Morgunblaðið - 01.03.1949, Blaðsíða 16
VEÐURUTLITIÐ: FAXAFLOI:
LÝÐRÆÐISFLOKKARNIB
Reykvishar konur fagsia
tíHa!!veigu Fréðadóffur"
Skipið er merkiieg nýung í fogarasmíði
KONUR voru í meirihluta þeirra gesta, sem borgarstjóri bauð
að taka á móti þriðja togara bæjarútgerðarinnar og 29. nýsköp-
unártogaranum, sem til landsins kemur. Er þetta jafnframt
tfyrsti diesel-togari, sem srniðaður er fyrir íslendinga og ber
*i.af:>■ fyrstu íslensku húsfreyjunnar, Hallveigar Fróðadóttur. Er
t>dtta-hið fríðasta skip, búið öllum bestu siglingartækjum, en
um leið nýung í togaragerð, sem menn vænta sjer mikils af.
Vegna þess hve vjelar skipsins taka lítið rúm og eldsneytis-
birgðir eru minni en hjá gufuknúnu togurunum, ber „Hallveig
Fróðadóttir“ jafnmikið af fiski og stærstu nýsköpunartogararnir,
|»ót skipið sje 5 fetum styttra en nýju togararnir af minni
g&rðinni.
'Skipinu fagnað
B.v. Hallveig Fróðadóttir lagð
tfst við* bryggju um 8 leytið í
gserkvöldi. Gunnar Thoroddsen
börgarstjóri bauð skipið, skip-
stjora og skipshöfn velkomið í
Ivifr. Borgarstjóri rakti í fáum
orðum togarakaup Reykjavíkur
boi gar og gat þess, að með þessu
sldpi væri gerð tilraun, sern
rnenn vonuðust til að gæfist vel.
Tveimur fyrri togurum bæjar-
tns hefði verið valin nöfn þeirra
rnanna, sem hæst bæru í sögu
böfuðstaðarins, Ingólfs Arnar-
sonar og Skúla Magnússonar
og færi vel á því, að þetta nýja
skip bæri nafn fyrstu landnáms
konunnar.
Frú Arnheiður Jónsdóttir,
v araformaður fj áröflunarnefnd
a> Hallveigarstaða tók næst tii
mé.Ls og fagnaði skipinu og
skipshöfninni, þakkaði bæjar-
stjórn fyrir nafnið og færði skip
stjóra blómakörfu. Gísli Jóns-
son aiþingismaður lýsti skipinu,
og þeim góðu tækjum, sem það
ei fcúið. Frú Guðrún Jónasson,
form. Slysvarnadeildar kvenna
í Eeykjavík, tók næst til máls
og afhenti skipstjóra silfur-
skjöld frá deildinni. Á skjöla-
inn er letrað fagnaðarorð og
skipi og skipshöfn óskað ’gæíu
og gengis. Bað frúin skipstjóra,
að setja skjold þenna í skipið,
þj sem hann kysi. Jón Axel
Pje"ursson. framkvæmdarstjóri
iúgetðarinnar ræddi um þá
rne kilegu tilraun. sem gerð
værl með smíði þessa skips og
sagði að vel færi á, að höfuð-
staður Islands rjeðist í að gera
þ tilraun. Þakkaði hann sjer-
stal-iega þann stuðning. sem
Gísli Jónsson alþingismaður og
Erli ’ígur Þorkelsson, vjela-
fræðingur hefðu átt í smíði
skipsms og mætti kalia Gísla
hófund skipsins, ef svo væri
bægt að komast að orði. Skip-
stjófinn. Sigurður Guðnason,
þ i ■: :aði heimsókn gestanna og
bcó.aóskirnaar í garð skips og
skipshafnar, en að lokum mælti
frö Steinunn Bjarnason nokkur
orð, en hún er formaður fram-
►. y r mdanef nda r Hallveigar-
Staða og hefur staðið framar-
P 'í þeim fjelagsskap frá
b: fcun.
Að ræðuhöldum loknum þáðu
gestir, veitingar í matsölum
sldpsins, sem eru rúmgóðir og
hiíiir vistlegustu, eins og skip-
ið allti
«-------------------------------
Kunnu vel við sig
á heimieiðinni
Skipverjar ljetu vel vfir hve
skipið hefði reynst vel á heim-
leiðinni. Fjekk það að vísu goti
veður og reyndi ekki á það í
slæmu veðri, en hinir þaulvönu
sjómenn, sem þar eru í hverju
rúmi finna fljótt, hvernig skip
fer í sjó. Á leiðinni heim var
,,kastað“ til að reyna veiðar-
færi og þó einkum spilið og
reyndist það vel í alla staði.
