Morgunblaðið - 13.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. janúar 1949; BÆKUR: Horfnir góðhestar Horfnir góðhestar. Annað bindi. Höfundur Ásgeir Jónsson frá Gott- orp. Útgefandi bókaút- gáfan Norðri. ÁRIÐ 1946 kom út nýstárleg bók hjá bókaútgáfunni Norðra, rituð af Ásgeiri Jónssyni frá Gottorp. Hjet hún „Horfnir góð hestar“ og var aðallega um horfna gæðinga í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Bókin seldist framúrskarandi vel. Strax og bók þessi kom út sagði jeg hug minn um hana í smágrein í Morgunblaðinu. — Þetta var bók, sem ekki gat brugðist, að tekið yrði tveim höndum og feginshugar af öll- um, er hestum unna. Skrifuð af innilegum kærleika til góð- hestanna og listamannlegum skilningi. Seinna várð jeg þess var, að Ásgeir frá Gottorp var — fyrir áeggjan áhrifamanna — að und irbúa annað bindi af „Horfnum góðhestum“ og skyldi þar segja frá gæðingum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum. Satt að segja, leist mjer þetta vafasamt fyrirtæki. Jeg hugsaði eitthvað á þessa leið: Nú færist hinn háaldraði, rit- snjalli hestamaður ógætilega mikið í fang. Varla getur hann hafa þekkt af eigin sjón og raun hesta í þessum sýslum, svo telj- andi sje. Hætt er við, að það, sem hann ritar eftir öðrum um alókunnuga hesta, verði eins og hann láti teyma undir sjer. Það hlutskifti hæfir illa rit- vallarriddaranum frá 1946. En Ásgeir ljet ekki deigan síga, og bókin er komin út. Hún er falleg að útliti sem hin fyrri og getur hátt á þriðja hundrað góðhesta. í henni eru fleiri myndir en fyrri bókinni eða um 50. Sumar þessar myndir eru ágætar og auka gildi bókar- innár stórlega. Nokkrar ná aft- ur á móti tæplega þeim til- gangi, af því að hestarnir eru orðnir of gamlir til þess að njóta sín eða í haustdúðum, þegar myndirnar hafa verið teknar. Vissulega sjást þess merki í bókinni, að Ásgeir hefur verið — meira en æskilegt má telja — háður frásögnum annara. En rnikil bót er það í máli, hvað hann hefur fyrirhitt marga á- reiðanlega menn og greina- góða. Þá hefur hann einnig haft þann hátt að láta koma fram í svonefndum ,,Bókarauka“ sjálfstæðar ritgerðir, sem hón- um bárust. Er þessi ,,Bókar- auki“ 110 blaðsíður. Eiga þeir þar stærstan hlut og skemmti- legastan, mágarnir Sigurður S. Bjarklind og Jón Haraldsson. Skri/ar Sigurður m. a. um tvo hesta, sem jeg þekkti mjðg vel af eigin raun, Blesa sinn og Sindra Guðmundar Vilhjálms- sonar bónda og ferst honum það ágætlega. Óskar Stefáns- son ,bóndi á Hrjngveri, skrif- ar fimlega og smekklega grein um hinn mikla fjörhest sinn Molda, sem var lengi ævinnar á nsésta bæ við mig. Vel stend- ur minning Molda undir því lofi,. sem þar kemur fram. Annað Þá mun og Skóga-Gráni, seinasti hesturinn, sem sagt er frá í bókinni, varla verða af kunnugum talinn oflofaður þar. Nefni jeg þessa hesta „Bók- araukans“ af því að jeg tel mig, vegna aðstöðu minnar, vitnis- bæran um þá. Enginn efi er á því, að í bók þessari getur að engu margra gæðinga, sem undir söðlum hafa verið í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum um líkt leyti og þeir hestar, sem bókin segir frá, — og sjálísagt finnast þess dæmi, að kostaminni hesta er getið þar, en hinir voru, sem ekkert eftirmælið fá. Jeg sakna í bókinni t. d. all- margra góðhesta frá umhverfi mínu: nyrstu sveitum Suður- Þingeyjarsýslu og vestustu sveit um Norður-Þingeyjarsýslu. En um þetta má alls ekki saka Ásgeir Jónsson. Hann gat ekki, aldurs síns vegna, lengi leitað og beðið liðveislu manna um allar sveitir norður hjer. Þetta skiptir heldur ekki svo ýkja-miklu máli. Ekki verða bækur gefnar út um alla góð- hesta, sem hægt væri að hafa upp sagnir um á íslandi. Það væri ofrausn í bókagerð. Hitt er aðalatriðið, að tryggt sje, að bókmenntir þjóðarinn- ar geymi velgerðar lýsingar af svo mörgum þeirra, að minn- ingunni um hinn þýðingarmikla og dásamlega förunaut, ís- lenska góðhestinn, sje borgið frá glötun, þótt vjelarnar ryðji sjer til rúms og hafi hátt. Nú er þetta tryggt með bók- um Norðra: „Horfnir góðhestar I.