Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. febrúar 1949.
rjólsly
og
ald
A ARUNUM 1924—’29 var til
hjer á landi stjórnfálaflokkur
sem hjet „íhaldsflokkur“. Hann
bar nafn að nokkru leyti með
rentu, en að sumu leyti var
hann frjálslyndastur þáverandi
stjórnmálaflokka. Hann vildi
atvinnufrelsi og frjálsa verslun.
Hann vildi stjómmálafrelsi ís-
lands. Þessi flokkur var lagður
niður árið 1929 um leið og Sjálf-
stæðisflokkurinn var stofnað-
ur. Síðan hefir enginn íhalds-
flokkur verið til á Islandi
En þó enginn íhaldsflokkur
sje til er varla hægt að opna
svo blað eða stjórnmálarit sem
skrifað er af andstæðingum
Sjálfstæðisflokksins, að þar sje
eigi að finna hinar hroðaleg-
ustu lýsingar af „íhaldinu11 á
íslandi, sem allar meinsemdir
okkar fjelagslífs sjeu sprottn-
ar af. Alt þetta hræðilega ihald
á að vera í Sjálfstæðisflokkn-
um og þaðan sje allrar ógæfu
að vænta, þar sje fjöldi af for-
ríkum mönnum sem þjóðinni
stafi háski af, þar sjeu brask-
arar og ofstopamenn sem ráði
yfir peningastofnunum, við-
skiftum og samgöngum. Alt
þetta slúður er flutt vegna
þeirrar vissu, að íhald og aft-
urhald er ógeðfeld.stefna meðal
íslensku þjóðarinnar. Þeirrar
þjóðar sem þarf framfarir og
umbætur á öllum sviðum eftir
margra alda kúgun og niður-
lægingu. En slúðrið af þessari
tegund gagnar einungis við
þrjár tegundir kjósenda. I
fyrsta lagi þá sem ekkert fylgj-
ast með í stjórnmálum og taka
mest rriark á því, sem oftast er
að þeim haldið án tillits til
alls annars.
I öðru lagi þá, sem að eðlis-
fari eru grannir að vitsmunum
og láta telja sjer trú um allra
handa vitleysu sem við ekkert
hefir að styðjast. Og í þriðja
lagi þá sem hafa persónulegan
hagnað, atvinnulegan, fjárhags-
legan eða metnaðarlegan af því
að til sjeu fleiri flokkar en þörf
er á og gagn að fyrir land og
lýð.
í öllum löndum eru þessir
mannhópar fjölment lið, og hjer
á landi . hafa þeir að undan-
förnu reynst svo fjölmennir, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefir ver
ið í minni hluta frá stofnun
sinni. Sá flokkur sem eftir
stefnu og öllu eðli ætti að hafa
stuðning %—% af íslensku
þjóðinni. Það má segja, að þetta
sje ekki frgur vitnisburður, en
hann er rsnnur og ef til vill er
stjórnmála ástandið ekki betra
meðal margra annara þjóða.
II.
Ótrúlegan grúa af dæmum
mætti færa úr ræðum og rit-
um um hj5 dæmalausa þvaður
varðandi ihaldið í Sjálfstæðis-
flokknum. En eitt hið nýjasta
og af sva snari tegundinni er
að finna i áramótagrein for-
manns Framsóknarflokksins
Hermanns Jónassonar nú í árs-
byrjun. Þ.tr líkir hann Sjálf-
stæðisflokknum við útsendara
sjálfs fjar.dans eftir trú ka-
þólsku k'rijunnar, og þeir áttu
einna helst að hafa aðsetur í
Hve lengi trúir meiri hluti
þjóðarinnar slúðrinu?
björgum Drangeyjar. Sjálfum
sjer og Framsóknarflokknum
líkir Hermann við Guðmund
góða Hólabiskup, sem reyndi
að reka hina illu anda burt úr
Drangey, en tókst ekki sökum
ópa og óhljóða fjandans og ára
hans.
Þessi samlíking sem er aðal
nýársboðskapurinn frá sam-
vinnuflokki Sjálfstæðismanna
um ríkisstjórn, sýnir svo glögt
sem best verður á kosið hversu
langt margiðkaðar öfgar geta
leitt sæmilega greinda menn.
