Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. mars 1949.
MORGUNRLAÐJÐ
.5
i
58344 gastir bmu í Sjó-
maimasfofuna í levkjavík
í fyrra
JÞAÐ ER FÁTT um hárfína penna
drætti í gestabók Sjómannastof-
unnar í Tryggvagötu 6. Það er
meira þarna af þungum og held-
ur klunnalegum og jafnvel
klaufalegum rithandarsýnis-
hornum — hrjúfum pennadrátt-
um en djarfmannlegum, sem
sjómannahendur hafa dregið
með gömlum penna á gamalli
pennastöng. Það vill bregða fyr-
ir blekklessum á síðunum í
gestabókinni, og einkennilegt er
það, hvað sum nöfnin eins og
eigi í erjum við nágranna sína:
þau bjdta sjer milli línanna og
gera innrás á eignarsvæði nafn-
anna fyrir ofan og neðan, skjóta
stafkrókum í allar áttir og hika
ekki við hinar óttalegustu upp-
hafsstafasveiflur, þótt þær
sveiflur kunni að kaffæra og
kæfa þau nöfnin, sem næst
liggja.
Þarna í gestabókinni eru inn-
lend nöfn og útlpnd, nöfn að
vestan og norðan og austan og
sunnan, og nöfn frá fjarlægum
löndum og heimsálfum. Og
þarna er kynstrin öll af skfpa-
heitum, útlenaum og hjerlend-
um.
sf
£AÐ ER SKAMMT siðan Mr.
Richetts frá Gi'imsby, skipverji
á Swansea Castle, og nokkrir
fjelagar hans skrifuðu sig í
gestabókina. Nöfnin þeirra
halda hópinn. Þau eru þarna í
hnapp, líkt og einhvert þeirra
sje að segja mergjaða kvenna-
farssögu frá Bl.ackpool og viti
um kvenmannsnafn á næstu
grösum.
Mr. Richetts frá Grimsby og
f jelagar hans komu í Sjómanna-
stofuna í Reykjavík í síðaétliðn-
um mánuði. Þá var búið að starf
rækja stofuna í tæp tvö ár í nú-
verandi húsakynnuín.
■ Fyrsta eiginlega sjómanna-
stofan, sem opnuð var hjer í
bænum, tók til starfa 1923. Þá
kemur hingað Vilhelm nokkur
Rasch, starfsmaður dönsku sjó-
mannahjálparinnar, og hann er
sendur út til þess að ýta undir
stofnun sjómannastofu hjer. Ár-
angurinn af komu Rasch hins .
danska verður cá, að Knud Zim- |
sen, þáverandi borgarstjóri, boð
ar til fundar, þar sem skipuð er
sjö manna neínd, til þess að
beita sjer fyrir framgangi máls-
ins. Fyrsti formaður nefndarinn
ar var Jón Helgason biskup, en
sjálfri Sjómannastofunni, eins
og gengið var frá stofnun henn-
ar, var komið fyrir í góðum
húsakynnum þar sem nú er
verslun Björns Kristjánssonar
við Vesturgötu 4. Jóhannes Sig-
urðsson, núverandi ráðsmaður
K.F.U.M., var ráðinn forstöðu-
maður.
FYRSTU STARFSÁRIN, og raun
ar allt fram á síðustu ár, voru
það fyrst og fremst erlendir sjó-
menn, sem lögðu leið sína í Sjó-
mannastofuna. Þetta er nú
breytt. íslendingar eru í mikl-
um meirihluta þarna, enda þótt
útlendingarnir sjeu að sjálf-
sögðu jafnveikomnir og áður og
enn daglegir gestir.
Samkvæmt gestabókinni, voru
eftirtaldir útlendingar meðal
þeirra mörgu, sem heimsóttu'
Sjómannastofuna í síðastliðnum .
mánuði: Robert M. Dall, „Horsa j
foss“ (sbr. Horsa, leiguskip Eim
skipafjelagsins!); Alex Ritchie,
105 Alexandra Road, Grimsby
(s.s. Burfell); E. Hansen, s.s.
Gunhild, Kbh.; Rolf Giinter, s.s.
Haparanda, Hamborg; og Moses
Dow, b.v. Gygra.
