Morgunblaðið - 24.02.1949, Side 6

Morgunblaðið - 24.02.1949, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 24. fe'brúar 1949 Utanríkismálin Athugasemdum svarað ALÞÝÐUBLAÐIÐ og Tíminn hafa bæði gert að umtalsefni í forustugrein ræðu þá, sem jeg flutti nýlega á fundi Sjálfstæðis fjelaganna um utanríkismálin Sjerstaklega mislíkar blöðunum það, sem ég sagði um afstöðu Alþýðuflokksins og Framsókn- arflokksins til sambandsslita og lýðveldisstofnunar á árunum 1942 og 1943. Jeg skil vel, að bæði þessi blöð vilja nú hlut viðkomandi flokka annan í þessum málum en raun bar vitni á sínum tíma. Það var ekki ætlun mín að hefja neinar deilur um þetta nú. Al- þýðublaðið rekur málið frá sínu sjónarmiði og jeg skal láta kyrrt liggja það, sem þar er sagt. Ekki er svo langt um liðið, að al- menningur eigi erfitt með að átta sig á mismunandi afstöðu Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins til þessa máls. Hinsvegar tel jeg nauðsynlegt að' leiðrjetta nokkuð ujnmæli Tímans og annað, sem blaðið gefur í skyn, sem er mjög fjarri sanni í þessu máli. Tíminn segir í sinni forustu- grein, að stjórn Sjálfstæðis- flokksins 1942 hafi lýst því yf- ir, að hún mundi ganga frá lýð- veldisstjórnarskránni á hinu fyrirhugaða sumarþingi 1942 og ísland yrði því lýðveldi í árs- byrjun 1943. „Þetta var hins- vegar svikið eins og* flest ann- að,“ segir blaðið. Jeg sagði í Eftir Jóhann Hafstein skrárbreytingunni á sumarþing inu, þar sem hin formlega að- ferð við stofnun lýðveldisins var ákveðin þannig, að til þess þyrfti aðeins samþykki eins þings, sem staðfest væri með meirihluta allra kosningabærra manna í landinu við leynilega þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Hann gerði, þegar til úr- slita kom, enga aðra tillögu um lausn málsins á þinginu. en sat aðeins hjá við atkvæðagreiðslu. 3. Hann gaf jafnframt í skyn ,,að engin ný viðhorf hefðu skapast í málinu,“ þrátt fyrir hin eindregnu tilmæli Banda- ríkjanna, og í forustugrein Tím- ans nú segir: „Vegna lauslegra tilmæla frá Bandaríkjunum hlupu Ólafur Thors og samherj- ar hans frá hátíðlegum yfirlýs- ingum sínum í frelsismálum þjóðarinnar." 4. Loks Ijet Framsóknarflokk urinn í veðri vaka, fyrir haust- kosningarnar 1942, að allt væri úr lausu lofti gripið, sem þá- verandi forsætisráðherra, Ólaf- ur Thors, hefði sagt um fyrir- fram gefna viðurkenningn Bandaríkjanna á sambandsslit- um eftir árslok 1943. Forsætisráðherra lagði gögn málsins á borðið og krafðist ræðu minni á þessa leið: „Allir Þess af stjórnarskrárnefnd þá, þingflokkanna höfðu fyrir kosn | hún gengi úr skugga um það, hvort eigi væru rjettar þær yf- irlýsingar, sem hann hafði gef- ið hjer að lútandi, og eftir það hafðist Framsóknarflokkurinn ekki að. En í brjefi, sem þáver- andi forsætisráðherra barst frá sendiherra Bandaríkjanna/ varð andi þetta málefni, dags. 14 okt. 1942, segir: „Jeg hef þann heiður að til- kynna yður hjer með, að stjórn Bandaríkjanna hefur alls ekki neitt að athuga við þá uppá- stungu, sem þjer nú hafið til athugunar, þ. e. að þegar hið nýkjörna Alþingi kemur sam- an, þá geri það samþykkt um, að á árinu 1944 verði ísland gert að lýðveldi.