Morgunblaðið - 13.01.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1949, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. janúar 1949. „Það er rjett, en þeir hefðu verið enn öruggari, ef þeir 'hefðu aldrei hætt sjer inn á þessar slóðir. Nei, Bernardo, jeg get sjálfum mjer um 4i:ennt“. „Bull og þvaður“, sagði Bernardo. ..Sjóræningjar drep ast ekki í bælum sínum. Ef þeir sökkva ekki til botns i fagurgrænan sjóinn, þá dingla l>eir niður úr kaðalspotta. — Hverju máli skiptir það þig? Ef þú hefðir komið þeim heilu og höldnu aftur til Petit Goave þá hefðu þeir allir lagt á sjó- *nn aftur, þangað til fyrr eða píðar að hengingaróliu hiefði verið spennt um háls þeirra. Auk þess er gagnslaust að vera að brjóta heilann um slíka hluti. Við þurfum að hugsa fyrir okkur sjálfum. ef við eigum að komast hjá því að vera hengdir. Við skulum fara að koma okkur út úr borg •tnni“. Kit horfði út á sjóinn, þar sem bátnum frá Garza var ró- ið fram og aftur. Kit taldi í tlljóði í hvert sinn, sem bát- urinn nam staðar til að draga eitthvað upp úr sjónum. Fimm, hann var kominn upp í fimm . ... en hverjir voru það? — Hann hristi höfuðið. „Farðu ef þú vilt“, sagði hann, „jeg verð kyrr“. ,.í fimmtugasta skiptið og þú ættir að vera farinn að kunna það utan að: Ef þú ert kyrr, verð jeg það líka. Leiðir okkar hafa legið of lengi saman, til þess að við getum farið að skilja núna. Komdu, Kit, við skulum fela okkur, þangað til á morgun. Þá skulum við sjá til, hvað við getum gert“. Þeir gengu hægt í gegn um mannfjöldann við vegginn. En þeir höfðu gengið aðeins stutt- an spöl, þegar Bernardo, sem gekk á undan, þrýsti ’ sjer skyndilega upp í skot á milli húsa, og gaf Kit bendingu um að gera slíkt hið sama. Augna- bliki síðar kom flokkur ríð- andi manna eftir götunni og fremstur í flokki reið Don Luis del Toro. Kit leit á Don Luis, digran og svartskeggjaðan. Hvað eft- ir annað hafði þessi maður gert honum lífið þungbært. Hann greip höndinni ósjálf- rátt um byssuskaftið. En Bern- ardo greip þegar járnkruml- um sínum um hönd hans, svo að hann gat hana hvergi hreyft. Kit sleppti brátt takinu um byssuskaftið. ,.Þú hefur á rjettu að standa“, sagði han'n. ,,Þetta er hvorki rjettur stað- Ur nje stund. En tíminn mun bráðum koma“. „Má vera“, sagði Bernardo. „En komdu nú. Við verðum að finna brúna, sem liggur til San Lazaro. Við getum falið okkur í mýrlendunum í Cienaga þangað til á morgun“. Þeir flýttu sjer á burt og mátti sjá á svip þeirra að þeim var ekki rótt innanbrjósts. — Þegar þeir komu að brúnni var orðið áliðið nætur. Þeir fóru sjer að engu óðslega þeg- ar þeir gengu yfir brúna, því að þeir vissu, að annars mundu þeir vekja á sjer athýglí. Þeg- 54. dagur ar þeir voru komnir yfir brúna beygðu þeir út af veginum. Þeir óðu yfir mýrina, þangað til þeir komu loksins að þurr- um bletti. Þar fleygðu þeir sjer niður í grasið og þrátt fyrir moskitoflugur, sem sveimuðu í kring um þá í stór- um skýjum, voru þeir svo upp gefnir að þeir sofnuðu strax. En Don Luis svaf ekki mikið þá nóttina. Hann gekk fram og aftur fyrir framan sjó ræningjana fimm, rennblauta, sem höfðu verið dregnir upp úr sjónum. Hann var forseti Audencia, svo að hann hafði leyfi til að spyrja þá. En hann hafði ekki enn mælt eitt ein- asta orð. Tinnusvört augu hans skutu neistum. Loks nam hann staðar fyrir framan Smithers. Hann reif skyrtuna frá brjósti hans. Smithers bar enga festi um hálsinn. ..Enginn kross?“, tautaði Don Luis. „Hvorki sankti Ant- ony, sankti Cesilia eða sankti Cristoper. Takið vel eftir þessufi herrar mínir, því að jeg held að við ættum að láta rannsóknar- rjettinn athuga þetta mál“. — Hann virti Smithers fyrir sjer. Hann talaði til hans á ensku og rödd hans var róleg og hreimlaus. „Trúleysingi. Hvern ig líst þjer núna á skipstjórann ykkar, Gerado, sem hefur svik ið ykkur?