Morgunblaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók 36. árgangur. 18. thl. — Sunnudagur 23. janúar 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins DelM-ráðstefnunni lýkur á morgun Þrját álykianir samþyktar í dag Delhi i gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TVEIR FUNDIR voru haldnir í dag á ráðstefnu þeirri í Delhi, sem fjallar um Indónesíumálið. Voru samþykktar þrjár álykt- anir, sem lagðar munu fyrir Öryggisráðið. í þeim er m. a. skorað á ráðið að beita sjer fyrir þvi, að bráðabirgðastjórn verði komið á fót í Indónesíu hið fyrsta, að allir fangar, nema pólitískir fangar, verði þegar látnir lausir af Hollendingum og leiðtogum indónesiska lýðveldisins verði gefið fullt athafnafrelsi. Þá var einnig samþykkt, að' hinar 19 þjóðir, sem ráðstefnuna sitja skyldu halda áfram samstarfi sín á milli. — Ráðstefnunni lýkur á morgun. VERSKA STJÓRNIN GENGUR SKILYRÐUM KOMMÚNISTA Sendiherra Kína í Bandaríkjunum Umræðum frestað Öryggisráðið frestaði í dag umræðum til þriðjudags um til- lögu Kúba, Bandaríkjanna, Nor egs og Kína um Indónesíumál- ið. í tillögu þessari var þess krafist, að Öryggisráðið tryggði stofnun og sjálfstæði bandaríkja Indónesíu. Á fundi ráðsins í dag, sagði fulltrúi Rússa, að Bandaríkin væru að reyna að tryggja sjer áhrifastöðu í Indónesíu. Krafð- ist hann þess, að Hollendingar hyrfu sem bráðast með heri sína úr landinu. Nauðsynlegt Yfirhershöfðingi Hollendmga á Vestur-Java ljet í dag hand- taka fjóra málsmetandi Indó- nesíu-menn. Kvað hann það hafa verið nauðsynlegt vegna öryggis landsins. Nýlt varnarbandalag Sydney í gærkveldi. í BLAÐINU „Sydney Sunday Herald“ er skýrt frá því í dag, að líklegt sje að Ástralía og Nýja Sjáland gangi senn í varnarbandalag með Indlandi, Pakistan og Ceylon, til þess að gæta hagsmuna samveldisland- anna'við Kyrrahaf og Indlands haf. — Sagði í greininni, að sigrar kommúnista í Kína und- anfarið og sú staðreynd, að Rússar „beindu nú athygli sinni æ meir að Asíu“ myndi hvort- tveggja flýta fyrir því, að slíkt varnarbandalag yrði myndað. Ungverska lögreglan ásökuð 0 London í gærkveldi. í ÚTVARPI frá páfagarði í kvöld, var ungverska lögregl- an sökuð um að beita sjerstök- um pyntingaraðferðum við Andras Zakhar, einkaritara Mindszenty kardínála, sem handtekinn var í nóv. s. 1. Út- varpið sagði, að pyntingar þess- ar miðuðu að því, að svifta Zakhar vitinu. — Sem kunnugt er voru það „játningar“ Zakhar sem leiddu til handtöku kardí- nálans. — Reuter. Kaupmannahöfn í gærkvöldi. FUNDUR forsætis-, utanríkis- og hermálaráðherra Danmerk- ur, Svíþjóðar og Noregs hófst hjer í Kaupmannahöfn í dag. Tilgangurinn með fundi þess- um er að reyna að komast að, samkomulagi um varnarbanda- lag Norðurlanda. Mun einnig rædd afstaða þess bandalags tii væntanlegs Norður-Atlantshafs bandalags. Fyrsti ræðumaður a fundinum í dag var Hans Hed- toft, forsætisráðherra Dana. I dag var engin opinber tilkynn- ing gefin út um fundinn, en hann mun halda áfram á morg- 1 un. — Reuter. Skipaði í gær iianm manno friðarnefnd upp Belgrad í gærkveldi. VARAFORSÆTISRÁÐHERRA Júgóslavíu, Blagoye Neshkov- itc, ljet svo ummælt í dag, að enda þótt hvert Kominform- landið af öðru hefði svikið gerða samninga við Júgóslavíu, þá myndu þeir samt fram- kvæma fimm ára áætlun sína. Hann kvað afleiðinguna af svikum Kominform-landanna þá að Júgóslavar myndu nú sjálfir þurfa að framleiða ýms- ar vöx-ur, er þeir hefðu áður flutt inn frá þessum löndum. Hjer á mynilinni sjest sendi- herra Kína í Washington, Wellington Koo. Myndin er tckin fyrir utan Hvíta húsið, er sendiherrann fór á fund Tru- mans til þess að biðja um aukna aðstoð Bandaríkjanna við kín- versku stjórnina. Þeirri beiðni var synjað, sem kunnugt er. í ævilangt fangeisi TJEKKNESKUR herdómstóll dæmdi í dag Vit Placek, er var óbreyttur hermaður í styrjöld- inni, í ævilangt fangelsi fyrir landráð. Hann var sakaður um að hafa látið „erlendu ríki“ í tje hernaðarlega mikilvægar upplýsingar. — Reutei;. Peiping geist upp iyrir kcmmúnistum Nanking í- gærkvöldi. • Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. LI TSUNG-JEN, forseti Kína, tilkynnti