Morgunblaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 6
Sunnudagur 23- janúar 1949. MORGUNBLAÐIÐ jlUwgtttifitafrito Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Frjettaritstjóri ívar Guðmundssors Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austiu-stræti 8. — Sími 1G00. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Eflum framleiðsluna en flýjum hana ekki ÞEGAR Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Ólafs Thors, beitti sjer fyrir því að stríðsgróði íslendinga yrði hagnýttur til stórfelldrar eflingar atvinnulífi þjóðarinnar, var það fyrst og fremst eitt, sem fyrir flokknum vakti: Sköpun atvinnu- legs öryggis landsmanna. Þjóðinni voru síðustu árin fyrir síðari heimsstyrjöldina í fersku minni. Hún mundi atvinnuleysið í kaupstöðum lands- ins, hinn öra fólksstraum frá landbúnaðarframleiðslunni og lleiri sjúkdómseinkenni þjóðarlíkamans. íslendinga langaði ekki til þess að sjá þessa sögu endurtaka sig. Þeir vildu þvert á móti berjast gegn því af alefli að mæta þeim á ný. Þessvegna lögðu þeir allt kapp á að eignast ný og betn i'ramleiðslutæki, sem gæfu þjóðinni tækifæri til þess að neyta starfsorku sinnar og skapa sjer atvinnulegt öryggi. íslendingar hafa eignast ný og betri tæki. Fiskiskipastóii þeirra hefur margfaldast, landbúnaðurinn fengið mikið af vjelum og iðnaðurinn hefur eflst og orðið fjölbreyttari. En þrátt fyrir allt þetta hefur aðeins annar þáttur nýsköp- unarinnar verið framkvæmdur. Framkvæmd síðari þáttar- ins krefst aukinnar þátttöku landsmanna í framleiðslustörf- unum. Það er þýðingarlaust að fjölga skipum og ittvega landbúnaðinum bætt tæki ef fólkið í landinu flýr landbúnað og sjávarútveg og leitar sjer lífsframfæris fjarri skapandi starfi. Við þessari öfugþróun er aldrei of oft varað. Islendingar verða að breyta um stefnu í þessu efni. Þeir hafa nú glæsi- legri möguleika en nokkru sinni fyrr til þess að skapa sjer lífvænleg lífsskilyrði. En til þess að geta hagnýtt þá rnögu- leika þarf fleira fólk til framleiðslustarfa. Hin gífurlega aukning útflutningsverðmæta s.l. ár hefur gerst í skjóli betri og stórvirkari framleiðslutækja. En framleiðsluaukn- ing hefði getað orðið miklu meiri og verður að verða mein ef þjóðin á að geta búið við þau lífskjör, sem hún hefur lifað við undanfarin ár. Það er gjörsamlega þýðingarlaust fyrir hana að kvarta undan gjaldeyrisskorti og hörgul á margs- konar nauðsynjum ef hún gerir sjer þetta ekki ljóst Það er um tómt mál að tala. Nefndafarganið, ráðin og höftin, allt þefta er afleiðing þess að framleiðslan fær ekki risið undir kröfunum, sem gerðar eru um neysluvörur og lífs- þægindi. Æðsta boðorð íslendinga í dag er þéssvegna þetta: Eflið framleiðsluna en flýið hana ekki. Okkur vantar fleira fólk, sem vill sækja sjó og framleiða nauðsynlegar matvörur. Það er hneyksli að mitt í gjaldeyrisörðugleikum þjóðarinnar skuli vera fluttir inn auðræktanlegir garðávextir fyrir millj- UR DAGLEGA LIFINU Mjólkurskorturinn óþarfur REYKVÍKINGAR HAFA búið við nauma mjólkurskömtun og algeran , mjólkurskort undan- farna daga. Ófærðinni á þjóð- vegunum er kent um. Það er fullyrt, að mjólkurbílarnir komist ekki að austan. Vanur bifreiðarstjóri, sem er þaulkunhugur austurleiðum, af margra ára reynslu, fullyrðir, að það háfi verið óþarfi, að láta borgarbúa vera mjólkurlausa þessa dagana. Með smávegis aðstoð hefði verið hægt að halda Þingvallaleiðinni opinni alla und.anfarna viku. en á- hersla hefði verið lögð á að halda krisuvíkurleiðinni færri, og vegavinnuverkfæri sett á þann veg í veikri von um að halda mætti þessum nýja vegi opnum. • Mjólkurbílarnir í Almannagjá ÞAÐ MUN hafa verið á fimtu- dag, sem mjólkurbílar að aust- an festust í Almannagjá. Frá gjánni til Reykjavíkur var hins vegar greiðfær vegur, sem sjest á því, að viðgerðarmenn Rafveitunnar, sem