Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 14
14
MORGTJISBLAÐIÐ
Þrlðjudagnr 1. mars 1949.
'n'
Framhaldssagan 17
HESPER
imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.tiiiiiiii’ifiiimiiiui'iiiiiiiiMiiitiiiHi
Hann hló við, sneri sjer frá
og fór að tína upp teikniáhöld-
in. „Má jeg sjá teikninguna“,
sagði hún þegar hún var kom-
in í skóna. Hann lyfti upp á-
breiðunni og sýndi henni teikn
inguna. Hún starði á hana
bæði undrandi og vonsvikin.
Þetta var að vísu mynd af
kvenmanni, en sköpulagið var
ekki rjett, ekkert nema mjaðm
ir og brjóst og rjúkandi hár.
En sjórinn var líkur í laginu,
svo að það var erfitt að greina
konuna frá öldunum. Og hann
'íiaföi teiknað hana með bera
fætur.
„Líkar þjer nú ekki?“ sagði
hann og setti ábreiðuna yfir
aftur. En hún sá að það skipti
hann ekki nokkru málj hvort
henni líkaði myndin eða ekki.
Hún varð særð og henni fanst
aítur hann hafa andúð á sjer.
„Jæja, jeg verð að fara“,
sagði hún dauf í bragði. „Ver-
ið þjer sælir“.
„Bíddu“. Hún leit upp og nú
sá hún aftur breytingu í svip
hans. Á meðan hann hafði ver-
ið að teikna, var eins og hann
hefði vafið sig inn í einhvern
hjúp. En nú varð hann aftur
vingjarnlegur og brosti til henn
ar, svo hún fór aftur að kunna
við sig.
„Heyrðu, Hesper“, sagði
hann og lagði höndina á hand-
legg hennar. „Þú heitir Hes-
per, er það ekki? Jeg heiti Ev-
an Redlake. Nei, kjóllinn þinn
er ennþá blautur. Hvað jeg get
verið hugsunarlaus. Hjerna“.
Hann opnaði rauða tösku og
tók upp litla vínflösku.
„Fáðu þjer sopa“.
Hún hlýddi. Vínið var ramt
á bragðið og hún gretti sig.
Ekki mundi mamma hennar
veita svona vín í veitingastof-
unni. Hann lauk sjálfur við
það sem eftir var í flöskunni
og fleygði henni svo langt út
í sjóinn. „Komdu nú. Nú skul-
um við hlaupa, svo að þjer
hitni“. Harín lagði annan hand
legginn um mitti hennar.
„Ö, sleptu mjer“, hrópaði
hún. En hann gaf því engan
gaum, og þau hlupu bæði hlið
við hlið eftir fjörunni og í gegn
um lágvaxið kjarrið.
Hann nam loks staðar þegar
þau komu á stíginn. sem lá
niður að ferjustaðnum. Hesper
var hlæjandi og hjartað barð-
ist um í brjósti hennar. Henni
var orðið sama þó að hann
hjeldi utan um mitti hennar.
„Nú ertu vöknuð til lífsins1-,
sagði Evan. Hann lagði hönd-
ina við hnakka hennar og kysti
hana á munninn.
Hesper stóð á öndinni. Hún
ýtti honum frá sjer með báð-
um höndum, en þá var hann
búinn að sleppa henni.
„Þú ert vanþakklát“, sagði
hann. „Hesper, það þarf að
kenna þjer ýmislegt. Þú ert
falleg og þú ert sterk og þú
átt ábyggilega til ástúð, en þú
veizt það ekki sjálf. Eða að
minsta kosti lætur þú eins og
vitir það ekki. Hvað ertu ann-
ars gömul?“
„Tuttugu og fjögurra ára“,
sagði hún, sneri sjer undan og ;
lagði af stað niður stiginn.
Hana langaði mest til að fara <
Eítir Anya Seton
■iiitiiiiiiiiiiiniimniiiiiiniiiiiiiitniimiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiliniiiiiimniiiiiliiiliiiiiiiiiniiiiiiiniimiimmiiiiiiiiiinl
að gráta. Hann kom á eftir
henni.
