Morgunblaðið - 29.01.1949, Qupperneq 10
10
iHORGUNBLAÐIÐ
r.augardagur 29. janúar 1949.
.. ÍS*SléMIE ..
Sátlasemjari
♦
Handknattleiksmót
ísiands
ÍSLANDSMÓTIÐ í handknatt-
léik hjelt áfram s. 1. miðviku-
dag. Þá fóru leikar þannig, að
KR vann ÍBH með 20:16 og
Valur vann Fram með 17:12.
Staðan er nú þannig:
L U
Ármann. . 3 3
Valur . . 4 3
í. R.....3 2
Fram .... 5 2
K. R. .... 5 2
Víkingur 3 1
í. B. H. . . 5 1
T Mörk St.
0 56: 38 6
1 59: 43 6
1 56: 45 4
3 82: 92 4
3 78:102 4
2 58: 53 2
4 74:90 2
Enn verður þessi klausa að
fylgja: Þess ber að gæta, að KR
er talinn unninn leikurinn við
Val, en cú leikur var kærður
og endanlegur úrskurður er
ekki enn fenginn.
Móíið heldur áfram n. k.
mánudag. Þá keppa Ármann
og ÍR og KR og Víkingur.
Handknattleiksmót
skólanrta:
Kvennaskólinn vann
í kven'iskki, en
í fyrri hálfleik naut Nordahl
sín alls ekki, vegna þess, hve
margir fjelagar hans ljeku lje-
legan leik. í öðrum hálfleik
breyttist þetta. Nordahl fór
meira að treysta á sjálfan sig
og skoraði í byrjun hálfleiksins
óverjandi mark algerlega á eig
in spýtur. Eftir það fóru Patria-
mennirnir að gæta hans alveg
sjerstaklega, en það var til þess
að aðrir ljeku lausir og Milano
sigraði. — Reuter.
Yfir 23 þús. mcðlimir
í íþróftahreyfing-
unni
NÝ sambandsfjelög
Ungmennasamband Vestur-
Skaftfellinga (U. V. S.) hefur
nýlega gengið í Í.S.Í. Formaður
sambandsins er Estra Pjeturs-
son, hjeraðslæknir. Þessi fjelög
eru í U. V. S.: Umf. Meðallend-
inga, Meðallandi, Umf. Ósk,
Hörgslandshreppi, Umf. Óðinn
Hörglandshreppi, Umf. Ármann
Kirkjubæjarhreppi, Umf. Blá-
fell, Skaftártungu, Umf. Svan-
urinn, Álftaveri. Fjelagatala
U. V. S. er um 130 f jelagsmenn.
Nú eru í í. S. í. 22 hjeraðssam-
bönd, með um 23150 íjelags-
menn.
Menlaskólinn í B-fl.
í HANDKNATTLEIKSMÓTI
skólanna hafa úrslit orðið þau,
að Kvénnaskólinn vann í kven
flokki og Mentaskólinn í B-
flokki karla. í dag kl. 2,30 held
ur mótið áfram og fara þá fram
úrslitaleikirnir í A- og C-flokki
karla.
í A-flokki keppa Mentaskól-
inn og Háskólinn í þriðia sinn.
Mentaskólinn vann fyrst, þeg-
ar þeir rnættirst, með, 5:3, en
Háskólinr í annað sinn, með
13:6. Þetta er útsláttarkeppni,
þannig, að það lið, sem tapar
tveimur leikjum, fellur úr. —
Þessir skólar hafa til þessa
hvorugur tapað nema einum
leik.
í C-flokki eigast við Menta-
skólinn og Gagnfræðaskóli
Austurbæjar. Þetta er einnig í
þriðja sinn, sem þeir eiagst við.
Ferðir að Hálogalandi eru
frá Ferðaskrifstofunni. Aðgang
ur er ókeypis.
