Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.02.1949, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. febrúar 1949. MORGUNBLAÐIÐ — Frjálslyndi og íhaíd Frh. af bls. 6. síg geta bjargað meiru á þann hátt, en hinn, að vera í andófi. Um það hafa flokksmenn- írnir sjálfir ekki alltaf verið sammála, en minni hlutinn yfirleitt sætt sig við það sem varð, Með því að vera í samvinnu við andstæðinga er viðleitnin yfirleitt sú, að bjarga því meira með því að bjarga því minna. Tekst þao oft á viðunandi hátt enda þó menn verði oft 1 slíkri samvinnu að sam- þykkja ýmislegt, sem er á móti vilja þeirra. — En þetta hefur ekki alltaf tekist svo vel og því er komið sem komið er. Það sýnir fyrst og fremst það, að ásæknin gegn sjálfstæðisstefn- unni er og hefur verið það mikil, að ekki hefur verið um gott að velja. Hið skársta fáan- legt hefur þó jafnaðarlega ver- ið valið. A því tímabili sem Sjálf- stæðismenn höfðu stjórnarfor- ystu í samvinnu við Alþýðu- og Sósíalistaflokkana, 1944— ’47 þá brugðu P’ramsóknar- menn yfir sig nýrri skikkju. Þeir stilltu sjer yfirleitt hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn, þó nokkrir hoppuðu annað slag ið yfir og kæmu niður vinstra megin við Sósíalista. Síðan hafa þeir í blöðum og á fundum aldrei lint þeim lát- um, að kenna þessari stjórn um allan ófarnað í fjármálum og atvinnurekstri síðari ára. Auðvitað er þetta hrein villa eins og margoft hefur verið sýnt og sannað. Hitt er vitað. að þessi stjórn, eins og allar aðrar, hafði sína galla og gerði ýmislegt, sem betur hefði farið á annan veg. Þegar þessi stjórn fór í árs- byrjun 1947, var eins og kunn- ugt er, stofnuð núverandi rík- 'isstjórn með þriðjungs hlut- töku fyrverandi stjórnarand- stæðinga, Framsóknarmanna. Eins og gefur að skilja töldu þeir nú sjálfsagt, að taka upp nýja stefnu og gagnstæða. Nú skyldi bæta það sem aflaga hafði farið. Þetta var eðlilegt viðhorf, eðlilegt loí'orð og rök- rjett afleiðing af andófinu við fyrri stjórn. Sönnunin fyrir rjettmæti þess andófs hlaut líka að byggjast á því hve vel tækist um breytingar og end- urbætur. Nú er fengin nokkur reynsla í þessu efni, Tvö ár eru liðin síðan breytingin varð. Á því tímabili hefur verið góðæri til lands og sjávar, að frátekinni sumarsíldveiði, eins og áður er sagt. Afurðaverð erlendis hef- ur verið hátt. Ávaxtanna af ný- sköpunarstarfi fyrverandi stjórnar hefur við notið í rík- um mæli. Nýju togararnir hafa aflað með ágætum, bát- arnir sömuleiðis, hraðfrystihús, iðjuver og verksmiðjur hafa verið í gangi og gert mikið gagn. Landbúnaðarvjelar, vjel- ar til samgöngubóta, flutninga skip og margt annað hefur allt til samans haft mikla umbóta- lega þýðingu fyrir framleiðslu og samgöngur. Útflutningurinn hefur líka verið mikill. 1947 varð hann' að verðgildi 290,5 milljónir kr. og 1948 394 milljónir. En sönnunin fyrir ásökun- um Framsóknarmanna á fyr- verandi ríkisstjórn hefur eng- in fengist. Endurbæturnar hafa engar orðið, því miður, heldur þvert á móti, enda hefði líka borið nýrra við, ef nokkrar endurbætur hefðu getað feng- ist við það að fá Tímaliða í ríkisstjórn. Það, sem hefur skeð er í stuttu máli það, að ríkisskuldir hafa á tveim árum hækkað um 100 milljónir króna. Ríkis- gjöldin hafa hækkað um álíka upphæð miðað við fjárhagsár. Verslunin héfur verið færð í fjötra, svo engin dæmi eru slíks áður, síðan danska ein- okunin hætti. Allt vöruverð hefur hækkað og gildir það bæði um innlenda og aðflutta vöru. Grunnkaup verkamanna hefur hækkað. I stuttu máli hefur allur tilkostn aður við framleiðsluna hækkað mjög og örðugleikar i fra'mleiðenda vaxið að sama skapi. S j álf stæðisstef nan hefur fengið stærra áfall en nokkru sinni áður. Þannig hafa um- bætur Framsóknarmanna reynst. Þannig er það voðalega ihald, sem þeir þykjast ekki geta unnið bug á. Það er öfugt og það svo mjög, að margir menn, sem áður hafa verið í núverandi stjórnarflokkum, líklega öllum, ræða um nýjan flokk, bæði opinberlega og á annan hátt. Þeim finnst