Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. mars 1949. íslensk æska vill samstarf við vestrænu lýð- ræðisþjóðirnar til verndar öryggi landsins í BOÐSBRJEFI ungra Fram- góknarmanna til þessa fundar, gerSu þeir svo grein fyrir fund- arefni, að það ætti að vera þátt- taka íslands í hernaðarbandalagi. Stjórn Heimdallar svaraði því til, sem eðlilegt var, að enginn grund völlur væri til umræðna um þátt- tökU íslands í hernaðarbanda- lagi, þar sem margt bendir til þesg, að væntanlegt Atlantshafs- bandalag verði ekki fremur hern- aðarbandalag en t. d. bandalag SÞ. Hinsvegar taldi Heimdallur sig reiðubúinn til umræðna um öry^ggismál landsins almennt, og þá j að sjálfsögðu með hliðsjon af f>eim sjerstöku aðstæðum, sem skabast hafa síðustu mánuðina vegna væntanlegra samtaka vest- rænu lýðræðisþjóðanna til varn- ar öryggi sínu. Jeg mun því i þessari ræðu minni gera grein fyrir viðhorfi ungra Sjálfstæðis- mapna til öryggismála þjóðarinn ar og þeim sjónarmiðum, er þeir byggja stefnu sina á. Hlutleysisyfirlýsingin 1918. Það er fyrst með sambands- lagasamningnum við Dani 1918, að • íslenska þjóðin fær aðstöðu til þess að marka sjer utanrík- isstefnu og koma fram gagnvart öðrum þjóðum sem fullvalda ríki. í sarnbandslagasamningnum var þó svo ákveðið, að Danir önn- uðust áfram utanríkisþjónustu landsins í umboði íslendinga, erí þeir skyldu þó tilkynna öðrum þjóðum fullveldi íslands. Með- ferð Dana á utanríkismálum ís- lendinga var þó íslensku þjóð- inni frá upphafi þyrnir í augum, enda varð reyndin sú, að almennt vaf álitið erlendis, að ísland væri enn danskt iaríd. Það er þvi ' í rauninni naumast hægt að telja fullkomið sjálfstæði íslendinga í utanrikismálum og upphaf heil- steyptrar alíslenskrar utanríkis- málastefnu ná lengra aftur en til þess tíma, er íslendingar tóku meðferð utanríkismála sinna al- gerlega í eigin hendur eftir her- nám Danmerkur. Þessa *stað- reynd virðast margir þeir, sem að undanförnu hafa verið að vitna í einhverja rótgróna stefnu í utanríkismálum íslendinga, ekki' hafa íhugað til hlýtar. í umræðunum um hugsanlega hlutdeild íslands í varnarbanda- lagi Atlantshafsríkjanna, hafa andstæðingar þeirrar þátttöku lagt megináherslu á að með því væri verið að falla frá algeru hlutleysi í deilum þjóða á milii, en þeirri stefnu hefði íslenska ríkið fylgt allt frá 1918. Hafa hinir æstustu málsvarar hlut- leysisstefnunnar jafnframt stað- hæft, að hlutleysisstefnan væri sú eina rjetta stefna, sem íslend- ingum bæri <að fylgja og brot gegn þeirri stefnu væri landiáð og svik við íslenskan málstað, sem fjelli undir hegningarákvæði íslenskra refsilaga. Þar sem hlutleysisstefnan er undírstöðuröksemdin í áróðri þeirra manna, sem berjast nú gegn því, að íslenska þjóðin geri nokkrar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi sitt umfram hlut- deild í samtökum sameinuðu þjóðanna, mun jeg fyrst víkja að því | 1) Hvort þjóðrjettarlegt hlut- leysi íslenska ríkisins sje fyrir hendi, og hvort íslenska þjóðin hafi sýnt vilja til hlutleysis, eftir að hún tók utanríkismál sin að öllu leyti í sínar hendur, — og | 2) Hvort hlutleysisstefnan er líkleg til þess að tryggja öryggi. Ræða Magnúsar Jónssonar á æskulýðsfundinum þjóðarinnar, eins og nú er ástatt í heiminum. Formælendur hlutleysisstefn- unnar hafa jafnan vitnað í sam- bandslagasáttmálann frá 1918 máli sínu til stuðnings. Þar segir svo, að Danir skuli tilkynna öðr- um þjóðum ævarandi hlutleysi íslands í ófriði. Mörgum virðist hafa sjest yfir það atriði, sem nauðsynlegt er til