Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 9
f
Þriðjudagur 1. febrúar 1949.
MORGVNBLAÐI
DAGLEGT LÍF í FINNLANDI
Kveðja.
LANGT er síðan, að jeg hef
haft ánægjuna af því, að kom-
ast í samband víð lesendur
Morgunblaðsins. Það var á ár-
inu sem leið. Jeg vil því byrja
með að flytja þá ósk frá Finn-
landi til vina þess á íslandi, að
við ætíð munum halda vináttu-
tengslum okkar, hvað sem kann
að ske í hinum stórviðrasama
heimi. Við megum ekki van-
rækja þá möguleíka, sem gef-
ast okkur, til þess að sýna vin-
áttu okkar í verki.
Viðburðaríkt ár.
Arið, sem leið, var viðburða-
ríkt í Finnlandi. Hafa íslensku
blöðin birt hinar merkustu
frjettir hjeðan. Um sáttmálann
við Sovjetríkin í vor. — Um
kosningarnar til ríkisþingsins í
sumar og um stjórnarskiftin.
Er því óþarfi að orðlengja um
þetta hjer. En vert er að taka
það fram, að þessir þrír at-
burðir hafa út á við og inn á
við skýrt afstöðu Finna.
Jeg hef hugsað mjer, í brjefi
þessu, að minnast ofurlítið á,
hvernig umhorfs var í Finn-
landi árið sem leið, og hvernig
er nú í ársbyrjun 1949, frá sjón
armiði hins almenna borgara.
Jeg tel þetta skyldu mína gagn
vart ykkur, kæru íslensku les-
endur.
I fyrstu greininni, sem jeg
skrifaði í íslenskt blað, í Morg-
unblaðið í ágúst 1946, um dag-
legt líf í Finnlandi, lýsti jeg
vöruskortinum og hinum
ströngu hömlum og skömtun
hjer í landi. Er jeg skrifaði ný-
ársbrjef mitt um áramótin 146
■—47 til Morgunblaðsins, var
ársbrjef mitt um áramótin 1946
En sí,ðan hef jeg ekkert minst
á þær breytingar, sem á þessu
hafa orðið.
Undanfarin tvö ár hefur mik-
ið ræst úr vandræðunum, þó
einkum síðari hluta árs 1948.
Það eru horfur á að enn geti
ástandið batnað, ef ekkert ó-
vænt skeður. En þanm varnagla
verða menn að setja i dag við
framtíðarvonir sínar, víðast
hvar í heiminum.
Batnandi þjóðar
hagur.
Það ljetti einkum á byrðum
okkar, er Sovjetríkin fjellust á
að draga úr hinum þungbæru
stríðsskaðabótum með því að
leysa okkur undan sumum vöru
sendingunum, en leyfa að aðr-
ar yrðu minkaðar. En það var
fyrst síðustu mánuði ársins ’48,
og þá einkum nú um áramótin,
sem almenningur hefir orðið var
við áhrifin frá þessu.
Hægt hefur verið að senda
vörur þær, sem ætlaðar voru
upp í stríðsskaðabæturnar, á
frjálsan markað víðsvegar um
lönd. meðal annars til Sovjet-
ríkjanna. Hinn aukni útflutn-
ingur hefur gert okkur mögu-
legt að gera talsverða verslun-
arsamninga. Og hægt er að
flyjta inn meira af góðum vör-
um en áður var.
Þetta hefur orðið til þess, að
finska markið, er runnið var
niður í djúpan öldudal verðbólg
unnar, hefur nú stöðvast. Kapp
hlaupið milli verðlags og launa
hjer heima, er valdið hefur
Eftir Maj-Lis Holmberg
mörgum fjármálamanninum
mikilla heilabrota á árunum
eftir stríðið, hefur einnig stöðv-
ast. Að minsta kosti fyrst um
sinn.
j Vinnufriður hefur orðið ör-
, uggari í landinu, einkum eftir
, stjórnarskiftin, jafnvel þótt
fyrstu aðgerðir nýju stjórnarinn
ar yrðu þær, að berja niður
mikið ólöglegt, pólitískt verk-
fall, við hina heimsþekktu Ara
bíu-postulínsverksmiðjur í Hels
ingsfors.