ástand ið orðið óþolandi. VII. Hvað er til ráða? Þegar í óefni er komið verð- ur mönnum æfinlega á að spyrja á þessa leið. Það er ekki tilgangur þessarar greinar, að flytja nein loforð eða gefa nákvæm svör. Nokkur augljós atriði verður þó eigi komist hjá að nefna og það fyrst, að það sem verið hefur um skeið getur ekki haldið áfram. Það getur ekki haldið áfram að safna milljóna tugum af ríkisskuldum á ári hverju. Það getur ekki haldið áfram að hækka alltaf árlega skatta og tolla og ríkisgjöld. Það getur ekki haldið áfram, að elta visitöluvitleysuna ár eftir ár með því að hækka allt- af dýrtíðina. Það getur ekki haldið áfram, að fjölga alltaf hallareksturs stofnunum ríkis- ins. Það getur ekki haldið á- frarn, að atvinnuvegir lands- ins sjeu starfræktir á ábyrgð ríkisins, án þess að ráðið sje yfir þeim á annan hátt, og það getur yfirleitt ekki haldið lengi áfram úr þessu, að þjóð- in skipti sjer í fjóra flokka, sem alltaf verða að standa í stríði. Breyting verður að fást. Ný flokksmyndun er á engu viti byggð nema að tveir eða fleiri af núverandi flokkum hyrfu um leið. Flokkar þurfa að fækka, en ekki fjölga. Fólkið í landinu verður að kynna sjer stjórnmálin betur en verið hef ur og hætta að trúa lygaslúðr- inu urri íhaldið í Sjálfstæðis- ílokknum. Menn verða að gera sjer ljóst, að aldrei getur orðið lag á stjórnarfari nema einn og aðeins einn flokkur beri ábyrgð á ríkisstjórn og menn verða að gera sjer það fyrst og fremst ljóst, að það er ekki hægt að bjarga okkar litlu.þjóð nema á grundvelli sjálfstæðisstefn- unnar, stefnu athafnafrelsis og sjálfsbjargarviðleitni. Ef að stjettafjelög og stjettakröfur á að ráða gerðum Alþingis og ríkisstjórnar, þá hlýtur það fyr eða síðar að leiða til þess að einhverskonar ofbeldi tekur við af þingræðinu. Þá er f'engið raunverulegt íhald og þá er frjálslyndið bú- ið að vera. Jón Pálmason. Hafnarfjörður: Sá, sem hirti sfcáðasleðci á Nýju bryggjunni s. I. laugardagskvöld. er vin samlega beðinn að skila honum á vörubílastöðina. wnMiiMin«r*4*i>«Tti««<n«ir9«iise<ii'**««»9»iiw*««»»*iimniínfM:i(ta9i> iiiM>iiiiHiiiiiiiiiiiimiiiin>ium Siútí ?a óskast í vist um mánað- artíma á Barónsstíg 23, II, hæð. Herbergi getur fvlgt. tíitdisveifie óskast Uppl. í síma 7152. ■ l>W"l *«•*•*»<•»*« Mmmm <««ti<>t>*i<:t*m««Ht Herbeigi Goít herbergi til leigu i húsinu Brautarholti 22. Uppl. á staðnum. SíútLa óskast á málflutnings- 1 skrifstofu. Tilboð sendist = i afgr. Mbl. strax, merkt: | ,,A. B.—752“. viatiiuiiitiiiiiiiiiiimutiiitiMtitMtMiaiiHSMemiRMMn ■••■MiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiumuiimMtiiiuuii Hösk stúlk óskast nú þegar. Skóverksmiðjan Þór Laugavegi 105. ? Aðalfundur Vörubílstjórafjelagsins Þróttur vefður haldinn mið- vikudaginn 2. febrúar n.k. kl. 8,30 e.h. i húsi fielags- ins við Rauðarárstíg. Dagskrá: L ÍTrslit stjórnarkosninga. 2. Reikningar fjelagsins. 3. Skýrsla stjórarinnar. 4. Önnur mál. Stjóruin. S nyrtistofa Opna snyrtistofu i Tjamargötu 16, II. hæð, þriðjudag- inn 1. febrúar. — Andlits-, handa- og fótasnyrtÍMger. — Tek á móti pöntunum í síma 3748 frá klukkan 2—3 dagle'ga og á staðnum Unnitt' clóttlr Kvenkápur Morgunsloppar -— Herraskyrtur. Verslunin verður opin framvegis frá kl. 1—-6. XJeróÍunin CjoÍalort Freyjugötu 1 — Sími 6205 Mviiina Nokkrar stúlkur óskast á saumastofu vora. Upplýsingar hjá klæðskeranum Kirkjustræti 8B. II. hæð. ef'iun — Reykjavik- JL nn ibúðir til sölu Við Hraunteig er til sölu 5 herbergja íbúð á cl’ri hæð t)g 3ja herbergja íbúð á rishesð. Seijast fokheldar samen eða sin í hvoru lagi. Kristján Guölaugsson, Jón N. Sigurössoti, hæstarjettarlögnieim. íðnaðarpláss til ieigu j * m w Húsnæðið er 2 herbergi í kjallara ca. 60—70 ferm. ; » auk toiletherbergis. Nánari uppl. í sima- 6021 frá kl. ; 12—1 og 7—8 e.h. S Ljósakrónur ýmsar gerðir fyrirliggjandi, þar á meðal 6 álma (bronce) í ljósakróna með glerskálum. B m * • H.F. RAFMAGN ; * » Vesturgötu 10, sími 4005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.