Gunnar Kordahl
leikur fyrsla leik
sinn sem atvinnu-
maSur
Staðfest íjdandsmet í sundi
200 m. bringusund 3:17,7
mín. Anna Ólafsdóttir (Áj, sett
18/3 1948.
200 m. skriðsund 2:23,0 mín.
Ari Guðmundsson (Ægir), sett
18/3 1948.
100 m. bringusund 1:16,9
mín. Sigurður Jónsson (HSÞ,),
sett 18/3 1948.
400 m. bringusund 6:56,6 mín.
Anna Ólafsdóttir (Á), sett
17/11 1948.
500 m. bringusund 8:42,2,
Anna Ólafsdóttir (Á), sett
17/11 1948.
200 m. baksund 3:38,6 mín.,
Anna Ólafsdóttir (Á), sett
18/11 1948.
400 m. baksund 7:27,5 mín.,
Anna Ólafsdóttir (Á), sett
18/11 1948.
200 m. skriðsund 3:21 0 mín.
Kolbrún Ólafsdóttir (Á), sett
18/11 1948.
300 m. skriðsund 5:10,9 mín.
Kolbrún Ólafsdóttir (Á), sett
18/11 1948.
400 m. skriðsund 6:53,5 mín.
Kolbrún Ólafsdóttir (Á), sett
18/11 1948.
3x50 m. boðsund kvenna
1:58,8 mín. sundsveit Ármanns
sett 17/11 1948.
4x100 m. boðsund karla
4:29,5 mín, sundsveit í. R., sett
17/11 1948.
Milano, fimtudag.
GUNNAR NORDAHL, hinn
Keimsfrægi sænski miðfram-
herji, ljek fyrsta leik sinn sem
atvinnumaður með Knatt-
sþyrnufjelagi Milanó-borgar í
dag. 30 þús. áhorfendur fögn-
u honum innilega, er hann
m út á völlinn í búningi
Milanó-fjelagsins.
Nordahl sýndi fyllilegá þá
leikni, sem áhorfendur höfðu
búist við af honum og .bar höf-
uð og herðar yfir aðra í liðinu.
Milano-íjelagið ljek á móti
st'erku atvinnuliði, Patria, og;
sígraði með 3 2.
Norræna róðrarmótið
Í.S.Í. hefur nýlega borist boð
frá Finska Róðrarsambandinu á
Norræna róðrarmótið 1949, sem
háð-verður 6. ágúst í Ábo í Finn
landi.
Breytingar á almennum reglurn
ÍSÍ nm handknattleik.
Í.S.Í. hefur nýlega gert
nokkra breytingu á 2. gr. í Al-
mennum reglum ÍSÍ um hand-
knattleik, og hefur sú breytjng
verið send út til hjeraðssam-
bandanna og viðkomandi hand-
knattleiksráða.
TEH PRINS, foringi þjóð-
ernissinna í innri Mongólíu,
hefir verið nefndur sem vænt-
anlcgur sáttasemjari milli kom-
múnista og þjóðernissinna í
Kína. Teh prins, sem einnig er
kallaður Tch Wang er afkom-
andi Djingie-Khan í beinan
karllegg.
Ahnælissöngskemt-
un Halfbjargar
Bjarnadóflur
HALLBJÖRG Bjarnadóttir
söngkona ætlar að halda söng-
skemmtun í Austurbæjarbíó
næstkomandi þriðjudagskvöld
með aðstoð hljómsveitar Einars
M.arkússonar píanóleikara. —
Verður þetta um leið 10 ára
afmælissöngskemmtun, því er
Hallbjörg kom frá Danmörku
1939 hóf hún svonefnda mið-
nætursöngskemmtanir sem ekki
höfðu þekst hjer .áður. Meðan
á styrjöldinni stóð söng Hall-
björg víðsvegar um landið, en
eftir stríð hjelt hún söngskemt-
anir í Danmörku, Frakklandi
og Englandi. Hjelt söngkonan
tónleika í Oddfellowsalnum i
Kaupmannahöfn, söng í Parísar
útvarpið og BBC í London, kom
fram í sjónvarpi í London og
fyrir forgöngu British Press
Association söng Hallbjörg í
Albert Hall.