komu til bæjarins á fö'studagsmorgun, voru aðeins 45 mínútur á leið- inni frá Heiðabæ. Það kalla bílstjórar „skotfæri". Fullyrt er að þeir bifreiðar- stjórar, sem fastir voru í Al- mannagjá, hafi stolist til að fara Þingvallaleiðina og hafi þeir tekið þá ákvörðun vegna þess, að þeim var kunnugt, að Þingvallaleiðin væri greið- færust. Ein ýta hefði getað skaf ið fönnina í gjánni og bifreið- arnar komist leiðar sinnar. En það átti víst að hegna þeim fyrir að velja þessa leið með því að neita þeim um aðstoð. Þessi eina ýta fjekst ekki og þessvegna voru Reykvíkingar mjólkurlausir á föstudaginn. • Oholandi þrjóska MÖNNUM LÍKAR illa, sem von er að vera rafmagnslausir. — Rafmagnsbilunin stafar af óvið ráðanlegum orsökum. En sje það rjett, sem þaul- kunnugir menn halda fram, að mjólkurskorturinn stafi ein- göngu af stífni og þrjósku fárra ráðamanna, sem ætla sjer að halda Krisuvíkurleiðinni op- inni, hvað sem tautar og raul- ar, þá er það þrjóska, sem al- menningur á ekki að þola og þarf ekki að láta bjóða sjer. • Iilutlaus rannsókn REYKVÍKINGUM er nákvæm lega sama eftir hvaða vegi mjólkin er flutt, hvort það er Hellisheiðarvegur, Þingvalla- leið, eða Krisuvíkurvegur. Þeg- ar allir þessir vegir eru ófærir bílum, er ekkert við því að segja og borgarbúar taka mjólk urleysinu með þögn og þolin- mæði. En sje hægt að aka bílum eftir einhverri af þessum þrem ur brautum, krefjast þeir, að mjólkin sje flutt þá leið sem greiðfærust er, hvað svo sem hún heitir. Það er ofur einfalt að ganga úr skugga um hver leiðin er best í það og það skift ið og þeir, sem ráða ferðum mjólkurbílanna, eiga að rann- saka það á hlutlausan hátt, en ekki að vera með kjánalega stífni, eða sjá ekkert nema Krisuvík. Það gæti verið að Krisuvík- urleiðin væri fær í dag, en Þingvallaleiðin á morgun. — Það skiftir engu máli, ef mjólk in kemst til bæjarins. Aðalat- riðið er, að valin sje besta leið- in í það og það skifti. Það er rjettlætiskrafa, sem ekki er hægt að víkja frá. • Þurmjólkur neysla ÞAÐ ER hægt að bæta sjer upp mjólkurleysið með þurrmjólk, sem fengist hefir og fæst enn í verslunum bæjarins. Þeir, sem hafa komist upp á lagið að nota þessa þurrmjólk, telja hana mjög góða og gefur hún ný- mjólk ekki eftir t. d. við matar tilbúning, Blöðin hafa birt leið beiningar um, hvernig nota eigi þurrmjólkina og það er vitað, að hún heldur sömu nær- ingarefnum, sem eru í nýmjólk inni. Þetta ættu húsmæður að at- huga næst þegar snjóýturnar hafa ekki við að skafa fönnina af Krísuvíkurveginum og Reyk víkingar fá naumt skamtað mjólk, eða enga. • Stuðningur við fangahjálp OSCAR CLAUSEN rithöfund- ur, sem átti upptökin að því, að góðtemplarastúka gengst fyrir hjálp til fanga hefir sagt mjer, að hugmyndinni hafi verið vel tekið af fjölda mörgum. Menn hafi komið til sín og boðið að- stoð sína. Allmargir hafi lofað fjárhagslegum stuðningi. Aður hefir verið minst á þessa fyrirhuguðu fangahjálp og bent á, hve gagnleg hún geti orðið. Það er vafalaust rjett, að það mætti hjálpa mörgum manninum, sem lent hefir í ógæfu og verið dæmdur til fangelsisvistar, en finst hann hvergi eiga höfði sínu að að halla að afplánaðri hegningu. • Er nafnið óheppilegt? GUÐMUNDUR GAMALIELS- SON bóksali er einn þeirra manna, sem hefir áhuga fyrir fangahjálpinni, en hann er óá- nægður með nafnið. Guðmund- ur heldur því fram, að það eigi ekki að minna þá menn, sem myndu njóta aðstoðar þessa fjelagsskapar, á, að þeir hafi verið fangar. En jeg held, að nafnið skifti ekki svo miklu máli. Það á ekki að flagga með þesSum fjelags- skap út á við. Hann mun vinna sitt verk í kyrþey og það er síður en svo, að það eigi að merkja þá menn, sem aðstoð aðir- verða, með nafrii fjelags- ins. — Erlendis, þar sem fangahjálp starfar, eru slík fjelög hreint og beint kölluð fangahjálp og engu leynt um tilgang og stefnu