Síðan hafa engar verulegar
truflanir orðið á vinnustöðvum
landsins. Almenninguur hefur
fengið meira traust og öryggi á
sviði stjórnmála og fjármála eft
ir því, sem bæt.t hefur verið úr
vöruskortinum og gjaldeyrir-
inn hætt að hrapa.
Kaup og kjrö.
Ofurlítið hefur borið á at-
\ vinnuleysi meðal erfiðisverka-
manna í fyrsta skifti eftir styrj
öldina. En þetta virðist ekki
hafa valdið stjórninni neinum
verulegum áhyggjum. En verði
áframhald á því, hefur stjórnin
lofað að útvega vinnu handa
þeim, sem nú eru atvinnulausir.
I öðrum stjettum er alt öðru
máli að gegna. Til dæmis er
mjög mikil vöntun á mönnum í
kennarastöður og kvenfólki til
hjúkrunarstarfa. En nokkurn
veginn stenst á framboð og eft-
irspurn á verkfræðingum og
öðru tæknimentuðum mönnum.
Aftur á móti virðist vera nokk-
uð meira af lærðuum skógfræð-
inum og búfræðingum en þörf
er fyrir. Að vöntun er á mönn-
um til andlegra starfa, stafar
af því, að störfin eru illa laun-
uð. En laun - mentamanna eru
tiltölvjegra lægri, heldur en
þeirra, sem vinna líkamlega
vinnu og lægri en í tilsvarandi
greinum meðal hinna Norður-
landaþjóðanna.
Finska ríkið borgar kennurum
og öðrum mentamönnum og yf-
irleitt öllum embættismönnum
sínum mikið lægri laun, en tíðk
ast annarsStaðar á Norðurlönd-
um. Þetta verður því miður til
þess að ýmsir hinna færustu
msníia leita til útlanda um
styttri eða lengri tíma. Eru það’
heitar óskir mannað að lagfær-
ing fáist á þessum misfellum á
því ári, sem nú er að byrja.
Rleira vöruúrval.
Vegna þess hve innflutning-
urinn hefur getað aukist, hefur
jverið hægt að lina á skömmt-
uninni. Samsteypustjórn Pekk-
ala, er þingkosningarnar gerðu
út á við, linaði ofurlítið á höft-
unum. En forsætisráðherra sósí-
aldemókrata, Fagerholm, hefur
rösklega og skynsamlega hald-
ið þeim umbótum áfram. — Nú
þegar eru horfnar flestar hinar
leiðinlegu gervivörur, sem
grípa þurfti til á stríðsárunum,
svo sem pappírsskór með trje-
sólum, vefnaðarvara úr gerfi-
efni, svo sem trjetægjum, gerfi-
kaffi úr korni, gerfisykur eins
og sakkarín og dulcin, gerfi-
kökur o. s. frv.
í staðinn eru komnar ýmsar
vörur, sem hafa ekki sjest hjer
síðan á fyrstu stríðsárunum. —
Nú fást vönduð fataefni, góðir
leðurskár, sykraðar sultur, sí-
róp, sætindi, sætir ávaxtasafar,
góð húsgögn o. s. frv. Að sjálf-
sögðu er ekki hægt að fá eins
mikið og hver vill af þessum
vörum. Alt veltur á því, hvað
hægt er að flytja inn, eða að
hve miklu leyti er hægt að nota
innlenda framleiðslu heima
fyrir. Þess vegna hefir ekki ver-
ið hægt að afnema vöruskömt-
unina, nema að nokkru leyti. —
Vörur þær, sem ekki eru skamt-
aðar lengur, er meðal annars
egg, innlendur sykur og sæt-
indi, kakaó, te, kjöt, grænmeti,
kartöflur, salt, sultutau, fiskur
og tóbak. Auk þess nokkrar teg-
undir af skóm, fataefnum og
annari vefnaðarvöru. — Mjólk,
innfluttur sykur og brauðkorn
er ennþá skamtað. En þó hefur
verið rýmkaður skamtur á
brauði síðustu daga.
