Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 12
12 MORGUNRLAÐIÐ Þriðjuclagur 1. mars 1949. ■ Fimiupr Fra/rih. af bls. 5. Og veit jeg, að það verða tnarg ir, sem eiga erindi við hann í dag, á hinu smekklega heimili hans að Oldugötu 7 til þess að þrýsta hönd hans. með þakkæti fyrir gamalt og gott, og óska hon um til hamingju með framtíðina. F. J. Framh. af bls. 1 gagnstæða. Þetta kom mjer á óvænt og vakti fögnuð minn“. Ber saman Vert er að vekja athygli á því, að vitnisburður þessa manns _ er í algeru samræmi við það, sem á undan hefur far ið í þessum furðulegu „rjettar- höldum“. Hinir sakfelldu hafa fyrst og fremst gert tvennt, þegar röðin hefur komið að þeim fyrir rjettinum: 1) játað á sig allar sakir og 2) lýst því yfir, hversu góðri meðferð þeir hafi sætt í fangelsinu. Danir Framh af bls. 1 „Við látum ekki hræða okkur“ í ræðu, sem Hans Hedtoffc forsætisráðherra, flutti á mið • stjórnarfundi Alþýðuflokksins, sagði hann meðal annars, að Danir yrðu nú að velja á milli einangrunar eða þess að rann- saka möguleikana á samvinnu við aðrar lýðræðisþjóðir. Eng- inn flokkur, sagði ráðherrann, sem telur sig hafa ábyrgðar- hlutverki að gegna, getur látið Danmörku standa eina og ein- angraða og byggt öryggi lands- ins á Sameinuðu Þjóðunum, sem þegar hafa glatað nokkru af því trausti, sem þjóðirnar báru til þeirra. „Við látum ekki ógn- anir aftra okkur frá að gera það, sem við álítum rjett. Við óskum aðeins eftir friði og frelsi og munum ekki taka þátt í ofbeldispólitík.“ Yfirguæfandi meirihluti Það er nú sýnt, að yfirgnæf- andi meirihluti danskra þing- manna er hlyntur því, að stjórn in athugi möguleikana á þátt- töku Danmerkur í Atlantshafs- bandalaginu. Alþýðuflokkur- inn, íhaldsmenn og vinstri- flokkurinn hafa þegar tekið sjer stöðu með bandalagsstofnun- inni, radikalar hafa málið enn til athugur.ar, en aðeins komm- únistar eru í algerri andstöðu. — Páll. — Meðal annara orða Frh. af bls. 8. einveldisaðferðum, í stað þess að þoka fyrir öðrum stefnum. „Astandið meðal margra verkamanna í Ítalíu er ákaflega slæmt. En verkamenn þar geta þó að minsta kosti ákveðið það sjálfir, hvort þeir vinna að landbúnaði eða verksmiðju- störfum, og þá í hverskonar verksmiðjum. • • MIKIL ÓLGA ,,í RÚSSLANDI njóta þeir ekki i þessa frelsis. Og nú er svo kom j ið, að mikla ólgu er að finna meðal rússnesks alþýðufólks. I ..Hermennirnir, sem verið hafa í Þyskalandi, Austurríki, og öðrum löndum austan járn- I tjaldsins, hafa sjeð það með I eigin augum, hvað verkalýður annara þjóða býr við önnur kjör en sá rússneski. I „Jeg er þeirrar skoðunar, að kommúnistaflokkar Vestur- Evrópu muni einnig fyr eða síð ar segja slitið sambandi sínu j við Rússa, þegar þeir gera sjer Ijóst, hversu afstaða þeirra er orðin óbærileg. Að því hlýtur að koma, að kommúnistaflokk- arnir utan Rýsslands sjái sig tilneydda að hætta að koma fram sem agentar Rússa og að láta þá skipuleggja alla stefnu skrá sína“. Éa oa Síina- r r H nia a a Skýrsla bóksala. - Minningarorð- (Framh. af bls. 2) teinn og Pjetur voru í blóma lífsins. Foreldrarnir Júlíana og Jón Árnason unnu sínum glæsi- legu sonum mikið og spöruðu hvorki fje nje krafta til að menta þá sem best. Móðurástin ríkti þar í sinni fegurstu mynd og hún var endurgoldin af þeim bræðr- um með sjerstakri umhyggju og ástúð allt til síðasta dags. Við K.R.