Morgunblaðið - 29.01.1949, Page 14
14
MORGVNBLAD19
Laugardagur 29. janúar 1949.
þeirra kaupa en þeim til mik-
illar ánægju sáu þeir, að bát-
urinn, sem þeir reru, var svo
þjettur og góður, að þeir
mundu geta komist í honum
alla leði til Santa Marta.
Annan dag febrúarmánaðar,
cftir tveggja ára fangelsisvist
stigu þeir á landi í Santa
Marta, en það var fyrsti áfang
inn á leið þeirra til frelsisins.
í Santa Marta voru þeir frjáls
ir-< ferða sinna, þar ætluðu þeir
að koma fram hefndum og þar
var ástarinnar að leita ....
Ástar?, hugsaði Kit. Nei, því
að mín ást er grafin í rauðum
Jogum Seawitch. En hjer var
að leita vináttu og ástúðar.
Margir höfðu minna én það,
og það var honum nóg. Jeg
tofaði Biöncu a giftast engri
annarri, á meðan hún væri á
lifi. Jeg stend við það, hugs-
aði Kit. Ef jeg sakna Rouge og
ástarinnar, sem jeg bar til
hennar," get jeg sætt mið við,
aö þessar tilfinningar eru ekki
eins ofsafengnar og þar af leið
andi ef íil vill langlífari.
Þeir voru komnir að húsi
)' ranzisco Mendoza. Þeir þurftu
ckki að spyrja oft, áður en
þeinv var vísað þangað; því að
svo að segja hvert mannsbarn
í. Santa Madtá þekkti Men-
doza. Þjónn læknisins opnaði
fyrir þeim og virti þá vel fyrir
sjer, áður en hann hleypti
þeim inn. Hann hafði verið
lengi í þjónustu Mendoza og
hann vissi, hvernig menn,
Jæknirinn þótti mest gaman
að hitta. Þessir menn báru það
nieð sjer að þeir voru ævin-
íýramenn, ef til vill sjómenn,
sem mundu hafa frá mörgu að
segja.
Mendoza reis á fætur um
leið og þeir gengu inn og heils
aði þeim kurteislega. Honum
varð fyrst litið á Bernardo. Úr
svip hans las hann þjáningar
og tryggð. En þegar hann leit
á Kit, brá glampa fyrir í aug-
urn hans. Hann sá strax að
þessi maður hafði ýmsar á-
hyggjur og þær ekki smáar.
„Færið okkur drykkjarföng“,
sagði hann við þjón sinn, en
Kit bandaði með hendinni.
„Jeg held varla að tími sje
til slíks. Jeg bið yður afsök-
unar, herra minn, en jeg leita
mjög mikilvægra upplýsinga
hjá yður. Vitið þjer, hvar Del
Toro lávarður og kona hans
eru stödd núna?“.
Mendoza hnyklaði brúnirnar
og virti Kit enn vandlegar fyr-
ir sjer. „Hefur nokkur bent
yður á það fyrr að þjer eruð
ótrúlega líkur lávarðinum?“,
sagði hann.
„Þjer svarið ekki spumingu
minni?“, hreytti Kit út úr
sjer.
Læknirinn ypti öxlum. „Þau
eru komin óf langt tii þess að
Þjer getið náð til þeirra“,
sagði hann þurrlega. Síðan
bætti hann við, eins og við
sjálfan sig. „Dona Bianca er ef
til vill komin svo langt, að
enginn nær til hennar framar“.
„Við hvað eigið þjer?“,
sagði Kit áhyggjufullur á svip.
„Er hún dáin?“.
„Nei, hún er ekki dáin. Hun
er ekki einu sínni líkánile'gá1
68. dagur
veik. En jeg hef engan rjett
| á að segja yður þetta. Jeg má
ekki segja öðrum leyndarmál
sjúklinga minna. En hvers
vegna spyrjið þjer? Elskið þjer
hana?“.
„Hvers vegna spyrjið þjer
mig spurninga fyrst þjer getið
ekki svarað mínum?“, sagði
Kit.
Mendoza brosti. „Hægan,
hægan, ungi maður. Þjer eruð
auðsjáanlega uppgefinn bæði á
sál og líkama. Jeg spurði yður
aðeins þessarra spurninga,
vegna þess að ef eitthvað
kynni að koma fyrir Del Toro,
vegna upplýsinga sem jeg hef
gefið.. þá á jeg ekki langt eftir
ólifað. Ekki svo að skilja að
jeg meti líf sjálfs mín svo
mikið. Það eiga bara margir
líf sitt undir mjer komið. Setj-
ist niður og fáið ykkur vín-
glas. Jeg skal segja ykkur, það
sem jeg get“.
Bernardo leit vonaraugum á
Kit og Kit stundi.
,Við virðumst ekki eiga
annars úrkosta“, sagði hann
þurrlega.
Mendoza dreypti á rauðvín-
inu, sem þjónninn hafði borið
þeim og virti fyrir sjer gesti
sína. „Mjer er mikil ánægja
af komu ykkar“, sagði hann.
