Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 3. febrú-.r 1949- 6 M O RGU N BI 4Ð 1Ð Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj. Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.), Frjettaritstjóri ívar Guðmundssor Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1000. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlandj, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura raeð Leabók. Svar Norðmanna RÍKISSTJÓRN Noregs hefur nú svarað fyrirspurn þeirri, sem Sovjetstjórnin rússneska beindi til hennar um afstöðu Noregs til Norður Atlantshafsbandalags. Svar norsku stjórnarinnar er skýrt og ákveðið. Norðmenn höfðu gert sjer von um það, segir í svarinu, að samtök hinna Sameinuðu Þjóða myndu reynast nægilegt öflug til þess að tryggja öllum þjóðum frið og öryggi en reynslan hefur sýnt að slíkar vonir hafa ekki enn getað ræst. Hin einlæga ósk norsku þjóðarinnar til þess að vaiðveita frelsi sitt hefur sannfært ríkisstjórn Noregs um nauðsyn þess að öryggi landsins verði tryggt með þátttöku þess í staðbundnu varnarbandalagi annara þjóða. Síðan er á það bent í hinu norska svari að fyrir slíkum staðbundnum varn- arbandalögum sje einmitt gert ráð í stofnskrá hinna Sameinuðu Þjóða og þau sjeu einnig í samræmi við þann tilgang þeirra að koma í veg fyrir árásarstyrjöld. Norska stjórnin hafi því ákveðið að kynna sjer skilyrði fyrir þátt- töku lands síns í varnarbandalagi annara Atlantshafsþjóða. Að lokum er lögð á það áhersla í svarinu við hinni rúss- nesku fyrirspurn að Noregur muni halda fast við þá alda- gömlu stefnu sína að vinna að friði og lifa í sátt og samlyndi við allar friðunnandi þjóðir heimsins. Þetta svar norsku stjórnarinnar þarf engum að koma a óvart. Þar er því fyrst og fremst lýst yfir að vegna þess að hin víðtæku alþjóðasamtök hafa ekki reynst þess megnug að tryggja þjóðunum frið og öryggi þá hafi Norðmenn neyðst til þess að freista annara leiða til þess að treysta sjálfstæði sitt. Norðmenn álíti hinsvegar að varnarsamtök þjóða innan þessara samtaka brjóti ekki í bága við stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna heldur sje þvert á móti í fuliu sam- ræmi við hana. Norska þjóðin sje ekki að leita að neinu öðru en öryggi fyrir sjálfa sig. Hún hafi engin árásaráform í huga en vilji lifa í friði í góðri sambúð við allar þjóðir Svar hinnar norsku ríkisstjórnar sýnir það glögglega, hvað það er raunverulega, sem fyrir öllum þeim þjóðum vakir, sem rætt hafa um stofnun eða þátttöku í varnarbandalagi lýðræðisþjóðanna. Það er fyrst og fremst að skapa siálfum sjer aukið öryggi. Engin þessara þjóða hefur árás á aðrar þjóðir í hyggju. Þær vilja hinsvegar ekki bíða þess aðgerðar- lausar að á þær verði ráðist og þær rændar frelsi og mann- rjettindum. Kommúnistar, bæði hjer og annarsstaðar, hafa haidið þvi fram að hugmyndin um Norður Atlantshafsbandalag væri afkvæmi heimsyfirráðastefnu Breta og Bandaríkjamanna. Þær þjóðir, sem í þetta bandalag gengju, hefðu þess vegna gerst verkfæri, sem notað yrði til þess að ógna sjáifstæði og öryggi annara þjóða. Á þessari blekkingu þrástagast kommúnistar í blöðum sínum. Afstaða íslensku þjóðarinnar er hnjög á svipaða iund og frænda hennar í Noregi. Hún hefur engan áhuga fyrir að styðja neinar heimsyfirráðastefnur, hvorki breska, banda- físka nje rússneska. Henni kemur ekki til hugar að taka þátt í árásum á nokkra aðra þjóð. En hún vill trvggja sig gegn árásum eftir því sem unnt er. Af þessum ástæðum hefur verið rætt um það hjer af þeim mönnum, sem fyrst og fremst bera hagsmuni Islend- inga fyrir brjósti, að við tækjum þátt í varnarbandalagi hinna vestrænu lýðræðisþjóða til eflingar heimsfriðnum og öryggi okkar og sjálfstæði. Reynsla íslendinga af sarnskiptum við hin engilsaxnesku stórveldi gefur ekkert tilefni til þess að ætla að ráðagerðir þeirra og forysta um Atlantshafs- bandalag mótist af heimsveldisáformum og drotnunargirni. í>vert á móti. íslenskir kommúnistar munu halda áfram að vinna að lygaáróðri sínum gegn auknu öryggi fyrir sjálfstæði íslands. Þeir munu segja ,að Norðmenn ætli sjer fyrst og fremst að gera Sovjet Rússlandi bölvun með því að leita trausts og halds meðal vestrænna lýðra?