“. „Þú lýgur“, hrópaði Smith- ers. Um leið og hann hafði sleppt orðinu, sá hann, að hann hafði hlaupið á sig. Don Luis sneri sjer að fylgdarmönnum sínum. „Þarna sjáið þið“, sagði hann, „Englendingur og þar j að auki trúleysingi. Rannsókn- ardómararnir verða vafalaust j ánægðir, þegar þeir hitta þenn an náunga“. Hann gaf fyrir- liðanum bendingu og Smith- ers var dregin í áttina til dóm- hússins. þar sem rannsóknar- rjetturinn var til húsa. Hinir fjórir fengu sömu yf- irheyrsluna, en útkoman varð önnur, þar sem þeir báru allir kross um hálsinn. Einn þeirra var þó negri, og Don Luis dró þá ályktun, að hann mundi vera strokuþræll. „Þessi er auðsjáanlega þræll, sem strokið hefur frá j góðum húsbændum sínum“, sagði Don Luis. „Við látum okkar þræla sjá. hvernig farið er með slíka menn. A kvala- tólið með hann“. Hann virti , hina þrjá fyrir sjer, og fyrir- j litningin skein úr augum hans. „Við getum svo sem eins vel hengt þá tafarlaust, nema þeir heimti, að dómstóll verði settur, en það held jeg að sje ' óþarfa tímaeyðsla“. j Fylgdarmenn hans ypptu öxlum. Þeir voru lögfræðingar | í ríkisráði landsstjórans. Fólk- ið vildi bara fá að horfa á at- höfnina. Þeim var sama, hvort hún fór fram nokkrum stund- um fyrr eða síðar. Á leiðinni til dýflissunnar datt Don Luis annað í hug. Hvað var orðið af Cristobal? Hafði hann sokkið með skipj sínu?’ Það vár ekki láust' við, að honum fyndist sárt til þess að hugsa. Hann fór að velta því fyrir sjer, hvers vegna hann hafði ekki viðurkennt hann sem son sinn fyrir löngu. Hjonum Hefði verið sómi að honum sem erfingja .... En þá datt honum annað í hug. Skipstjórinn á Garza hafði sagt honum, að svartskeggjaði Englendingurinn. Smithers, hefði stjórnað skipinu. Spánski skipstjórinn var viss um það, því að hann hafði fylgst með því. sem gerst hafði um borð í Sgaflower í gegn um sjón- auka sinn. Hvar var Kit þá? Hafði hann fallið í einhverri viðureigninni nýlega? Eða var hann bráðlifandi .... hjer í Cartagena? Seaflower hafði verið siglt hægt fram og aftur eftir strönd inni. Hvernig stóð á því? Voru þeir ef til vill að bíða eftir ein- hverjum? Kit kippti sannar- lega í kynið. Hann hafði hrifs- að rauðhærðu stúlkuna upp úr sjónum, og Bianca var ekki sama manneskjan, eftir að hún hafði verið með honum í Cul de Sack. Hafði hann ekki líka verið hlýtt til . Ricardo, sem minnti hreint ekki lítið á Crist obal Gerado, sem með rjettu hefði átt að heita Del Toro? Gæti það átt sjer stað, að núna, einmitt á þessari stundu . . . . ? Don Luis sneri sjer snögg- lega að föngunum. Ef Kit hefði snert dýrustu eign hans, skyldi hann deyja, hvort sem hann væri sonur hans eða ekki. Hann benti á þann minnsta af föngunum, ^sem vafalaust mundi vera hægt að fá til að leysa frá skjóðunni. „Farið með hann til Ten- aza“, sagði hann. „Jeg þarf að tala við hann“. Þrem stundum síðar gekk Don Luis hröðum skerfum heimleiðis frá dýflissunni í virkinu. Litli náunginn hafði verið þrár. Hann talaði ekki fyrr en þeir voru búnir að setja á hann ,,skóinn“, en það var tæki, sem marði og kramdi hvert bein í fótum manns. Síð- an hafði Don Luis skipað svo fyrir að skera skyldi tunguna úr munni mannsins, svo að hann hjeldi sjer saman það sem eftir væri ævinnar. Á heimleiðinni velti Don Luis því fyrir sjer, hvernig hann ætti að haga orðum sín- um, við Biöncu, þegar hann spyrði hana, hvort hún vissi um Kit. Hún mundi auðvitað neita, hvort sem hún vissi hvar hann væri eða ekki. Hvernig átti hann að fá það út úr henni? Hótanir bitu ekkert á eiginkonu hans. Hún hafði oft ar en einu