“ Hjer er svo skýrt sem-verða má kveðið á um það, að Banda- ríkin lýsa því yíir fyrirfram, að ingarnar gert ráð fyrir því, að sambandsslit færu fram á haust inu 1942, en málið komst í ann- an farveg á þinginu eftir kosn- ingarnar.“ Sjálfstæðisflokkur- inn hafðí að þessu leyti ehga sjerstöðu, miðað við aðra flokka og ekki heldur við Framsókn- arflokkinn. Þáverandi formað- ur Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson, hafði um sumarið lát- ið bóka í gerðabók stjórnar- skrárnefndar svohljóðandi: „Tel sjálfsagt að ljúka' nú í haust sambandinu við Dan- mörku á grundvelli yfirlýsing- ar Alþingis frá 17. maí 1941 með þeim hætti að stofnsett verði íslenskt þjóðveldi þar, sem for- seti taki við starfi konungs eft- ir því sem eðli málsins Ieyíir.“ Og Hermann Jónasson Ijet í lok júlímánaðar um sumarið lýðveldisstofnun á íslandi á ár- bóka í sömu gerðarbók, að hann væri samþykkur þessari yfir- lýsingu Jónasar Jónssonar. Þessi stefna var því ekki frem ur ,,svikin“ af Sjálfstæðisflokkn um en öðrum flokkum og þar á meðal Framsóknarflokknum. — Hins vegar hjelt Sjálfstæðis- flokkurinn áfram að vinna að málinu, eftir að tilmæli höfðu borist frá Bandaríkjunum um að fresta sambandsslitum, þar til eftir árslok 1943, og kom því í algjörlega öruggan farvcg með stjórnarskrárbreytingunni á sumarþinginu, og fyrirfram gefinni viðurkenningu Banda- ríkjanna á stofnun lýðveldis á íslandi, sem fram færi eftir árs- unum 1944 sje að þeirra dómi eðlileg, enda höfðu þau áður sagt í brjefi 20. ágúst: „Ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir, að ógilding samn- ingsins og sambandsins og hin- ar fyrirhuguðu breytingar á grundvallaratriðum í stjórnar- fari íslands sje mál, sem ís- lenska þjóðin ætti ein á friðar- tíma að taka ákvörðun um eftir óskum sínum og þörfum.“ Þegar þessa er minnst, hinna fyrirfram gefnu yfirlýsinga Bandaríkjanna árið 1942 verð- ur loksins nokkuð broslegt, svo að ekki sje meira sagt, ummæl- in í forystugrein Tímans nú: „Það reyndist hinsvegar, þeg- viðurkenna íslenska lýðveldið. Vilhjálmur Þór hjelt þannig á málum, að Bandaríkin urðu fyrsta ríkið til að viðurkenna íslenska lýðveldið, þótí þau hefðu ekki fengist til þess að gera það í ráðherratíð Ólafs Thors. Þannig getur það skipt milslu hvernig er haldið og hver heldur á utanríkismálum þjóð- arinnar!“ Það er leiðinlegur greiði við Vilhjálm Þór, sem Tíminn ger- ir honum, með því að draga dár að honum í þessu mikilvæga máli. Þegar Vilhjálmur Þór tók við utanríkisráðherraembættinu var þetta mál í fullkomlega skorðuðum farvegi, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði unnið mest að, og afstaða Bandaríkj- anna og viðurkenning þeirra var fyrirfram vituð og gefin, einmitt meðan Sjálfstæðisflokk urinn fór með. stjórn landsins á árinu 1942, eins og framan- greind atriði, sem bent hefur verið á, sanna. En er þetta ekki ósköp fram- sóknarlegt: „Þegar Vilhjálmur Þór var orðinn utanríkisráðherra stóð ekki á Bandaríkjunum“?! ð/Jmmmm lok 1943. Þarna var það sem:ar Sjálfstæðisflokkurinn hafði