Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 1
ftjelfarM
STALIN VILL RÆBA VIB TRUMAN
FYRIR AUSTAN JÁRNTJALD SITT
„Hatramlsgasfa árásin á kþóSsku kirkjunarr
Rómaborg í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
ÚTVARPIÐ í Páfagarði kallaði í dag rjettarhöldin, sem á
morgun (fimmtudag) eiga að hefjast í Ungvcrjalandi í „land-
iáðamáli“ Mindszenty kardínála, „hatramlegustu árásina á
kaþólsku kirkjuna frá því Napoleon Bonaparte Ijet f’ytja Píus
páfa sjöunda úr Vatikaninu með valdi.“
®-----------------------------
Alheimsathygli.
Undirbúningi undir rjettar-
höldin hefur verið fjdgt með
mikilii athygli um heim allan.
Hefur þó stjórn kommúnista-
gert frjettamönnum dagblaða
lýðræðisríkjanna mjög erfitt
fyrir, og sumum þeirra hefur
enn verið neitað um leyfi til að
koma til Ungverjalands. I þess-
um hópi eru menn, sem til þessa
hafa mætt litlum erfiðleikum,
er þeir hafa ferðast til Ung-
verjalands í frjettaerindum.
26 hlaðamenn.
Kommúnistastjórnin í Buda-
pest hefur þegar tilkynnt, að
aðeins 26 erlendir frjettamenn
fái að vera viðstaddir rjettar-
höldin yfir Mindazenty.
Bretland stærsti
bílaútflytjandinn
London í gærkveldi.
BRETAR seldu fleiri bíla
úr landi síðastliðið ár en
nokkur þjóð önnur í heim
inum. Frá þessu var skýrt
í London í dag, og því
bætt við, að bifreiðaút-
flutningurinn hefði fært
Bretlandi 146 miljón
punda virði af erlendum
gjaldeyri í aðra hönd.
Bifreiðaframleiðsla Breta
er nú orðin meiri en fyrir
styrjöldina. — Reuter.
Acheson vísar
Itillögum Stalins
á bug
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
DEAN ACHESON, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, vísaði
í kvöld á hug þeirri tillögu
Stalins marskálks, að Truman
forseti ætti viðræður við rúss-
neska einræðishcrrann um frið-
arsamninga við Þjóðverja og
fleiri. Svaraði ráðherrann einni
af annarri tiUögum þeim, sem
frarn komu í svörum Stalins
um síðastliðna helgi við spurn-
ingalista Intcrnational News
Service, en tillögurnar fjölluðu
um 1) friðarsanminga, 2) sam-
komulagsviðræður um Berlín
og 3) ráðstcfnu með Truman
forseta.
Acheson lagði áhcrslu á það,
að „stjórn Bandaríkjanna vill
ekki ræða við nokkra aðra þjóð
þau vandamál, scm snerta beint
hagsmuni annarra þjóða, án
þess að þcssar sömu þjóðir taki
þátt í þcim viðræðum.“ Hann
taldi og, að ekki yrði hægt að
ræða Bcrlínardciluna fyrr cn
aðflutningsbanninu hefði verið
afljetí.
Talið sð hugmyndin um her-
varnabandalag Skandinavíu
sjenúúrsögunnð
•
Oslo í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
EINER Gerhardsen, forsætisráðherra Noregs, skýrði frá því i
dag, að engin ákvörðun hefði verið tekin um frekari ráðstefnur
skandinavisku forsætisráðherranna nje annarra meðlima ríkis-
stjórna Noregs, Danmerkur og' Svíþjóðar. Líta sumir svo a,
tð þessi lönd hafi gefist upp við að reyna að myxida skandinav-
iskt hervarnabandalag.
Norðmenn ákveðnir? I anna telja margir hverjir, að
Stjórnmálamenn Vesturveld| Framhald á bls. 7
ViII ríðstefnu í Rússlandi Pól-
Skeyti einræðisherrans til EvrópuJeildar i.N.S.
Stalin einræðisherra bauð Truman forseta í gær í heimsókn
austur fyrir rússneska járntjaldið.
París í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
STALIN marskálkur ljet það í dag verða heyrum kunnugt, að
hann væri fús til viðræðna við Truman Bandaríkjaforseta í
Rússlandi, Póllandi eða Tjekkóslóvakíu. Kemur þetta fram i
skeyti, sem einræðisherrann sendi yfirmanni Evrópudeildar
International News Service, en það var þessi frjettastofa, sem
um s.l. helgi sendi Stalin fjórar spurningar um afstöðu hans til
Vesturveldanna.