„Þá ertu fullorðin kona“,
sagði hann. „Og þá átt þú að
hegða þer eftir því“.
„Þú ert enginn maður til að
kenna mjer eitt eða neitt“,
sagði hún og hraðaði göngunni.
Evan svaraði ekki. Þau gengu
j þegjandi áfram.
j „Mundir þú vita um nokk-
j urn stað í bænum, þar sem jeg
gæti fengið gistingu“, sagði
(hann skyndilega. „Jeg mundi
i helst þurfa að vera þar nokkra
daga“.
Já. hugsaði -Hesper æst, hjá
Martin Ham, eða í Marblehead
Hótel, eða. ...
..Hesper ....“, sagði hann
vingjarnlega og lagði aftur
höndina á handlegg hennar. —
í Hún fann hitann leggja upp
handlegginn og leit snöggvast
Íút undan á hönd hans.
..Við höfum veitingahús“,
sagði hún. „Jeg býst við að
mamma mundi geta leigt þjer
herbergi í nokkra daga“.
j ,.Ágætt“, sagði hann.
Evan Redlake vissi strax og
hann kom til Marblehead, að
' hjer hafði hann fundið það,
sem hann var að leita að. Hann
fyrirleit málara, sem kölluðu
sig listamenn, og máluðu inn-
antóma stælingu á raunveru-
leikanum, en þó með sterkari
og skærari litúm. Þetta voru
þó málarar, sem mest voru dáð
ir af almenningi. Hann var að
leita að einhverri nýrri aðferð
til að koma því á ljereftið, sem
gerðist innra með honum. Gagn
rýnendurnir í New York höfðu
farið slæmum orðum um síð-
ustu myndir hans, en hann var
orðinn því svo vanur. „Ofboðs-
legar listasamsetningar“, sögðu
þeir og „óskiljanleg skæling á
r aunver uleikanum“.
Hann hafði lagt af stað í
leiðangur norður um Nýja-Eng
land og komið loks til Marble-
head. Þar var úfinn sjór, tign-
arlegur og ólgandi og þar var
auðn jafnt sem gróður. Og þeg-
ar hann fyrst sá Hesper leika
sjer í öldunum, sá hann strax,
að hún mundi geta hjálpað hon
um að túlka það sem hann var
að leita að. Þennan fyrsta dag
hafði hann ekki fundið neina
löngun hjá ser til að sýna
henni ástleitni. Eins og allar,
eða flestar, konur, var hún hlje
dræg og þvinguð í fasi og það
spilti strax dálítið þessum
fyrstu góðu áhrifum. Fötin
klæddu hana ekki og þegar hún
var búin að troða öllu hárinu
í netiðj fanst honum yndisþokki
hennar hverfa og hún sjálf
verða jafnvel fráhrindandi.
Hafmeyjan tignarlega hvarf,
en af hyggjuviti sínu, sem
aldrei brást honum þegar um
var að ræða eitthvað í sam-
bandi við list hans, vissi hann
það, að hann þurfti að gefa
henni eitthvað af sjálfum sjer,
til þess að vinna aftur fyrstu
áhrifin.
Fvrstu nóttina sem hann
dvaldist í veitingahúsinu „Arin
inn og Örninn", sá hann hverja
myndina af annari fyrir hug-
skotssjónum sínum- Hann sá
fyrir sjer skolgræna, ólgandi
öldu æða upp í flæðarmálið og
Hesper liggjandi fyrir framan.
Hann sá hanna fyrir sjer stand
andi í fjörunni. lotna í herð-
um ,en höfuðið teygt hátt,
| skimandi út í sjóndeildarhring
inn með þolinmæðissvip, sem
einkendi allar s.jómannskonur.
j Ei’nhverntímann ætlaði hann að
mála bara sjóinn, en ekki strax.
' Hann var andvaka vegna hug-
aræsings.
