Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 2
MORGUNRLADIÐ Þriðjudagur 1. febrúar 1949, í FHÁSÖGUR FÆRANDI Kommúnistar hjeldu Dagsbrún með ofbeldi SfrikuSu SOð verkanienn úf af kjorskrá en leyfðu verslunarmonnum og kennurum að kjósa Máf sem krefst rannsóknar I ipurningatímum á Al- þingi er spurt um alt miili himins og jarðar BEINT FYRIR INNAN aðaldyr salarins standa tveir menn og takast innilega í hendur. ' — Gleðilegt ár og þakka þjer fyrir það gamla, segja þeir og ’ svo gengur annar til sætis síns, cn hinn rakleitt inn í hliðarher- hergi, allstórt og vel búið hús- ' gögnum, rennir sjer fimlega nið ur á milli bríkanna á djúpum hægindastól og hylur ásjónu sína með reykvísku dagblaði. Vængjahurðirnar milli sal-1 arins og hliðarherbergisins eru opnar upp á gátt. Helgi Hjörvar, skrifstofu- .stjóri útvarpsins og þingfrjetta- ritari, birtist andartak beiní neðan undir stærri- áheyrenda- stúkunni, kinkar kolli kunnug- lega til nokkurra manna, tal- ar örfá orð í hálfum hljóðum við einn þeirra og hverfur að jbví loknu út um aðaldyrnar. Grannleitur, gráhærður mað- ur, snýr sjer andartak frá glugganum, sem hann stendur við, og horfir á eftir Helga, vind ur sjer síðan aftur að glugg- anum og starir hugsi út í kaf- aldsbylinn fyrir utan. Fyrir aftan hann og ofan er Ijós á tveimur ljósakrónum, giltum með glerhjálmum. Þær cru frámunalega ljótar. Ý ÁHEYRENDASTÚKUNNI, sem utærri er og hægt er að komast í vegabrjefslaust, eru fjórir menn: Gamall maður með al- skegg og í svörtum frakka og „diplomatabuxum", grófgerð- um; tveir miðaldra menn, ann- ar í stormtreyju og gúmmístíg vjelum; og jeg. Gamli maður- inn situr álútur og alvarlegur og einblínir niður í salinn. — Maðurinn í gúmmístígvjelunum tekur í nefið, ræskir sig oft cg lengi og flytur sig á milli bekkja. Klukkan er að verða hálf tvö og þingmennirnir að byrja að tínast inn í sal neðri deildar. Klukkan 13,30 eru þeir orðnir jafnmargir og negrastrákarnir ' í. upphafi barnabókarinnar vin- sæíu; þegar Jón Pálmason, for seti sameinaðs þings, hringir bjöllu sinni í fyrsta sinn, eru )>eir fjórtán. Við aðra hring- mgu fjölgar þeim nokkuð, við þá þriðju gengur forsætisráð- herra í salinn og fjórða hring- ing forseti kemur þeim til sæta sinna, sem staðið hafa í smá- hópum og talað saman. Inni í hliðarherberginu hús- gagnagóða gægist maðurinn i hægindastólnum andartak yfir blaðið sitt, hverfur síðan aftur. ITUNDUR ER SETTUR í samein- uðu þingi og gengið til dag- f;krár. Fyrsta mál á dagskrá er fyrirspurnir. Sigurður Hiíðar, þingmaður * Akureyringa, vill fá að vita, r hvað gangi framkvæmdum í nambandi við sjálfvirku sím- íúöðina fyrirhuguðu á Akur- " eyrL Þingmennirnir, sem mætt- 41 ir eru, eru enn ekki meir en svo búnir að hagræða sjer í sætum sínum, og í fyrstu heyr ist harla lítið í ræðumanni. A- h.eyréndur í stúkunum þykj- ast þó verða þess vísari, að eitthvað hafi „legið í salti 1 í 1 einn og hálfan mánuð'1. Ái' orðum Sigurðar — þa3 er að segja þeim, sem sauðsvart- ur almúginn heyrir — má marka, að það þyki ræðu- manni slæleg frammistaða. En af niðurlagi ræðu hans verð- ur Ijóst, að