Skeyti Stalins í dag fer hjer á eftir:
Til Kingsbury Smith, Evrópu-forstjóra International News
Service Ageney, París.
Með tilvísun til símskeytis yðar dagsettu 1. febrúar. færið
Truman forseta þakkir mínar fyrir boðið um að korna til
Washington. Það hefur lengi verið ósk mín að heimsækja Was-
hington, *eins og jeg skýrði Roosevelt forseta frá í Yalta og
Truman í Potsdam. Mjer þykir það leitt, að jeg get ekki eins og
stendur látið verða af þessari ósk minni, þar sem læknar eru
því mjög andvígir, að' jeg fari í langt ferðalag, sjerstaklega i
lofti eða á sjó.
Ríkisstjórn Sovjetríkjanna mundi verða það kærkomið, að
forsetinn kæmi til Rússlands. Hægt yrði að ganga frá ráðstefnu
í Moskva, Leningrad eða Kaliningrad, Odessa eða Yalta, eftir
vali forsetans, ef þetta kæmi honum ekki illa.
Ef forsetinn hinsvegar yrði andvígur þessu staðavali, yrði
hægt að efna til fundar í Póllandi eða Tjekkóslóvakíu eftir
því sem forsetinn óskaði.
Virðingaríyllst, Stalin.
Skeyti forstjóra INS
Útvarpið í Moskva birti skeyti Stalins orðrjett í kvöld. Það
sagði einnig frá því, að Smith hefði í gær sent einræðisherr.anum
eftirfarandi skeyti frá París:
Til Joseph Stalin marskálks, Kreml, Moskva.
Yðar hágöfgi!
Hinn opinberi talsmaður Hvíta hússins sagði í dag, að Tru-
man forseta mundi verða það kærkomið að fá tækifæri til að
íæða við yður í Washington. Munduð þjer, yðaf hágöfgi vilja
fallast á að ferðast til Washington í þessu augnaniiði? Ef ekki,
hvar munduð þjer þá vilja hitta forsetann?
Með mikilli virðingu,
Kingsbury Smith,
Evrópu-forstjóri International News Service.
Washington:
„Vesijulegur
áróður44
Síungið upp á París sem
íundarsfað
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá
Reuter.
CHARLES ROSS, blaðafull-
trúi Trumans forseta, skýrði
frjettamönnum frá bví í dag,
að ekkert opinbert boð um að
koma til fundar við Stalin
marskálk hefði enn borist til
Hvíta hússins. Það eina, sem
opinberlega væri vitað um til-
lögu Stalins um ráðstefnu,
fælist í skeyti einræðisherr-
ans til International News
Service. Ross vakti athygli á
því, að Truman hefði margoft
lýst yfir vilja sínum til aö
tala við Stalin í Washington,
en neitaði að svara spurning-
um frjettamanna um það,
hvort Bandaríkjaforsetinn
mundi taka boði rússneska
kommúnistaleiðtogans.
Truman forseti mun halda
hinn vikulega blaðamanna-
fund sinn á morgun (fimtu-
dag).
„Venjulegur áróður“
I Washington álíta margir
stjórnmálamenn, að fundarboð
Stalins sje „aðeins venjulegur
áróður“. Þeir benda á það. að
venjan sje að ganga frá mikjls
verðum ráðstefnum í kyrrþey,
í stað þess að birta um þær ægi-
fregnir, áður en formlega hefir
verið gengið frá undirbúningi
þeirra. Aðrir stjórnmálamenn
telja hinsvegar, að Stalin sje
nú loks búinn að átta sig á því
að samgöngubann Rússa við
Berlín ætlar að verða árangurs
laust, af þeim ástæðum vilji
hann nú þreifa fyrir sjer um
samkomulag.
París boðin sem fundarstaður
Þegar er Hinri Queuille,
franska forsætisráðherranum,
hafði verið skýrt frá boði
Stalins, bauðst hann opinber-
lega til þess að ljá París sem
fundarstað rússneska einræðis-
herrans og bandaríska forset-
ans. Queuilli sagði í ræðu, sem
hann flutti í hádegisveislu
breskra og ameiískra blaða-
manna í París:
Framhald á bls. 7