Morgunblaðið - 29.01.1949, Blaðsíða 8
8
ea. O R G V N B I 4Ð IÐ
Laugardagur 29. janúar 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgOarm.),
Frjettaritstjóri ívar Guðmundssor
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, inn&nland*,
kr. 15.00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lecbók.
Landbúnaðarvjelar
og jeppar
í BYRJUN þess Alþingis, er nú stendur yfir fluttu sveita-
þingmenn Sjálfstæðisflokksins tvær þingsályktunartillögui
um aukinn innflutning landbúnaðarvjeia og jeppa. Hefur
allsherjarnefnd Sameinaðs þings fjallað um bæði þessi mái
og orðið sammála um að tillögurnar verði báðar samþ ykktar
með smávægilegum breytingum. Er ástæða til þess að fagna
þeim undirtektum, sem þessi nauðsynjamál landbúnaðarins
hafa fengið og er óhætt að fullyrða að Alþingi muni sam-
þykkja báðar fyrrgreindar tillögur.
Þrátt fyrir þessar undirtektir þingsins hafa þó heyrst
raddir um það að það væri hæpið af Alþingi að lýsa yfir
þeim vilja sínum að leyfður skuli verulega aukinn innflutn-
ingur landbúnaðarvjela. Það geti verið varhugavert að binda
hendur innflutnings- og gjaldeyrisyfirvalda með þingsam-
þykktum um innflutning einstakra vörutegunda. í þessu
felast nokkur almenn rök. En því fer þó fjarri að þau eigi
við um innflutning þeirra tækja, sem hjer hefur verið rætt
um og tillögur Sjálfstæðismanna fjölluðu um.
íslenskur landbúnaður er nú þannig á vegi staddur að ef
hann ekki fær stóraukinn vjelakost þá eru miklar líkur fyrir
því að hið óheillavænlega útfall fólksins frá landbúnaðar-
störfum aukist enn að miklum mun. Það væri hinsvegar
mikil ógæfa fyrir þjóðina. Landbúnaðurinn gegnir því mik-
ilvæga hlutverki að sjá þjóðinni fyrir rúmlega helmingi
allra matvæla hennar. Þessi framleiðsla er þó alltof Mtil til
þess að fullnægja þörfunum. Mjólkurframleiðslan þarf að
aukast að miklum mun. Mikill mjólkurskortur ríkir í flesí-
um kaupstöðum og sjávarþorpum landsins verulegan hluta
ársins. Við þurfum ennfremur að flytja inn smjör og annaö
feitmeti í stórum stíl. Við þurfum líka að flytja inn auðrækt-
anlega garðávexti eins og kartöflur fyrir milljónir króna
þrátt fyrir alla gjaldeyriserfiðleika. Nú er einnig svo komið
að kjötframleiðsla okkar gerir ekki meira en að hrökkva
fyrir neyslunni innanlands. Það er því auðsætt að í því felst
stórkostleg hætta ef lai^ibúnaðarframleiðsla okkar dregst
frekar saman.
Það er vegna þessara staðreynda, sem Sjálfstæðismenn a
Alþingi beittu sjer fyrir því í haust, í samræmi við sam-
þykktir landsfundar flokksins á s.l. sumri, að greitt yrði
fyrir auknum innflutningi jeppa og landbúnaðarvjela Það
er vitað að jepparnir eru ein þau tæki, sem vinsælust hafa
orðið í sveitum landsins. Eftir þeim er gífurleg eftirspurn.
Bændur vantar einnig mikið af dráttarvjelum og margskonar
öðrum ræktunartækjum.
Þessi þörf landbúnaðarins er svo brýn að það er ekki
hægt að bera hana saman við þörfina fyrir ýms tæki, sem
sð vísu skapa aukin lífsþægindi, sem að sjálfsögðu verður að
reyna að afla, en sem þó ráða ekki úrslitum um það, hvort
þjóðin getur framleitt nauðsynlegustu matvæli sín.
