Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 1. fetrúar 1949.
8
tUOttHrLHBI 4 Ð I Ð
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjiivík.
Framkv.stj. Sigfús Jónsson.
Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm,),
Frjettaritstjóri ívar GuðmundssoK
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsia:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Fyrirspurn Rússa
til Norðmanna
FYRIRSPURN sú, sem Rússar hafa beint til ríkisstjórnar
Noregs um afstöðu Norðmanna til væntanlegs Norður-
Atlantshafsbandalags, hefur vakið mikla athygli á Norður-
löndum og víðar. Mun almennt vera á hana litið, sem hlraun
til þess að hræða Norðmenn frá samvinnu við hinar vest-
rænu lýðræðisþjóðir um öryggismál sín.
Samkvðemt friðarsamningum Rússa við Finna eftir síðustu
styrjöld fengu Rússar finnskt landssvæði, sem liggur að
Norður-Noregi. Rússar og Norðmenn eiga því nú saman
landamæri á þessu svæði. Hefur aðstaða Norðmanna gagn-
vart Rússum eðlilega orðið við það nokkru veikari.
Það er engin tilviljun að þessi fyrirspurn Rússa er borin
fram í þann mund, sem ríkisstjórnir Norðurlandanna þriggja,
Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, sitja á fundum um örygg-
ismál þessara landa.
Sovjet-Rússland hefur allt frá því að farið var að ræða
landvarnir þessara þjóða lýst því yfir að slíkar umræður
væru „stríðsæsingar“ og beindust gegn hagsmunum Rússa.
Danir og Norðmenn, sem ákveðnast hafa talað um nauðsyn
einhverskonar varnarsamvinnu, hafa verið skammaðir í
Moskvaútvarpinu og þeim bornar á brýn ýmsar sakir. Rúss-
ar vilja bersýnilega koma í veg fyrir það í lengstu lög að
þessar friðsömu smáþjóðir leitist við að treysta varnir sínar,
hvort heldur sem það yrði gert með stofnun norræns varn-
erbandalags eða með þátttöku einstakra þeirra í samtökum
annara vestrænna lýðræðisþjóða.
Tilraunirnar til þess að koma á varnarbandalagi Dana,
Norðmanna og Svía virðast í bili, e. t. v. fyrir fullt og allt,
hafa strandað. Hvert verður næsta spor þessara þjóða í ör-
yggismálum þeirra er ekki hægt að fullyrða um að sinni.
En allar líkur benda til þess að Norðmenn muni hallast að
þátttöku í hinu svokallaða Norður-Atlantshafsbandalagi.
Gefur ræða Lange utanríkisráðherra, sem haldin var fyrir
skömmu eindregið tilefni til þess að ætla að það verði
niðurstaðan. í Danmörku eru einnig uppi ákveðnar tillögur
um að Danir taki þátt í þeim samtökum. Annars virðast Danir
hafa byggt miklar vonir á norrænu varnarbandalagi og munu
þeir hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum er tilraunirnar til
myndunar því fóru út um þúfur.
★
En bæði umræðurnar um stofnun norræns varnarbanda-
lags og væntanlega þátttöku þessara ríkja í Atlantshafs-
bandalagi, sýna að hinar norrænu þjóðir eru mjög uggandi
um öryggi sitt. Þær eru allar sammála um það að þær þurfi
að treysta varnir sínar og að ekki þýði að trúa á skjól hlut-
leysisins. Svíar, sem tregastir hafa verið til að leita opin-
berrar samvinnu við Vesturveldin um þessi mál hafa víg-
búist af kappi og lagt stórfje í að bæta landvarnir sínar. En
þrátt fyrir það að þeir hafi ekki viljað leita beinnar sam-
vinnu við Vesturveldin hafa þeir þó viljað fá vopn frá þeim.