Moses Dow, sem skrifaði fyrir
aftan nafnið sitt ,,Afrikan“, var
einn af þeim gestum Sjómanna-
stofunnar, sem hún ekki gat
veitt þær móttökur, sem æski-
legastar hefðu verið. Hann var
skipbrotsmaður — Gygra strand
aði þann 2. janúar s.l. við Bóta-
sker út af Mýrum, en allir kom-
ust af. Dow Afríkumanni var út-
vegaður dvalarstaður á Flug-
vallarhótelinu, en þangað eru
nú flestir þeir aðkomusjómenn
sendir, sem eru í vandræðum
með húsaskjól.
Sjómannastofan hjer í Reykja
vík getur ekki hýst sjómenn.
V/
SR. SIGURBJORN Á. Gíslason
sem verið hefur stjórnarformað
ur Sjómannastofunnar frá því
1931, segir, að sjer og öðrum
forystumönnum stofunnar hafi
margsinnis þótt sárt að geta
ekki skotið húsaskjóli yfir út-
lenda sjómenn, og þá fyrst og
fremst skipbrotsmenn. En
stjórn Sjómannastofunnar hafi
að sjálfsögðu mikinn áhuga á
því að stækka húsakost sinn, og
nú liggi fyrir beiðni til bæjar-
yfirvaldanna og ríkisins um að
fá til umráða hluta af bygging-
unni, sem Skipaútgerð ríkisins
hefur í hyggju að reisa við höfn
ina.
Sjómannastofan á nú um 50,-
000 krónur í húsbyggingarsjóði.
Sannleikurinn er sá, að Sjó-
mannastofan hefur lengi verið í
húsnæðisvandræðum. Þau húsa-
kynni, sem hún nú hefur til um-
ráða í Tryggvagötu 6, eru
hvergi nærri nógu stór og full-
komin, eins og best kom í jós,
þegar síldveiðárnar voru hjer
mestar.
Húsnæðisleysið er raunar ein
ástæðan fyrir því, að starfsemi
stofnunarinnar lagðist að mestu
niður í sjö ár samfleytt, eða frá
því Bretar ,,hertóku“ húsnæði
hennar í Fiskhallarhúsinu uppi
þar til hún tók til starfa á nýjan
leik í núverandi húsakynnum.
Bretarnir settust í Fiskhallarhús
næði Sjómannastofunnar
skömmu eftir að hermenn
þeirra komu hingað til lands,
bjuggu þar allramlega um sig
og komu jafrlvel vjelbyssum
fyrir á þaki hússins.
Fáein aðvörunarorð, sem mál-
uð eru á vegginn í ganginum
á fyrstu hæð í þessu húsi, eru
nú það eina, sem minnir á, að
þarna var í nokkur ár einá sjó-
mannaheimilið í höfuðstaðnum.
. Á vegginn er ritað með stór-
um. stöfum:
OBS. — KAST IKKE FYR-
STIKKER OG ANNET PAA
GULVET.
Undirskriftin, rituð með blý-
anti, er sjálfsagt til orðin eftir
„hernám“ Bretanna. Hún er:
A. Hitler.
\f
VESTMANNAEYJAR, Keflavík,
Hafnarfjörður, Isafjörður, Siglu
fjörður, , Akureyri, Húsavík,
Seyðisfjörður — að heita má
allir staðir á landinu, þar sem
kæna er send á sjó, eiga sína
fulltrúa í gestabók Sjómanna-
stofunnar. Sömuleiðis fjöldi
áiiir úfgerðarstaðir elga
sína futltrúa í gsstabók
stofunnar
skipa. Þarna úir og grúir af
skipanöfnum, stórum skipum og
smáum skipum, farþegaskipum
og togurum og fiskibátum. Þetta
er hreinasta skipaskrá, þar sem
allt er i einni bendu: Trölla-
foss og Foldin, Bjarnarey og
Surprise, Skallagrimur og
Helgafell og Elliði og Svanúr.
Sumir sjómennirnir, sem í
bókina skrifa, bregða fyrir sig
gletni. Einn kallar sig stórkaup
mann.