rjetts skiinings á lögum eða yíirlýsingum, en það eru þær forsendur, sem ver- ið hafa að yfirlýsingu þeirri. Sjeu athuguð ummæli ýmissa þeirra forustumanna á þingi, sem stóðu að samþykki þessa ákvæðis, verður Ijóst, að ákvæðið um hlutleysið er fyrst og fremst sett til þess „að girða íyrir það, að ísland geti vafist inn í hcims- styrjöldina miklu, er nú geisar“, eins og Bjarni frá Vogi komst að ^ orði við umræður um sambands- i lögin. Önnur ummæli hans og | fleiri þingmanna sýna einnig, að i þeir hafa ekki ætlað sjer að jmarka utanríkisstefnu þjóðarinn- j ar fyrir alla framtíð. Bjarni frá iVogi segir síðar í sömu ræðu: j,,.... En jeg á eftir að geta um eitt. Það er rjetturinn til að á- kveða stríð og frið (Jus belli ac ' pacis). Hann er sýndur og sann- aður í 19. gr. Því að hversu . myndi nokkurt ríki lýsa yfir æv- arandi hlutleysi sínu, ef það hefði ' ekki rjett til þess að ákveða stríð * og frið“. Þessi ummæli og önn- ur sanna það ótvírætt, að hin á- kveðna hlutleysisyfirlýsing 1918 er fyrst og fremst sett í sambands j lögin til þess að taka af öll tví- mæli um það að íslenska þjóðin telji sjer með öllu óviðkomandi þær deilur, sem hinn samnings- aðilinn kunni að lenda í við aðr- . ar þjóðir. Það er enda augljost t mál, að þingið eða þjóðín í heild hefir enga aðild til þess að skuld- binda þjóðina til aðgerða eða aðgerðaleysis um alla framtíð hennar. Þá er einnig í þessu sam | bandi nauðsynlegt að hafa það i huga, að hlutleysisyfirlýsing er ekki að þjóðarjetti skuldbind- andi fyrir aðrar þjóðir en þær, sem samþykkt hafa hlutleysisyf- irlýsinguna og lofað að virða hana. Þeirrar viðurkenningar mun aldrei hafa verið aflað. Er því hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 aðeins viljayfirlýsing ís- lensku þjóðarinnar en engin trygging fyrir öryggi landsins, þar eð aðrar þjóðir hafa ekki við- urkennt það. Má til samanburð- ar geta þess, að hlutleysi Sviss var ákveðið á Vínarfundinum og lofuðu.hlutaðeigandi þjóðir að virða það. | En þá er komið að þeirri spurn ingu, hvort íslenska ríkið og þjóð- in almennt hafi að sinu leyti sýnt vilja til hlutleysis og upp- fyllt þau skilyrði, sem gerð eru til hlutlausrar þjóðar. Jeg vil taka það fram strax, að jeg mun hjer einskorða mig við hlutleysi í athöfnum en ekki skoðunum, því að þjóð mun tal- ín geta verið hlutlaus í deilum þjóða í milli, þótt hún hafi al- mennt samúð með öðrum aðil- anum. En þjóðarjettarlega munu þær kröfur gerðar til hlutlausr- ar þjóðar, að hún í átökum milli þjóða veitti öðrum aðilanum hvorki hernaðarlega nje við- Magnús Jónsson. skiptalega beina eða óbeina að- stoð umfram hinn. Jafnframt mun ætlast til þess, að þjóðin hafi þánn varnarmátt, að hún geti hindrað vissar yfirtroðslur. Þótt því hafi að vonum oft verið yfirlýst, að íslenska þjóð- in hefði ekki aðstöðu til hern- aðarþátttöku, er samt ráð fyrir því gert í stjórnarskránni, 75. grein, að sjerhver vopnfær mað- ur kunni að verða skyldaður til að taka þátt í vörnum landsins. Stríðir það auðvitað ekki gegn hlutleysisyfirlýsingu, en bendir þó til þess, að gert hafi verið ráð fyrir landvörnum, en ef svo ber að líta á þetta ákvæði virð- ist hlutdeild landsins í varnar- bandalagi ekki eins fjarstæð og ýmsir telja. Kommúnistar vildu fyrstir rjúfa hiutleysíð. Allt fram að síðustu styrjöld mun án efa mega telja íslensku þjóðina almennt hafa sýnt vilja til hlutleysis í deilumálum þjóða í millum og hafa framfylgt hlut- leysisskyldurn sínum, enda var það næsta auðvelt, þar sem frið- ur var þá ríkjandi milli þeirra