í kvöld, að kínverska stjórnin væri fús til þess að semja um frið við kommúnista og ganga að skilyrðum þeim, er leiðtogi þeirra, Mao Tsi Tung, setti fyrir friðarsamningum í s.l. viku. — Þá skipaði kínverska stjórn in í dag fimm manna nefnd, til þess að semja frið við komm- únista. Formaður nefndarinnar er Shao Li Tsi, fyrverandi sendi- herra Kína í Moskvu. — Með þessu hefur stjórnin svarað til- kynningu kommúnista um það í gærkvöldi, að þeir vildu hefja viðræður um frið áður en vopnaviðskiftum væri hætt. — Stjórn- málamenn líta svo á, að útlitið um frið í Kína hafi aldrei verið vænlegra en nú, frá því borgarstyrjöldin hófst. Sjúklingar í verkfalli París í gærkveldi. EITT hundrað og tuttugu berklasjúklingar á Cham- prosay - heilsuhælinu skamt frá París, hófu í dag „hungurverkfall um óákvcðinn tíma“ til þess að mótmæla því, hvc við- urværi þeirra væri Ije- legt. Einkum kvörtuðu sjúklingarnir yfir því, hve oft þcir fengju nautakjöt að borða. — Reuter. Nýjar hreinsanir i Tjekkóslovakíu 70 mðnns handfeknir og sakaðir um að reka „njósnarasfarfsemi" fyrir Bandaríkin Prag í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. OPINBER tilkynning var gefin út um það í Prag í kvöld, að sjötíu Tjekkar hefðu verið handteknir. Er fólk þetta sakað um, að hafa rekið njósnir fyrir Bandaríkin í Tjekkóslóvakíu. London í gærkveldi. NEÐRI deild breska þingsins hefir samþykkt 1 milj. punda fjárveitingu til þess að reisa nýtt þjóðleikhús í London. — Aðgangseyrir að leiksýningum í hinu nýja þjóðleikhúsi verður mjög lágur, til þess að sem alli-a flestum gefist tækifæri til þess j að sjá þær. Bygging leikhúss- ins verður hafin eins fljótt og j auðið er. — Reuter. „Sannanir“ Áður hafði verið gefin út til- kynning í Bratislava, höfuð- borg Slóvakíu, þar sem fólk þetta var kallað „hættulegir þjónar bandarísku leynilögregl- unnar“. Sagði, að fundist hefðu leynilegar útvarpsstöðvar smá- filmur og ýms skjöl er sönnuðu það, að víðtæk njósnarstarfsemi hefði verið rekin fyrir Banda- ríkin í Slóvakíu. Ennfremur, að njósnarhringur þessi væri í sambandi við þjóðlega demo- krataflokkinn í Slóvakíu. Gömul plata Frjettaritarar hjer telja, að handtökur þessar og hinar gam alkunnu ásakanir um „njósnir ‘ boði það, að senn muni hafin ný herferð gegn and-kommún- istum í Tjekkóslóvakíu. Vitað er, að fjöldi Tjekka hefur kom- ist yfir landamærin til Austur- ríkis, frá Bratislava. Mun til- gangur kommúnista að reyna að koma í veg fyrir flótta þenn- an með því að skjóta fólki skelk í bx-ingu með nýjum hreinsun- um og nýjum handtökum. Skilyrði kommúnista Skilyrði þau, sem kommún- istar settu fyrir viðræðum um frið voru eftirfarandi: Að allir „svika-samningar við anðvalds i-íki“ falli úr gildi. Að stjórnar- skráin frá því fyrra verði af- numin, Að allir „stríðsglæpa- menn“ hljóti verðskuldaða refs- ingu. Að öll „aftux-haldsöfl inn- an hers og stjórnar" verði num- in brott. Að eigur embættis- og stjórnarmanna verði gerðar upptækar. Að mynduð verði „ríkis-ráð allra flokka, nema afturhaldsflokkanna“. Að land- eignum verði skift milli bænda. Peiping fallin Fu Tso Yi, yfirmaður stjórn- ai'herjanna í Noi'ður-Kína til- kynnti í kvöld, að setuliðið i Peiping hefði samið um upp- gjöf við kommúnista. Þar með er síðasta vígi stjórnarinnar í Norður-Kína fallið. í Nanking óttast menn, að kommúnistar muni herða sóknina á ölluni vígstöðvum og reyna að ná til norður-bakka Yangtse-fljótsins áður en viðræður um frið hefj- ast. — SJrömmu áður, en stjórn in gaf út tilkynninguna um 5 manna friðarnefndina var 200 þús. manna lið kommún- ista sagt halda áfram sókninni suður á bóginn frá Huai fljóti, fyrir norðan Nanking. Skilyrði stjórnarherjanna í tilkynningu Fu Tso Yi um uppgjöf Peiping sagði frá skil- yrðum stjórnarherjanna. sem kommúnistar gengu að: A5 vopnaviðskiftum verði hætt þeg ar í stað. Að sameiginlegri borg arstjórn verði komið á fót. Að herir stjórnarinnar utan boi’g- armúranna fái mánaðarfrest til þess að hafa sig á brott. A.ð gull- yuaninn haldi áfram að gilda í borginni. — Gengu kommún- istar að skilyrðum þessum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.