Það, sem gerst hefur á Norðurlöndum er það, að hinar
norrænu þjóðir hafa raunverulega glatað traustinu á skjóli
hlutleysisstefnunnar. Allar þessar þjóðir eru að reyna að
finna nýjar leiðir til verndar sjálfstæði sínu og öryggi. —
Reynsla Norðmanna og Dana frá síðustu styrjöld hefui sann-
að þeim að þeim er lífsnauðsyn að líta raunsætt á þessi mál.
Yfir þeim vofir mikil hætta. Þær hafa sjeð hverja smáþjóð-
ina á fætúr annari marða undir hæl ofbeldisins. Þær hafa
sjeð nágrannaþjóðir sínar við sunnanvert Eystrasalt af-
máðar úr tölu sjálfstæðra þjóða og hnepptar í þrældóm.
Þær hafa sjeð örlög Finnlands, sem orðið hefur að semja
um rússneskar herstöðvar til 50 ára í nágrenni við hina
finnsku höfuðborg. Þær hafa ennfremur heyrt hinar stöð-
ugu ógnanir frá Moskvu svo að segja í hvert skipti, sem
landvarnir Norðurlanda hefur borið á góma. Nú síðast hafa
þær sjeð fyrirspurn Rússa til Norðmanna, sem engum dylst
að er dulbúin ógnun.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Happdrættis-
miðafargan
í BRJEFI frá K. er drepið á
atriði, s.em margir verða varir
við hjá sjálfum sjer um þessar
mundir. Brjefritari segir:
„Við hina árlegu hreingern-
ingu í skrifborðsskúffunum
mínum koma í dagsljósið marg
ir happdrættismiðar allskonar
fyrirtækja þarfra og miður
þarfara eins og gengur. Ekki
hefi jeg orðið var við, að dreg-
ið hafi verið í sumum þessara
happdrætta, enda er það orðin
föst venja, að fresta drætti um
einn eða fleiri mánuði og ó-
vinnandi verk, að fylgjast
með hvenaer dráttur fer fram,
þegar framlenging bætist við
framlengingu, en vinningaskrá
ekki birt nema í fagblöðum,
eða flokksblöðum, ef hún er þá
nokkru sinni birt.
•
Talsverð
fjárupphæð
OG K. lagði saman að gamni
sínu hvað allir þessir miðar
höfðu kostað og komst að
þeirri niðurstöðu, eins og
fleiri, að það er hreint ekki
óveruleg upphæð árlega, sem
menn leggja í þessa happdrætt
ismiða. Menn láta tilleiðast að
kaupa happdrættismiða af
vesaldarlegum krökkum, sem
fengnir eru til að selja. Aðrir
kaupa miða í von um auðfeng-
inn gróða. En hver svo sem
ástæðan er fýrir því, að menn
kaupa miða í happdrætti, þá
eiga þeir heimtingu á, að fá að
vita hvar og hvenær dregið er.
K. stingur upp á því, að það
verði gert að skyldu, að prenta
á happdrættismiða stað og
stund, sem dregið er í „lotter-
íinu“ og ennfremur hvar vinn-
ingaskrá sje að fá þegar drátt-
ur hefur farið fram.
•
Enginn frestur
TILLAGA K. er ágæt og raun-
ar sjálfsögð. En það þarf að
gera meira. Það á að taka alveg
fyrir, að drætti sje frestað í
happdrætti, sem búið er að
auglýsa.
Annað eru svik við kaup-
endur happdrættismiðanna.
Happdrættin eru orðin alltof
mörg í þessu landi, því það er
varla til það fjelag, sem ekki
reynir að afla sjer tekna með
happdrætti.
Vitanlega ættu yfirvöldin,
að fara varlega í að leyfa happ
drætti, nema góðgerðarfjelög-
um og menningarfjelögum,
sem þurfa nauðsynlega á fje
að halda.
En umfram allt á að setja
það að skilyrði fyrir happ-
drættisleyfi, að dregið verði á
þeim degi, sem upprunalega
er auglýstur og víkja ekki frá
þeirri reglu.