Bóka og blaðasafn stofunnar
er jafn fjölskrúðugt og gesta-
bókin, þótt ekki sjeu bækurnar
margar. Þarna eru kristileg rit
og leikarablöð. Islensk blöð og
dönsk blöð, norsk og ensk og
amerísk. Og bækurnar? Þær eru
íslenskar og danskar og þýskar
og enskar, franskar og jafnvel
finnskar. Æfisaga sr. Jóns Stein
grímssonar hallar sjer algerlega
vandlætinga- og reiðilaust upp
að Den rette Kærlighed. Sigl-
ingafræði Páls Halldórssonar
ber sig borginmannlega við hlið
ina á Modern Naval Strategy.
Flateyjarbók og Biskupasögur
standa vörð um Ellen et Jean.
Og íslenska útgáfan af Biblíunni
situr í bróðurlegum kærleika
með Biblíum á erlendum tung-
um.
Bækur og blöð eru gjafir ein-
staklinga og fjelaga,
sf
SJOMANNASTOFAN í Reykja-
vík er fyrst og fremst til orðin
fyrir atorku og góðan vilja nokk
urrá áhugamanna. Stjórn henn-
ar skipa: Sr. Sigurbjörn Á.
Gíslason (formaður), sr. Árni
Sigurðsson (ritari), Þorsteinn
Arnason vjelfræðingur (fjehirð
ir), Bjarni Jónsson vígslubiskup
Sigurður Halldórsson trjesmíða
meistari, Þorvarður Björnsson
hafnsögumaður og Jónas Jónas
son skipstjóri. Sr. Sigurbjörn,
sr. Árni og sr. Bjarni hafa átt
sæti í stjórninni frá byrjun.
Vinna þessara sjö manna er
sjálfboðavinna, en ,,Við fáum
kaffi á fundum“, eins og sr.
Sigurbjörn orðaði það við und-
irritaðann.
Axel Magnússon er forstöðu-
maður Sjómannastofunnar.
Sjálf stofan er lítil og í næsta
einkennilegu húsnæði. Af göt-
unni sjeð er eins og hún hafi
kastað akkerum utan í og undir
stóru og ljótu timburhúsi, leitað
í var þarna, en geti nú þaðan
I með engu móti losnað. Timbur-
húsið „situr“ ofan á húsi Sjó-
mannastofunnar, en hún teygir
sig, rislág og af veikum mætti,
út í Tryggvagötuna og í áttina
að sjónum.
- Innandyra er stofan rúmlítil
en hrein og snyrtileg. Hún er,
að undanskildu orgeli og einni
stórri biblíumynd, eins og allar
litlar kaffistofur allsstaðar á ís-
landi: ljósbrúnir veggir, grænn
dúkur á gólfi, lítil borð með
köflóttum vaxdúkum, afgreiðslu
borð beint andspænis útidvrum.
Inn af veitingasalnum er eld-
hús og skrifstofa forstöðumanns
ins, þar sem gestirnir hafa frjáls
og ótakmörkuð afnot af síma.
I litlu herbergi uppi á lofti er
lang.t borð og bekkir. Þar geta
sjómennirnir skrifað brjef sín.
Framh. á bls. 12.
fimtuður
I DAG er Guðlaugur Guðmunds-
son, bryti, fimmtíu ára. Hann er
fæddur 1. mars að Urðakoti í
Garðahreppi árið 1899.
Nýr maður með nýrri öld. Hin
nýja öld, tuttugasta öldin, sem
reynst hefur hinu islenska þjóð-
lífi svo viðburðárík, sem raun ber
vitni og sem þurfti á öllum sin-
um börnum að halda og leið eng-
an og engum slæpingjahátt. Hún
þurfti að fá nýia menn í nýjár
og áður óþekktar stöður.
Hin nýja öld var ekki neitt
fjárhagsráð, sem skipulagði áætl-
unarbúskap, miðaðan við meðal-
afkomu hvers árs. Nei, hún vakti
eldmóð í brjóstum hins uppvax-
andi fójks, sem eygði dagsbrún
hins nýja og áhrifarika tímabils.
Guðlaugur var einn af þeim, sem
varð til þess að ryðja sjer braut
á áður óþekktu starfssviði, sem
á þeim tímum þótti ekki vænleg
til mikilla sigra.