Þess vegna er þetta dæmi valið
úr nýjustu ruslakistunni.
Mundu flestir telja þetta og
þvílíkt til þess eins fallið, að
hlæja að því, og svo er, en þó
er víst að svo lengi og oft er
búið að villa um fyrir hundr-
uðum eða þúsundum manna, að
þetta er af slíkum tekið, sem
góð og gild vara.
III.
Hvað er svo hi ðrjetta um íhald
ið í Sjálfstæðisflokknum? Það
að sá flokkur er lang frjálslynd
asti stjórnmálaflokkur sem til
er á Islandi. Hann einn er varn-
ar aðili fyrir þá stefnu, sem
haldið hefir þjóðinni lifandi á
liðnum öldum, stefnu athafna-
frelsis og sjálfsbjargarviðleitni.
Hann vann ótrauðast að sjálf-
stæðismáli landsins, með skiln-
aði við Dani og hafði það mál
fram, þannig að lokum, að allir
hinir að kalla má fylgdust með.
Hann hefir unnið að því mest
allra flokka, að taka fullkomn-
ustu vjelatækni nútímans í þjón
ustu atvinnuvega landsins, og
fjekk til þess besta hjálp frá
sínum fjarlægasta stefnulega
andstæðingi Sósíalistaflokkn-
um.
Aðalstefna Sjálfstæðisflokks-
ins er sú, að atvinnuvegir lands-
ins geti verið reknir með við-
unandi hagnaði af einstakling-
um og fjelögum þeirra, að versl
unin sje sem frjálsust og þeir
fái best að njóta hæfni sinnar
sem geta gefið almenningi best
kjör hvort sem það eru fjelög
eða einstaklingar. Sjálfstæðis-
flokkurinn vill gefa öllum lands
mönnum eftir því sem hægt er
fjárhags vegna, kost á því, að
njóta þeirra þæginda sem
vjeltækni og vísindi nútímans
hafa ráð yfir. Hann vill frið-
samlega og eðlilega samvinnu
sveita og kaupstaða atvinnurek
enda og verkamanna.
Þeir sem kalla þetta íhalds-
stefnu eru annað tveggja fión,
fáfræðingar eða að þeir fiytja
kenningu sína gegn betri vit-
und.
Jeg veit, að andstaða Sjálf-
stæðisstefnunnar er þjóðnýting
arstefnan ,,sósíalisminn“, hvort
sem hún birtist í gerfi komm-
únista eða svonefndra „sósíal-
demokrata“. Þeirri stefnu hefir
Framsóknarflokkurinn rutt
mest til rúms á íslandi hvort og
hvernig sem hann kann að mót-
fnæla því.
Um sósíalistastefnuna verður
ekki sagt, að hún sje íhalds-
stefna. Það er hún vitanlega
ekki. En hún er miklu verra
en það. Hún er bygð á hinni
örgustu þröngsýni sem til er.
Það er og komið í ljós, sem frá
upphafi mátti vita, að hún verð-
ur aldrei framkvæmd eða henni
viðhaldið á annan hátt en þann,
sem Rússar gera með einræðis-
valdi og í skjóli hervalds. Það
er hægt að þoka henni áfram
á lýðræðislegum grundvelli,
með hóflausum stjettakröfum
og öðrum niðurrifs aðferðum,
sem allar geta þrifist meðan
verið er að eyða upp eignum
einstaklinga og fyrirtækja
þeirra. En framkvæmd verður
hún ekki eftir það á annan veg
en þann sem Sovjetríkin gera.
Það hafa byltingamenn Rússa
rjettilega sjeð.