þjóða, sem umhverfis oss búa. Er sjerstaklega vert að veita því athygli, að ein meginorsök þess, að ísland gekk ekki í Þjóðabanda lagið gamla var sú, að það var ekki talið geta samrýmst hlut- leysi landsins. Einu mennirnir hjer á landi, sem þá unnu gegn hlutleysi landsins voru komm- únistar, eftir að nasistar náðu völdum í Þýskalandi. Hvöttu þeir til þess að hætta öll- um viðskiptum við Þýskaland og gerðu jafnvel aðsúg að þýsk- um ræðismönnum hjer á landi. Ilefði án efa verið litið á þetta atferli sem fullkomið brot á yf- irlýstu hlutleysi, ef menn hefðu verið hjer að verki, sem mark hefði verið á tekið. í Spánar- styrjöldinni var sömu sögu að segja. Þá vildu kommúnistar óð- ir og uppvægir eiga hlutdeild í viðskiptalegum reísiaðerðum gagnvart Franco og hvöttu til ráðstafana til að hindra innflutn- ing til og frá Spáni. Án þess að leggja nokkurn dóm á rjettmæti þessarar andstöðu, er það aug- j ljóst, að þessar ráðstafanir hefðu strítt gegn yfirlýstri hlutleysis- j afstöðu íslendinga. En það er fyrst í nýafstaðinni J heiinsstyrjöld, sem reynir á trún- j að íslendinga við hlutleysið. Þeg- ar breski herinn hertók landið var því mótmælt í anda hlut- leysisins, en samt tekið á móti diplomatiskum sendimanni frá hernámsþjóðinni. Þegar hervarn- arsamningurinn við Bandaríkin var gerður vorið 1941, var það talið heppilegra með skírskotun til hlutleysis landsins, þar sem Bandaríkin voru ekki stríðsaðili, og gátu því talist vera að verja hlutleysi landsins. Á pappírnum var þetta ekki andstætt yfirlýstu hlutleysi, en allir vissu þó, að þetta var mikilvæg ráðstöfun í þágu Bandamanna. Kommúnist- arnir íslensku voru að sjálfsögðu á móti þessum samningi, enda voru þeir Hitler og Stalin þá vinir. En þótt ráðstafanir ís- lenskra stjórnarvalda til þess tíma hafi getað talist samrýman- legar hlutleysi á pappírnum, þá er ótvírætt frá hlutleysinu horf- ið þegar Bandaríkin gerast hern- aðaraðili og íslensk stjórnarvöld gera engar kröfur til brottfarar hersins eða bera fram nein form- leg mótmæli. Er enda vitanlegt, að allt frá upphafi stríðs var samúð alls þorra þjóðarinnar með málstað bandamanna í styrjöld- inni og aldrei litið á þá sem fjandmenn. Engin tilraun var gerð til þess að uppfylla það skilyrði fyrir raunverulegu, hlut- leysi að selja báðurn stríðsaðil- um jafnt nauðsynjar, heldur má segja, að bandamenn hafi þegar í upphafi hlotið alla þá aðstoð sem þjóðin gat.veitt. Að vísu er rangt að halda því fram, að ekki hafi verið uppi neinar raddir, er heimtuðu hlutleysi. Nokkru áður en ísland var hernumið, eða nán- ar 28. jan. 1940, heimtaði Þjóðv., aðalmálgagn íslenskra kommún- ista, að teknir yrðu tafarlaust upp samningar við Þjóðverja um afurðasölu til þeirra, og 22. maí sama ár segir Þjóðviljinn: ,Hjer á ísland.i verða sósíalistar að gera sjer fullljóst, að þeir geta hvor- ugum hirma stríðandi aðila ósk- að sigurs“. Þessi ást kommúnista á hlutleysinu breyttist þó mjög skyndilega, þegar Þjóðverjar rjeðust á Rússa, og hefir flest- um gengið erfiðlega að finna nokkur íslensk sjónarmið, sem hafi valdið þeirri breytingu, en þau hafa þá án efa verið til stað- ar hjá þessum miklu frelsishetj- um. Á aðfangadag jóla 1942 flutti Þjóðviljinn m. a. eftirfarandi boð skap: „Þegar Sósíalistaflokkur- inn — eini flokkurinn, sem altaf hefir haft ákveðna stefnu í ut- anríkismálum íslendinga — sýn- ir fram á hver nauðsyn íslend- ingum sje á því að skera upp úr með hvorum sarnúð þeirra sje í frelsisstríðinu gegn fasisman- um, þá eru slík úrþvætti hjer á Islandi, sem