Morgunblaðið - 29.01.1949, Page 1
16 siður
Sfofnun Evrópu-
In
lilkynmng meðEimalanda fimmveldabandalagsins |
London í gærlcvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
I OPINBERRI tilkynningu, sem birt var í London í kvöld, er
skýrt frá því, að meðlimalönd fimmveldabandalagsins (Bret-
land, Frakkland, Beneluxlönd) hafi komið sj'er saman um að
stofnsetja Evrópuráð. Er þetta einn árangurinn af tveggja daga
lundi utanríkisráðherra bandalagslandanna, en honum lauK
: dag.
Tvær nefndir
í tilkynningu fundarins seg-
ir, að ráðið muni starfa í tveim
ur nefndum, ráðherranefnd sem
saman komi á lokuðum fund-
um, og ráðgjafanefnd, sem í
ráði er að haldi fundi sína fyr-
ir opnum dyrum.
Utanríkisráðherrarnir ákváðu
að bjóða öðrum Evrópubjóðum
en þeim, sem að fimmvelda-
bandalaginu standa, þátttöku 1
undirbúningi undir stofnun Ev-
rópuráðs.
ísraelsríki
Á fundi ráðherranna náðist
einnig samkomulag um það 1
aðalatriðum, að svo væri nu
komið, að hægt yrði mjög bráð-
lega að veita stjórn Ísraelsrík-
is de facto viðurkenningu.
Norskir kommúnist-
ar fá Ijelegar und-
irtektir
Loftbrúin fil Berlínar
sjö mánaöa
Washington í gær.
TILKYNNT hefur ver-
ið, að s. 1. miðvikudag hafi
sjö mánuðir verið liðnir
síðan birgðaflutningarnir
hófust í flugvjelum til
Berlínar. Á þessu tímabili
hafa 872,157 tonn af vör-
um verið fluttar loftleið-
is til þýsku höfuðborgar-
innar, en við flutningana
hafa 26 manns látið lífið
— allir nema einn með-
limir landhers, flota eða
flughers Bandaríkjanna.
Þá sjö mánuði, sem
loftbrúin hefur verið i
notkun, hafa bandarískar
flugvjelar á Berlínarflug-
leiðinni samtals flogið
63,168,000 kílómetra og
verið á lofti í 245,450
klukkustundir.
Oslo í gærkveldi.
KOMMÚNISTAR gerðu í dag
tilraun til að efna til fjölda-
fundar í Oslo, en fundurinn átti
að mótmæla því, að Norðmenn
gerðust þátttakendur í hinu
fyrirhugaða Atlantshafsbanda-
lagi.
Fundurinn var haldinn á
Yong'storgi og um 2,000 menn
söfnuðust þar saman.
íbúar Oslo eru um 420,000.
Unglingspiltur
verður tííi
SÁ HÖRMULEGI atburðui'
skeði norður í Þistilfirði s.l.
miðvikudag, að Björn Jó-
hannesson frá Flögu varð úti
í kafaldsbyl, er hann var aö
leita að fje,
Blaðinu barst þessi sorg-
lega fregn seint í gærkvöldi,
og er því ekki kunnugt um
nánari tildrög slyssins. *
Björn var unglingspiltur
aðeins um tvítugt. Hann vai
sonur Jóhannesar bónda í
Flögu.
Kínverskir komm-
únistar svara ekki
Nanking í gærkveldi.
LI TSUNG-JEN, sem nú gegn-
ir forsetastörfum i Kína, sendi
Mao Tso Tung, leiðtoga kom-
múnista, í mörgum útvarpsorð
sendingu, og skoraði á hann að
fallast á vopnahlje þegar í
stað og hefja viðræður við
stjórnina eins skjótt og auðið
yrði.
í kvöld hafði ekkert svar enn
borist frá kommúnistum.
Ef Tsung-Jen tekst ekki að
fá kommúnista til að ganga til
samninga, er ekki ólíklegt, að
Chiang Kai Shek snúi aftur úr
,,útlegðinni“ og geri tilraun til
að berjast áfram í Suður-Kína.
— Reuter.
Japanskir stríðsfangar
TOKYO -— MacArthur hershöfð-
ingi, yfirmaður Bandaríkjahers í
Japan, hjelt því nýlega fram, að
meir en 400,000 japanskir stríðs-
fangar væru enn í höndum
Rússa.
Frá ulanríkisráðlierraíundi Danmsrkur, íslands, Noregs og Svíbjóðar
Sgmkomukg 111 viðiæka sam-
vinnu ó ollsher jarþingi S.Þ. í npríl
Aiómhaugur í Frakklandi.