Varðandi Framsóknarflokk-
t inn er hið sanna það sem jeg
hefi oft skýrt áður, að hann hef-
ir enga stjórnmálastefnu. Hann
er hagsmunafjelag pólitískra
j verslunarmanna og ekkert ann-
að. Hann hefir gert ítrekaðar
j tilraunir til að taka ungmenna-
fjelögin í sína þjónustu og tek-
| ist það að nokkru leyti. Hefir
það eðlilega orðið þeim fjelags-
skap álíka hagstætt eins og far-
sótt er heilbrigðu fólki. Hann
hefir náð yfirtökum í samvinnu
fjelögunum og þess vegna orð-
ið svo öflugur sem saga lið-
inna ára vitnar. En þetta hefir
líka orðið samvinnufjelögunum
til óhahiingju eins og eðlilegt
er Það? sjer fjöldi samvinnu-
manna, log þar á meðal núver-
andi fdr^tjóri S.Í.S., enda þó
þeir daíisi nauðugir enn með í
Framsóknar hringiðunni.
IV.
Hvað er það svo sem Fram-
sóknarmönnum svíður sárast?
Hvað er það sem þeir eru ó-
ánægðir með? Fyrst og fremst
það, að þeir skuli ekki hafa get-
að gengið af sjálfstæðisstefn-
unni dauðri, að þeir skuli ekki
hafa getað útrýmt athafna-
(frelsi, eignarrjetti og góðum
efnahag_ einstakra manna og
fyrirtækja.
Þeim þykja skattar og gjöld
aldrei nógu hátt, þeim þykir
verslun og viðskifti aldrei reyrð
í nógu mikil bönd, þeim þykir
aldrei gengið nógu langt i því
að útiloka stórvirkan atvinnu-
rekstur. Þess vegna líkja þeir
Sjálfstæðismönnum við illa
anda í björgum Drangeyjar.
Eignakönnunin er glögt
dæmi. Hún var gerð eftir kröfu
Framsóknar eins og alt það sem
fráleitast hefir verið aðhafst í
íslenskum stjórnmálum. En þeg
ar til kom, þá voru öfgafylstu
menn hins sama flokks allra
óánægðastir. Og með hvað?
Ekki með það, að eignakönnun
j væri framkvæmd og þar með
alt viðskiftalíf og peningavið-
skifti lamað; heldur með hitt,
að þetta skyldi ekki vera gert
; á miklu róttækari hátt. Að ekki
skyldi vera gerðar uþptækar
eignir þeirra manna sem kom-
ast undir lögin, að þeiis skyldu
ekki vera sviftir atvinnu og að
ekki skyldi yfirleitt vera' um
leið farið eftir öllum hörðustu
hegningarákvæðum skattalag-
anna. Það var það sem þeir
vildu. Að Sjálfstæðisflokkurinn
og Alþýðuflokkurinn komu í
veg fyrir þetta er óþrotlegt
gremjuefni þeirra manna, sem
telja sig imynd frjálslyndis og
rjettlætis. Mannanna sem líkja
sjer við Guðmund góða Hóla-
biskup.
V.
HvaS er svo að segja um
Sjálfstæðisstefnuna? Er hún í
framkvæmd? Er mikill íhalds-
I
jbragur á henni?
Þar sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefir frá stofnun sinni fyr-
ir nálega 20 árum verið í minni
hluta á Alþingi, þá er ekki von
að hann hafi fult vald á því
sem þar hefir gerst. Hann hefir
allan tímann verið í varnar að-
stöðu með sína stefnu. Á hana
hefir verið sótt af öllum hin-
um flokkunum. Hún hefir því
fengið mörg áföll og stór. Hið
allra stærsta hefir þó orðið á
síðustu tveimur árum.
Svo er líka komið að allir
atvinnuvegir sem byggjast á
framleiðslu, nema togaraútgerð
in, eru reknir með meiri og
minni ríkisframlögum beint og
óbeint. Kaupgjaldið, vöruverð-
ið og allur tilkostnaður er orð-
ið svo hátt, að framleiðslan get-
ur ekki staðið undir því þrátt
fyi’ir fullkomna vjelatækni hátt
markaðsverð afurða og mikið
góðæri til lands og sjávar, að
frátekinni sumarsíldveiði. Það
ein sem þjóðnýtjngarm. og
1 stjórnmála bröskurum líkar nú
| ekki til fullkomnunar sínu nið-
urrifs starfi er það, að til eru
j allmörg atvinnufyrirtæki og
einstaklingar sem eiga miklar
eignir og eru sem stendur á
I allvel sterkum fjárhagslegum
'grundvelli. Við Sjálfstæðis-
menn mundum óska, að þessir
væru þúsund sinnum fleiri, þá
^væri gjaldþolið að sama skapi
meira og öruggari trygging fyr-
. ir atvinnu til handa öllu lands-
fólki.