ðisþjóða. En þessar kommún- istalygar skipta engu máli. íslenska þjóðin mun hafa svip- aðan hátt á og norska þjóðin hefur hiklaust lýst yfir að hún hafi í hyggju. Takmark íslendinga er að skapa sjer og landi sínu aukið skjól í illviðrum þeim, sem nú ganga yfir heiminn af völdum hinnar kömmúnistisku yfirgangsstefnu. UR DAGLEGA LIFINU Baráttan gegn krabbameini í FYRRAKVÖLD komu um 40 manns saman á fund í kennslu- stofu í • Háskóla Islands. Um helmingur fundarmanna voru læknar, hinir ólækisfróðir menn. En fundarmenn áttu það eitt sameiginlegt, að þeir vilja ef-la samtök til varnar einum skæðasta óvini lífsins, krabbameininu. Það ríkti einhugur og áhugi á þessum fundi og innan skamms verður skorin upp her ör meðal borgara landsins og varnarbandalag stofnað gegn þessum óvini. Um það varnarbandalag verða fnaumast deilur nje dylgjur; « Göfugur tilgangur Á ÞESSUM undirbúningsfundi að stofnun krabbavarnarfje- lags tóku margir læknar til máls. Aðalræðuna flutti Niels. Dungal prófessor. Hann benti á hvað fjelagsskapur, eins og ætlast er til að stofnaður verði, gæti látið margt gott af sjer leiða. Hann-lagði áherslu á, að þótt enn viti læknar ekki mikið um krabbamein, þá viti þeir svo mikið, að þessi sjúkdómur sje ekki ólæknandi, eins og margir virðast halda. Aðalatriðið er að sjúklingar leiti læknis nógu snemma, eða á byrjunarstigi sjúkdómsins og að því ætlar fjelagið að vinna meðal annars. • Ekki hræðsla, heldur fræðsla DUNGAL prófessor lagði einn- ig áherslu á, að þetta fjelag ætti ekki að hræða menn, held ur fræða. Fleirj tóku í sama streng. Verkefni þessa fjelagsskap- ar verða mörg. Það á að vinna að bættum skilyrðum til vís- indarannsókna og lækninga. Fjelög eins og þetta hafa verið stofnuð víða um heim með góðum -árangri og það er ekki ástæða til að.óttast, að árangur af slíkri fjelagsstarfsemi yrði ljelegri hjer en annarsstaðar. • Máttur samtakanna ÞAÐ hefur oft komið í ljós í heilbrigðismálum okkar. að samtök almennings eru mikill máttur. Nægir að benda á örfá dæmi eins og Landsspítalann og heilsuhælissjóðinn. Slíkan mátt þarf að skapa í þessu máli. Þegar krabbavarnafjelag ið verður stofnað eiga sem flestir að ganga í það og leggja sinn skerf fram til að leggja þenna mikla óvin mannkyns- ins að velli. Við höfum sjeð hvað sam- tök, víðsýni, dugnaður og fræðsla hefur áunnið í barátt- unni gegn berklaveikinni. Sama Grettistakinu eigum við að lyfta í baráttunni gegn krabbameininu. Hraust og glöð æska STUNDUM á jeg leið fram hjá einum barnaskólanum okkar og sje börnin koma úr skólan- um um hádegisbilið. Það er hraust og glöð æska, sem er að alast upp í þessari borg. Sæl- legir krakkar, vel klæddir, bæði þokkalega og hlýlega klædd, þrátt fyrir skömmtun- ina. Strákarnir eru eins og kálf- ar á vordegi, þegar þeim er hleypt út úr skólanum, ærsl- ast mátulega og skvetta sjer við og við. Stundum kemur fyrir að tveir verða saupsáttir og rjúka saman, en fjelagarnir hópast að til að horfa á, eða eggja og hvetja þann, sem þeir halda með. • Til varnar gegn hættum OG þegar jeg hefi sjeð þessa ungu Reykvíkinga halda heim í matinn í stórhópum, hefur mjer oft dottið í hug hætturn- ar á götunni. Hættunum fyrir þá, sem bílum stjórna og hætt unum fyrir börnin. Nú kann það að vera, að brýnt sje fyrir börnunum, bæði heima og í skólanum, að fara varlega í umferðinni, en ærslafullir unglingar huga oft ekki að sjer á götunum. Það þarf að leiðbeina þeim og það er hægt alveg kostnaðarlaust. • Eftirlitsmenn SUMSSTAÐAR erlendis hafa aldraðir menn sem hættir eru að vinna, þau störf, að fylgja skólabörnum heim