Hesper gat heldur ekki sof-
ið. Hún lifði upp aftur alt það,
sem skeð hafði um daginn. Þó
að sumt af því væri síður en
| svo ánægjulegt. þá hafði hún
þó komist í geðshræringu hvað
eftir annað og henni var fró-
I un í því. Alt var betra en til-
breytingarleysi síðustu ára.
j Hann hafði talað um að dvelj
ast nokkra daga í veitingahús-
inu, ef Hesper vildi sitja fyrir,
og hann hafði látið mótbárur
Susan eins og vind um eyru
þjóta. Hann hafði líka fengið
óvæntan fylgjanda síns máls,
þar sem var Roger Honeywood
faðir Hesper.
„Lofaðu stúlkunni að fara,
góða mín“, hafði hann sagt.
„Sjávarloftið hressir hana. Þú
hlýtur að geta fengið einhvern
til að hjálpa þjer hjer heima“.
Og þannig leið sumarið. Hes
per sat fyrir á hverjum degi
við Castle Rock. Þegar hann
var að mála, varð svipur hans
harður og kuldalegur, og
klukkutímum saman, hvorki sá
hann nje heyrði neitt, nema það
sem við.vjek málverkinu. En
Hesper var ánægð, því að í ljósa
skiptunum hætti hann að mála,
og á heimleiðinni fanst hún
eiga í honum hvert bein. Hann
talaði lítið um sjálfan sig, af
þeirri einföldu ástæðu að hon-
um fanst það ekki skemtilegt.
En hann spurði hana um margt
viðvíkjandi henni og honum
þótti gaman að sögum um fólk-
ið í Marblehead. Hann hlustaði
ákafur á það sem Roger gat
sagt honum um gamla húsið og
sjö liði Honeywood-ættarinn-
ar, sem höfðu lifað og hrærst
í því. Og hann reyndi að toga
upp úr Susan þær sögur af
sjómönnunum, sem hún kunni.
„Jeg skil ekki hvað þjer þyk
ir gaman að þessum gömlu sög
um“, sagði Hesper einu sinni,
þegar þau voru á leiðinni yfir
nesið að bátnum. „Þetta er alt
löngu liðið“.
Evan tók óvenju vel eftir
þessari athugasemd hennar.
„Það er vegna þess að fortíð-
in geymir svo mikil auðævi.
Og sögurnar túlka staðarhætt-
ina. Jeg þarf að eienast sögurn
ar til þess að myndirnar verði
góðar“.
,.Nú, já, myndirnar“, sagði
hún. En jeg, jeg er líka á mynd
unum. Hún fann til sársauka
og ánægjan hvarf úr huga henn
ar. Síðan fyrsta daginn hafði
hann ekki reynt að kyssa hana
aftur. Næstu daga hafði hún
verið vör um sig og síðan hafði
henni ljett. Nú var ljettirinn
horfinn og eirðarleysi komið í
staðinn.
Evan leit á hana. „Við skul
um setjast niður augnablik“.
Hann benti á viðardrumb við
stíeinn og þau settust á hann.
Hann lagði höndina um mitti
Fólkið í Rósalimdi
Eftir LAURA FITTINGHOFF
20. T
veit, hvað hún átti við, — að það væri of lítið, að eiga einn
sparikjól, þessvegna hló hún, ótugtin. Jeg get ekki þolað
hana, — jeg vildi að hún væri hálshöggvin, svo að hún
dæi.
Og Matta hjelt áfram: — Bara að Prestseturstuddinn
stangi hana, svo að við verðum laus við hana, — því að
hún hefir eyðilagt allt fyrir okkur, allt frá því hún steig
fyrst fæti sínum inn fyrir þröskuldinn. Hjer var orðið svo
snyrtilegt og skemmtilegt, alveg eins og það væri í kon-
ungshöll, en í dag er allt orðið svo fátæklegt og lítið. — Og
mamma, vesalings mamma, hvað hún var fátæklega klædd.
Og Matta hjelt áfram að gráta.
