Morgunblaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1949, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23- janúar 1949. ,.jeg hafði engar sannanir fyrir því“, sagði Bernardo, „þó að mig hafi grunað það. Hvað ætlar þú að gera nú. Chriso- bal?“. Kit horfði í birtuna, sem skein í gegn um rimlana á glugganum. „Þegar jeg er orð- inn frjáls, þá ætla jeg að heim sækja hann og það skal verða síðasta heimsóknin sem hann fær í þessu lífi. Þó að hann sje faðir minn, skal jeg ekki hlífa bonum“. Bernardo tók upp matarílát- ið fullt af hollum og góðum mat. ,Borðaðu“, sagði hann. ..Þú þarft á því að halda, til að »á fullum kröftum aftur“. 22. Sjer til mikillar undrunar, (anst Kit honum ekki liggja mikið á að komast frá Boca Chica-virkinu. Hin illa aðbúð hungur og pyntingar i San Lazaro höfðu haft meiri áhrif á hann, heldur en hann hafði gert sjer ljóst. Það var ekki að- eins líkami hans, sem hafði beðið hnekki, heldur einnig sálarlif hans og lífsþróttur. En Bernardo aftur á móti var orðinn enn harðari í horn að taka. Hann hafði sjeð menn drepna áður. Hann vissi að hægt var að gera djarfan mann að hugleysingja og bleyðu og jafnvel hálfvita, ef pyntingar- aðferðunum var rjettilega fyrir komið. Hann vissi, að það voru íakmörk sett fyrir því. hvað mátti bjóða mannlegum líkama og sál. Og þegar hann lenti í fangelsi á fimtugs aldri með ógróin sár eftir fyrri fangelsis- vist, þá efaðist hann um, að hann mundi nokkurn tímann ná fullri heilsu og kröftum aft ur. En það fór samt á betri veg og hann var hreykinn af því, að hann var ekki verr á sig kominn en hann var. Hann hafði enn mikla lífslöngun og líkamsþrek hans var óbilandi. Hann var feginn, að Kit var lítið farinn að minnast á flótta tilraunir. Með hverjum degin- um sem leið, jukust þeim kraft ar og þá um leið voru meiri )íkur til þess að þeim mætti íakast að komast undan. Don Sancho sá um að þeir fengu nóg að borða, og það var lítið um erfiðisvinnu fyrir fangana. Kit og Bernardo drógu vatn úr brunninum, kveiktu elda og hjeldu' híbýl- um hermannanna hreinum. — Þegar þessum verkum var lok- ið áttu þeir frí það sem eftir var dagsins. Vegna legu kastalans þurftu þeir ekki að hafast við í fanga klefanum, nema á næturnar. Á daginn máttu þeir ganga frjálsir um kastala-lóðina, eins og þeim þóknaðist. Þetta orsak aðist meðal annars af því, að Don Sancho vissi um faðerni Kits. Kit var það á móti skapi að þiggja nokkur forrjettindi á þeim forsendum, en Bernardo tók það sem sjálfsagðan hlut, í frístundum sínum lögðu þeir á ráðin, hvernig haga skyldi flóttanum. Bernardo teiknaði upp Cartagenaflóann á pappír. Þeir sáu á kortinu að lanaið mynaaði háífhring utan um 63. dagur Cartagena-flóann. Hinum meg in við Boca-Chica tók við Terra Bomba-skaginn, sem all- ur var skógi vaxinn og þaðan komust þeir aðeins norður til Cartagena-borgarinnar. Áform Kits hafði ekkert til síns ágætis annað en það, hve djarft það var. Bernardo benti hímum á það, hvað eftir annað, að likurnar væru litlar til þess að þeim mætti takast að kom- ast undan með þeim hætti. En Kit sat fastur við sinn keip. Loks varð Bernardo að láta undan. Kit stakk upp á því, að þeir reyndu einhvern veginn að klifra yfir veggi virkisins og halda síðan norður á bóg- inn, gegnum skógana yfir Terra Bomba og til borgarinji- ar. Þegar þangað væri kom- ið, gæti ein hnifstunga gert út af við Don Luis og hann mundi dæmdur fyrir glæpi sína hjá hinum æðsta dómara. Síðan mundu þeir stela fje ur hirsl- um Don Luis og senda Quitu út af örkinni til að kaupa fatnað og indínsk litarefni, til þess að Kit gæti litað hár sitt og skegg, sem hann var svo auðþektur af. Hann bjóst ekki við að Bi- anca mundi