Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 3. fcbni ir 1949. MORGUNBLABI9 „Já‘, sagði Bernardo. „Jeg fer nú að vera forvitinn'. Kit mundi eftir því að De Ville-búgarðu.rinn hafði iegið í eyði undanfarin ár. Hann varð því mjög undrandi, þegar hann kom að hliðinu og sá að illgres ið var horfið af landareigninni, gatan upp að húsinu hafði ver ið hreinsuð og á henni yar nýr mulningur. Pálmatrjen með- fram götunni voru vel hirt og húsið sjálft var hvítt og ný- málað. Nýjar rúður voru i gluggunum og grasvöllurinn hafði veri ðsleginn. De Ville- búgarðurinn hafði ábyggilega aldr§* verið glæsilegri en nú. Hófatökin hafa líklega heyrst inn í húsið, þegar þeir riðu upp götuna því að hurðin opn- aðist áður en þeir voru komnir af baki og kona gekk út á for- stofutröppurnar. Bernardo heyrði að Kit rak upp undrunaróp. Hann leit á hann og sá þá að Kit var orð- inn alveg náfölur í framan. Þá leit hann aftur upp á tröpp- urnar. Konan var í hvítum, víðum kjól, sem blakti i gol- unni. Hún hafði gripið báðum höndunum um vanga sjer og lagði svo af stað á harðahlaup- um í áttina til þeirra. Þá fyrst tók Bernardo feftir því, að hár hennar var rautt og sítt og flagsaðist um herðar hennar eins og logandi eldtungur. Kit hálf stökk af baki og hljóp í áttina til hennar. „Kit“, hrópaði Rouge. Hún kom ekki upp nokkru orði frekar, en fleygði sjer í fang hans. Kit stóð eins og á nálum og starði yfir: eldrautt og fag- urlega liðað hárið á litlu höfði hennar. Loforð hans við Biöncu skaut upp í huga hans: „Jeg sver við gröf móður minnar að giftast engri annari en þjer, á meðan þú lifir“. Hann losaði Rouge varlega úr fangi sínu og virti hana fyr ir sjer. Hún var fegurri og glæsilegri en nokkru sinni fyr. Honum fannst halsinn á sjer herpast saman o'g hann vissi ekki hvort hann átti að láta hugfallast þegar. „Jeg hagaði mjer eins og kjáni", sagði Rouge. „Jeg elsk aði þig alltaf, þó að jeg hefði ekki viljað viðurkenna það aftur og nú sleppi jeg þjer aldrei framar, aldrei á meðan jeg lifi“- 72. dagur var horfin úr svip hennar og augu hennar fylltust tárum. „En þú hefur þó ekki lofað henni, að þú skulir ekki kyssa mig núna“, sagði hún. Kit beygði sig niður og þrýsti kossi á varir hennar. Þær voru heitar og saltar af tárum henn ar. Hún færði sig fjær honum og horfði í augu hans. Svona lítur deyjandi maður á mat- inn, sem hefði getað orðið hon- um til lífs, hugsaði Bernardo. En Rouge var aftur farin að segja eitthvað. „Komið þið inn“, sagði hún. „Þú verður að útskýra þetta betur fyrir mjer. Jeg verð að reyna að skilja þetta, þó að jeg geti það ekki á auga- bragði“. Hún lagði hvítan, grannan handlegginn um mitti Kits og þau gengu þrjú upp tröppurn- af. Kit sagði hvað á daga hans hafði drifið. Hann byrjaði á því að segja henni frá því, þegar hann fór með Biöncu til Cul de Sac, og hann viður- kenndi það, að hann hefði orðið svo hrifinn af barnslegri feg- urð hennar og yndisþokka, að við hefði legið, að hann gleymdi Rouge. Eftir því sem Kit komst lengra í frásögninni, tók Bernardo eftir því að Ro- uge varð æ fölari og alvar- legri í framan. Þegar Kit var þagnaður, stóð hún á fætur og horfði á Kit. „Þið borðið með mjer kvöld- verð“, sagði hún. „Jeg fer núna og skipti um föt. Við get um talað betur um þetta á eft- ir og reynt að komast að ein- hverri niðurstöðu“. Þegar hún var farinn sátu þeir eftir þegjandi. Bernardo tók upp tvær langar krítarpíp- ur og fyllti þær. Síðan rjetti hann Kit aðra og þeir sátu þegjandi í rökkrinu og reyktu. Þeir litu báðir upp samtímis, þegar þeir nokkru síðar heyrðu skrjáf í pilsum. Rouge stóð á miðju gólfinu í hvítum, glit- ofnum kjól. Pilsið var vítt og fjell í djúpum fellingum frá grönnu mitti hennar og niður á gólf. Hálsmálið var flegið, svo að skein á hvítar axlir hennar. Kit sat grafkyrr frá sjer numinn af hrifningu. Þegar Kit