Það er mjög villandi að miða rjett landbúnaðarins til inn-
ílutnings við þann skerf, sem hann leggur til útflutningsins.
Hlutverk landbúnaðarins er alls ekki fyrst og fremst það,
að afla gjaldeyristekna. Það er þvert á móti það að sja
þjóðinni fyrir nægum matvælum. En það hlutverk er sann-
arlega þýðingarmikið og mikið veltur á því að það sje
rækt vel.
Sjálfstæðisflokkurinn beitti sjer fyrir því í stjórnartið
fyrrverandi ríkisstjórnar að hafinn var innflutningur á
miklu af tækjum til landbúnaðarstarfa. Þá var meira flutt
inn af slíkum tækjum en nokkru sinni fyrr. En til þess ber
brýna nauðsyn að þeim innflutningi verði haldið áfram.
Það er þýðingarlaust að kveina stöðugt undan þeirri hættu,
sem felist í flóttanum frá landbúnaðinum. Það þarf fleira
að koma til. Það þarf að gera raunhæfar ráðstafanir til þess
að skapa bændum skilyrði til aukinnar ræktunar og fram-
leiðslu, betri lífsskilyrðí í sveitum landsins. Það er sá kjarni
málsins, sem alltof lengi hefur verið stiklað í kring um af
Framsóknarmönnum, sem einir hafa viljað telja sig mál-
syara og stuðningsmenn landbúnaðarins.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hitamál útaf
silfurref
EINHVERNTÍMA varð mikið
mál útaf eignarjetti á ýsubandi,
sem rætt var um land allt og
hæstirjettur dæmdi að lokum.
Varð mikið rifrildi útaf dómi
hæstarjettar, en mörgum þótti
málið lítilfjörlegt. Annað mál
um eignarjett hefur nýlega ver
ið dæmt' í hæstarjetti og dóm-
urinn vakið umtal og deilur.
Utaf gamansögu, sem sögð var
hjer í gær í sambandi við þetta
mál, hefur vinur minn, sem er
lögfræðingur, bent mjer á, að
þetta sje ekki eins lítilfjörlegt
mál og margur hyggur.
Lögfræðingurinn telur dóm
meirihluta hæstarjettar hár-
rjettan.' Hann bendir á, að í
Noregi ög Danmörku sjeu ekki
til lög utn eignarrjett á dýrum,
sem sleppa úr búri, en dómar
sjeu til fyrir því, að eigandi
dýra, sem úr búri sleppa eigi
þau, þótt veiðimaður drepi
skömmu eftir að þau sleppa úr
haldi. Fræðimenn telji betta
rjett. Sömu reglu er fylgt í
Þýskalandi.
Auðveld veiðiaðfcrð
OG lögfræðingurinn bendir á
með daémi hve refaveiðar yrðu
auðveldar, ef skotmenn gætu
helgað sjer belgi af refum, sem
sleppa úr búri með því einu að
skjóta þá.
Það væri okkert auðveldara
fyrir menn, en að opna búr á
refabúum og hleypa skollunum
út og skjóta þá síðan jafnóð-
um og þeir losnuðu úr búrun-
um.
En ráeð dómi meirihluta
hæstarjettar er girt fyrir slíka
veiðiaðferð, sem löglega at-
vinnugrein.
•
Þörf hugvekja
ÞEGAR menn hafa lesið eftir-
farandi brjef frá í. Þ. um vekj
raraklukkuna og stundvísina,
ætti þeim að skiljast hvað litl-
ir hlutir geta verið þýðingar-
miklir í daglegu lífi. En betri
rök fyrir því, að það eigi að
gefa mönnum kost á því að
eignast vekjaraklukku, hefi
jeg ekki sjeð og hjer fer á eftir
þessi þarfa hugvekja um vekj-
araklukkuna og stundvísina.