Framsóknarflokkurinn „skaust misst forustuna í utanríkismál- undan merkjum", eins og jeg - unum og Vilhjálmur Þór var komst að orði í minni ræðu. | orðinn utanríkisráðherra, að 1. Hann fylgdi ekki stjórnar-ekki stóð á Bandaríkjunum að í GÆR barst Fiskifjelagi ís- lands skeyti um vetrarsíldveiði Norðmanna og þorskveiðar þeirra, en skýrslan er miðuð við 19. febr. s. 1. Samkvæmt skeyti þessu, er síldveiðiaflinn orðinn 3.577.716 hektól., en á sama tíma í fyrra 5.394.181 hektól. Bræðslusíldar aflinn var 1.790.576 hl. Búið var að salta 848.951 hl. og ís- uð síld nam 744.703 hl. Afgang urinn .hefir farið til beitufryst ingar og |til neytslu innanlands. Þennah sama dag nam heild- arafli þorskveiðanna 15.157 smál., á móti 32.946 í fyrra.. Af aflanum hafa 1104 smál. farið í: herslu, saltaðar hafa verið 2013 smál., en á sama tíma í -fyrra nam söltunin 14.400 smál. Ferskur fiskur nemur 12.400 smál., en í fyrra 17.380 smál. Þá er meðallýsisframleiðslan miklu minni nú en á, sama tíma í fyrra. Þann 19. febr. s- 1. var búið að framleiða 6301 hl. á móti 16.155 hl. á sama tíma í fyrra og búið er að salta 2495 hl. af hrcrgnum en í fyrra 13.312 hektól. —Þ Til sölu fyrsta. flokks æðardúnn, nokkur silfurrefaskinn og platínúrefaskinn. Sími 6718. Almenninaur í Breflandi W éffasf afleiðingar rikis- Það sem múlu-rjeffarhcidin leiddy í Ijós ENN ERU mönnum í fersku minni frjettirnar um rjettar- höldin í Englandi, sem leiddu til þess að aðstoðar-viðskipta- málaráðherra Breta, Belcher, varð að láta af embætti eftir að sannast hafði, að hann hefði notað aðstöðu sína til persónu- legs hagnaðar. Þessi mútu-mál vöktu athygli um allan heim og var meðferð þeirra sönnun þess hve Bretar líta alvarleg- um augum á slíkar yfirsjónir embættismanna, eins og þarna var um að ræða. „Dauður þjóðfjelagsþegn“. Belcher dró ’með sjer í fall- inu einn af forstjórum Eng- landsbanka, en bankinn er nú orðinn að ríkisstofnun. Dóm- stóllinn, sem dæmdi Belcher ráðherra, taldi sig hafa fullar sannanir fyrir því, að Gibson bankastjóri væri riðinn við mútu-málið og hefði á sama hátt og Belcher notað embætt- isaðstöðuna til að .auðga sjálf- an sig. Gibson sagði þegar í stað áf sjer bankastjórastöð- unni. Einnig var hann forstjóri fyrir hluta af raforkukerfi Eng lands, en það ,var nýlega „þjóð- nýtt“ eða gert að opinberri eign. Gibson sagði líka af sjer þeirri stöðu. Gibson hafði áður notið mik ils trausts í verkamannaflokkn um breksa og hafði í 35 ár ver- ið formaður sambands starfs- manna í breskum sjúkrahúsum. Þegar Gibson sagði af sjer, ljet hann þess getið, að hann væri gjaldþrota. Blað, sem skýr ir frá misferli Gibsons hefur þau orð, að hann sje nú „dauð- ur þjóðfjelagsþegn“. Ný atvinnugrein. Eins og kunnugt er hefur verkamannastjórnin breska auk ið mjög vald hins opinbera yfir atvinnuvegum landsmanna, þjóðnýtt sumar atvinnugreinar, en sett aðrar undir strangt op- inbert eftirlit. Skriffinnska hef ur margafaldast í Bretlandi samanborið við það, sem áður hefur verið á friðartímum. Eftir mútu-rjettarhöldin fóru augu almennings að opnast fyr- ir því hvernig komið