starði á hana. Hann fann ^ann stóð á fætur tók hún báð að hann mundi eiga erfitt með um höndum um háls hans og að svara henni, en hann varð þrýsti kossi á varir hans. Hon- að gefa henni skýringu á fram j um fannst hann svífa á burt komu sinni. „Jeg .... jeg finn þig of seint, Rouge“, sagði hann svo lágt að hún heyrði það varla. „Jeg hjelt að þú værir dáin og jeg er lofaðtxr annarri“. Rouge varð náföl í framan, svo að Bernardo-. hjelt að það effjr ejn. Rouge horfði á hann mundi líða yfir hana. En svo tindrandi augum. hljóp roðinn aftur í kinnar );Og þþ ætiar að yfirgefa úr þessum heimi og hann gleymdi öllu og öllum, nema hann vissi að hann hjelt á Ro- uge í fangi sjer. Hann heyrði ekki, þegar Bernardo læddist í burtu, en þegar hún losaði sig úr fangi hans voru þau tvö mig og fara til annarrar konu“, sagði hún lágum rómi. „Get- þú finnir heiinar. „Hvar er húnl‘,\ spurði hún. Rödd hennar var há og hvell urgu þagt þþ ag og það var eins..og reiðin syði sky]du til þess?“. niðri í henni. .... ( ,,Nei“, sagði Kit og sársauk- „í Cartagena", sagði Kit ;nn leyndi sjer ekki í rödd dapur í bragði. „Og jeg hef hans. „Jeg get það ekki, þó að svarið og sárt við lagt að koma ^jeg mundi ganga á bak orða aftur til hennar". Sninna og verða Æerulaus mað- „Jeg skil“, sagði hún. Gleðin ur og fordæmdur að eilífu“? J „En þú gafst loforðið, þegar þú hjelst, að jeg væri ekki leng ur í lifenda tölu“, sagði hún biðjandi. „Lofaðu mjer að fara til hennar, Kit. Lofaðu mjer að segja henni, hvað heitt við unnum hvort öðru. Ef hún er góð kona, þá leysir hún þig undan heiti þínu“. „En ef hún gerir það ekki?“, sagði Kit. „Þá skal jeg losa þig við hana“, sagði Rouge æst. „Og þá verður hún ekki neinum til ama, hvorki þjer nje öðrum“. „Rouge“. „Jeg skal elta þig til Carta- gena. Jeg kann enn að stjórna skipi, þó að jeg sje orðinn meiri kvenmaður en jeg var“. En allt í einu rjetti hún báðar hendurnar í áttina til hans. „Fyrirgefðu, Kit“, sagði hún. („Jeg er víst ennþá meiri sæ- gammur, en kona. Taktu mig í fang þjer og kenndu mjer að vera blíð og góð“. En Kit var með hendur í vösum. í annarri hendinni hjelt hann á síðustu tætlunni, sem eftir var af fánanum með hegranum. Bianca, vesalings Bianca, sem þjáðist af minn- ingum og lifði í einhverskonar dularheimi. Hann varð að hjálpa henni. Og hann varð líka að gera upp sakirnar við Luis del Toro. Þá fyrst yrði hann frjáls mað- ur. „Nei“, sagði hann. „Það er nógur tími til þess að kenna þjer að lifa. Nú er annað verk efni, sem bíður mín“. Rouge gekk til hans. Tungls ljósið fjell á berar axlir henn- ar. Loftið var þrungið blóma- ilman úr garðinum. Hún gekk enn nær honum, þangað til hann sá ekkert nema andlit hennar og varir, sem loks snertu varir hans. „Getur það ekki beðið til morguns?“ sagði hún. Rödd hennar var lág og biðjandi og það var eins og hún ætti erfitt með að tala. 26. Snemma morguns, þann tutt- ugasta mars árið 1697, sigldi franski flotinn úr höfn í Petit Goave vestur á bóginn í áttina til Cartagena. Um sama leyti stikaði Rouge stórum fram og aftur eftir gólfinu í svefnher- bergi sínu. Hún hafði ekki nokkra ró í beinum sínum. — Undanfarið var henni orðið svo ljett um að tárfella og það var henni hreint ekki vel við. Það var allt of mikið veikleika merki og allt of kvenlegt að hennar dómi. Hún hafði aldrei á ævi sinni átt í eins miklu stríði innra með sjer. Hún sem hafði alltaf framkvæmt. það sem henni fyrst datt í hug, hún var nú dæmd til að sitja hjer , og bíða átekta, hjer í þessu þögla húsi. Nei. þetta mundi ekki ganga. Ef nokkur sannleikur var til á þessu jarðríki, þá var það i rjettmætt að hamingju áttu þeir skilið, sem gripu hana þegar hún gafst. Hún gat ekki beðið hjer og vonað að Kit i kæmist lífs af. Hún gat ekki i gengið hjer um gólf og óskað ( þess, að Bianca leysti hann ' IKtftmdAaMtf ^ Fólkih í