Merkileg nýung
í togarasmíði
í lýsingu Gísla Jónssonar al-
þingismanns á skipinu kom það
fram, að „Hallveig Fróðadóttir
er merkileg nýung í togara-
smíði og þótt dieseltogarar hati
verið reyndir með öðrum þjóð-
um eru svo margar nýungar i
þessu skipi, að um fullkomna
nýung er að ræða. Vjel skipsins,
sem framleiðir 1200 hestöil,
knýr bæði skrúfu skipsins og
togvindu. Togvindan er þannig
gerð, að verði þunginn of mik-
ill, vegna festu, eða af öðrum
ástæðum, stöðvast hún sjálf-
krafa og veitir það aukið ör-
yggi og ætti að koma í veg fyrir
að veiðarfæri rifni.
Skipið er byggt samkvæm*
ströngustu kröfum Lloyds Það
er 170 feta langt, 29Vz fet á
í breidd og 15V2 fet á dýpt. Það
er 621 lest brúttó og 202 smá-
letir nettó. Skipinu er skipt í
fjölda vatnsþjett hólf, en plöt-
ur í byrðing eru allar rafsoðn-
ar. Nokkrar af lestum skipsins
eru klæddar aluminium, sem er
nýung og kælivjelar halda æski
legu kuldastigi í fiskilestum.
Hallveig ber 360 smálestir af
fiski. eða 60 smálestum meira.
en nýsköprmartogararnir af
minni gerðinni, en jafnmikið og
togarar okkar af stærri gerð. I
skipinu eru tveir dýptarmælar
og raðsjátæki, rafmagns-
hraðamælir og önnur siglingar-
tæki af nýjustu gerð.
Ganghraði er 13 mílur og í
reynsluför gekk skipið 13,3 sjó
mílur.
„Óvænt afstaða".
WASHINGTON — Barkley, vara
forseti Bandaríkjanna, hefur lýst
því yfir, að „hin óvænta afstaða
Sovjetríkjanna eftir stríð“ sje
meginástæðan fyrir auknum fjár
útlátum Bandaríkjamanna til her
varnanna.
Waveil
Wavell lávarður var nýlega í
heimsókn í Danmörku. Þessi
mynd var tekin af honum við
það tækifæri.
Reykjaskóli i sófl-
kví
í HJERAÐSSKÓLANUM að
Reykjum við Hrútafjörð, hefur
komið upp inflúensufaraldur
svo mikiíl, að hjeraðslæknirinn
að Hvammstanga, hefur sett
skólann í sóttkví
Samkvæmt viðtali við hjer-
aðslæknirinn, höfðu 22 nem-
endur tekið veikina á sunnu-
dagskvöld, en enginn þeirra
mun þó vera alvarlega veikur.
í dag er skami-
urinn 3 dl.
MJÓLK verður af skornum
skammti hjer í Rvík og Hafn-
arfirði í dag, vegna þess, hve
erfiðlega gengur með mjólkur-
flutningana. I gær kom t. d.
engin mjólk úr Borgarfirði.
Skamturinn í dag verður 3
dl., sem afgreiddir verða út á
mjólkurreit nr. 50.
Blaðaútgáfa.
NEW YORK — Sameiginlegur
eintakafjöldi Bandaríkjablaða
varð síðastliðið ár á degi hverj-
um 53.097.000 blöð. “
Gífurlegir samgöngu-
erfihleikar vegna
snjófjyngsla
Mjólkuihíiarnir 11 klukkustundir til
bæjarins.
HIN óvenju miklu snjóalög hjer sunnanlands, valda nú miklum
samgönguörðugleikum. í Laugardalnum hafa ferðir bíla alveg
lagst niður og eingöngu notaðir sleðar og hestar. Ekki munu
mjólkurflutningarnir hafa gengið öllu ver en í gær. Mjólkur-
bílarnir voru nær 11 klst. á leiðinni frá Selfossi.