Einna erfiðast er hjer um
vefnaðarvöru. Að vísu er hægt
að fá i verslunum góð fataefni
fyrir konur og karla, en ekki
svipað því eins mikið og eftir-
spurnin er. Einnig er mjög
erfitt að fá ullar-kvensokka. •—
Auðvelt er að fá grávöru og
verðið hefur lækkað, en er þó
hátt enn.
Svipbreyting á höf-
uðborginni.
I sýningarglugguum gull-
smiðanna glóa og glitra skart-
gripirnir, sem fyr á tímum. Og
nú þarf ekki lengur að afhenda
brotasilfur og gull, þegar eitt-
hvað er keypt úr þeim málm-
um. Aftur er það augnagleði, að
horfa í sýningarglugga verslan-
anna í Helsingfors, en um slíka
ánægju var ekki að ræða fyrir
ári síðan.
Miklar úrkomur hafa bætt úr
rafmagnsskortinu og rafmagns-
skömtunin, er sett var á fyrir
ári síðan, verður afnumin þ. 1.
febrúar. En nú þegar hafa versl
anirnar fengið leyfi til að lýsa
sýningarglugga sína í fyrsta
skifti alt frá því styrjöldin
braust út. Aftur fær maður
ánægjuna af um helgar að sjá
hin skæru neonljós, rauð, gul og
blá, ljóma um húsveggina, er
gera borg okkar skemtilegri og
fjölbreyttari en áður var.
En að einu leyti er það ekki
uppörfandi að horfa í búðar-
gluggana. Verðlagið er fráhrind
andi hátt, Ekki er hægt að
segja annað en fólkinu líði
bærilega í Finnlandi í dag, þrátt
fyrir afskaplega dýrtíð.
Dýrtíðin fælir ferða
menn.
Það er ekki almenningur að
eins, sem finnur til dýrtíðar-
^innar. Hún kemur líka niður á
ferðamönnunum þeim, sem á-
j ræða að koma hingað. En marg
ir hliðra sjer hjá því, að kynn-
!ast dýrttíðinni hjer. Ferða-
J mannastraumurinn tíl Finn-
lands var mjög lítill árið sem
leið, einkum vegna þess, hve
alt er dýrt hjer. Reiknað er út,
að það sje þrisvar sinnuum dýr
ara fyrir ferðamenn að vera
hjer í Helsingfors, en í Stokk-
hólmi. Og fá ferðamennirnii- þó
betri viðurgerning í Stokk-
hólmi en hjer.
Hver ferðamaður, sem kem-
ur til Finnlands á að fá leyfi
til að kaupa 10,000 mörk, á
gengi, sem ekki hefur verið á-
kveðið enn, en verður honum
hagkvæmt. Þetta jafngildir eft
ir opinberri gengisskráningu
500 íslenskum krónum. Gengið
er ákveðið fyrir hvert land, og
fer eftir framboði og eftir-
spurn á finsku marki í viðkom-
andi landi. Finnar, sem fara úr
landi, hafa nefnilega leyfi til
að taka með sjer 10,000 mörk,
til þess að kaupa erlendan gjald
eyri. I Svíþjóð, en aðeins þar,
hefur verið hægt að selja
finska ferðagjaldeyrii'inn, er 1
sænsk króna skráð á 80 mörk.
Eftir tilsvarandi skráningu ætti
íslendingur að borga 285 ís-
lenskar krónur fyrir 10,000
mörk.
Að sjálfsögðu eru 10,000
mörk ekki mikil upphæð í Finn
landi. En ofurlítið er hægt að
bjarga sjer áfram með þeim.
Geri maður ekki alt of miklar
kx-öfur, er hægt fyrir þá upp-
hæð að búa í eina viku í höfuð-
stað Finnlands og fara í smá-
ferðir í umhverfi borgarinnar.
Ferðalög til útlanda.
Fyrir Finna, sem ferðast úr
landi, er þessi rýmkun á gjald-
eyi’ishömlum meira uppörfun,
I en að hún hafði praktiska þýð-
ingu. Þetta ber vott um að
stjórnarvöldin hafa góðan vilja
i á að örfa samgöngur yfir landa-
f mærin, eftir því, sem frekast
eru föng á.