•
114 þúsund,
ekki 140
í VIKUNNI sem leið sagði jeg
ykkur frá hinum glæsilega, nýa
Akureyrartogara, „Jörundi“,
samkvæmt heimild Lundúna-
blaðs. Þar stóð, að togarinn
myndi kosta 140 þúsund sterl-
ingspund. Guðmundur Jör-
undsson, útgerðarmaður, hef-
ur beðið um, að leiðrjetta
þessa fullyrðingu hins breska
blaðs vegna þess að hún er ekki
rjett. Togarinn mun kosta
tæplega 114 þúsund sterlings-
pund.
Til viðbótar því, sem áður
er sagt um „Jörund" má geta
þess til gamans, að þegar tog-
aranum hafði verið hleypt af
stokkunum símaði Guðmundur
heim eftirfarandi skeyti: —
„Flöskuna braut — leyst er sú
þraut — Jörundur þaut —
niður og flaut“.
Yfirfullir
strætisvagnar
í TILEFNI af frjett um um-
ferðarbrot á s.l. ári, þar sem
þess er getið, að umferðardóm-
stóllinn hafi fjallað uni 63
kærur vegna of margra far-
þega í bílum, spyr Skerjafjarð
arbúi hvort ákvæði um far-
þegafjölda í bifreiðum nái til
strætisvagna og hvernig eftir-
liti sje háttað með að þeim sje
fylgt, ef nokkur eru.
Þessu er víst ekki auðvelt
að svara. Það er hægt að vita
nokkurn veginn hvað margar
sildar fara í eina tunnu, eða
sardínur í dós, en hvað margir
farþegar fara í einn strætis-
vagn, eða dansfólk á gólfin í
samkomuhúsum í Reykjavík,
er þraut, sem erfitt er að leysa.
Um veghefla
VEGHEFLAR eru merkileg
verkfæti og færðin á götunum
í Reykjavik væri ekki upp á
marga fiska, ef þeir væru ekki
til. Og þá væri ekki mikið
gagn í Krísuvíkurveginum, ef
veghefillinn vantaði.
En jafnvel þessi ágætu og
þörfu verkfæri geta gert ógagn,
ef þeim er ekki rjett stjórnað.
I úthverfum bæjarins hafa veg
heflar haldið opnum aðalgöt-
um undanfarnar vikur með
góðum árangri. En nú er kvart
að undan því, að þegar þeir
moka frá sjer snjónum fyrir
einkavegi, eða smástíga i út-
hverfunum geri þeir meira
gagn en ógagn.
Það hlýtur að vera auðvelt
að bæta úr þessu, ef stjórnend
ur veghefla gæta þess, að loka
ekki menn inni með því að
hlaða upp snjó við afleggjara.
gagn en ógagn, með því að
hlaða upp sköflum fyrir vegi.
•
Kvenraddir í
útvarpi
ÚTVARPSHLUSTANDI skrif-
ar í tilefni af smápistli um
kvenraddir í útvarpinu:
„Mjer þótti vænt um, að sjá
minnst á, að við ættum að fá
að heyra oftar kvenraddir í
útvarpinu. Og rjett er það, að
rödd Sigrúnar Ögmundsdóttur
var vinsæl á fyrstu árum út-
varpsins. En um leið hefði
einnig mátt minnast á aðra
kvenrödd, sem einnig átti vin-
sældum að fagna meðal út-
varpshlustenda, og sem útvarps
hlustendur heyrðu daglega í
mörg ár, en það var rödd Ragn-
heiðar Hafstein11.
Alveg hárrjett athugað. •—
Ragnheiður og Sigrún nutu
báðar almennra vinsælda í út-
varpinu, en nú vantar okkur
þar þá þriðju, sem hefði eins
góða rödd. Þá yrði ekki kvart-
að um, að það vantaði kven-
rödd í útvarpið.