Strætisvagnarnir
Það mun ekki vera ofmælt,
að síðan um óramót, hafi snjó-
að meira og minna nærri því
dag hvern. í fyrrinótt og í gær
morgun snjóaði mjög mikið
hjer og í fyrstu ferðum kom-
ust strætisvagnarnir ekki á á-
ætlunartíma inn í Sogamýri og
að Kleppi, er ekið var um
Laugarnesveg og Kleppsveg.
Einnig mun ferðin vestur á Sel
tjarnarnes, hafa verið erfið.
Suður í Hafnarfjörð var sæmi-
legt.
Snjóbílar á Holtavörðuheiði
í gærmorgun fóru póstbíl-
arnir af stað frá Akranesi. —
Ráðgert hafði verið að taka far
þega, en frá því var horfið, þar
er búist var við að ferðin
myndi sækjast seint. Var því
einungis póstur sendur með
bílunum og varahlutir í snjó-
bílana tvo, sem eru í Forna-
hvamrai. Holtavörðuheiðin er
svo snjóþung, að leiðarmerkin
eru öll á kafi. Snjóbílana á að
nota við flutninga yfir heið-
ina.
Austan Fjalls
Frjettaritari Morgunblaðsins
á' Selfossi símaði í gærkvöldi,
að svo mikill snjór sje í austur
sveitum, að það sje á takmörk
um, að hægt sje að halda uppi
mjólkurflutningum til Flóa-
mannamjölkurbúsins. Á sunnu
daginn voru mjólkurbílarnir
frá Hvolsvelli 16 klst. til Sel-
foss. Svipaða sögu er að segja
um bílana, sem flytja mjólk af
Skeiðunuzn, Hreppunum og
víðar.
Læknirinn var 5 klst.
Vegurinn frá Selfossi að
Eyrarbakka, er alófær orðinn.
Bragi Ólafsson, hjeraðslæknir
á Eyrarbakka, var fimm klst.
að heiman frá sjer að Selfossi,
er hann var á leið austur á
Skeið, í læknisvitjun í fyrra-
kvöld.
Á sleðum og hestum
Ófært er orðið fyrir nokkr-
um dögum að Laugarvatns<
skóla og bæjanna innar í Laug
ardalnum, Allir flutningar til
og frá bæjum þessum og skól-
anum fara nú fram á hestuni
og sleðurn. Bílarnir komast
ekki lengra en að Apavatni.
Frá skólanum og þangað erU
milli 10—15 km.
Loks eru það svo mjólkur-
flutningamir frá Selfossi til
Reykjavíkur. Sem fyrr fará
þeir fram um Krisuvíkurveg-
inn. Oft hafa þeir gengið erfið
lega, en aldrei eins og í gær.
Mjólkurbílamir lögðu af stað
áð austan um kl. 8 í gærmorg-
un og komu hingað um kl. 7 x
gærkvöldi. Þeir voru með 25,
000 lítra alls. Eins og venja er
þegar lítið er af mjólk, verður
hún skömmtuð í dag.
Samþykt i Ed. að afnema
bann við utanferðum
\TKVÆÐAGREIÐSLA fór
fram í Efri deild í gær um
frumvarp Björns Ólafssona"
og Lárusar Jóhannessonar um
að afnema bann það til utan-
ferða, er nú er í gildi. Var
samþykkt með 10:5 atkvæðum
að afnema þessi höft, sem nú
hindra menn í að fara til út-
landa.
Nokkrar umræður voru um
þetta mál í gær. Lýsti Jóhann
Þ. Jósefsson sig fylgjandi þessu
frumvarpi og kvaðst mundi
berjast fyrir, að það næði fram
að ganga.
Þessir þingmenn greiddu ai-
kvæði með afnámi bannsins:
Jóhann Þ. Jósefsson, Lárus Jó-
hannesson, Björn Ólafsson,
Steingrímur Aðalsteinsson, Ás-
mundur Sigurðsson, Brynjólfur
Bjarnason, Eiríkur Einarsson,
Gísli Jónsson, Guðm. í. Guð-
mundsson, Bernharð Stefáns-
son.
Á móti frumvarpinu voru:
Hermann Jónasson, Páll Zop-
haníasson, Sigurjón Á. Ólafs-
son, Þorsteinn Þorsteinsson,
Björn Kristjánsson.
Frumvarpinu var síð«n vísað
til 3. umræðu.