Pjetur kom nú inn í eldhúsið og var með vatnsskál og
klút. —
— Leyfist mjer að þvo þjer í framan, sagði hann rr^ð
uppgerðar virðuleik. — Mamma var að biðja um að fá
teið sem fyrst inn í stofu, og þú ert buin að gleyma, að
þú mátt ekki gráta, þegar þú ert í þessum kjól. Þú veist
að hann upplitast af því. Og svo líturðu núna út alveg
eins og málari hefði verið að lita þig alla rauðröndótta í
framan.
— Gættu þín, Pjetur, hrópaði Matta og var orðin ösku-
reið. Hún stóð upp og horfði svo reiðilega á Pjetur, að hanxi
ljet sig falla aftur á bak á gólfið og lá þar grafkyrr.
Matta fór að hella vatni á teketilinn og virtist. láta sjer
standa á sama, þó Pjetur lægi á gólfinu, svo að hann varð
leiður á því og stóð upp.
— Þetta var hræðilegt, sagði hann. l>ú ætlar einhvern-
tíma að lífláta mig með augnaráðinu. Ja, elding verður að-
eins sem lítið kertaljós samanborið við blossann í augum
þínum. Líttu bara á mig. Jeg er orðinn svo stífur í fót-
unum, að jeg get varla gengið.
Hann fór að hökta á gólfinu, líkast því sem hann væri
kripplingur, glennti út fingurna og hafði fótleggina stífa
TnohqumAa,!
jyruj
— Þjer viljið nú ekki gera
svo vel og segja mjer, hvar
jeg finn úrsmið hjer í borginni.
★
Ungir bilstjórar
Lögreglan í Ottawa handtók
nýlega óvenjulega bílþjófa. —
Það voru tveir drengir, annar
12, en hinn 13 ára. Þeir voru
báðir mjög litlir vexti og undr-
uðust menn mjög, hvernig
þeim hefur tekist á aka bíln-
um. En þeir hjálpuðust að við
það. Annar þeirra settist við
stýrið og ók bílnum, en hinn
stóð uppi í sætinu hjá honum
og sagði honum til, þegar hann
ætti að beygja, stanza o.s.frv-
★
Kútur: — Pabbi er mjög
reikull í skoðunum. Hann er
altaf á sama máli og mamma
hve oft sem hún skiptir um
skoðun.
★
Rakvjelablað og terta
Henri Paquis í Toulon, sem
er 73 ára gamall, hefur kært
einn bakara borgarinnar fyrir
morðtilraun við konu sína
(Paquis), sem er aðeins 21 ára
gömul.
| Henri Paquis hafði boðið
nokkrum vinum sínum í 21 árs
afmælisveislu konu sinnar og
í tilefni þess fengið afmælis-
1 tertu hjá umræddum bakara.
Þegar konan hafði stungið
fyrsta bita tertunnar upp í sig,
fór að blæða út munni hennar.
Við nánaii athugun kom í ljós,
að rakyjelablað var í tertunni.
Dönsk matarlyst —
í blaðinu „Fyns Tidend" er
birt eftirfárandi klausa- um
danska matarlyst:
Nokkrir Danir voru á ferða-
lagi á skíðum í Noregi. Þegar
'þeir voru komnir upp á hæsta
tindinn, sem var þar í ná-
grenninu stanzaði norski fylgd
armaður þeirra og benti þeim
á landið, sem lá fyrir fótum
þeirra. Dáðust þeir mjög að
þeirri fegurð, sem fyrir augun
bar.
Þegar þeir voru komnir nið-
ur aftur, spurði fylgdarmaður-
inn:
—- Eruð þið virkilega allir
Danir?
Danimir sögðu að svo væri.
Þá sagði Norðmaðurinn: Það
er undarlegt. Jeg hefi oft farið
með dönskum skíðamönnum
hingað upp áður. Það fyrsta,
sem þeir hafa alltaf sagt er:
„Ó, nú gæti jeg jetið heilan
grís“.