-ingar færum nú bróð- ur, hans, sem við einnig eigum svo mikið að þakka, okkar inni- legustu samúð, þegar hann nú kveður kæran bróðir. En minninguna um okkar fyrsta formann geymum við í þakklátum hjörtum. E. Ó. P. StJL vana afgreiðslustörfum vantar strax í matvöru- búð við Langholtsveg. Uppl. í skrifstofu VEGNA skýrslu formanns Fjárhagsráðs um innflutning á bókum og tímaritum á árinu 1948, vilja bóksalar taka þetta fram: Eftirtaldir bóksalar hafa fengið þau leyfi á árinu 1948, sem nú skal greina: 1. Bóksalar á Akureyri: Bóka- verslun Gunnlaugs Tr. Jóns- sonar, Bókaverslun Þorsteins Thorlaciusar, Bókaverslunin Edda, Bókabúð Akureyrar, Bókabúð Rikku, á Akranesi: Andrjes Nielsson, í Hafnar- firði: V. Long, Verslun Þor- valdar Bjarnasonar og Bóka- verslun Böðvars Sigurðssonar, á Siglufirði: Lárus J. Blöndal, í Vestmannaeyjum: Þorsteinn Johnson. Gjaldeyris- ög innflutnings- lpyfi kr. 48,785,00. Þar af notað til greiðslu á eldri skuldum kr. 11,130,00. 2. Bókaverslanir í Reykja- vík: Bókabúð Æskunnar, Sig- fús Eymundsson, Lárus Blön- dal, ísafold, Bragi Brynjólfs- son, Bókaverslun Kristjáns Kristjánsonar, Bókastöð Eim- reiðarinnar, Mál og menning og Bókaverslun Lauganes. Gjaldeyris- og innflutnings- leyfi kr. 306,605,00. Þar af notað til greiðslu á eldri skuldum kr. 217,370,00, enda voru sum þessara leyfa þannig, að þau heimiluðu ekki innflutning, heldur aðeins greiðslu á eldri skuldum. Af þessu má sjá, að á árinu 1948 hafa ofangreindir bóksal- ar aðeins getað flutt inn bæk- ur og tímarit fyrir kr. 137,321, 00. En til greiðslu á eldri skuld um hafa þær notað kr. 237,753, 85. En Landsbókasafnið, Há- skólinn og kennsludeildir í Há: skólanum hafa samkvænr>+ upp lýsingum frá þeim stofnunurr fengið á árinu innílutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir um kr. 70,000,00. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands voru á árinu 1948 fluttar inn erlendar bæk- ur og blöð og tímarit ásamt einhverju af gömlum bókum frá Ameríku og enskum barna bókum fyrir samtals kr. 418, 366,00. Af ofangreindu má því sjá, að allir ofantaldir bóksalar hafa á árinu 1948 flutt inn bækur, blöð og tímarit fyrir tæpar eitthundrað og fjörutíu þúsund krónur. Hagstofan íel- ur að allur innflutningurinn hafi verið röskar fjögurhundr- uð þúsund krónur. Formaður fjárhagsráðs segir innflutning- inn eina milljón og tvö hundr- uð þúsund krónur. Hvað hefur orðið um mismuninn? Fyrir hönd ofangreindra bóksala, Gunnar Einarsson. Formaður Bóksalafjelags Islands. -í Samninpr fókus! á síðusfu stundu LAUST fyrir miðnætti í nótt, tókust samningar milli Mjólk- urfræðingafjelags íslands ann- arsvegar og Mjólkursamsöl- unnar og mjólkurbúanna á Sel fossi, í Borgarnesi og í Hafnar- firði hinsvegar. — Undiritun samninganna fór fram í gær- kvöldi. Mjólkurfræðingafjel. hafði boðað til verkfalls við fyrnefnd mjólkurbú á miðnætti í nótt er leið, ef samningar hefðu ekki tekist. Bandaríkjaher. WASHINGTON — Bandaríkja- menn hafa í hyggju að hafa jafn fjölmennan her utan landamæra sinna í ár og s.. ár. I 3ja hellna | Refmagns- i til sölu í Efstasundi 23. iiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimniiiiiiiiiiiiimiiiuiiii AUGLÝ SltVG ER GULLS IGILDI h iiiiiiimmi immiiiiiiiiiimmmm immimiiiiimiiiumiimmmimiimmmiitiifi*iiiiiiiiiiiiiiiiiirmiiiti7iiiiiiiiiiiiMiiiiii'iiiiiiiiimmiimiimiii9iriiniiiisiiaiiiiitiiiiiitmininiliiiiiiiiimcsiiiiii9i:iiiiiiiiiiiiiiiiiiP > Markús Eftir Ed Dodd iimiimmimmimmmmmmmmmmmmmmmiii iBimiiiiiiiiiiiiiiiiimjioNiiiiiiimiiigiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiii Frh. af bls. 5. EN I ÞETTA litla húsnæði og á þeim skamma tíma, sem Sjó- mannastofan hefur verið í því, hafa þúsundir gesta komið. Gest koman hefur vægast sagt verið ótrúlega mikil. 