veita þeim neina mótspyrnu. Hún mundi koma með. þeim til Santa Marta og þaðan mundu þau fá ferð til Santo Domingo. Sú borg var vestan megin á Hispaniola og þeim mundi veitast auðvelt að fá einhverja skútuna til að flytja þau yfir á franska yfir- ráðasvæðið. Þetta var ágæt á- ætlun, að öðru leyti en því, að það var nokkurn veginn víst, að þeir kæmust aldrei til Car- tagena án þess að þeirra yrði vart. Þar á ofan bættist enn eitt. Hvernig áttu þeir að komast frá Boca Chica? Þeir gætu hent sjer til sunds frá veggj- unum en þeir gengu lausir um aðeins á daginn, og einhver varðmannanna mundi áreiðan- lega koma auga á þá áður en þeir kæmust nógu langt undan, og hann mundi skjóta á þá frá virkinu, eða senda hraðskreið- an bát á eftir þeim, sem mundi ná þeim strax. Eina vonin var að þeir kæmust hjá því að vera settir í fangaklefann um nótt. I myrkrinu gæti þeim tekist að klifra hljóðlega niður veggina, leggja síðan til sunds og kom- ast yfir til Terra Bomba. En tækifærið kom áður en báða varði. Síðla dags, þegar Kit og Bernardo voru önnum kafnir við að bera vatn í varð mannahúsin, sem voru með stuttu millibili allt í kringum virkið, dró einn varðmannanna Kit afsíðis. Hann sagði Kit að hann væri nýkominn úr nokkurra daga leyfi í Cartagena. Þegar hann hafði dvalist þar, hafði falleg indíönsk stúlka gefið sig á tal við hann. Þegar hún hafði kom ist að því, að hann væri í Boca Chica-virkinu, hafði hún beðið hann að taka fyrir sig brjef til Cristobal Gerado. Kit gat getið sjer þess til, hvað stúlkan hafði gefið honum fyrir greiðann. Kit hlustaði óþolinmóður á frásögn mannsins. Þegar hann rjetti honum loks brjefið, reif Kit það upp. Kæri vinur, stóð í brjefinu. Þegar þú færð þetta brjef, er jeg kominn langt í burtu. í dag legg jeg af stað til Santa Marta með eiginmanni mínum. Þar á jeg að leita til hins fræga læknis. Mendoza. Jeg veit ekki hvenær jeg kem aftur, ef jeg kem þá nokkurn tímann aftur. Hrjáð hjarta mitt hrópar til þín kveðjuorð, minn elskulegi Cristobal. Böndin, sem binda mig Don Luis eru of sterk til þess að jeg geti rofið þau. Ást mín til þín er þess heldur ekki megnug. En ef guð er miskunnsamur, þá veitir hann þjer frelsi. — Hvað seinna verður veit eng- inn, en jeg bíð og vona. Þín Bianea. Bernardo sá svipbrigðin á andliti Kits, meðan hann las brjefið. Hann sá, hvernig roð- inn færðist í kinnar hans og reiðin glampaði úr augum hans. En jafnvel Bernardo var ekki viðbúinn því sem næst skeði. í tveimur stökkum var Kit kominn upp á vegginn og stakk sjer samstundis til sunds niður í fagurbláann sjóinn. — Bernardo átti einskis úrkosta annars en að fylgja á eftir hon- um. — Don Sancho hafði gefið fyr- irskipanir um að Kit skyldi ekki gert neitt mein og þess yegna var ekki skotið af byss- um á eftir þeim. En fyrsti bát- urinn náði þeim, þegar þeir voru komnir hálfa leið yfir sundið. Bernardo ljet umyrða- laust draga sig um borð í bát- inn en Kit gafst ekki upp fyr en búið var að^slá hann í rot með byssuskefti. Síðan var hann einnig dreginn upp í bát- inn. Þegar þeir komu aftur til virkisins, voru þeir leiddir fyr ir liðsforingjann, sem stóð næst ur Don Sancho að tign, því að hann var sjálfur staddur í Cartagena. „Jæja“, sagði liðsforinginn. „Svo að ykkur finst gaman að synda. Það er líklega best að láta það eftir ykkur og lofa ykkur að synda nægju ykkar. Við skulum láta þá kynnast indíönsku aðferðinni“. Hermennirnir, sem stóðu í kring ráku upp skellihlátur. Kit og Bernardo voru leiddir í gegnum virkisgarðinn og yfir vindubrúna, sem lá yfir vígis- gröfina á milli innri og ytri virkisvegg j anna. Á miðri brúnni var þeim sagt að nema staðar Þeir voru látnir standa þar í steikiandi