Frakkar hafa komið sjer upp fyrsta „atomhaug“, sem vitað er,
að til sje í Evrópu. Liggja ekki fyrir upplýsingar um eð slíkt
atomsafn sje neinsstaðar til annarsstaðar en í Ameríku. Haugur
þessi er geymdur í Chatillon-virki og sjest hjer á myndinni.
Mikil hreinsun byrjuð í æðri
skólum Ijekkóslóvakíu
Framkvæmdanefndirnar illræmdu önnum kafnar
Prag í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuiei.
MIKIL hreinsun er nú byrju'ð í háskólum og tækniskólum
Tjekkóslóvakíu. Er talið, að að minnsta kosti 5,000 stúdentar
vcrði rekhir úr skóla, en framkvæmdanefndir vinna nú að því
að rannsaka „hina pólitísku einkanabók“ nemenda.
Skýring kommúnista
Enda þótt nú hafi verið á-
kveðið að gera kenningar Maix
að skyldunámsgrein í tjekknesk
um skólum, fullyrðiF mennta-
málaráðuneytið, að nemenda-
hreinsunin sje ekki framkvæmd
af pólitískum ástæðum. Nú hafi
komið í ljós, að fjöldi stúdenta,
sem hlotið hafi dóma fyrir
„iandráðastarfsemi“, hafi hala-
ið áfram námi eins og ekkert
hafi í skorist, og sje hreinsun-
inni fyrst og fremst beint gegn
þeim.
Eftir valdatöku kommúnista
Dómsmálai'áðuneytið hefur
hins vegar ekki sjeð ástæðu til
að vekja athygli á því, að stúd-
entarnir, sem nú eru taldir land
ráðamenn, voru margir dregnir
fyrir rj'ett eftir að einræði kom-
múnista komst á í Tjekkosló-
vakíu.
Bunclið hldur áfram
sáffatilraunum ssnum
London í gærkveldi.
Dr. BUNCHE, sáttasemjari
S. Þ., hjelt áfram viðræðum
sínum í dag við fulltrúa Egypta
og Gyðinga á eyjunni Rodos.
Bunche átti viðræður við báð-
ar samninganefndirnar.
— Reuter.
Israelsríki bráð-
lega viðurkent
Oslo í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbi.
frá NTB. —
í FRJETTATILKYNNINGU,
sem gefin var út í Oslo í dag,
að loknum fundi utanríkisráð
herra Danmerkur, Tslands,
Noregs og Svíþjóðar, er með-
al annars skýrt frá því, að ráð
herrarnir hafi orðið ásáttir
um, að öll fjögur löndin sjeu
því hlynt að veita Ísraelsríki
de facto viðurkenningu i
náinni framtíð. Þá hefur enn-
fremur náðst samkomulag um.
nána samvinnu þessara Norð-
uplanda á allsherjarþingi Sam
einuðu Þjóðanna, sem hefst i
New York 1. apríl næstkom-
andi.
Náin samvinna
I frjettatilkynningu ráðherra
fundarins segir meðal annars:
Sem einn liður í hinum venj u
legu fundum utanríkisráðherra
Norðurlanda, komu utanríkis-
ráðherrar Danmerkur, Islands,
Noregs og Svíþjóðar sarnan a
fund í Oslo í dag, 28. janúar,
til þess að ræða þau mál, sem
tekin verða til athugunar á
seinni hluta þriðja allsherjar-
þings Sameinuðu Þjóðanna, sem
verður í New York. Utanríkis-
ráðherrarnir skiptust á upplys-
ingum og skoðunum uin hin
ýmsu mál á dagskrá þingsins,
og ljóst varð að í öllum veiga-
meiri málum var samkomulag
fyrir hendi um mikilsverðustu
Frh. á bls. 2.
HervarnðrráÖsfefn-
an í Oslo hefsf í dag
Oslo í gærkveldi.
HERVARNARRÁÐ-
STEFNA Noregs, Svíþjóð
j ar og Danmerkur verður
: sett í Oslo á morgun
(laugardag) kl. 10,30
eftir norskum tíma. Er
ráðstefnan í beinu fram-
haldi af fundum þessara
landa í Kaupmanna-
höfn, en meðal þátttak-
enda verða sendiherrar
þcirra í London, París,
Washington og Moskva.
Einar Gerhardsen for-
sætisráðherra mun setja
j ráðstefnuna. — NTB.