sinni látið sem hún feein mundi vilja deyja .... Hún lá á hnjánum fyrir fram- an helgimyndina í svefnher- berginu sínu, þegar hnnn gekk inn. Barnsleet andlit hennar vsr fölt Of' SOrCTbitið. „Kom hann hingað“?, öskr- aði Don Luis. Fonum fannst hann ekki þurfa að nefna nein nöfn. Bianca sneri sier hægt að honum og horfði rólegum aug- um á eiginmann sinn. í leit að gulli eftir M. PICKTHAAJL 66 ™ 1 skóginum drepi hann og honum finnst hanrj. sjá glóandi glirnur þeirra allsstaðar í kringum sig. Jæja, við skulum fá okkur eitthvað að borða. Jeg er banhungraður og svo þreyttur, að jeg hlakka til að fara að sofa í nótt. — Nú, það skal ekki undra mig, sagði Villi. En jeg get ekki skilið hvers vegna við eigum annars að vera að eyða tímanum hjerna. Að gefa gullið upp, vegna svona þrjóts og hann sem meira að segja reyndi að skjóta á yður. Leifur roðnaði dálítið við. Jeg veit eiginlega ekki sjálfur, hversvegna jeg geri það, sagði hann rólega, en jeg held, að jeg sje búinn að gleyma, að við hötuðum hvorn annan. Og nú man jeg aðeins, að jeg er læknir og að hann þarf á hjálp minni að halda. Villi leit undrandi á hann, svo hristi hann höfuðið, eins og hann vildi gefa í skyn, að hann væri steinhissa á þessu öllu. Hann lyfti silungskippunni í augnahæð. — Sjáið, sagði hann. Hjerna er nógur fiskur. Hvorki meira nje minna en sjö. Einn þeirra er meira en pund. Það kalla jeg gott. — Það er ágætt, sagði Leifur og fór nú að virða fyrir sjer veiðina með miklum ákafa. Já, nú skulum við fá okkur að borða. Hvar fjekkstu þá annars? — Jeg fór niður með læknum og kom brátt að nokkuð stóru vatni þarna fyrir neðan og það er alveg fullt af sil- ungi þar, jeg er meira að segja viss um, að það er líka lax þar. — Heldurðu það virkilega, sagði Leifur. — Það væri prýðilegt, því að við gætum þurkað þá eins og Indíánarnir gera og þá þurfum við ekki að vera hræddir um að verða uppiskroppa með mat. — Og á hann svo að fá að jeta af matnum okkar? spurði Villi og leitt yfir til tjaldsins. Leifur hló og sagði: — Þjer finnst, að jeg hafi nokkuð skyndilega breytt um áætlun. — Já, sagði Leifur. Við snúum heim til Skelja sem allra fyrst. Strax og Brown er orðinn rólfær leggjum við af stað til baka. JTLíxr mohqxjyrJ?^ Ifjsnu — Jcg ætla að hafa páfa- gaukinn með mjer í sunnudaga skólann. Mjer finnst hann fylli- , lega þurfa þess. Hjer er saga um ungan lög- fræðing, sem starfaði hjá járn- brautarfjelagi. Eitt sinn í járn- brautarslysi meiddist enginn nema lítill drengur, sem sagt var að slasast hefði á handleggj um, þannig, að hann gæti ekki rjett úr þeim nema til hálfs. Foreldrarnir komu með dreng- inn og kröfðu fjelagið Um skaða bætur .Fjeiagið neitaði og fór málið fyrir rjett. í rjettinum spurði lögfræðingurinn dreng- inn: „Jæja, drengur minn, þú meiddist á höndum í slysinu, eða var það ekki svo?“ „Jú“, sagði drengurinn. „Og þú getur ekki rjett úr handleggjunum?" „Nei“, svaraði drengurinn. ,,Jæja,“ sagði lögfræðingur- inn, „viltu ekki sýna okkur, hve mikið þú getur rjett úr þeim“. Drengurinn gerði það og þær voru hálfbognar. „En hvað gastu lyft þeim hátt áður en þú meiddir þig?“ „Svona“, sagði drengurinn og rjetti þær alveg til fulls. ★ Hún: — Jeg er ekki jeg sjálf í kvöld. Hann: — Það er ágætt, þá ættum við að geta skemmt okk ur vel. ★ Faðirinn hafði sjeð þegar dótt irin kom heim og drengurinn, sem fylgdi henni, kyssti hana lengi og ákaft á tröppunum. — Jeg vil ekki hafa að þessi karlmaður kyssi þig svona, sagði faðirinn, þegar dóttirin kom upp. — Já, en pabbi, gefðu hon- um eitt tækifæri enn, hann er alger byrjandi. ★ Storksunginn: — Mamma, hvaðan kom jeg? jh Lruiuit EEfí3 &4 WKBf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.