írá skóla til að forða þeim frá hættum umferðarinnar. Annarsstaðar tíðkast það, að eftirlitsmenn eru valdir úr hópi skólabarn- anna sjálfra. Hraustustu pilt- arnir eru valdir til að fylgja hinum yngri. Það væri einnig hægt að gera hjer. Með því urðu minni ærsli á götunum þegar skóla- börn fara í hópum heim til sín og þótt það sje varla tiltöku- mál, þótt hraustir strákar rjúki saman og reyni kraftana, þá er hitt., sem þarf að forðast, að börnin verði hættunum að bráð. • Bannað fyrir fullorðna ALLMARGAR kvikmyndir eru bannaðar fyrir börn. Það er nauðsynlegt, þegar um kvik myndir er að ræða, sem gætu haft slæm áhrif á unglinga. — Enginn hefur neitt við það að athuga. En það ætti einnig að setja reglur um kvikmyndir, sem bannaðar væru fyrir fullorðið fólk. Kvikmyndir, sem eru svo barnalegar og vitlausar, að það er hverjum fullorðnum manni raun að horfa á þær. Þetta ætti að vera auðvelt verk fyrir kvikmyndaeftirlitið, sem hvort, sem er verður að sjá allar myndir, sem sýndar eru. iiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiimiimiin immmmmmmmmmmmmmmmim MEÐAL ANNARA ORÐA . . „VjeladeiM" Lundúiial6e|ree|lunnar reynist rel Frá Astley Hawkins, frjettaritara Reuters. LONDON — Scotland Yard ,í London er byrjað að láta útbúa öll mótorhjól sín og bifreiðar með talstöðvum, en með því hyggjast leiðtogar lögreglunn- ar enn herða á baráttunni gegn nýtísku afbrotamönnum. Samtímis þe^gu er stefnt að því að fá að minnsta kosti 5, 000 unga og duglega menn til að ganga í fylkingar lögregl- unnar. Lundúnalögreglan jók „vjela deild“ sína um 30 prósent á síðastliðnu ári, og hefur nú því nær 1,000 bíla og mótorhjól til umráða. í ráði er að stækka þennan hluta lögreglunnar enn til muna. Samtímis þessu er stefnt að því að fjölga mönn- um í lögregluliðinu, en þeir eru nú um 15,000. Telja lögreglu- foringjar í London, að ekki verði komist af með minna en 20,000 menn, eins og var fyrir stríð. • • HÚSNÆÐIS- VANDRÆÐI OPINBERLEGA er litið svo á, áð það gæti haft hinar alvar- legustu afleiðingar í för með sjer, ef eitthvað alvarlegt kæmi fyrir í London á meðan lögreglulið borgarinnar er jafn fámennt og nú. Húsnæðisvandræðin eru ein af aðalástæðunum fyrir skort- inum á lögregluþjónum. Eins og er, verða nokkur hundruð lögregluþjónar að vera fjar- vistum frá fjölskyldum sínum, sökum þess að bæjarhverfin, sem þeir starfa í, geta ekki sjeð konum þeirra og börnum fyrir húsnæði. Uti á landsbyggðinni, þar sem hægt er að útvega hús- næði, er yfirleitt mun auðveld- ara en í London að fá menn til lögregluþjónsstarfa. • • ALVARLEG ÁHRIF HÚSNÆÐISVANDRÆÐIN hafa þegar haft svo alvarleg áhrif á mannafla lögregluliðs bresku höfuðborgarinnar, að lögregluforingjar hafa opinber lega varað við því, að þeir v.ilji enga ábyrgð taka á afleiðing- unym, nema yfirvöld borgar- innar beiti sjer 'fyrir því, að lögregluþjónar vefði látnir ganga fyrir úm húsnæði. Yfir- voldih svára því hinsvegar til, að þúsundir manna, meðal annars uppgjafahermenn, hafi beðið í tvö til þrjú ár eftir hús næði, og að það mundi vekja óhemjumikla gremju. ef lög- reglumenn nú yrðu látnir ganga fyrir þessu fólki. • • FÆRRI ALVARLEGIR GLÆPIIl EN þrátt fyrir alla erfiðleika, hefur lögreglunni í London til þessa tekist að hafa hemil á af brotamönnum borgarinnar. Enda þótt allmargir glæpir hafi að undanförnu vakið tals- verðan ótta meðal Lundúna- búa, sýna opinberar skýrslur, að minna var um alvarlega glæpi í borginni 1948 en 1947. Scotland Yard tekst nú oftar en áður ,að ná manni sínum“, sökum þess, að lögreglan hefur lagt stöðugt meiri áherslu á notkun ,,vjeladeildar“ sinnar. Þó leggja foringjar lögreglunn ar eftir sem, áður mikla . á- herslu á það, að ef þeir fe.ngju fleiri nýliða í lögregluliðið, væri hægt að koma í veg fyrir f jölda glæþa, sem lögreglan nú verður að rannsaka og glíma við að leysa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.