„Nú hef jeg nefnilega fengið
sönnur fyrir því að ráðningin
á gátunni var rjett hjá mjer.
Jeg samhryggist yður. Jeg skil
vel, að þjer sjeuð óþolinmóð-
ur“.
„Segið mjer þá í guðanna
bænum, hvar þau eru niður
komin“.
„Hún er alls ekki veik í
venjulegri merkingu“, sagði
Mendoza. „Hún er veik á sál-
inni og þó ekki beinlínis sál-
sjúk. Hún getur ekki gert það.
sem hana langar til, ekki vegna
eiginmanns síns, heldur vegna
þess, að það stríðir algerlega á
móti því, sem henni var kennt
,í æsku. Nú veit hún ekki einu
I sinni lengur, hvað hún vill
gera. Jeg held, að hana langi
núna mest til að segja skilið
1 við þetta líf, sem hún lifir núna
; og ganga í klaustur. Hún mint
ist eitthvað á engla, þegar jeg
var að tala við hana. Jeg er
hræddur um, að hún hafi
sterkar tilhneigingar til að leita
I huggunar í ímyndunum“.
I Kit hallaði sjer fram og
lagði báða handleggina á borð
ið. „Eigið þjer við, að Bianca
sje að missa vitið?“.
Mendoza hrissti höfuðið.
„Nei. Jeg á við, að hún gæti
misst vitið, ef vandamál henn-
ar verða ekki leist á næstunni.
Það er ekkert eins skaðlegt og
að eiga í stríði við sjálfan sig.
Jeg held að þjer eigið mikinn
þátt í þessu stríði hennar. Því
að svo sannarlega sem jeg sit
hjer, þá eigið. þjer, herra
minn, upptökin að hugarstríði
hennar. Er tilgáta mín rjett?“.
Kit kinkaði kolli. „Jú, það
er rjett. Og það er jafnvel enn
rjettara hjá yður, að jeg eigi
eftir að leysa vanda hennar.
Hafið þakkir mínar fyrir upp-
lýáing'árháf”.
Mendoza tók útrjetta hönd
hans. „Og enn eitt“, sagði
hann. „Farið að engu óðslega,
því að þá getið þjer átt það á
hættu, að hún komist í það
ástand, sem við báðir viljum
forðast“.
Kit og Bernardo hneigðu sig
og gengu út. En síðasta við-
vörun Mendoza gerði Kit
mjög þungt í skapi. Honum
var svo mikið niðri fyrir, að
hann ljet Bernardo telja sig á
að dveljast í Santa Marta þar
til næsta dag. Bernardo sagði
ekki, hver tilgangur hans
var. Hann vonaði nefnilega, að
þegar Kit væri búin að hugsa
sig um heila nótt, mundi hann
hverfa frá fyrirætluninni og
fara beina leið til Saint Dom-
inque. Hann þurfti ekki að
spyrja Kit að því núna, hvert
hann ætlaði að halda. Hann
vissi, að nú hugsaði hann sjer
að fara til Cartagena.
Kit sat við borðið í veitinga-
húsinu. Hann snerti hvorki á
matnum, sem var fyrir fram-
an hann á borðinu nje víninu
í glösunum. Bernardo leit á
hann og reyndi að finna út,
hvernig heppilegast yrði að
hefja samræðurnar. En Kit
leit ekki einu sinni upp. Loks
þegar Bernardo var búinn að
gefast upp á því, að Kit gæfi
sjer nokkurn gaum að fyrra
bragði, hnippti hann í ermi
hans. En þá heyrðust mikil há-
reysti innar í salnum.
Þegar Kit leit við sá hann
lágvaxinn mann berjast um í
höndunum á veitingamannin-
' um. Hann minnti á litla skip-
verjann hans af Seaflowei:,
sem Del Toro hafði látið leika
sem verst og hengja síðan.
1 „Jeg er búinn að segja, að
jeg hef enga peninga“, æpti
litli maðurinn. „En á morgun
fæ jeg peninga .... peninga
eins og skít .... þegar jeg segi
yfirhershöfðingjanum, að
Frakkarnir sjeu að koma, þá
launar hann mjer ríkulega.
Bíðið bara þangað til á morg-
un“.
Bernardo hallaði sjer fram
á borðið og fylgdist með sam-
ræðunum af miklum áhuga.
„Heyrðirðu hvernig hann tal-
ar .... hreimurinn, á jeg við.
Hann er Frakki“.
Kit kinkaði kolli. Það voru
aðeins Frakkar, sem töluðu
spönsku á þennan hátt. Það
var ekki um það að villast, að
maðurinn hlaut að vera Frakki.
„Frakkarnir“, hreytti veit-
ingamaðurinn út úr sjer.
„Láttu þá koma. Þeir eru ekki
annað en fjaðurskreyttar hæn-
ur. Það verður engin borgun
fyrir ‘allt vínið, sem þú ert bú-
inn að svolgra í þig hjer ....“.