Sumir okkar andstæðingar
virðast til þess búnir, að taka
jeignir þessara manna og kasta
þeim í eyðslu hítina. Mundi það
'samsvara þeirri athöfn, að ein-
hver bóndi slátraði í einu öll-
,um sínum mjólkui’kúm. Hann
jmundi hafa nægilegt kjöt og
gott innlegg í bili, en enga mjólk
og ekkert innlegg af þeim vör-
um á næsta tímabili.
í þessu sambandi er vert að
minnast þess, að þegar menn
tala nú á tímum um ríka menn,
þá vita margir þeirra ekki hvað
þeir eru að segja. Þeir hugsa
eigi sem skildi út í það, að
meiri háttar atvinnurekstur er
ekki hægt að stofna eða starf-
rækja nema með verulegu fjár-
1 magni. Einn togari kostar svo
skiftir miljónum króna, eitt
íbúðarhús í Reykjavík kostar
hálfa miljón og þarf ekki að
vera stórt, iðjufyrirtæki er ekki
hægt að stofnsetja nema með
stórfje og sæmilegt bú er ekki
hægt að stofna með minna en
200 þús. krónum ef jörð og
byggingar þarf að kaupa eða
i reisa. Sje þetta á hverjunr stað
j gert með lánsfje aðallega er
engin von um langa starfrækslu
Það sem hjer hefir verið nefnt
| um framleiðslu atvinnuvegi
1 gildir líka um alla meiri háttar
verslunar starfsemi.
Miklar eignir og góður efna-
hagur atvinnufyrirtækja er því
beinlínis lífsskilyrði. Nú verður
því samt ekki neitað að gildandi
skattalög sjá fyrir því, að hjer
er örðugt um vik og um óhóf-
legan gróða er ekki að tala ef
sæmilegt eftirlit er með fram-
tölum. íhaldið á því sviði er svo
fjarlægt, að lögákveðið er, að
hvert það fyrirtæki eða ein-
staklingar sem hefir 200 þúsund
krónur eða meira í skattskyld-
ar tekjur verður að greiða 90%
af upphæðinni í ríkis og sveit-
arsjóð. Þetta hefir meira að
segja verið samþykt á sínum
tíma af Sjálfstæðisflokknum.
Svo ótrúlega fjarlægur er hann
ihaldi í skattamálum og þar er
þó einn öruggasti merkjasteinn-
inn á því sviði. En hinir kalla
þetta samt íhald.
VI.
Hvernig má það nú ske, að
svo er komið með sjálfstæðis-
stefnuna hjer á landi, sem að
framan er lýst?
Er það Sjálfstæðisflokksins
sök eða eingöngu hinna flokk-
anna?
Þetta eru spurningar, sem
menn mundu svara á ýmsa
vegu og ef til vill fáir nákvæm
lega á sama hátt. Frá hálfu
Sjálfstæðisflokksins er það
tvennt víst, að hann hefur ail-
an aldur sinn verið í minni
hluta, móti hinum öllum, og
allan þann tíma hefur hann
verið í varnaraðstöðu með
sína aðalstefnu. Hitt er svo á-
litamál, sem alltaf má deila
um, hvort varnarbaráttan hef-
ur verið rjett. Það má deila um
það fyrirfram og það má deila
um það eftirá.
Því 20 ára tímabili, sem um
er að ræða, má skipta í tvennt.
Fyrri 10 árin var flokkurinn
lengst af í hreinni andstöðu og
átti ekki kost á öðru. Seinni 10
árin hefur hann verið í sam-
vinnu. Stundum hefur hann
orðið að vera það og alltaf hef-
ur meiri hluti flokksins talið
Framhalcl á bls. 7