1 því sambandi kemur rnjer í
hug, það sem látinn vinur okkar,
Guðjón Jónsson, bryti, sagði
mjer, Hann sagði, að sjer hefði
ekki verið sama, þegar jafnaldr-
ar hans og kunningjar spurðu
hann að því, auðvitað í gamni,
hvort hann væri ao fara til út-
land.a til að læra að verða vihnu-
kona, þegar hann.var að.ieggja
á stað til að búa sig. undir lífs-
starf sitt, en hann Ijet ekki aftra
sjer, enda var hann vinsæll og
þjóðkunnur maður af starfi sínu.
Sama er að segja um Guðlaug,
hann sigldi ungur til Kaupmanna
hafnar og iagði stund á mat-
reiðslunám, og er mjer ku'nnugt
um, að hann er í fremstu röð
fagmanna í þeirri iðngrein, síð-
an snjeri hann sjer að verkefn-
inu.
Árið 1921 byrjaði hann að
starfa á skipum Eimskipafjelags
íslands, fyrst sem matsveinn,
sömuleiðis var hann á skipum
Skipaútgerðar rikisins, síðar gerð
ist Guðlaugur bryti hjá Eimskip
og sigldi lengi á Gullfoss og Brú-
arfoss, þar til hann hætti sigling-
um árið 1936, og hefur siðan rek-
ið sitt eigið fyrirtækji, Matstof-
una „Heitt og Kalt", hjer í bæ,
og hefur rekið það með dugnaði
og fyrirhyggju, oft við eríið skil-
yrði, en með vaxandi vinsæld-
um.
Brytastarfið veitir sjerstakt
tækifæri til a^kynnast fólki, því
allir, sem með skipi íeroast, eiga
erindj við brytann, og þarf oft
á lægni. og stillingu að halda til
þess að geta tekið cllum vin-
samlega, og helst að geta orðið
við erindum ailra. Ekki hefi jég
heyrt annars getið, en að Guð-
laugur hafi verið þessum vanda
vaxin, þvi öil þau ár, sem hann
sigldi, var hann vel virtur af und
irmönnum sínrun og öðrum skip-
verjum og einnig aí hinum fjöl-
mörgu farþeg.um, er hápn -átti
samskiþti við.
Framh. á bls. 12.
!ititiiitirrriiMiiiiuniiMittii|iiiiuiii
Kvenskór,
Kveninniskór,
Karlmann ainnisk o rj
Barnainniskór.
Skóverslunin ,
Framnesveg 2. ;
sími 3962.
heldur Glímufjelagið At-
mann í Austurbæjarníó
miðvikudaginn 2. mars,
kl. 2,30 (öskudag).
Skemmtiatriði:
1) Vikivakar og söng*
dansar, börn úr Ár-
manni undir stjorn
frú Sigríðar Valgeirs-
dóttir.
2) Glímusýning.
3) Kvikmynd af 'Fi .n-
landsferð Ármanns og-
sýningum í Stok.k-
hólmi.
4) Baldur og Korni,
skemmta.
5) Olympíukvikmynd 4
Árna Stefánsso: .^r
(Vetrarleikarnir), ,
6) Úrvalsflokkur kvenna,
sýnir undir stjórn frý-
Guðrúnar Nielsen.
Aðg'öngumiðar á kr. r ')0
fyrir börn og kr. 10,00
fyrir fullorðna, seldir' I-
bókaverslun Láruf'ar
Blöndal og ísafoldar pg.
við innganginn, ef e::ýt-
hvað verður eftir. <
Glímufjelagið Ármabb.
* '
Reykvíkingar —
Hafnfirc
alhngil'
Geri við og hreinsa ms*-'
Upplýsingar í síma 4672-
BALDUE
«S|fl )
skrifborð (útskori'ð)
sölu. Upplýsingar i
1816.
Bókaversiun
Böðvars Sigur&ss &x r r,
Hafnarfirði.
S IIIUllllllMIIIMIIIIMIIIIIIIIIIllUli:
Herbesgi
til leigu gegn húshjálp
nokkra tíma á ösg. UpR-.
lýsingar í síma 81173.
Iiöfe
óskar eftir 1—2 htrbe.-gj
um og eldhúsi, eða eihiun
arplássi nú þega". Hv.s-
hjálp kemur til greina
Einnig ráðskonustaða. —
Tilboð, merkt: „Sírax —
218", sendist blaðinu :!. r-
ir fimmtudagskvöid.
r
i