleggri fregnir berast um ástandið fyrir austan Járntjald. Þessvegna reyna komm- únistar, jafnt hjer á landi, sem annarsstaðar, að dylja þessa staðreynd eftir bestu getu, með því að tala um að forystu- menn kommúnismans hafi alla tíð verið svarnir fjandmenn Hitlers og Nasismans. Fyrir nokkru síðan kom út bók vestanhafs er varpar hinu skýrasta ljósi yfir samband Nasistanna í Þýskalandi og foringja kommúnistanna í Rússlandi, á árunum 1939— 1941. Þar er um ekkert að villast. Því bókin er ekki annað en opinber skjöl, um samstarf og vinmál stjórnarherranna í Moskva og Berlín. Þar kemur m. a. þetta í ljós: Að það var rússneska stjórnin sem hóf friðmæli sín við stjórnina í Berlín vorið 1939. Þangað komu beinlínis tilboð xrá Stalin, að hann óskaði eftir samvinnu við Nasistana. Þarna kemur m. a. fram, að svo innileg var samvinnan þetta sumar, á milli þessara tveggja einræðisstjórna, að utanrík- isráðherra Hitlers, Ribbentrop, sendi Stalin uppkast að ræðu, sem hann ætlaði að halda í október um haustið, til þess að Stalin geti gert á henni breytingar að geðþötta sínum. ★ Fyrir kommúnista á Norðurlöndum er sjerstaklega fróð- legt að heyra, að í hinum opinberu skjölum, sem birt eru í bókinni, kemur í ljós, að morguninn 9. apríl 1940, er þýski herinn ruddist inn í Noreg, var utanríkisráðherra Sovjet- ríkjanna Molotov send sjerstök tilkynning frá þýsku stjórn- inni um þennan atburð, þessa nýju sókn þýska hersins. En herra Molotov ljet ekki standa á svari, heldur sendi ham- ingjuósk síná um það, að þetta nýja tiltæki samherjanna í Berlín mætti ganga Nasistunum að óskum. Svo nær- gætinn var hinn rússneski utanríkisráðherra, að taka það fram, í orðsendingu sinni, að árásin á Noreg og Danmörku væri að sjálfsögðu ekki annað en „varnar-ráðstöfun“. í bók þessari kemur það greinilega í ljós, að fyrstu miss- iri styrjaldarinnar síðustu, höfðu Þjóðverjar flotastöð við Norðurhaf, fyrir sig, er var undir verndarvæng Rússa. Það var á meðan vináttan milli einræðisstjórnanna tveggja var í mestum blóma. Sú vinátta, sem stjórnarherrann í Kreml, og enginn annar, átti upptökin að, er hann ljet sendiherra sinn í Berlín vorið 1939 flytja þau skilaboð frá sjer, að hann óskaði eftir að stofna til þessa vinfengis. Er fram í sótti styrjöldina og veldi Hitlers fór vaxandi, fór vinátta milli einræðisherranna og hinna andlegu skyld- menna að kólna, eins og fram kemur í hinum útgefnu skjöl- um. Stalin hafði reynt að fá Hitler til að fallast á aukin völd Moskvastjórnarinnar á Balkanskaga. En Hitler hafði þverskallast við því. Eins hafði Stalin hugsað sjer að leggja undir sig allt Finnland. En mætti þar mótspyrnu frá hendi Hitlérs. Þá kemur það greinilega fram, í hinum opinberu heim- ildum, að tilgátan um það, að árás Hitlers á Rússland þ. 22. juní 1941 hafi komið yfir stjórnarherrana í Moskva eins og þurma úr heiðskíru lofti var röng. Þeir .vissu vel, hvað í vændum var frá Hitlers hendi. Þ. 24. apríl vorið 1941 sendir t. d. hermálaráðunautur við þýsku sendisveit- ina skeyti til yfirboðara síns í Berlín, að hann hafi af til- viljun komist að því, að breski sendiherran þar í borg hafi nýlega símað stjórn sinni, að árás Hitlers á Rússland muni eiga að hefjast einmitt 22. júní um sumarið. Hvað og varð. Stalin vissi löngu áður en innrásardagurinn rann upp, hvað Hitler ætlaði sjer. En hann gat ekki spornað við því, sem í .yændum var, hvaða brögðum sem hann reyndi að beita til þess. ★ Þessar sögulegu staðreyndir Settu kommúnistar að hafa í huga, er þeir sverja og sárt Við leggja, að yfirboðarar beirra í Moskva sjeu saklausir af því, að hafa nokkurntíma verið vinir Nasistanna. Þeim ætti þó að vera að því