litlar þakkir tel- ur hann hæstvirt fjárhagsráð eiga skilið í þessu máli, eða að minnsta kosti fagnar hann því — og segir svo fullum fetum — að Finnur Jónsson skuli far- inn úr því ráðinu. Emil Jónsson viðskiptamáia- ráðherra, og Finnur Tónsson, flokksbróðir hans, verða fyrir svörum. E. er fullur samúðar og skilur mætavel vandræði Akureyringa. F. er heldur kuldalegur í svörum og lætur í það skína, að Akureyringar geti bara haldið áfram að snúa sínum sveifum á sínum síma- tækjum, á meðan símasamband ið milli landshluta sje „í því öngþveiti, sem nú er“. F játar fúslega, að mörgu sje ábóta- vant með símaþjónustuna í kaupstöðum, en fyrst og fremst sje þó nauðsynlegt að hafa langlínur 1 því lagi, uð sam- band sje á milli landshluta. Ætli það væri ekki farið að þjóta í tálknunum á Akureyr- ingum, ef þetta kæmi fyrir þá? spyr Finnur. Innan úr hliðarherberginu berast háværar raddir. Maður- inn í hægindastólnum er horf- inn. JÓNAS JÓNSSON, þingmaður Suður-Þingeyinga, sem nýkom- inn en til sætis síns eftir snögga hringferð um salinn, ber fram fyrirspurn um fjáröflun í sam bandi við væntanleg togara- kaup. „Hvernig ætlar ríkið að klára það spursmál að taka við tíu togurum?" spyr J.J. er hann gerir grein fyrir fyrirspurn sinni. Svar forsætisráðherra um að fyrir hendi sjeu að minnsta kosti þrír möguleikar til fjár- öflunar, bítur ekkert á Jónas. Hann telur að auðsjeð sje á ræðu forsætisráðherrans, „að það er nokkuð í lausu lofti með fjármálin". Þetta minnir raunar þing- mann Suður-Þingeyinga á sögu: Þekktur lögfræðingur hjerna í bænum var oft erfiður viður- eignar, þegar komið var til hans með reikningana. Hann var þá vanur að segja; Kannske þjer vilduð skipta reikningnum í tvennt .... koma með hann svoleiðis. Og svo var sagan öll. Hún virðist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þingmönnum og áheyrendum. í áheyrenda- stúkunni, þar sem fremstu bekkirnir tveir eru nú svo til íullskipaðir, ' heyrist hvorki stuna nje hósti. En niðri í þing salnum er meira líf í tuskun- um. Flestir eru þingfulltrúarn- ir — þeir, sem viðstaddir eru nota bene — önnum kafnir við að skipuleggja skjalastaflana á borðum sínum. Áheyrendurnir fá ekki betur sjeð en að sum- um þingmönnunum sje það öllu meira áhugamál að koma sæmilegri reglu á skjalasafn sitt, en að hlusta á þann, sem talar þessa og þessa stundina. En ræðumennirnir virðast líka flestir hverjir kæra sig svona nokkurnveginn kollótta um það. J. J. HEFUR FLEIRI fyrirspurn- ir fram að færa. Hann vill fá upplýsingar um „tilkostn- að og árangur af þátttöku ís- lands í alþjóðaráðstefrium í áahibandi við hafrannsóknir og Ræðumennirnir fá heldur vont hljéð og íólkið á pöllunum er eirðarlausl friðun Faxaflóa". Og þótt spurn ingin sje sakleysisleg og síst af öllu torskilin. veldur hún nokkr um vandræðum í eina eða tvær mínútur. Hver á að svara Jónasi? verður spurning stund arinnar, og ekki bætir það úr skák, þegar spurningin breyt- ist í meðferðinni og ve*-ður ein faldlega: Hver getur svarað Jónasi? Jónasi Jónssyni, þingmanni Suður-Þingeyinga, Jóni Pálma- syni, forseta sameinaðs þings, Stefáni