Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.1949, Blaðsíða 12
7EÐURÚTLITIÐ: FAXAFLÓI: Vaxandi SA-átt. Hvassviðri eða •í.ormur síðdegis. —- Snjókoma eða slydda, síðan rigning. FRÁSÖGN af setning hátíða- halda Ármanns er á bls. 7. ■4 Ungur Reykvíkingur sýng ur í útvarp Páfagarðs í Róm Siundar söngnám hjá kennara Gigiis MIÐVIKUDAGINN 12. janúar var haldinn mikill kirkjukonsert í kirkjunni „Sant’ Andrea della Valle“ í Rómaborg og var út- varpað um hina miklu útvarpsstöð páfaríkisins. Við þetta tæki- íæri komu fram tveir af bestu tenórsöngvurum Italíu, þeir Alberto Pavoncello og Walter Brunelli, og auk þeirra islenski baritónsöngvarinn Guðmundur Baldvinsson, sem söng tvö lög cftir Kaldalór.s, „Jeg lít í anda liðna tíð“ og „Betliker!ingin.“ Það, sem athyglisverðast er í .ambandi við þennan fyrsta líonsert, sem hinn ungi íslenski söngvari tekur þátt í. er þó ekki það, að hann mun vera fyrsti Islendingurinn, sem svngur í Vatíkan-útvarpið, heldur hitt, að hann hafði eigi dvalið nema fimm daga í Róm. þegar hann r.öng þar opinberlega. Vlaug með Oamaskus- ftugvjelinni. Guðmundur tók sjer far með íslensku Skymaster-vjelinni Gullfaxa. sem flaug hjeðan 6. janúar áleiðis til Damaskus með viðkomu í Róm. Þar komst hann Vegar í kynni við áhrifamenn, fíakir meðmæla þeirra. er hann hafði meðferðis frá kennara sín um, frú Irmu Weile Jónsson, ."em eins og kunnugt er hefir dvalið langvistum á Ítalíu og þekkir þar fjölda fólks. Frá þenni hafði hann brjef með- Jerðis til próf. Carlo de Rysky ofursta í Mílanó, en de Rysky var einkavinur Balbo heitins -áðherra og hafði annast frjetta þjónustuna í sambandi við flug Balbos til Islands á árunum. Þessi maður kom Guðmundi þegar í samband við son sinn, /••em er spítalalæknir í Róm, en de Rysky yngri vísaði honum 1: i frægrar söngkonu og, tón- i'starkennara, Laura Valenti prófessors, og hvatti hún hann íii að taka þátt í konsertinum. X crður ncmandi frægs öngkennara. Guðmundur mun nú um það bil að hefja nám hjá einum f -cmsta og þekktasta söngkenn ara Italíu. Maestro Gugiielmo Cecconi, sem var kennari Giglis Fjekkst hann til að taka Guð- rnund sem nemanda, enda þótt hann hafi mjög marga nemend- ur fyrir. Þykir Guðmundi að vonum för sín orðin hin besta cg kveðst enn tæplega vera bú- inn að átta sig á velgengní sinni. Guðmundur hefir undanfarið stundað söngnám af miklum dugnaði hjer heima, hjá Pjetri Jónssyni óperusöngvara og frú ■' rmu Weile. Jónsson og einnig ■ eft hjá dr. Urbantschitsch og sungið í Tónlistarfjelagskórn- um. Hann hefir mikið raddsvið en röddin er enn óþjálfuð. En ) v.nn er talinn ákaflega dug- hagúr og samviskusamur nem- ;.ndí, og er það ekki að efa að ) onum muni sækjast vel nám- jð hjá hinum fræga kennara f 'num. s,------------............ Fjárhágsáællunin til 2. umr. á bæjar- sljórnariuiKii Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í dag verður fjárhagsáætlunin fyrir árið 1949 til annarar um- ræðu. Verður fjárhagsáætlunin sennilega afgreidd á þessum fundi. Eins og venja er til við síð- ari umræðu fjárhagsáætlunar- innar, bera bæjarstjórnarfiokk arnir fram ýmsar tillögur til ályktunar um bæjarmálin, en þar á meðal eru margar til- lögur frá Sjálfstæðisflokknum. Nánar verður frá þeim skýrt í næsta blaði. von Papen sleppi úr haldi Þ Ý S K U R nasistadómstóll í Niirnberg sieppti úr haldi í síð- astliðinni viku Franz von Pap- en, fyrverandi sendiherra i Tyrklandi, sem sýknaður var við stríðsrjettarhöldin yfir helstu leiðtogum nasista. Rjett- urinn komst að þeirri niður- stöðu, að von Papen hefði að- eins verið „annars flokks“ nas- isti, og að þau fjögur ár, sem hann hefur setið í fangabúðum, væru því nægilega hörð refs- ing. Von Papen mun fá aftur þær eignir sínar, sem áður höfðu verið gerðar upptækar. Orðsendingar vegna Durban-óeirðanna Delhi í gær. N E H R U, forsætisráðherra Hindustan, skýrði þinginu frá því í dag, að stjórn sín og stjórn arvöld Suður-Afríku hefðu skipst á orðsendingum vegna ó- eirðanna, sem urðu í Durban nýlega, en í þeim ljet fjölcii Hindua lífið. í orðsendingu Hindustan sagði meðal annárs, að stjórn- arvöldin vonuðu, að allt yrði gert, sem mögulegt væri, tii þess að koma í veg fyrir aö slíkar óeirðir endurtaki sig. MOSKVA — Rússnesku stjómarvöld- in hafa neitað því. að Vishinskv sje yeikur. Hann er aðeins í hií, segja þau. Skjaidarglmia Ármamis Frá skjaldarglímu Ármanns: Guðmundur Guðmundssen fellir Ottó Maríeinsson (Sjá grcin á bls. 7). Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Verður verknámsskóli í Franska spítalanum? Fræðsluráð ræðir málið og gerlr samþykktir í skólamálum Á SÍÐASTA FUNDI fræðsluráðs Reykjavíkurbæjar, var sam- þykkt, að athuga möguleika á því, að komið verði upp verk- r.ámsskóla í Franska spítalanum fyrir unglinga á gagnfræða- stigi. Ennfremur gerði fræðsluráð samþykkt varðandi barna- skóla í Hlíðarhverfi og ítrekaði ályktun sína varðandi bygg- ingu Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Merkilegt mál. Verknámsskólinn er að dómi allra er til þekkja mjög merki- legt mál. I fræðslulögunum nýju er kveðið á um slíkan skóla. Við hann eiga að stunda nám unglingar 13—15 ára, sem þá eru á svonefndu gagnfræða- stigi. Samþykktir. Samþykkt sú er fræðsluráð gerði í máli þessu er svohljóð- andi: Þar eð vænta má, að gagn- fræðaskólinn á Skólavörðuholti verði fullbúinn næsta haust, tel ur fræðsluráð rjett, að sett verði á stofn verknámsdeild í franska spítalanum og felur fræðslu- fulltrúa að gera tillögur til fræðsluráðs um framkvæmdir. Gagnfrseðaskóli Vesturhæjar. Varðandi byggingu gagn- fræðaskóla í Vesturbænum ítrekaði fræðsluráð ályktun sína frá því snemma á s. 1. ári, varðandi undirbúning að bygg- ingu skólahússins. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar er nú til húsa í gamla Stýri- mannaskólanum. Er það hús- næði bæði óhentugt og ófull- komið. T. d. eru kenslustof- urnar mjög litlar. Barnaskóli í Hlíðahverfinu. Að lokum beindi þessi fund- ur fræðsluráðs, því til bæjar- stjórnarinnar, að nú þegar verði byrjað á að teikna barna- skóla í Hlíðahverfi. Svo sem kunnugt er, byggist, það hverfi óðfluga og þörfin fyr ir barnaskóla þar í hverfinu því að sama skapi. I skipulagi þess er gert ráð fyrir að þar verði tveir barnaskólar. Samninganefnd til Árgenlínu London í gærkvöidi. BRESK samninganefnd leggur af stað til Buenos Aires í næstu viku. í Argentínu mun hún reyna að ná samkomulagi við stjórnarvöldin um nýja versl- unarsamninga. —■ Reuter. Stjórnmálanámskeið Heimdallar Stjórnmálanámskeiö Heim- dallar hjelt áfram í gærkveldi og flutti þá dr. Björn Björns- son hagfræðingur, fyrirlestur um skattamál. — Næsti fundur verður á föstudagskvöld kl. 8.30. — ísfiskur fyrir tæpl M miíj. SAMKVÆMT upplýsingum fra Fjcíagi ísl. tUtnvörupuskipa- eigenaa, fóru íslenskir togarar í 38 söluferðir .il Bretlands í janúar s. 1. Nam ísfisksala þeiria í ferðum þessum sam- tals kr. 11.791.871.00, í desem- ber s 1, fóru togararnir hinsveg- ar 46 söluferðir og seldu þá fyrir kr. 10.713.414. Af þeim 38 togurum sem scldu í Bretlandi í janúar, voru 34 nýsköpunartogarar og aðeins fjórir hinna gömlu. Nýsköpunartogararnir seldu samtals fyrir kr. 11.126.837, en gömiu togararnir fjórir fyrir kr. 665.034 Alls lönduðu togar- arnir 9713 smál. af fiski. Meðaiafli nýsköpunartogar- anna í ferð var 267 smái. og meðalsala 12.544 sterlingspund. Meðalafli gömlu togaranna var 135 smál. og meðalsala 6.373 sterlingspund. iíirðuleg útiör Kára Sigurjónssonar Húsavík, þriðjudag. Frá frjettaritara vorum. ÚTFÖR Kára Sigurjónssonar, fyrrum alþingismanns og bónda að Hallbjarnarstöðum, fór fram í dag frá Húsavíkurkirkju. í gær fór fram húskveðja að Hallbjarnarstöðum og flutti hana sr. Friðrik A. Friðriksson. prófastur að viðstöddum öllum sveitungum, er því gátu við- komið. Athöfnin í Húsavíkurkirkju hófst kl. 13,30, en þar töluðu Karl Kristjánsson, oddviti, Júlíus Havsteen, sýslumaður og Friðrik A. Friðriksson, prófast- ur, sem jafnframt jarðsöng. Söng annaðist kirkjukór Húsa- víkur og Karlakórinn Þrymur. Athöfnin var hin virðuleg- asta, og bar vott um hvílíkur heiðursmaður, hjeraðs- og sveit. arhöfðingi var kvaddur. Blóm- sveigar bárust margir, m. a. frá Alþingi. -L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.