Á söngskemmtuninni á þriðju
daginn ætlar Hallbjörg að ryfja
upp gömul lög, sem hún hefur
sungið undanfarin ár og enn-
fremur syngja ný lög.
Á þessari söngskemtun verð-
ur sú nýung, að hraðteiknari
kemur fram, en það þykir hin
besta skemtun víða erlendis að
sjá slíka menn leika listir sínar.
Samkomulagsvið-
ræður Balkanlanda
fyrirfiugaðar
Lake Success í gær.
TRYGVE LIE, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, skýrði frjetta
mönnum frá því í gær, að sam-
komulagsviðræður milli
Grikkja og nágrannaþjóða
þeirra í norðri mundu hefjast
á ný 1. apríl næstkomandi, er
allsherjarþing S. Þ. kemur aft-
ur saman til funda.
Viðræður milli Grikkja og
Albana, Búlgara og Júgóslava
hófust á síðasta allsherjarþingi
í París, en viðstaddir voru sem
áheyrnarfulltrúar Evatt (Ástra
lía), Spaak (Belgía), Harper
(Tyrkland) og Lie.
OEíuskipið
komið fram
í GÆR lýsti Slysavarnafjelag
íslands eftir þýsku olíuflutn-
ingaskipí, sem ekkert hefir
spurst um í vikutíma.
Tilkynning þessi var lesin
bæði á íslensku og ensku í há-
degisútvarpið.
Skip það, sem hjer um ræð-
ir, heitir Júlíus Rutgers frá
Hamborg. Það er um 1000 lest-
ir DW., og áhöfn þess- eru 15
eða 16 menn. Hjer átti skipið
að taka hvallýsi í hvalveiðistöð
inni í Hvalfirði og flytja það
til Hollands og Danmerkur.
Olíuskipið fór frá Færeyjum
áleiðis hingað, um miðnætti
föstudagsins 21. þ. m. Var því
væntanlegt hingað á mánudags
morgun. Skipstjórinn hafði
fengið fyrirskipun um, að til-
kynna umboðsmanni sínum
hjer, Harald Faaberg, um
komu skipsins, tveim dögum
áður en það kæmi til Reykja-
víkur.
í gærkvöldi var frá því skýrt
að skipið væri komið til Trangis
vog í Færeyjum. Hafði það snú-
ið þangað aftur, en loftskeyta-
tæki þess biluð og fleira í ólagi.
Skálar efna III fjöl-
breytfra skemtana
á sunnudaglnn
Á MORGUN gangast skátar
fyrir skemmtunum í skátaheim
ilinu við Snorrabraut, er þeir
nefna ,,Skáta-Cirkus“.
Til skemmtunar verður „sirk-
us“-sýning. Þar koma m. a. alls
konar galdramenn fram, eins
og t. d. „Ali-baba“, „aflrauna-
maðurinn“ Herkules Don Atlas
del Amazonas“, „hugalesarinn
Marianti“, „búktalarinn John
Dee“, „Fakírinn“ og „slöngu-
temjarinn Ben Hussein“, „dýra
temjarinn Leo Dýragarður von
Ljónsöskur“, „yngingarlæknir-
inn dr. X“, fjöldi „fífla“ og
annarra „listamanna“.
Auk þess geta menn fengiö
að kynnast ýmsu með því að
ganga í gegnum „Draugagang-
inn“ og fengist við alls kyns
þrautir og gátur, hitt „spákonu'
eða horft á smá-kvikrnyndir.
— Veitingar verða á staðnum.
Skemmtanirnar byrja kl. 1.30
á sunnudag og standa fram á
kvöld. „Cirkus“-sýningarnar
byrja kl. 1,30, kl. 3,00, kl. 4,40,
kl. 6 og kl. 9, en síðan vérður
dansað.