Jó’n. Stefánssvni for- sætisráðherra og Bjarna Ás- geirssyni landbúnaðarráðherra, tekst að lokum að leysa vanda- málið, en þó ekki fyrr en 1) J. J. hefur vakið athygli á þvi utan dagskrár. að ef til vill sje rjettara að láta fyrirspurnina bíða þar til utanríkisráðherra sje kominn heim frá Oslóar- fundinum; 2) J. P. hefur getið þess til, að sjálfsagt geti nú forsætisráðherra svarað fyrir- spurninni; 3) forsætisráðherra hefur hrokkið upp við heldur vondan draum og lýst fc vd yfir, að sjer sje málið ókunnugt; og 4) B. Á. landbúnaðarráðherra hefur játað það á sig, að hann geti raunar svarað fyrirspurn- inni „að mestu leyti". Það er i frásögur færandi, að þakkirnar, sem Bjarni fær fyr- ir framtaksemina, eru litlar og óverðskuldaðar. Það eina, sem svar hans fær sannfært Jónas um, er, að enginn árangur hafi náðst af þátttöku íslands í al- þjóðaráðstefnum í sambandi við hafrannsóknir og friðun Faxaflóa. FYRIRSPURNARTÍMANUM lýk ur klukkan þrjú. Gamli mað- 'urinn með alskeggið er horfinn af áheyrendasvölunum, en i sæti hans kominn liðlega sext- án ára framhaldsskólapiltur, Ijóshærður og langur .... og leiður á svipinn. Hann horfir oft á armbandsúrið sitt, er í vandræðum með hendurnar á; sjer og rýnir öðru hvoru inn um dyrnar á „hvíldarherbergi" þingmannanna, þar sem um- ræðurnar urðu svo ákafar fyr- ir örfáum mínútum, að forseti sameinaðs þings varð að gera út mann til þess að þagga nið- ur í þátttakendunum. Framhaldsskólapilturinn er að öllum líkindum að safna efni í íslenskustíl. Fullvíst er það að minnsta kosti, að ekki er hann kominn órekinn í eina af áheyrendastúkum Alþingis. — Hendurnar á honum koma upp um hann og svo það, að endrum og eins er eins og allir andlits- drættir hans harðni, og hann verður ægilega einbeittur á svipinn og hallar sjer fram á handriðið í stúkunni og hlust- ar og hlustar og hlustar. Ef stíilinn hans verður eitt- hvað keimiíkur spurningatím- anum á Alþingi í siðastl. viku, er jeg hræddur um, að hánn verði fjandans ári leiðinlegur. Enginn þingmaður kallaði ann- an þingmann landráðamann og skammaryrðin, — þau örfáu, sem fengu að fjúka — voru ósköp bragðlítil. Barði Guðmundsson, hæst- virtur tíundi landskjörinn, Frh. á bls. 12. KOSNINGU til stjórnar trúnað- arráðs og annara trúnaðarstarfa fyrir verkamannafjelagið Dags- brún var lokið kl. 11 á sunnu- dagskvöld, og hófst þá þegar talning atkvæða. Á kjörskrá voru 2469. Kosningarjettar neyttu 1940. Atkvæði fjellu þannig, að A-listi fjekk 1317 atkvæði, B-listi 602, auðir seðl- ar 20 og ógildir 1- Við stjórnarkjör í fyrra fór kosning þannig, að kommúnist- ar fengu 1170 en andstæðingar þeirra 512. Þessar kosningar hafa verið mjög lærdómsríkar fyrir and- stæðinga kommúnista. Þær hafa sýnt á áþreifanlegan hátt það, sem haldið hefur verið fram, að kommúnistar líti á verka- lýðsfjelögin sem flokksfjelög og haga starfsemi innan þeirra eft ir því. Þegar kosið var til al- þýðusambandsþings á s. 1. hausti, voru á kjörskrá, að sögn kommúnista, 3200. Það veitti þeim 32 fulltrúa. Nú, þremur mánuðum seinna, þegar kjósa á stjórn, og þeir eru hræddir um að missa