Rósalundi Eftir LAURA FITTINGHOFF — Já, en jeg skipaði þjer aldrei að kitla mig með því. Sjáðu Pjetur, hvað fór illa fyrir brúðunni minni, auminginn litli. Það var gott að hún var ekki komin í sparifötin. A£ hverju þurftir þú líka að i'ara að kitla mig, Pjetur, svo að jeg feldi balann um? — Hver bað þig líka um að snúa á móti mjer rauðum iljunum? Þú veist ekki, hvað það var freistandi. Jeg bara gat ekki annað en kitlað þig. — Jeg varð að vera berfættur. Ekki gat jeg farið að trampa á stígvjelunum innan um hvítskúrað gólfið. Nei, takk. En heyrðu, farðu nú fyrir mig og sæktu aftur vatn í balann, svo jeg geti skúrað íorstofuna og svo ætla jeg að leggja einberjalím á gólfið. Pjetur stífnaði allur við og fór að þylja upp langa romsu, eins og hann væri embættismaður: — Fyrst á jeg að sækja vatn, og svo á jt*g að finna eitthvað æti handa honum Lappalaus, svo á jeg að strá sandi undir Písla, svo á jeg að eltast við Einbúa og reyna að koma honum inn í kofann, svo á jeg að sækja mjólk handa Flæk- ingnum og svo á jeg að leggja hálm í básinn hennar Augna- yndi, svo að hún geti lagt sig fyrir nóttina, áður en augun springa út úr hausnum á henni. — Foj bara, skammastu þín Pjetur, það er ekkert að aug- unum í henni Fjólu, nema að þau eru dálítið stór. Jeg hef mörgum sinnum sagt þjer það, að þau eru bara dálítið of stór, að þú vitið það, en þú ert altaf vondur við hana, og það eru allir vondir við hana. Eins og hún geti nokkuð að því gert, þó að hún hafi svona augu, veslings skepnan. En þú skalt ekki fá að leggja eitt einasta hálmstrá í básinn hennar! Mja var orðin blóðrauð í framan af reiði. Hún velti þvotta- balanum til hliðar og fór að draga skóna á fætur sínar, með- an hún hjelt áfram að skamma Pjetur, sem stóð fyrir fram- an hana og hafði togað peysuna upp fyrri eyru eins og hann stæði í skelfilegri haglhríð. — Þú veist ósköp vel, að hún heitir ekki augnayndi, held- ur Fjóla. Þú segir það bara til að stríða mjer. Stephen Foster vill syngja Það hljómaði mikill söngur Tacoma-fangelsinu í Was- hington. Lögreglan hafði tekið fastan ölvaðan mann, sem lá í rennusteininum og var að troða peningaseðlum niður í frárennslisrör. Hann tautaði í sífellu: „Þetta er bara pappír, þetta er bara pappír“. Þegar hann hafði verið sett- ur inn, byrjaði hann að syngja af miklum innileik. Fangavörð urinn fór inn í klefann til hans og bað hann hætta söngnum, en hinn var ekki alveg á því. „Jeg er Stephen Foster og jeg hefi leyfi til þess að syngja eins og jeg vil“. Það kom síðar í ljós, að maðurinn hjet þessu nafni, en hann var samt ekkert skyldur tónskáldinu fræga. ★ Auglýsing „Hugsið yður vel um áður en þjer burstið tennur yðar með Carmina-tannkremi“, mátti nýlega lesa í auglýsingum í Parísar-blöðunum. Og svo kom áframhaldið: „Nýlega skeði hryllilegur at burður í flugvjel. Einn far- þeginn skaut annan farþega til bana. Hann tapaði sjer af af- brýðisemi vegna þess hve flug freyjan brosti oft til hins far- þegans. Hún hafði burstað tennur sínar með Carmina- tannkremi“. ★ Góð uppskera í kirkjugarðinum í Rocking- ham fannst nýlega eftirfarandi grafskrift á mosavöxnum steini: „Hjer hvílir Hosiah White, en hann andaðist háaldraður, eða 96 ára gamall. Hinir 386 afkomendur hans hafa reist honum þennan minnisvarða. Nú hefur hann öðlast eilífan frið“. ★ Dýrt bókarlán Maður nokkur kom nýlega með bók í bókasafnið í Marion, Indiana. Hann hafði fundið hana í gömlum skáp og sjeð að hún var með stimpli bókasafns ins. Það kom í ljós. að bókin hafði verið fengin að láni 3. mars 1915. Gjaldið fyrir það, hve dregist hafði að skila bók- inni var reiknað út og reynd- ist kr. 1531,10. Sigurður Ólason, hrl. — Málflutningaskrifstofa Lækjargötu 10B. Viðtalstími: Sig. Ólas., kl. 5—6, Haukur Jónsson, cand. jur. kl. 3—6. — Simi 5535.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.