fjelaganna. Er ekki vit- að að það hafi háð starfseminni á ei*n eða annan hátt. •iiimMiiiiiiimnii>inMniitHiiMiiiiiii(niiniiiiiiiiiiiiiiiimnaMMMMnniniir—— imiim MEÐAL ANNARA OROA . . „Nýtísku postuli" í ítalíu onir króna. En það er ekki nóg að gera kröfur til borgaranna í þessu efni. Ríkið verður einnig að gera kröfur til sjálfs. sín. Út- þensla ríkisbáknsins verður að stöðvast. Sú staðreynd verður ekki dulin að hún á sinn þátt í flóttanum frá framleiðslunm. Hinn opinberi rekstur hefur alltaf verið tilbúinn til þess að gleypa meira og meira vinnuafl. Það er enn verið að búa tii ný ríkisbákn og auðvitað á svo að heita að með þeim sje stefnt að auknum sparnaði og umfram allt skipulagi. Við þurfum á skipulagi að halda. Um það blandast engum hug- ur. En okkur vantar ekki meira af skipulagi, sem gleypir vinnuaflið og fækkar þeim höndum, sem vinna að skapandi starfi. Þetta er sá kjarni málsins, sem við íslendingar þurfum umfram allt að skilja. En jafnhliða bættum skilningi á þýðingu aukinnar fram- leiðslu þurfum við að gera annað. Við þurfum að bægja vofu verðbólgunnar frá dyrum okkar. En hún stendur við þær og víkur ekki frá þeim meðan þing og þjóð heldur áfram að kaupa sig frá vandanum með bráðabirgðaráðstöf- unum frá ári til árs. Stundaglas bráðabirgðaráðstafananna er að renna út. Framundan er aðeins tvennt, óumflýjanlegar raunhæfar ráðstafanir eða hrun, sem engir óska eftir nema óvinir þjóðfjelagsins. .. .... ...... • < Eftir John Talbot frjettaritara Reuters. RÓMABORG: — Einn af mest umtöluðu mönnum j Ítalíu í dag er kaþólski klerkurinn Riccardo Lombardi, Jesúíta- prestur, sem ýmsir kalla ,,ný- tísku postulann“. Hann hefir í meir en tvö ár ferðast um land sitt, en megin- markmið hans er að sameina alla kaþólska menn í baráttunnj gegn trúleysi og spillingu. Hon- um hefir þegar orðið mikið á- gengt. Fylgi hans fer dagvax- andi, og svo áhrifamiklar þykja ræðurna.r, sem hann flytur á torgum, í samkomuhúsum, leik- húsum og kvikmyndahúsum, að hann hefir fengið fjölmarga yfirlýsta kommúnista til að snúa baki við flokknum og taka að nýju upp kristna trú. • • TIL SUÐUR- AMERÍKU NÚ hefir verið tilkynt, að Lombardi muni í ár fara í fyr- irlestraferð til margra ríkja í Suður-Ameríku, en honum hef ir auk þess boðist heimboð frá f'jölmörgum öðrum löndum, meðal annars Bandaríkjunum, Svisslandi, Frakklandi, Þýska- landi og Belgíu. Riccardo Lombardi er fædd- ur í Neapel 1908, en faðir hans var prófessor við háskólann þar. Hann var einn af átta systkinum. 1925 gerðist hann Jesúíti eftir að hafa tekið sjer ferð á hendur til páfagarðs. — Hann gerðist nemandi í Gre- gorian-háskólanum og lauk þar guðfræðiprófi eftir sjerlega glæsilegan námrferil. — Þegar að námi loknu var hann gerð- ur að meðlimi ritnefndar rits- ins ,,La Civilta Cattolica", en það er áhrifamikið kaþólskt tímarit. í ritnefndinni eiga sæti 18 Jesúítar. • • FYRIRLESTR ARN - IR BYRJA EN Lombardi þótti ekki nóg að skrifa fyrir fjöldann. Honum 1 þótti sem hann yrði að komast í nánari kynni við fólkið, sem hann beindi orðum sínum til, en árangurinn var sá, að hann hóf fyrirlestrarferðir sínar um Ítalíu. Hann ljet sjer litlu skipta hvar hann talaði. — í fyrsta skipti í sögu kaþólsku kirkjunnar í Ítalíu, kom einn af þjónum hennar fram á leik- sviðum og skemtistöðum, þar sem vel gat verið að ljettklædd ar dansmeyjar hefðu skemt fólkinu deginum áður. • • KAPPRÆÐA LOMBARDI er mælskur mað- ur. En hann gætir þess vand- lega að rugla ekki áheyrend- ur sína með flóknum setning- um og torskildum orðum. Fyrir nokkru skoraði Velio Spano, einn af fulltrúum kom- múnista í ítölsku öldungadeild inni, á Lombardi til kappræðu fundar um kristindóminn og kommúnisman. Jesúítinn fjelst fúslega á þetta, og kappræðan fór fram fyrir 40 völdum gest- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.