völdin, þá gera þeir sjer lítið fyrir og strika út. af kjörskrá um 800 fjelagsmenn, sem að þeirra sögn skulda fjelagsgjöld. En síðan í haust hafa engin gjöld fallið í gjald- daga, svo hafi þeir haft rjett- indi þá, þá hafa þeir ekki tap- að þeim síðan. Þetta sýnir, að kommúnistar vinna skipulega að því að eyðileggja Dagsbrún. Þeir vanrækja með öllu að vinna störf sín i þágu fjelags- ins. Hafa þrjá menn á laun- um mest allt árið, og rukka ekki inn fjelagsgjöld nema hjá flokksmönnum sínum, svo þeir geti útilokað nógu marga and- stæðinga sína til þess að þeir geti verið vissir um að halda völdunum. Neita andstæðing- um sínum um upplýsingar og aðgang að fjelagsskrám. Nú fyr ir kosningar ljetu þeir ekki kjörskrá fyrr en kosning var hafin. Þegar þeir voru spurðir að því, hve margir mundu verða á kjörskrá, töldu þeir það mundi verða svipað og var í haust, eða um 3200, til þess að leyna því fram á síðustu stund, hvað þeii- voru að gera. Auk þess sem þeir hafa svo fjöl- marga menn í fjelaginu, sem háfa engan rjett á því, og er það gleggsta dæmið um starfs- aðferðir þeirra, þegar þeir ráku Sveinbjörn Hannesson úr fjelag inu daginn sem kosning hófst, mann, sem lengi hafði setið í stjórn fjelagsins, og sem mikið hefur látið fjelagsmál til sín taka, en hafa á kjörskrá menn, sem ýmist aldrei hafa stundað | verkamannavinnu eða eru löngu hættir, eins og Teit Þor- leifsson, kennara við Laugar- vatnsskólann, Eggert Þorbjarn- arson, framkvæmdarstióra kommúnistaflokksins, Emil Tómasson, starfsmann við Aust urbæjarbarnaskólann, Jón Rafnsson. skrifstofumann, Arna Gunnlaugsson, eftirlitsmann, og fjölmarga fleiri. Þetta er mál, sem verkamenn verða að taka fastari tökum og láta kommúnista ekki komast upp með að fjelag þeirra sje notað til pólitísks framdráttar fyrir stefnu kommúnista hjer á landi. Sjómannafjclag Rvíkur segir upp síldveiðisamn- ingum STJÓRN Sjómannafjelags Reykjavíkur var öll endurkos- in á aðalfundi fjelagsins, er hald inn var á sunnudaginn. Fundur þessi var mjög fjöl- sóttur. Sátu hann hátt á fjórða hundrað manns. Fundurinn fól stjórn Sjó- mannafjelagsins, að hefja samn ingaumleitanir við Fjelag ísl. botnvörpuskipaeigenda. Þá sam þykkti fundurinn, að segja upp gildandi síldveiðisamningum við Landssamband ísl. útvegs- manna. Samningur þessi renn- ur út þann 1. apríl n. k. Á fundinum gerði stjórnin grein fyrir samningsuppkasti, er fjelagið hefur gert við Út- vegsmannafjel. Reykjavíkur. Samþykkti fundurinn uppkast þetta, en það fjallar um kjör á línuskipum, er sigla með. eigin afla. Stjórn Sjómannafjelagsins er skipuð þessum mönnum: Sigur jóni Á. Ólafssyni, formanni, Ólafi Friðrikssyni, Garðari Jóns syni, Sæmundi Ólafssyni og* Ólafi Áranasyni, en hann er varagjaldkeri. Skemmtinefnd og endurskoðendur voru endur kosnir. Um síðustu áramót voru. eignir fjelagsins kr. 411.707.21. Þoka fefur 6erlínarflufn< inga Berlín í gævkvöldi, MIKIL þoka hindraði þvínæv alla flutninga til Berlínar yfir siðastliðna helgi. í dag ljetti þokunni, og tók loftbrúin þá tii starfa af fullum krafti. - ReuUu,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.