•
Á. M. frímerkja-
safnari
Á. M. FRÍMERKJASAFNARI,
sem birt var brjef frá hjer í
dálkunum 22. janúar s.l., er
beðinn að gefa sig fram við Vík-
verja í dag.
uiiMiiiiiiiiiiiiiiiiMimititiiiiiiiimiiinitiHiimHiiiiHiiiHtimiiiiMiHiiiiiiiiiiiiiniimiiiiimiiiiimmimiHHiiimiiMMMniMimiiiiiiMuiimHiiMMiifiititiiimiiiiiiiiMiiiiiiitiiiii
| MEÐAL ANNARA ORÐA . .
Tjekkóslóvakía er undir algerum yfirráðim Rússa
WASHINGTON — Arnost Heid
rich, aðalritari utanríkisráðu-
neytis Tjekkóslóvakíu og í 14
ár stjórnmálaráðunautur Eduard
Benes, er flúinn frá Prag og
kominn til Washington, þar sem
hann hefur gefið ýtarlegt yfir-
lit yfir framkvæmdir og áform
kommúnista í Austur-Evrópu.
Heidrich, sem er 59 ára gam-
all, velþekktur í Washington og
nýtur trausts stjórnarinnar þar,
kom til Bandaríkjanna á vegum
stjórnarvaldanna og hefur þeg-
ar gefið bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu glögga skýrslu um
ástandið í Tjekkóslóvakíu.
• •
ALGER YFIRRÁÐ
RÚSSA
NIÐURSTÖÐUR Heidrich —
eða sá hluti þeirra, sem hægt er
að birta opinberlega, — fara
hjer á eftir:
1) Tjekkóslóvakía er nú und-
ir „algerum yfirráðum" Moskva
valdsins. Klement Gottwald er,
þegar á margt er litið .góður
Tjekki“, en hann er ekki öflug-
asti maðurinn í stjórninni og
heldur stöðu sinni að mestu
vegna þess, að Stalin einræðis-
herra fellur vel við hann per-
sónulega.
2) Stjórnin, sem tók við eftir
valdaránið í febrúar 1948, fer í
raun og veru ekki með völd í
Prag. Valdið er í höndum komm
únistaflokksins sjálfs undir
stjórn Rudolfs Slansky aðalrit-
ara, og þýsks kommúnista, „sem
kallaður er Geminder“ og send-
ur var til tjekknesku höfuð-
borgarinnar frá Moskva.
• •
FULLTRÚI KRF-ML
„GEMINDER er hinn raunveru
legi stjórnandi“, segir Heidrich.
Hapn hafði um skeið nána sam-
vinnu við Dimitrov (kommún-
istaeinræðisherrann i Búlgaríu)
og enda þótt hann eigi opinber-
lega að heita að vera fulltrúi
Tjekkóslóvakíu hjá Kominform
er hann í raun og veru aðalfull-
trúi Kreml í Prag.
3) Aðgerðir kommúnista í
Tjekkóslóvakíu og stefnsn, sem
Moskvumenn skipa þeim að
halda sjer við, bendir ekki til
þess, að Sovjetríkin sjeu þessa
stundina að undirbúa árásar-
styrjöld í vesturátt.
„Jeg veit ekki hvað þeir eru
að búa sig undir innan Sovjet-
ríkjanna,“ segir Heidrich, „en
svo er að sjá sem þeir stefni
fyrst og fremst að því í Tjekkó
slóvakíu að gera landið að nokk
urskonar forðabúri, bæði til
vopnaframleiðslu og endurreisn
arframkvæmda í Rússlandi.
4) Stalin er að reyna að
koma sjer upp „austrænu Ruhr-
hjeraði" í Tjekkóslóvakíu og
Póllandi. — Hann hefur lagt
fyrir leppríki sín að smáherða
Framh. á bls. 12