I Það er einnig vel sjeð, að
stjórnin hefur nú um áramót-
in afnumið hinar ströngu regl-
ur um vegabrjef, er sett voru
1 á eftir styrjöldina. Verður þetta
til þess, að gera Finnum mögu-
legra að ferðast til útlanda. —
Nú þarf maður ekki lengur boðs
brjef frá útlöndum til þess að
fá að fai'a úr landi, eða leyfi
ríkislögreglunnar. Vegabrjefa-
skoðunin er eins einföld orðin
og hún var fyi'ir stríð. En aft-
ur á móti heimta ei'lendu ræð-
ismennirnir venjulega að þeir,
sem vilja ferðast til útlanda,
verði að gera grein fyrir því,
hvei'nig þeir ætli að komast af
éfnalega, á meðan þeir eru
erlendis.
Hver einasti maður í Finn-
landi, hvernig sem afstaða hans
er til núverandi stjórnar, verð-
ur að viðurkenna, að aðalstefna
stjórnarinnar er rjett og eðli-
leg.
Að samtímis því, sem stjórn-
in greiðir fyrir okkur, almenn-
um borgurum að komast út úr
innilokun styrjaldaráranna, og
taka upp kynni við erlendar
þjóðir, leitast hún einnig við,
innanlands, að ljetta af þjóðinni
höftum styrjaldaráranna, og
bæta úr skortinum. Sem sagt,
fái þróunin að halda ótrufluð
áfram, eftir þessum línum, ætti
árið 1949 að verða gott ár fyrir
Finnland.
Helsingsfors i janúar.
Maj-Lis Holmberg.
Erlingur Pálsson
endurkosinn form.
fjelagsins
A SUNNUDAGINN var haldi.nn
aðalfundur Lögregluþjónafje-
lags Reykjavíkur.
Nú eru í fjelaginu um 100
lögreglumenn og er starfsemi
fjelagsins með miklum blóma.
Fyrir nokki'um árum kom fje-
lagið sjer upp bókasafni, sem
nú er orðið nokkuð stórt og
nýtur mikilla vinsælda fjelags
manna. Jakob Björnsson er
bókavörður.
Aðalfundurinn var mjög vel
sóttur. Erlingur Pálsson var
endui'kjörinn formaður fjelags
ins og einnig Ingólfur Þorsteins
son varaformaður, sömuleiðis
Olafur Símonarson gjaldkeri.
Nýir menn í stjórninni eru
Magnús Pjetursson og Guð-
mundur Brynjólfsson.
Á fundinum fór fram kjör
fulltrúa á þing B.S.R.B., en
þingið kýs þrjá fulltrúa. —
Kosnir voru Jakob Björnsson,
Magnús Eggertsson og Ólafur
Guðmundsson.
Skákþingið
I MEISTARAFLOKKI á skák-
þingi Reykjavíkur, hafa nú
verið tefldar fjórar umferðir,
en enn eru þó ótefldar nokkr-
ar biðskákir.
Fjórða umferð var tefld s. .1
sunnudag og fóru leikar svo,
að Baldur Möller vann Benóný
Benediktsson. Eggert Gilfer
vann Steingrím Guðmundsson,
Sturla Pjetursson vann Arna
Stefánsson og Pjetur Guð-
mundsson vann Siggeir Gísla-
son.
Eftir þessa umferð standa
leikar þannig, að Eggert Gilfer
er með 3 vinninga og eina bið-
skák við Siggeir og Baldur
Möller með 2 vinninga og tvær
biðskákir, við þá Stui'lu og
Árna.
Biðskákir verða allar tefldar
annað kvöld, miðvikudags og
það sama kvöld biðskák í 2
fl. og í sjöttu umferð í
fyrsta flokki verður og tefld
þetta kvöld. í A-riðli fyrsta
flokks er Björn Jóhannesson
efstur með 4 vinninga og í B-
riðli Ólafur Einarsson með 3
vinninga og eina biðskák.
&rni Kristjónsson
heldur Beethoven-
tónleika
ÁRNI KRISTJÁNSSON píanó-
leikari heldur Beethoven-hljóm
leika í Austurbæjarbíó næst-
komandi fimmtudag klukkan 7
síðdegis. Eru tónleikarnir fyrir
styrktarfjelaga Tónlistarfjelags
ins og þeir fimmtu í röðinni
á þessu starfsári.