—II.“ eftir Ásgeir Jónsson og „Faxa“ eftir dr. Brodda Jó- hannesson. ★ Það er mikill vandi að skrifa svo öllum líki vel um einstaka góðhesta, þótt horfnir sjeu. — Eigendur hestanna — og jafn- vel ættmenn eigendanna — eru vandfýsnir. Metnaður hefur jafnan verið í sambandi við gæðinga og metingur um þá milli manna. Hverjum þykir sinn fugl og fákur fagur. Stutt er löngum í oflofið hjá „vinum og vandamönnum“ góðhestanna og ekki lengra í ólofið hjá keppinautum og öfundarmönn- um. Ásgeir Jónsson hefur þurft að hafa vökula hliðsjón af þessu þegar hann skrifaði hestalýs- ingar þær, sem hann hefur eft- ir öðrum. Það er gaman að sjá hve birt- ir yfir frásögn hans, ef hann hefur sjálfur þekkt hestinn eða styðst við glöggar atburðasög- ur. Þá hleypir hann stílfáki sín um, lætur götur glymja og fjöll enduróma. Þvílík sprettfæri notar hany svikalaust í „Horfnir góðhest- ar II“, þegar þau gefast. Góð dæmi um það eru þætt- irnir af: Grundar-Sokka, Dóna Árna Stefánssonar, Múla-Blesa, Ingólfs-Blesa, Gautlanda-Ljót og Fjósatungu-Dreyra. bindi Einar Benediktsson segir í hinu fræga kvæði sínu: „Fák- ar“: „Maður og hestur þeir eru eitt fyrir utan hinn skammsýna, markaða baug. Þar finnst hvernig æðum alls f jörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug.“ Og ennfremur segir hann: „í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn frá afli hestsins og göfugu lund.“ Frásagnir Ásgeirs og lýsing- ar bera með sjer, þar sem hann nýtur sín best, yfirburðaskiln- ing á efninu: „Maður og hest- ur“. *„Leyniþráðurinn“, sem Matt hías Jochumsson sagði að væri milli manns og hests, er rauði þráðurinh, sem rakinn er, í bók um Ásgeirs um góðhestana. Þótt Ásgeir þekki ganglag hesta hverjum manni betur, sje framúrskarandi minnugur á svip þeirra, vöxt og afrek, þá er það ekki mergur málsins, þegar meta skal bækur hans um þá. Hitt er mest um vert, að hann skilur samþand manns og hests bæði sem greindur maður og skáld — og kann að segja frá. Þaðan eru bætiefni bóka hans. Þessvegna eru þær svo mikið lesnar sem raun ber vitni. í greininni, sem jeg skrifaði og birt var í Morgunblaðínu 1946 um fyrra bindi „Horfinna góðhesta“, benti jeg á hina miklu hestamálsorðgnótt Ás- geirs. Hjer vil jeg bæta því við það, sem jeg sagði þar um orð- gnóttina, að þótt sumum kunni að finnast að höfundurinn láti stundum hlaupa lausbeislað, þá kemur það ekki að sök, af því að andi hans er svo fleygur á þessum sviðum. Frægustu kvæði Matthíasar Jochumssonar eru að vísu mögn uð málsnilli, en samt er þar alls ekki hvert orð hnitmiðað. — Andi hins mikla þjóðskálds lyftir einstökum orðum yfir alla ásteytingargagnrýni og fyllir þau lífi og sál. Jeg tek þetta hávirðulega dæmi um Matthías til skýring- aar, af því að jeg tel, að hún- vetnski bóndmn, Ásgeir frá Gottorp, — nú 72 ára að aldri — sem tekur sjer penna í hönd, þegar líkamsþrekið til bú- mannlegra gegninga er þrotið, og skrifar jafn vel og hann ger- ir um eitt mesta hugðarefni sinnar kynslóðar, — hann verð skuldi mikla virðingu. ★ Á 29. bls. í öðru bindi af „Horfnum góðhestum“ segir Ásgeir Jónsson, þegar hann lýk ur frásögnum af gæðingum Sig urjóns Sumarliðasonar, pósts: „Þessar gömlu og góðu minn- Framh. á bls. 12 SJálfum forusfumönnunum kom á óvarf sannleikurinn m skatffríðíndi samvinnu- fjelaganna Tíminn hrópar: SamvinnuslH! í FORYSTUGREIN Tímans s.l. fimmtudag er því hótað, að Framsóknarmenn muni slíta stjórnarsamvinnunni, ef hrófl- að verði við skattfríðindum sam vinnufjelaga. í þessu sambandi er ráðist á Mbl. fyrir að hafa stofnað til „herferðar gegn kaupfjelögun- um o. s. frv. Raunar þarf enginn að undr- ast slík digurbarkalæti. Hótan- ir um samvinnuslit út af einu eða öðru málefni, eru