nokk- ur huggun, að það var enginn annar en „hinn óskeikuli“ Josef Stalin, sem var upphafsmaður þeirrar vináttu allrar. UR DAGLEGA LIFINU Bjuggust við „hærri hvelli“ RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur haft upp á þeim, sem valdir voru að því óþokka- bragði, að sprengja dynamit í umferðarstólpa við Alþingis- húsið á gamlárskvöld. Það voru unglingar — ekki óvitar — 16 og 17 ára gamlir. Eins og blaðalesendum er kunnugt var það heppni ein, að ekki skyldi hljótast af meira slys þegar sprengjan sprakk en raun varð á. Þeir, sem sáu götin á eirþakrennunum eftir sprenginguna geta gert sjer í hugarlund hvað hefði skeð, ef menn hefðu orðið fyrir brot- unum úr umferðarstólpanum, sem sprakk. Unglingarnir gefa þá skýr- ingu á áthæfi sínu, að ,.þeir hafi búist við hærri hvelli“, ef þeir sprengdu dinamitið í járnhólknum og að þeir hafi gert þetta af „strákssap, eða í galsa“. Oafsakanlegt með óvitaskap BÆJARBLÖÐIN virðast yfir- leitt taka þessum skýringum vek og verður ekki betur sjeð, en að þau vilji afsaka athæfi unglingana og þar með sje málið úr sögunni. Það má vel vera, að þessir unglingar hafi ekki ætlað sjer, að fremja neitt ódæði, eða slasa nokkurn mann. En kæru leysi þeirra og meðferð hættu- legs sprengiefnis. sem hefði getað kostað mannslíf, verður ekki afsakað með því, að þetta hafi verið óvitaskapur. Piltarnir verða að þola sína hegningu fyrir verknaðinn, því það verður að gera ungl- ingum í þessum bæ ljóst í eitt skipti fyrir öll, að þeim líðst ekki að stofna lífi meðborgara sinna í hættu með gálauslegri framkomu. • Faldar hættur HINN ólánssami piltur, sem átti sprengjuna, sem sprakk við Alþingishúsið, segist hafa fundið sprengiefnið í Kamp Knox, skömmu eftir að amer- íski flotinn fór þaðan. Það er vitað að hinir erlendu herir, sem hjer dvöldu skildu eftir sprengiefni víða um land ið. Hafa orðið af þessu hin hörmulegustu slys, eins og kunnugt er. En margt bendir til þess, að þessar földu hættur sjeu enn til og því ástæða til að hvetja menn enn einu sinni, að fara varlega ef þeir finna skot- hylki, eða eitthvað á þeim slóð um, þar sem herinn var, sem þeir vita ekki hvað er. • Er víða falið sprengiefni? OG sú spuming hlýtur að vakna nú hvort það geti verið, að til sje í eigu einstaklinga sprengiefni frá stríðsárunum, sem „geymt er í rusli“, eins og pilturinn segist hafa geymt dinamit-sprengjuna hátt á annað ár. Það ætti nú þegar, að birta áskorun frá viðkomandi yfir- völdum um allt land og heita á menn, sem kynnu að hafa sprengiefni undir höndum, að afhenda það yfirvöldunum nú þegar. Hugsanlegt væri, að hægt væri að afstýra slysum á þennan hátt. • Skemmtileg slúðursaga . STUNDUM geta slúðursögur verið skemmtilegar, þegar þær eru ekki búnar til af illgirni, og til að hræða menn, eða rægja einhvern. Þannig er slúðursagan, sem nú gengur um bæinn um „nýtísku þjófa- gildru“. Hún er í stuttu máli á þá leið, að þjófar, sem brut- ust inn í skrifstofu hjer í bæn um hafi farið að fikta við dikta fón og talað saman á ,,spólu“ og það hafi komið upp um þá. En sagan er því miður slúð- ur eitt og er byggð á misskiln- ingi, eða tilbúningi. • Sagan eins og hún var EN margar slúðursögur eiga sjer einhverja stoð og svo er um þessa. Að gamni mínu spurði jeg Svein Sæmundsson,: yfirlögregluþjón rannsóknar- lögreglunnar, hvernig þessi saga væri tilkomin og sagði hann mjer það. Menn kann að reka minni til, að mili jóla og nýárs fóru tveir drdkknir mer»n inn í skrif- stofu Landssambands íslenskra útvegsmanna í Hafnarhvoli. Annar var svo drukkinn að hann sofnaði og gat fjelagi hans ekki vakið hann. Þvotta- kona kom að hinum sofandi manni og tilkynnti lögreglunni. Hann