1 frjettatilkynn- ingu til blaðanna í janúar s. 1., eru meðal annars gefnar eftir- farandi upplýsingar: „Arið 1948 hafa alls 58,344 gestir komið í Sjómannastof- una, eða notið aðstoðar hennar og veitinga. ... Pappír og rit- föng fengu gestirnir eftir þörf- um endurgjaldslaust, og hafa 1230 manns notfært sjer það og brjef þeirra verið send. Annast var um móttöku 1965 brjefa, póstbögla og símskeyta... . Pen- ingar, fatnaður og ýmsir munir hafa verið teknir til geymslu og ávísunum skipt. . .. Slasaðir og veikir sjómenn aðstoðaðir til læknis. ...“ Ef til vill er það meginorsök þessarar miklu aðsóknar, að for- stöðumaður Sjómannastofunnar hefur gert sjer far um að hafa sem mest frjálsræði innan veggja hennar, Hann hefur kom ist að raun um, að slíkt er ákaf lega vel framkvæmanlegt. Hann segir: „Við reynum að forðast allar Jiömlur og skyldur. Menn. geta komið og farið eins og þeim best hentar og hjer er enginn skyld- ugur að kaupa nokkurn hlut, þótt við reynum að hafa á boð- stólum ódýrari veitingar en ann arsstaðar. — Og hjer er sjer- staklega góð umgengni. .. .“ sí THEN THERE'S CHERRV...HAD VOU THOUGHT ABOUT HER? — Sjáðu til, Grímur. Þú hefur alltaf ver hálflasinn í sumar. Það sen; b- þarft að gera, er að ljetta þjer upp og koma með suður í Re; kjafjöll. IW» — Við getu.m keyrt bílinn til skiptis og látið okkur líða vel. Svona tilbreyting*er góð fyrir þig. _ „»r xó jteíOt izm — Nei, Markús. Jeg get það ekki með nokkru móti. — Jú, þú getur vað víst. — Benni mun sjá um búið á með- an. — En Sirri ,hvað verður um hana? — Hvernig dettur þjer í hug, að hún komi ekki með? — A — Nú skil jeg. Jú, jeg er á þínu bandi, Markús. SJÓMANNASTOFAN efndi til jólagleði fyrir útlenda og inn- lenda aðkomusjómenn tvö und- anfarin ár. Sökum rúmleysis, var ótækt að halda veislu.rnar í húsakynnum stofunnar; fyrri jólaskemmtunin var haldin í Listamannaskálanum, og hana sat 140 manns, en hin í Ingólfs cafe í Alþýðuhúsinu, þar sem 85 gestir voru mættir. Báðar veislurnar hófust með borð- haldi, og í báðum voru ýmis skemtiatriði og jólagjöfum var útbýtt. I þessum veislum var að vísu enginn „drottningarpakki“ (Ðanadrottning sendi um mörg ár rausnarlega gjöf, sem dregið var um), en í hverjum jólabögli var stutt brjef frá gefandanum, ásamt nafni hans og heimilis- fangi. Jeg hefi fengið afrit af einu þeirra. Það var í jólabögli, sem sendandinn bað um, að einhver danskur sjómaður erlendis fengi, og það var á þessa j,eið: „Kære ukendte Sömand •— En rigtig glædelig og velsignet Jul önskes í Jesu Navn. Her er en Bog, som jeg beder Dem læse. Jeg haaber De vil synes om den. Det er en lille Hilsen fra et dansk Hjem í Vestjyiland til een af Danmarks Sönner i det Fremmede.11 Sjera Sigurbjörn, stjórnarfor maður Sjómannastofunnar, seg- ir, að undantekningarlaust þyki móttakendum jólaböglanna vænst um brjefin í þeim. Hann segir meira að segja, að sumir vilji fullyrða, að stundum verði hjónaband úr öllu saman. G. J. Á. iMiiiMiiciiiiciiiiiciiMiiiiimiimMiiimiiiiMimiiiiMiiiiiin n Nokkur stykki af 16 m. | ^m. litfilmum Kodachrome “ = til sölu — 100 feta. — | Tilboð sendist ái afgr. ; Mbl. fyrir miðvikudags- | kvöld, merkt: „Litfilmur j ___ 22’T- f I j niiimmimiiiiKitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiMiiiiriiiiifia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.