ekki óal- gengt fyrirbrigði í dálkumJTím- ans. Það skiptir engu máli, þótt hjer sje um að ræða að endur- skoða og breyta löngu úreltum lagaákvæðum, sem ekki eiga sjer stoð í hinu raunverulega. Blaðamenn Tímans grípa til þess ráðs að hrópa sem oftar' Samvinnuslit! en það er hálm- strá, sem gripið er til, þegar rökin þrýtur. Mbl. hefur gert sjer far um að upplýsa í hverju skattfríðindi samvinnufjelaga væru fólgin og hvernig þau væru framkvæmd. Sannleikur- inn um þessi mál kom öllum þorra manna á óvart, jafnvel ýmsum, sem telja sig meðal forystumanna samvinnuhreyf- ingarinnar. — Almennt höfðu menn ekki gert sjer ljóst, hvaða afleiðingar það hefur í fram- kvæmdinni, að jafn umsvifa- mikill aðili og samvinnufjelög- in eru orðin, skuli í meginatrið- um búa við 30 ára gamalt fyr- irkomulag hvað sköttum við- víkur. Það misrjetti, sem skap- ast hefur smátt og smátt fyrir gerbreyttar aðstæður, hefur gengið svo hljóðlega yfir, að al- menningur hefur ekki gert sjer ljóst hve áberandi það er orð- ið. Það kom ljóslega fram á Al- þingi skömmu fyrir jólin, að jafnvel menn úr þeim hópi, sem lialda mjög eindregið fram rekstri með samvinnusniði, höfðu ekki gert sjer þetta ljóst. — Einn slíkur þingmaður bar fram fyrirspurn til fjármálaráð herra um hve miklu næmu rík- isskattar stærstu samvinnufje- laganna í landinu. Þessi fjelög ná að kalla má yfir mestan hluta landsins og hafa veruleg- an hluta verslunarinnar nú í sínum höndum. Fyrirspyrjand- inn bjóst bjóst sýnilega við, að koma mundi í Ijós, að þessi fje- lög hefðu greitt gífurlega upp- hæð til ríkisins, sem hentugt væri að flagga með á sama hátt og flaggað er raeð fjelagatölu samvinnufjelaganna. En útkom an varð sú, þegar fyrirspurn- inni var svarað, að þessi stóru fjelög greiða aðeins örlítið brot af öllum sköttunum eða aðeins um 8 milljónir króna af 274 milljónum, sem ríkisskattarnir námu samtals. Fyrirspyrjand- inn varð ókvæða við. Þetta kom honum algerlega á óvart og hon um vafðist tunga um tönn. — Hann hcfði aldrei borið fram þessa fyrirspurn sína, ef hon- um hefði til hugar komið, að slík yrði niðurstaðan. Hann hafði enga grein gert sjer fyrir því hve skattfríðindi samvinnu- fjelaga eru orðin yfirgengileg og þegar svo er um einn af þeim mönnum, sem fylgst hefur einna lengst með samvinnufje- lagsskapnum af öllum þing- mönnum, hvernig má þá ætla, að verið hefði um hina, sem styttri reynslu hafa, og þetta sýnir einnig ljóslega, að skilj- anlegt er, að allur almenningur hafi ekki gert sjer þessi mál ljós. Viðbragðið, sem blaðamenn Tímans taka, þegar þeir standa frammi fyrir staðreyndinni uin skattfríðindi samvinnufjelag'- anna, er að hrópa upp um rof samstarfsins í ríkisstjórninni. Svo gersamlega ráðþrota standa þessir menn, að þeir grípa til þess, að gera Mbl. upp orð, sem aldrei hafa í blaðinu staðið og skáletra þau og hrópa síðan: Samvinnuslit! Það hefur margoft komið fram, að lítið er að marka slík- an þyt í dálkum Tímans. Það er fyrir löngu Ijóst, að þeir sem hæst láta á þeim vettvangi, bera enga ábyrgð. Ummæji þeirra er ekki að marka. Ekki einn einasti af Framsóknar,- mönnum, sem talist getur í hópi forystumanna rekstrar með samvinnusniði, hefur tekið til máls um skattfríðindin í dálk- um Tímans, heldur hefur venð teflt fram mönnum til andsvara, sem lítil skilyrði hafa til að rök- ræða þessi mál. Það er því ekki óeðlilegt, þótt eina svar blaða- manna Tímans sje að gera Mbl. upp orð og hrópa svo: Sam- vinnuslit! En á slíkri aðferð tekur eng- inn mark. Mbl. mun halda á- fram að upplýsa þessi mál, eft- ir því sem tilefni verður til. Og almenningur mun mynda sjer skoðun eftir því. Máttlaus hróp marklausra manna breyta hjér engu um. 4--5 herbergja íbúð óskast til leigu strax. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „Skemtileg íbúð—439“, sendist afgr. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.