Hann hætti í miðri setningu,
því að Kit sló á öxl hans.
„Afsakið“, sagði Kit. „Þessi
maður er kunningi minn. Jeg
skal borga það sem hann
skuldar“.
„Það eru alltaf tuttugu re-
alar“, sagði veitingamaðurinn.
Kit brosti og rjetti honum
peningana og átta reala að
auki. — Veitingamaðurinn
hneieði sig næstum ofan í
gólf og Kit tók um handlegg
litla mannsins.
í leit að gulli
cftir M. PICKTHAAí
66
— Þriðja hlutann eða ekkert, sagði lieifur vingjarnlega
en ákveðið, en nú ættum við Brown að flýta okkur af stað
til Fossabæjar. Þjer þurfið nauðsynlega að komast á sjúkra-
húsið.
En Brown greip um hendur læknisins og það glampaði
í svörtum augum hans.
Þjer eruð sá besti maður, sem jeg hef nokkru sinni þekt,
sagði Brown og sá sterkasti. En nú skuluð þjer einu sinni
fara eftir því, sem jeg segi. Nú munum við skilja. Þjer
þurfið að fara til Skelja og hvíla yður, en við Indíána
Tommi munum halda ferð okkar áfram til Fossabæjar.
Annað hvort kemst jeg þangað eða jeg kemst þangað ekki,
Það er allt í lagi úr því jeg hjelt það út þangað til jeg
náði yðar fundi. Nú ætla jeg enn einu sinni að taka í hönd
yðar og þakka yður fyrir allt, sem þjer hafið gert fyrir
mig. Verið þjer sælir.
Þeir tókust í hendur og Brown og Indíána Tommi löll-
uðu niður hlíðina. Leifur stóð kyrr og horfði á eftir þeim
uns þeir þeir hurfu bak við næsta múla.
Þá var eins og Leifur vaknaði af dvala.
— Jeg veit ekki, hvort jeg var vakandi eða mig var að
öreyma, en hjerna er pokinn. Er það mögulegt, að Brown
hafi skilað mjer öllu gullinu mínu.
— Nei, ekki öllu gullinu, sagði Villi. Þjer voruð ekki
nógu gáfaður að taka við því öllu, en hann hefur þó skil-
að Brandi gamla og það er þó gott.
— Já, og nú erum við ekki tilneyddir til að selja hest-
ana okkar. Gömlu duglegu klárana. Nei, jeg vildi ekki taka
nema þriðja hlutann af gullinu. Það er líka miklu meira en
nóg. Svo bætti hann við:
— Svona nú Villi, nú höldum við til Skelja. Sjáum hvern-
ig lífið gengur þar.
— Hefurðu heyrt það sem sagt er um Leif lækni, sagði
frú Jordan við frú Machold, nokkrum dögum síðar. Það
er sagt, að hann hafi tekið drenginn hann Villa til sín ....
og að hann hafi eignast tvo fallega hesta. Jeg hef nú líka
sjeð það með mínum eigin augum, eitthvað hefur hann
þá komið með heim.
JTLíxT
»u
Heimilislausi fakírinn.
★
Fiskimaðurinn: — Jeg sagði
þjer, að hann hefði verið svona
langur. Jeg hefi aldrei sjeð
slíkan fisk.
— Því trúi jeg vel.
★
Bóndi einn, sem var í fram-
boði til þings, taldi sjer það
mjög .til gildis, að hann kynni
til hlýtar öll sveitastörf.
„Jeg er hundrað prósent
bóndi“, sagði hann á framboðs
fundi meðal stjettarbræðra
sinna, „jeg get plægt, sáð,
slegið, mjólkað kýr, markað
lömb, farið með hesta o. s. frv.,
o. s. frv. Jeg hefði gaman af,
ef einhver ykkar getur bent
mjer á nokkurt starf unnið á
sveitabæ, sem jeg ekki get innt
af hendi“.
„Geturðu verpt eggjum?“.
★
í lok ræðu sinnar komst
presturinn svo að orði:
„Hjer meðal okkar í kirkj-
unni er maður, sem hefur lagt
lag sitt við eiginkonu annars
manns. Ef hann ekki lætur
fimm dollaraseðil í samskauta
baukinn, verður nafn hans
gert heyrum kunnugt11.
Þegar farið var að gæta í
baukinn að messu lokinni
voru þar 19 fimm dollara seðl-
ar og tveir dollarar þar að
auki. Með þeim var brjefmiði,
sem á var skrifað: „Borga
hina þrjá dollarana á morgun.
Hafði ekki meira á mjer núna“.
★
Tannlæknirinn: — Opnaðu
munninn meira — meira.
Sjúklingurinn: — A-a-a-a-ah.
Læknirinn (um leið og hann
er að koma tönginni fyrir utan
um eina tönnina): — Hvernig
líður heima hjá þjer?
tU SI 40 4VGLYSA
> lintfiU OIRI.40INV
! .