Þýsku kommúnisla-
ráðsfefnunni lokið
Berlín í gærkveldi.
RÁÐSTEFNU sameiningar-
flokks sósíalista í Þýskalandi,
sem er undir stjórn kommún-
ista, lauk í dag. Á ráðstefn-
unni voru gerðar ýmsar sam-
þyktir, og þess meðal annars
krafist, að hernámsliðin yrðu
flutt á brott frá Þýskalandi.
Lokaorð forseta ráðstefnunn
ar til þeirra 550 fulltrúa, sem
hana sátu, voru: Áfram undir
hinu ósigrandi merki Mafx,
Engels, Lenins og Stalins.
— Reuter.
Brýn nauðsyn á
feppa fyrir jijóð-
garðínn á Þingvöll-
um
FRUMVARP Sigurðar Kris-t-
jánssonar um heimild til að
flytja inn jeppabifreið handa
gæslumanni þjóðgarðsins á
Þingvöllum var til 2. umræðu
í neðri delid í gær.
Sig. Kristjánsson benti á, að
ef halda ætti uppi viðunandi
gæslustarfi á Þingvöllum, þá
væri gæslumanninum brýn
nauðsyn á að fá jeppabifreið
til þessa starfa. Innflutningsyf-
irvöldin hefðu synjað þessa
leyfis og því væri frumvarp
þetta fram borið.
Ásgeir Ásgeirsson lagði til að
málinu yrði vísað til ríkis-
stjórnarinnar og var það sam-
þykkt með 11:7 atkv. Emil
Jónsson ráðherra benti á, að á
þessu ári væru ætlaðar 3 milj.
kr. til kaupa á jeppum, svo að
væntanlega yrði hægt að koma
þessu máli fram þá.
Einnig lýsti Bjarni Ásgeirs-
son, landbúnaðarráðherra, því
yfir, að hann mundi beita sjer
fyrir því, að þjóðgarðurinn
fengi jeppa, ef það kæmi tjl
sinna kasta að ráða einhverju
um úthlutunina.
r
Aslandíð á Malakka-
skaga enn ahrariegt
Kuala Lumpur í gær.
YFIRHERSHÖFÐINGI bresku
herjanna á Malakkaskaga
skýrði frá því í dag, að ástand-
ið þar væri ennþá alvarlegt,
enda þótt nokkuð hefði dregið
úr aðgerðum ofbeldismanna að
undanförnu. Hann lagði áherslu
á ,að ekki þyrfti að senda fleiri
hermenn til Malakkaskaga,
heldur yrðu íbúarnir þar að
taka höndum saman um að
sigrast á ofbeldisseggjunum og
hafa samvinnu við stjórnar-
völdin. — Reuter.
Tjekkneskur hers-
höfðingi dæmdur
III dauða
Prag gærkvöldi.
TJEKKNESKUR hershöfð-
ingi, sem um skeið var aðstoð-
aryfirmaður herforingjaráðs
Tjekkóslóvakíu og formaður
hernaðarsendinefndar í Sovjet-
rikjunum, var í dag dæmdur til
dauða í Prag fyrir „landráð“.
ITershöfðingjanum var meðal
annars gefið það að sök að hafa
unnið gegn vináttu Rússa og
Tjekka. — Reuter.
r
ástralía ákveður
að viðutk >rm fsrael
Canberrn í gærkveldi.
CHIEFLEY, forsætisráðherra
Ástralíu, skýrði frá því í dag,
að stjórn sín hefði ákveðið að
veita Ísraelsríki algera viður-
kenningu. Segir í tilkynningu
forsætisráðhrra, að sýnilegt:
sje, að sjáffstætt Gyðingaríki
sje nú orðið að veruleika.
Ástralía rrmn einnig styðja
inntökubeiðni Ísraelsríkis í Sam
einuðu Þjóðirnar. —- Reuter.