sólarhitanum, á meðan liðsforineinn kannaði fvledarliðið. Loks var hann á- nægður og skipaði þeim að halda áfram gönfumni. — Þeir gen^u yfir víeisgröfina og ytri virkisveggina þeim megin sem að landi sneri. Þaðan komu bcir á söndótta ströndina við j skurðinn. Þ<4r gengu eftir blautum j s>mrHnum, banffað + íl beir komu að s+að. bar spm nálmatrjein uxu alveg niður í flæðarmálið. Varðmennirnir ýttu á eftir I leit að gulli eftix M. PICKTHAAL 61 — Jeg vissi, að einhver væri fyrir aftan okkur, hjelt Vilii áfram. Og jeg vissi líka, að það væri Indíána Tommi. Og nu hefur bölvaður fanturinn hann Brown, sagt skilið við okkur og farið beina leið til Tomma, og stolið he?ti yðar, fyrir allt, sem þjer hafi gert fyrir hann. Þetta er þakklæti hans. Ef jeg sje hann aftur, þá skal jeg að mjer heilum og lifandi berjast við hann. : Þá brosti Leifur og hann leit beint í anðlit drengsins. — Svona, Vilh. Við skulum taka þessu með ró, og hætta að tala um það. Þeir borðuðu morgunverð, en Villi gat ekki annað en verið sífellt að hugsa um að illmennið hfefði stolið hestin* um. Loks tóku þeir sig upp og hjeldu ferðinni áfram. Þeir gengu áfram marga daga, loks voru þeir komnir nærri fram á fjallabrún og sáu ásinn fyrir ofan Skeljar, þar sem ferðin þeirra átti að enda. En áður ætluðu þeir að borða. Og það var satt að segja kominn tími til þess, því að þeir höfðu ekki fengið matarbita allan daginn. Vilh hjelt á þrem- ur. smásilungum, sem hann veiddi innj í lækjum og allt i einu datt honum nokkuð í hug. , — Nú ættuð þjer að koma í hellirinn minn og þar skulum við fá okkur að borða. Þar í hellinum nlínum er hlýtt og þurrt og ef það er bjarndýr í honum, þá skjótum við það. — Þetta var gott ráð, sagði Leifur. Þangað vil jeg fara fremur en nokkuð annað. — Já, við skulum láta okkur líða vel þar. Þar eru nóg sæti og þó það komi dálítill reykur af báhnu, þá gerir það ekkert til. Svo var það ákveðið. Þetta var samt löng leið að hellinum og þeir komust þang- að ekki fyrr en seint um kvöldið þegar það var orðið dimmt. Hvernig skyldi veðrið inn við Krákur vera núna, sagði Leiíur. Hvað sem fer um það, sagði Villi, þá er vindurinn nú að vestan, og jeg held að hann Blesi sje farinn að finna lyktina frá Skeljum. En við tveir, læknir, munum aldrei gleyma Krákum. Indíánarnir segja, að sá sem sjer Krákur muni Sonur bókhaldarans ★ Veðlánari frá Wall Stree' stóð við hlið Himnaríkis og hafði náð tali af Sankti Pjetri. — Hver ert þú? spurði Sankti Pjetur. — Jeg er veðlánari frá Wall Street, svaraði maðurinn. — Hvað viltu? ■— Jeg vil komast inn. — Hvaða góðverk hefirðu gert, sem getur rjettlætt þá ósk? — Ja, hjerna um daginn mætti jeg fátækri konu á Broadway, og gaf henni tvö cent. — Gabríel, kallaði nú Pjet- ur, hefir þetta verið skráð? — Já, þetta er skráð hjer, svaraði erkiengillinn. — Hvaða fleiri góðverk hef- irðu gert? — Eitt sinn í fyrra er jeg fór yfir Brooklyn-brúna að kvöldi til, hitti jeg þar blað- söludreng. sem var nær dauða en lífi af kulda, og gaf honum eitt cent. — Gabríel, stendur þetta líka heima? — Já, Sankti-Pjetur. — Og hvað hafið þjer gert meira? — Ja, jeg get nú ekki vel munað það í augnablikinu. — Gabríel, hvað heldurðu að rjettast sje að gera við þenn- an náunga? — Endurgreiða honum þessi þrjú cent og senda hann norður j og niður. ★ — Góðan dag, frú, sagði læknirinn um leið og hann kom inn úr dyrunum, — mælduð þjer hitann í manni yðar eins og jeg bað yður um? 1 — Já, jeg keypti loftvog, og setti hana við brjóstið á hon- um. Eftir nokkurn tíma sýndi hann „Mjög þurrt“, svo að jeg Ijet hann fá pott af bjór, og t nú er hann farinn til vinnu sinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.