sagði síðan frá hver hefði verið með sjer og var Ijett verk að hafa upp á hon- um. • Diktafónninn kemur til sögunnar SÍÐAR, þegar skrifstofumað- ur fór að huga að diktafóni, tók hann eftir því, að á einni spólu var mannamál, sem hann kannacjist ekki við og m.a. mátti greina þar kven- mannsrödd. Var nú rannsókn- arlögreglunni skýrt frá þessu og töldu skrifstofumenn hjá LÍÚ, að þeir fjelagar, sem fyr er greint frá, myndu hafa hald ið ,,party“ og boðið til sín kvenfólki þarna í skrifstofunni. Og tij þess að gera langt mál stutt, þá má að lokum geta þess, að diktafónninn hafði verið í viðgerð og viðgerðar- maðurinn hafði reynt fóninn með einni spólu. en á þá spólu hafði komið samtal það, sem var í kringum hann, en ekki þjófana. Af þessu má læra, að því miður eru diktafónar ekki eins örugg þjófagildra og halda mætti, að slúðursögunnj ó- skýrðri og sem gaf tilefni til þessara skrifa. ■MiiiiniiniiiiiiiiiiiiiiH«i>«»>- -«wnnmumi»»niuiiiuimnwwn- »inniiiiiiiiiin .tminnMMi 1 MEÐAL ANNARA ORÐA . , ■IIIIW—■■■lili i ... Sjerfræðinganefnd rannsakar efnahag Svíþjéðar £ Eftir Thomas Harris, frjettaritara Reuters. STOKKHÓLMUR — Akveðið hefur verið að skipa í Svíþjóð sjerfræðinganefnd, sem leggja á fram sinn skerf til tilrauna til að hressa upp á efnahag landsins, en honum hefur hrakað að undanförnu. í nefnd inni munu eiga sæti menn úr stjórninni og frá verkalýðsfje- lögum og framleiðendum. Tage Erlander, forsætisráð- herra, skýrði þinginu fyrir skömmu frá þessari ákvörðun. Ljet hann svo ummælt, að eitt af verkefnum nefndarinnar yrði að finna ráð til að auka útflutning Svía, auk þess sem henni yrði falið að gera sænsku þjóðinni það ljóst við hve mikla efnahagserfiðleika hún nú á að etja, þannig að það verði bæði launþegum og vinnuveitendur hvatning til að beita sjer af alefli við fram leiðslu- og útflutningsstörfin. • • . ÓBRÚAÐ BIL ERLANDER skýrði þinginu frá því, að bilið milli útflutn- ings og innflutnings þrengdist nú heldur, en ennþá þyrfti aukin átök og fórnir til þess að brúa það alveg. Allir verða að halda spart á peningum sínum. Verkalýðs- fjelögin og samtök fastlaun- aðra manna höfðu þegar fyrir áramót orðið við þeirri ósk stjórnarvaldanna að fram- lengja núverandi samninga um að minnsta kosti eitt ár. Þetta þýðir í raun og veru. það, að verkamenn og verslunar- fólk fjelst á kaupbindingu fyr- ir allt árið 1949. • • STRANGT VERÐLAGSEFTIRLIT ENGINN vafi er á því, að sænska stjórnin er staðráðin í að láta erfiðleikana koma jafnt niður á öllum stjettum. Strangt eftirlit verður sem áð- ur haft með verðlagi — enda þótt sumir framleiðendur kvarti yfir því, að ágóðahluti þeirra sje svo lítill, að það taki því í raun og veru varla að halda áfram við framleiðslu- störfin. Skattafnir, en þeir eru, eins og alsstaðar annarsstaðar, jafn óvinsælir með öllum stjettum, verða ekki lækkaðir. í fáum orðum sagt, hefur stjórn Er- landers tekið þá stefnu að koma í veg fyrir, að of miklir peningar sjeu í boði fyrir of lítið af vörum og að vöruverð hækki ekki af þeim ástæðum. • • GAGNRÝNI GAGNRÝNENDUR stjórnar- innar hafa þó haft orð á því, að hún hefði gjarnan mátt líta nær sjer. Þessir menn krefjast þess meðal annars. að opin- berum starfsmönnum verði fækkað, eftirlitið með atvinnu rekstri minnkað og hinir háu skattar, sem svo mjög draga úr öllum starfsáhuga, lækkað- ir. Þeir halda því einnig fram, að fjármálastefna stjórnarinn- ar sje óviturleg, og benda í því sambandi á þá staðreynd, að einn þekktasti fjármálafræð- ingur Svíþjóðar, sagði upp bankastjóraembætti sínu við Svíþjóðarbanka, vegna ósam- komulags hans og stjórnarinn- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.