„Við íslendingar höfum löng
um fengið orð fyrir að vera ó-
stundvísir. Ef til vill er óstund
vísi eitthvað sem sjerstaklega
fylgir hinu tómláta íslendings
eðli, ef til vill arfur okkar
gömlu dreifbýlismenningar,
þegar hvert heimili var sjálf-
stæð heild að mestu fjelags-
lega óháð öðrum. Það gat verið
algjörlega út af fyrir sig með
alla vinnu og verkshátt. Hver
einstakur heimilisfaðir gat
alveg ráðið því sjálfur hvernig
og á hvaða tíma dags hann
vann eða ljet vinna störfin. í
því tilliti þurfti hann ekki að
taka tillit til annara eða ann-
ars en hinnar duttlungafullu,
íslensku veðráttu, sem sjaldan
virðist reglubundin og stund-
vís í háttum sínum.
Á ekki lengur við
,,EN hvað sem þessu líður þá
er víst, að nú á ekki lengur
við þe'ssi há-íslenska, náttúru-
lærða óstundvísi. Stundvísi
heimtar nútíma lífið, ekki síst
borgarlífið, ef ekki á að verða
sífeldir árekstrar og glundroði
í öllum störfum og fjelagslífi.
Stundvísi er ein af þeim borg-
aralegu dyggðum, sem hver
íslendingur þarf að temja sjer,
og af eðlilegum og hagnýttum
ástæðum vilja. Því flestir á-
stunda þá dyggð, eftir því sem
þeir frekast geta.
Vekjarinn
„SJER til hjálpar í þeirri við-
leitni hefur fólk eins og kunn-
ugt er notað lítið áhald —
vekjaraklukkuna. — í skjóli
þessa heimilisvinar hefur fjöl-
skyldan getað sofið áhyggju-
laust, djúpum, rólegum svefni
frá kvöldi til morguns. Engan
taugaspennandi andvara þurft
að hafa á sjer. Á nákvæmlega
tilsettum tíma vekur litla
klukkan húsbóndann til að
fara í vinnu, börnin til að fara
í skólann og húsfreyjuna til að
veita þeim morgunhressing-
una.
Hvað virðist ykkur, finnst
ykkur slíkt áhald vera nokkur
„luxus“? Og þó vantar nú ein-
mitt þenna litla heimilisvin á
svo fjölmörg heimili, en ó-
stundvísi í ýmsum myndum
smokkar sjer þar inn í staðinn.
Verkamenn og starfsfólk mæt-
ir þráfaldlega of seint á vinnu-
staði og skrifstofur og börnin
í skólana vegna þess að vekj-
arann vantar.
•
Andvari og
andvökur
„AUÐVITAÐ er auðsætt tjónið
og óþægindin af slíku og fólk
reynir að láta þetta ekki ske
oft. Það reynir að hafa á sjer
„andvara11, þorir tæplega að
festa rólegan svefn eftir að
líður á nóttina. Sumir rjúka
eftilvill upp um miðjar nætur
til að gá á úrið sitt og geta svo
eftilvill ekki fest blund úr
því. Samviskusöm börn eru sí-
kvíðin og áhyggjufull út af því
að koma of seint í skólann. Og
þótt nú fólki takist með þessu
að vakna að nafninu til í tæka
tíð, er það oft miður sín á dag-
inn — illa upplagt, — af því
að það er svefnlaust.
•
Margir um boðið
„JÁ, en því í ósköpunum fær
þetta fólk sjer ekki klukku —
almennilegan- vekjara? Nú,
auðvitað af því að hann fæst
ekki frekar en ýmsir aðrir nauð
synja munir. Innflutningur á
vekjurum er svo sparaður, að
hundrað eftirspurnir eru um
hvern einn vekjara, sem tekinn
er upp. ef einhver verslun hef-
ur tekist að klófesta nokkur
stykki.