var. Rík- isafskiptin eru orðin umfangs- 'meiri en nokkru sinni fyrr og fremur stefnt að því að auka þau en minnka. Yfirvöldin þurfa að gefa út óteljandi leyfi og heimildarskjöl fyrir einu og öðru. Við múturjettarhölílin kom í Ijós, að ríkishömlumar eru orðn ar svo flóknar, að orðinn er til hópur manna, sem hefur það eitt fyrir atvinnu að útvega slík leyfi og heimildir hjá yf- irvöldunum. Þetta er sambæri- legt við það ef menn hjer í Reykjavík færu að gera sjer að atvinnu að ná t. d. í innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfi, fjár- festingarleyfi eða viðbótar- skammt af vörum hjá hlutað- eigandi nefndum hjer, svo það sje gert ljósara hvernig ástand ið er nú raunverulega orðið í Englandi. í blöðum er þess getið, að margir Bretar sjeu nú orðnir . þungt hugsandi út af afleiðing um ríkisafskiptanna. Starfsemi . þeirra manna, sem hafa atvinnu af því að vera milliliðir milli einstaklinga og fyrirtækja ann ars vegar og yfirvaldanna, sem gefa út leyfin, hinsvegar, er ekki talin ólögmæt eða ósiðleg, en þar við er aðgætandi, að þessir milliliðir fá ekki leyfin í sínu ríafni heldur þeirra manna, sem þeir starfa fyrir og taka ómakið áf að sitja í biðstofum eða standa í biðröð- um eða útfylla eyðublöð þess opinbera. Það er viðurkennt í Englandi,-að ríkisafskiptin sjeu orðin svo víðtæk, að eðlilegt sje, að menn, sem hafa störf- um að sinna noti slíka milli- . liði til að spara sjer tíma og tafir í bardaganum við skrif- stofubákn þess opinbera. En þótt starfsemi milliliðanna sje ekki talin ólögleg, er lögð á- hersla á það í Englandi að sú staðreynd, að slíkir milliliðir skuli vera til, sýni áþreifan- lega, að afskipti hins opinbera sjeu nú komin á það stig, að stefní sje í óefni og að brýn nauðsyn sje á því að draga úr ríkisafskiptunum og skrif- finnsku þess opinhera. Almenningi í Bretlandi komu á óvart þær uppljóstranir, sem leiddu af mútu-rjettarhöldun’- um. Það var ekki eingöngu, að það snerti menn illa, að svo háttsettur maður sem aðstoðar- viðskiptamálaráðherrann er, skyldi flækjast í slíkt mál, hitt vakti engu minni blöskrun, manna á milli, þegar ljóst var, að ríkisafskiptin væru orðin svo mögnuð, að hópur manna lifði á því einu að snapa eftir hinum og öðrum leyfum frá op inberum skrifstofum. Almenn- ingur hafði alls ekki gert sjer Ijóst á hvaða stigi þessi mál voru. Opinberum nefndum fjölgar smátt og smátt, pyðu- blöðin, sem útfylla þarf, verða fleiri og fleiri, embættismönn- unum fjölgar og skrifstofum fjölgar. Það sem er leyft, er hægt og hægt takmarkað, en það sem er bannað, verður að sama skapi áberandi á fleiri og fleiri sviðum. En allt skeður' þetta á það löngum tíma, að allur almenningur áttar sig þá fyrst, þegar dómstólarnir leiða í ljós mútuþægni opinberra starfsmanna og aðrar afleiðing ar opinberrar íhlutunar, sem er komin út í öfgar. Þetta dæmi frá Englandi er fleirum lærdómríkt en þeim, sem byggja Bretlandseyjar. Ríkisefskiptin hjer á landi hafa farið hraðvaxandi síðustu tvo áratugina og hafa aldrei verið víðtækari en nú. Eitthvað svip- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.