beint eða óbeint taka upp hanskann fyrir Hitl- er“. Þjóðin liefir afneitað hlutleysinu. Hið endanlega og formlega fráhvarf frá hlutleysisstefnunni verður þó ótvírætt með samþykki Alþingis 25. febr. 1945. Var sú samþykkt gerð í tilefni þess, að sigurvegararnir í stríðinu hófu um það leyti undirbúning að bandalagsstofnun hinna samein- uðu þjóða, en það skilyrði var sett fyrir inngöngu í þetta banda ■ lag, að hlutaðeigandi þjóð und - irritaði sáttmála, þar sem sagði orðrjett: „Hver ríkisstjórn skuld- bindur sig til þess að leggja fram öll efni sín, nernaðarleg og fjár- hagsleg, í baráttunni gegn þeim aðilum þríveldasamningsins og ríkjum, er hafa aðhyllst hann, sem hún á í styrjöld við“. Sam- kvæmt þessu gátu þær þjóðir einar orðið hluttakendur í þessu bandalagi á frumstigi þess, sem voru virkir þátttakendur í stríð- inu gegn möndulveldunum. Mál- ið var rætt á lokuðum þingfund- um, til allarar hamingju fyrir kommúnista. 1 samþykkt alþing- is er bein hernaðarhlutdeild ekki talin gerleg vegna aðstöðu þjóð- arinnar og vopnleysis, en í sam- þykkt þingsins kemur ótvírætt í ljós, að það telur ekki hafa verið um neitt hlutleysi að ræðn hjá Islendingum í styrjölainni, því að þar segir orðrjett: „Alþingi álítur, að íslendingum sje mikil nauðsyn að verða nú þegar þátt- takandi í samstarfi hinna sam- einuðu þjóða, og telur, að vegna afnota bandamanna af íslandi í þágu styrjaldarinnar, eigi íslend- ingar sanngirniskröfu á þvi“. Það blaðið, sem þá tók ákveðn- asta afstöðu gegn hlutleysinu var Þjóðviljinn, því að hann sagði í ritstjórnargrein um málið þann 25. apríl 1945: „Þeir (þ. e. sósía- listar) vildu láta viðurkenna, að þjcðin sje raunverulega í stríði og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjujn, sem hún ræðar yfir og að hún hafi ekki verið, og vilji ekki vera hlutlaus“. Ákveðnar. er naumast hægt að afneita hlutléysisstefn- unni, þótt sömu mönnum þyki heppilegra að syngja annan song núna. Að lokum er það augljóst, að innganga í SÞ getur á engap hátt samrýmst hlutleysi, enda hefir það ríkið, sem fastast heldur við hlutleysi sitt, Sviss, ekki gengið í SÞ af þeim sökum. Það er vit- anlegt, að SÞ eru fyrst og fremst samtök sigurvegara í styrjöld og þau leggja meðlimum sínum á herðar viðskiptalegar og jafnvel hernaðarlegar refsiaðgerðir gegn tilteknum þjóðum, ef s'vo ber undir, að ein eða fleiri þjóðir hefja árás á eitthvert bandalags- ríki. SÞ eru því í rauninni svip- að varnarbandalag þjóðanna og Atlantshafsbandalaginu er ætlað að verða á takmarkaðra svæði. Þessi atriði og bein hlutdeild í atkvæðagreiðslum um deilumál og ófrið þjóða á milli stríðir svo augljóslega gegn öllu hlutleysi og' gerir það óhugsandi, nema bregð- ast skyldum sínum í SÞ, að það er í rauninni furðulegt, að nokk- ur skuli láta sjer til hugar koma, að það sje enfi við lýði. Auk hinna ótvíræðu ummæla Þjóð- viljans, sem jeg gat um áðan, má um þetta atriði einnig vitna í Tímann til leiðbeiningar fyrir þá ungu Framsóknarmenn, sem hjer virðast ganga með einhverjar hlutleysisgrillur. Þar segir svo I ritstjórnargrein 9. des. s. 1.: „Vert er að gera sjer ljóst, að með þátttöku í varnarbandalagi Atlantshafsþjóðanna mundi þjóð- in ekki stíga það skref að segja skilið við hlutleysisstefnuna. Það stafar af þeirri einföldu ástæðu, að það skref hefir þegar verið stigið með fullu samþykki allrar þjóðarinnar“. Þeirri staðreynd verður því ekki á móti mælt með nokkrum rökum að hlutleysi íslands er úr Framhíild á bls. 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.