Auðvitað er nauðsynlegt að
spara gjaldeyri. En mig langar
til að skjóta þeirrí spurningu
til þeirra, sem hjer ráða fyrir,
hvort ekki sje mögulegt að
spara ennþá meir innflutning
á einhverjum fánýtari hlutum,
en gefa aftur þessum vökuvin-
um heimilanna nokkru meir
rúm á innflutningsskránni.
Því að vissulega er sá gjald-
eyrissparnaður varhugaverður,
sem verður íil þess að fækka
vinnustundum verkamannsins,
lætur barnið vanrækja skólann
og bætir ofan á þetta ljelegri
hvíld og órólegum svefntím-
um með þeim fylgifiskum fyrir
daglega vellíðan og heilbrigði,
sem slíkt getur haft í för með
sjer“.
millimniimMiinnnMniiwimiiiiiiiniinwiiwtiii - ..... -...iimnTHMMiiiimiiiinii' .. nwwwiwwwit’iiiiÉit VC
MEÐAL ANNARA ORÐA
9
Sameignarbmkamirinn í Ungverjalandi
Frá Peter Furst,
frjettaritara Reuters.
BUDAPEST — Ungverska
stjórnin hefur nú fyrir álvöru
hafist handa um að reyna að
leysa það vandamál, sem sam-
fara er sameignarbúskapi og
svo oft hefur verið minnst á í
blöðum og ræðum stjórnmála-
leiðtogahna ungversku. Meðal
þess síðasta, sem gert hefur
verið í þessa átt, er sameining
tveggja bændasamtaka í eina
alsherjar hreyfingu — Sam-
band starfandi smábænda og
landbúnaðarverkamanna. Sam-
kvæmt' stefnuskrá þessarar
hreyfingar, á hún að stuðla að
„endurskipulagningu ung-
verska landbúnaðarkerfisins
og framþróun sameignarbú-
skaparins“.
• •
BEINT GEGN
EFNAÐRI BÆNDUM
SAMKVÆMT hinni nýju reglu
gerð, sem kommúnistar hafa
gefið út um samvinnubúskap,
mega þeir einir vera meðlimir
„sem sjálfir rækta landið, sem
þeir leggja fram til sameignar-
rekstursins“. Fjölskyldumeð-
limir þeirra mega einnig starfa
að ræktun þessa lands, en
vinna á því er bönnuð með að-
stoð landbúnaðarverkafólks.
Þessu er sýnilega beint gegn
hinni svokölluðu kúlakastjett,
en það kalla Rússar þá bænd-
ur, sem hafa launað starfsfólk.
Þeir hafa, frá því kommúnist-
ar tóku við völdum í Ungverja
landi, ekki mátt gegna ábyrgð
arstöðum á sameignarbúgörð-
um.
• •
ÁRÓÐUR
TIL þess að flýta fyrir fram-
kvæmd áætlunarínnar um sam
vinnubúskap, hafa hin nýju
bændasamtök og verkamanna-
flokkurinn ungverskj byrjað
mikla áróðursherferð, söm mið
ar að því að eyða ótta sveita-
fólksins við sameignarbúskap-
inn. Segja má að herferð þessi
hafi byrjað með ræðu, sem
Matyas Rakosi, leiðtogi komm
únista, nýlega flutti, en þar
sagði hann, að stjórnarvöldin
hefðu til þessa sýnt þá glópsku,
„að leyfa klerkum og kapítal-
istum að fræða“ hina fátæku
smábændur urh samvinnubú-
skap, með þeim afleiðingum,
að margir bændur hefðu „mynd
að sjer algerlega rangar skoð-
anir á sameignarbúgörðunum“.
Rakosi skýrði ennfremur
frá því að kvikmyndir um
lifnaðarhætti á rússnesku sam
eignarbúum yrðu sýndar í Ung
verjalandi, auk þess sem smá-
bændanefndir mundu fara í
kynnisferðir til Sovjetríkjanna.
• •
ÁRÓÐURSMIÐ-
STÖÐVAR
KOMMÚNISTAR hafa síðan
stríðinu lauk, béitt mörgum
Framh. á bls. 12